Tíminn - 28.03.1984, Qupperneq 7

Tíminn - 28.03.1984, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 1984 ■ Það eru oft haldin skákmót í skólanum, og það eru ekki aðeins kennararnir, sem fylgjast með þeim, heldur einnig foreldrarnir. KENNSLAN VERÐUR ADLEK ■ Eftirfarandi tilraun var haldin í Grunnskóla nr. 324 í Moskvu. Það var sálfræðideildin í Moskvuháskóla, sem stjórnaði því með aðstoð íþróttadeildarinn- ar. Tilraunin var fólgin í því að skák var notuð til að gera nemendum kleift að tileinka sér námsefnið betur. Kennslustundir á þessu sviði voru einu sinni í viku. Skákin er „hugaríþrótt" og felur ekki aðeins í sér heillandi leik, heldur einnig gott tækifæri til að venja börn á menningu, þroska hjá þeim fljóta hugsun, dirfsku og sköpunaráhuga. Það er mat uppeldisfræðinga, að regluleg skákástundun víkki sjóndeildarhring skólabarna, venji þau á rökréttan hugsunarhátt. Börnin tefla af miklum áhuga og fá foreldra sína til að koma með í tímana. Það eru ekki gefnar einkunnir í þessu fagi, og auk þess telja nemendurnir að skákkennslan sé skemmtileg dægradvöl. Reynslan í skóla nr. 324 hefur vakið mikinn áhuga hjá uppeldisfræðingum, svo og kennurum og skákmönnum. Núna fer skákkennsla fram í mörgum skólum. Varaforseti Skáksambands Sovétrikjanna, Júrí Averbakh, alþjóðlegur stórmeist- ari, sem styður þessa tilraun heils hugar, ieggur á það áherslu, að skákmenn búi ; yfír mörgum mannlegum kostum og það þurfí að ala þá upp hjá þeim þegar í bernsku. í órafjarlægð. Þetta land er opin- berun fyrir listamann, hér sé ég stöðugt ný og ný form. Þessar snöggu veðrabreytingar eru heillandi, þar sem sama daginn getur verið sólskin og hríð.“ „Hvað snertir íslendinginn þá finnst mér hann vera maður sem hefur sigrast á erfiðri náttúru. Hann er blíður, þó fullur orku og í nánum tengslum við náttúr- una. Þetta var sú mynd sem ég fékk fyrst af íslendingum í gegn- um bókmenntir þeirra og síðan hefur hún styrkst við kynni mín af þjóðinni." Nú hefur þú myndskreytt bækur þar sem fjallað er um liðið bændasamfélag eins og íslands- kiukkuna og Hjalta bækurnar. Hefur ekki verið neitt erfitt fyrir þig að fá rétta mynd af því sem er að gerast í þessum bókum? „Jú vissulega, en ég hef leitað mér fanga í gömlum ritum og hef meðal annars haft við höndina gamla ferðabók íslandsfara fyrir löngu síðan. Þá hefur það hjálp- að mikið að í bókum Laxness eru lýsingar hans á fólki og öllu umhverfi svo skarpar að það fæðist ákveðin mynd í huga manns. Þegar ég myndskreytti Brekkukotsannál hafði ég aldrei til íslands komið en eftir að hafa gert fyrstu myndina sendi ég hana skáldinu til umsagnar. Seinna þegar ég kom hingað heimsótti ég Árbæjarsafnið og sá þá söðulinn, tóbakshnífinn og alla þessa hluti sem svo oft koma fyrir í íslenskum bókmenntum. Þarna var líka íslenskur rokkur sem er alveg eins og sá sem við höfum heima í Rússlandi. Þessi heimsókn kom sér vel þegar ég fór að myndskreyta bækur Stef- áns Jónssonar,“ sagði Islandsvin- urinn og listamaðurinn Orest Vereiski. Túlkur við viðtalið var Berg- þóra Einarsdóttir. ■ Kjell Magne Bondevik kirkju- og menntamálaráðherra, formaður Kristilega flokksins Nato verði ekki fyrst til að beita kjarnavopnum Afstaða Kristilega flokksins í Noregi ■ FLOKKSSTJÓRNAR- FUNDUR Kristilega flokksins í Noregi, sem haldinn var 18. þ.m. hefur vakið mikla athygli á Norðurlöndum vegna ályktunar, sem hann gerði um varnar- og öryggismál. í ályktunni er lögð áherzla á, að Noregur beiti sér fyrir þeirri stefnu innan Atlantshafsbanda- lagsins að bandalagið lýsi yfir því, að það verði ekki fyrst til að beita kjarnavopnum. Þá lýsi bandalagið sig einnig fylgjandi frystingu á framleiðsiu kjarna- vopna undir tryggu eftirliti. Flokksstjórnarfundurinn telur að sá klofningur, sem skapazt hefur um afstöðu norsku stjórn- málaflokkanna til öryggismála í sambandi við staðsetningu með- aldrægra kjarnaflauga í Vestur- Evrópu, sé mjög óheppilegur, og finna þurfi nýjan grundvöll, þar sem flokkarnir geti samein- ast á ný. Einkum beindi fundur- inn því til íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins að taka saman höndum á ný varðandi stefnuna í öryggismálum, þótt ágreiningur haldist um önnur mál. Það kemur greinilega í ljós í ályktun fundarins og kom enn betur fram á blaðamannafundi, sem Kjell Magne Bondevik, formaður flokksins hélt eftir flokks-stjórnarfundinn, að það geti skapað grundvöll fyrir slíkt endurnýjað samstarf, að lýst sé yfir fylgi við frystingu kjarna- vopna og Nato lýsi jafnframt yfir því, að það muni ekki nota kjarnavopn að fyrra bragði. Það má segja, að ríkt hafi full samstaða milli norsku stjórn- málaflokkanna um öryggismál, að flokki sósíalista undan- skildum, þangað til á síðastliðnu ári, þegar Verkamannaflokkur- inn tók þá afstöðu að fresta bæri uppsetningu kjarnaeldflauga í Vestur-Evrópu meðan reynt væri að ná samkomulagi milli risaveldanna um þessi mál. Það hefur vakið aukna athygli á umræddri ályktun Kristilega flokksins, að hann er einn stjórn- arflokkanna. Líklegt þykir, að Miðflokkurinn sé svipaðs sinnis' í þessum efnum. Hins vegar hefur sú skoðun verið ríkjandi í íhaldsflokknum, að Nato eigi a.m.k. enn að halda því opnu, að það geti orðið fyrst til þess að grípa til kjarnavopna í varnar- skyni. Fellst Káre Willoch forsætisráðherra á stefnu Kristilega fíokksins? SEGJA MÁ, að stefna Atlants- hafsbandalagsins hafi frá upphafi byggzt á því, að það myndi svara meiriháttar árás með beitingu kjarnavopna. Þessi stefna var m.a. byggð á því, að Sovétríkin hefðu yfirburði á sviði ’ hefð- bundinna vopna og vænlegasta og ódýrasta leiðin til að fæla þau frá árás væri að hóta beitingu kjarnavopna. Þessi stefna hafði gildi meðan Sovétríkin stóðu langt að baki Bandaríkjunum í kjarnavopna- vigbúnaði og meðan kjarnavopn þóttu ekki líkleg til að valda eins mikilli tortímingu og nú er orðið augljóst, enda hefur aukin tækni síaukið eyðingarmátt þeirra. Nú er þetta orðið gerbreytt. Sovétríkin standa orðið jafnfætis Bandaríkjunum á sviði kjarna- vopna-vígbúnaðarins og hafa jafnvel farið fram úr þeim á vissum sviðum, m.a. því, sem Bandaríkjunum stendur mest ógn af, þ.e. í fjölda langdrægra kjarnaflauga staðsettra á landi en þær þykja markvissari en kjarnaflaugar, sem skotið er af, skipum eða flugvélum, en á því sviði hafa Bandaríkin yfirburði. Þetta hefur haft það í för með sér, að menn hafa farið að óttast í vaxandi mæli, að yrði Nato fyrst til þess að beita kjarnavopn- um, myndu Rússar endurgjalda það í enn ríkara mæli og beina þá vopnum sínum fyrst og fremst gegn Bandaríkjunum. Af þessu myndi leiða, að Bandaríkja- stjórn myndi hika við að beita kjarnavopnum vegna árásar á Vestur-Evrópu. Staðsetning meðaldrægu kjarnaflauganna í Vestur-Evr- ópu hafa ekki dregið neitt úr þeim ótta, því að yrði þeim beitt gegn Sovétríkjunum, myndu þau svara með kjarnaárás á Banda- ríkin. Bandaríkjastjórn myndi Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar því hugsa sig um oftar en tvisvar áður en hún be'tti kjarnaflaug- um, sem staðsettar eru í Vestur- Evrópu. Vorið 1982 birtu fjórir þekktir Bandaríkjamenn undir forustu McNamara, fyrrum varnarmála- ráðherra, grein í Foreign Aff- airs, þar sem þeir hvöttu til, að Nato tæki þá stefnu til athugunar að hóta beitingu kjarnavopna að fyrra bragði. Þetta sjónarmið hefur síðan verið að hljóta stöð- ugt meiri undirtektir. Það hefur jafnframt hlotið vaxandi hljómgrunn, að Nato eigi að leggja meira kapp á að auka hinn svokallaða hefðbundna vígbúnað og ná jafnvægi á því sviði heldur en að fjölga kjarna- vopnum. Nýlega hefur komið út í Frakk- landi bók um þetta efni, sem vakið hefur mikla athygli. Höf- undur hennar er Etienne Copel hershöfðingi, sem var orðinn háttsettur í hernum, enda talinn einn færasti hershöfðingi Frakka. Hann sagði sig úr hern- um til þess að geta komið á framfæri þeirri kenningu, sem hann boðar í bókinni. Efni bókarinnar er í stuttu máli það, að það sé hrein fjársó- un af Frökkum að vera að burð- ast með kjarnavopn í stað þess að efla hinn hefðbundna vígbúnað. Copel leggur mikla áherzlu á að hann verði aukinn meðan ekki næst samkomulag um tak- mörkun hans. Bæði Copel sjálfur og fylgj- endur hans líkja honum við Charles de Gaulle, en hann gerðí á sínum tíma eins konar uppreisn gegn ríkjandi vígbúnaðarstefnu og reyndist hafa rétt fyrir sér. SVO AÐ aftur sé vikið að umræddri ályktun Kristilega flokksins í Noregi, þá er tekið skýrt fram í henni, að áframhald- andi þátttaka Noregs í Nato sé óhjákvæmileg og Noregur þurfi að hafa traustar varnir vegna hins mikla vígbúnaðar Rússa í nágrenni Noregs og þeirrar óvissu, sem ríkjandi sé í alþjóða- málum. Þess er nú beðið hver viðbrögð annarra flokka í Noregi verða. Ótvírætt er að þetta frumkvæði Kristilega flokksins hefur komið umræðunni um öryggismálin á nýtt stig og að þær muni taka meira mið af nútíð og framtíð, 'en ekki byggjast á forsendum, sem tilheyra liðnum tíma.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.