Tíminn - 28.03.1984, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.03.1984, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 1981 á vettvangi dagsins ir Jónsson: Mál er að fleðulát- unumlinni ■ Þegar fundurinn í Sigtúni síðastlið- inn sunnudag var boðaður, var auglýst að hann væri haldinn af hagsmunaaðilum í sjávarútvegi. Jafnframt var haft eftir Kristjáni Ragnarssyni í Dagblaðinu að honum hefði ekki verið boðið á fundinn. Þetta vekur upp þá spurningu hverjir það séu sem hafi mestra hagsmuna að gæta við þær breytingar, sem átt hafa sér stað með kvótakerfinu. Er það Kristján fyrrnefndur Ragnars- son, eða Jón Jónsson háseti á einhverj- um þeirra báta, sem kvótakerfið kemur niður á? Missir Kristján Ragnarsson atvinnuna, þegar verið er að leggja bátum? Nei. Missir Jón Jónsson háseti atvinnuna? Já. Og önnur spurning. Voru Kristján Ragnarsson og hans félagar hafðir með í ráðum í sambandi við kvótakerfið? Boðuðu þeir til funda sín á milli um breytingarnar? Svar: Já. Var Jón Jónsson óbreyttur meðlimur í sínu stéttarfélagi kallaður á fund þar til að ræða breytingamar? Svar: Nei. Staðreyndin er sú að útgerðarmaður- inn heldur sínu starfi en hásetinn ekki. Því miður verður það að segjast að sjómannasamtökin hafa algjörlega brugðist í þessu máli. Þó ekki væri nema af fyrirvaralausum atvinnumissi hlýtur hinn almenni sjómaður að vera á móti _ þessu kerfi. Svívirðilegast er það að forsvarsmenn samtaka sjómanna tala varla við sína félagsmenn um þessar breytingar. Þeir hafa frá því byrjað var að ræða þessi mál legið á kjaftamakki með LÍÚ og ríkisstjórn. Fleðulæti for- svarsmanna sjómannasamtakanna utan í LÍÚ, svo mikil að stundum hafa þau einna helst líkst hundi og tík, hafa verið of mikil á undanförnum árum og er mál að þeim linni. Slík fleðulæti orsaka ekkert annað en versnandi kjör hins almenna sjómanns. Samasemmerkið milli forsvarsmanna sjómannasamtak- anna og LÍÚ verður að hverfa. LÍÚ eins og það er í dag er ekkert annað en fiskverkendur og kaupendur í landinu. Allir eru sammála um það að flotinn sé of stór. En geta menn ekki orðið sammála um af hvaða skipum sé of mikið? Ef menn geta það ekki, hvaða tegund skipa hefur þá aðallega bæst í flotann undanfarin ár? Ég held að allir hljóti að geta verið sammála um að það séu togarar. Þegar engin loðna var, þá var loðnu- skipum lagt fyrirvaralaust. Útgerðir . fengu fyrirgreiðslu, og sjómenn fengu greitt meðan þeir voru að koma sér í önnur störf. Af hverju er þetta meiri vandi við togara? Og það er annað. Allt síðasta ár voru LÍÚ-menn með hótanir um að leggja togurum sökum olíukostnaðar og fiskleysis. Mér er spurn, verður auðveldara að reka tog- ara, þegar hann má bara veiða 2/3 þess afla, sem hann mátti veiða á síðasta ári? og hefur olían lækkað? Svarið getur aldrei orðið annað en nei. Þetta kvótakerfi hefur bara einn tilgang, þann að láta sjómenn standa gapandi yfir 40% kjaraskerðingu um- fram aðra, án þess að fá að gert. Og ekki má gleyma fiskverkunarfólki, sem er þó betur sett að því leyti, að það heldur dagvinnunni og sjálfsagt verður eitthvert stopp sett á togarasiglingar. Gatið hans Alberts er 2-3 milljarðar, upphæðirnar, sem fara í landbúnað sökum þess, að ekki mega bændur missa atvinnu, eru ekki minni. Öllu er þessu snarlega reddað. Grænlendingar seldu 50 þús. tonn fyrir 650 milljónir. Samkvæmt þessu kvótakerfi er útgerðarmönnum stætt á því að reka mannskapinn í land, þegar kvótinn er búinn. Þess vegna eiga sjó- menn ekki að eiga . neinar samningavið- ræður við LIÚ fyrr en þetta kerfi hefur verið afnumið. Sigurgeir Jónsson ■ Rannsóknir í EUiðaánum. Starfsmenn lagfæra vængi seiðagildrunnar, sem notuð var við gönguseiðavélarnar í Elliðaánum vorið 1975. Einar Hannesson: Hugleiðingar um laxveiðimál ■ Ari Teitsson, Hrísum Suður Þing- eyjarsýslu sendir undirrituðum fróð- leikskveðju með grein hér í blaðinu 21. mars s.I. Hann telur fullyrðingu mína, sem fram kom í eftirfarandi texta í grein minni í Tímanum 3. þ.m., ekki vera rétta: „Rökstuðning, sem öliu máli skiptir, skortir hins vegar fyrir fullyrðingu um vannýtingu. Alhæfing um vannýttan laxastofn hér á landi stenst einfaldlega ekki. Auðvitað er unnt að benda á einstakar laxveiðiár einstök ár, að meira sé af laxi, í einn tíma en annan að haust- inu. Hitt er einnig vel þekkt, einmitt í sambandi við klaköflun, sem hefur verið töluverð í ýmsum ám og mönnum hættir til að gleyma yfirieitt að minnast á, að lítið sé af laxi. Seinustu ár hafa víða verið erfiðleikar á að ná klaklaxi, því að lítið hefur verið um lax í ánum og hann dreifður. Sérfróðir menn telja að það sé ákaf- lega breytilegt frá einni á til annarrar. hversu mikið þurfi að vera eftir af laxi í ánni til að hrygna svo vel sé séð fyrir fullri nýtingu á framleiðslugetu vatna- svæðisins. Þess vegna þurfi að rannsaka hverja á fyrir sig og fá niðurstöðu í þessu efni.“ Til þess væntanlega að rökstyðja full- yrðingar um vannýtingu laxveiði nefnir Ari Elliðaár. Hann birtir brot úr texta í riti Veiðimálastofnunar um veiðiálag með stöng, sem ekki gefi hámarksaf- rakstur í laxafjölda. Þá fer Ari almennum orðum um ofbeit í ánum, sem hann líkir við beit búfjár, og h@nn vitnar til ástands- ins í Selá í Vopnafirði um skýringu á lítilli laxveiði þar 1982 og 1983, sem kunni að tengjast of miklum seiðafjölda, miðað við fæðuframleiðslu áa. Að ætla sér að alhæfa um vannýttan laxastofn í landinu út frá ástandinu í Elliðaám er fráleitt. Allir vita, sem til þekkja að þar hafa verið notaðar mun færri stengur við veiðiskap en venja er. Sömuleiðis hefur verið tekið þar í klak í Sigurgeir Jónsson Skálafelli: , LITLIR DRYKKJUMENN EN HATT HLUTFALL DRYKKJUSJUKRA ■ Halldór frá Kirkjubóli ræðst í gær að Agnesi Bragadóttur blaðamanni á Tím- anum. Tilefnið; jú, Agnes leyfði sér að hafa aðra skoðun en Halldór á bjórnum, og það í sjálfum Tímanum sem Halldór heldur að hann eigi. Skorar hann Agnesi á hólm og telur að hann eigi að fá jafnmikið pláss og hún í blaðinu sem Halldór telur að sjálfsögðu sína eign. Hér fyrr á öldum, iðkuðu þeir menn, sem töldu sig hetjur. það mjög að skora aðra á hólm. (Þó skoruðu karlmenn ekki kvenfólk á hólm, en Halldór er kannski jafnréttissinni þó heldur hafi mér sýnst annað.) En oft fór það svo að áskorand- inn lá óvígur eftir. Hélt maður að Halldór vissi þetta, þar sem hann er víðlesinn á íslensk fornrit, og hefur sjálfsagt fengið hólmgönguhugmyndina þaðan. En kannski er hann svo á kafi í bjórnum að á hann renni berserksgangur svo sem skeði með Egil Skalla- Grímsson, er hann var þriggja ára. En hvað um það - íslendingar eru samkvæmt skýrslum litlir drykkjumenn. Samt er hlutfall drykkjusjúkra á spítölum hærra en í nágrannalöndunum. Heilaskemmdir sökum ofdrykkju eru mjög miklar hér á landi. ( þeim löndum þar sem Halldór vitnar sem mest til er bjór mjög mikið drukkinn við þorsta á sumrin, enda er hitinn allur annar. Mig langar að biðja Halldór, af því hann virðist hafa lítið annað að gera en að vera í bjórnum, að athuga um drykkju fólks í Norður-Nor- egi og jafnvel Norður-Alaska. Ég hef ekki komið til Alaska, en til Noregs hef ég komið og Halldór sjálfsagt líka. Ég fullyrði að drykkjusiðir Norðmanna eru skárri en íslendinga, þó eflaust mættu þeir vera betri. Fjöldi fólks fer til útlanda á hverju ári og drekkur bjór. Það fólk furðar sig mjög á því fyrst í stað, eftir að út er komið, að varla sér vín á nokkrum manni, en er það kvaddi landið á sunnudagsmorgni virtist hálf þjóðin vera á hvolfi. Og samt er bjór leyfður í útlöndum en ekki hér. 1 Alsír, þar sem ég hef komið, eru sterk vín ekki leyfð, en daufur bjór leyfður í takmörkuðum mæli, öfugt við það sem hér er. Ekki gat ég séð vín á nokkrum manni í Alsír, hvað þá að fólk lægi steindautt hist og her og væri komið með heila- skemmdir upp úr tvítugu. Af hverju hættu danskir kaupmenn að selja bjór í verslunum sínum hér fyrr á öldum. og seldu í staðinn sterkt vín? Til þess að gera veslings bændurna, sem komu með sitt innlegg, svo dauðadrukkna ogósjálf- bjarga að þeir vissu ekkert hvað þeir voru að gera. Enda hefur vesældómur landsins sjaldan verið meiri en þá. Halldór er búinn að berjast gegn drykkjuskap svo lengi sem hann og aðrir muna. Er það vel. En svo mega menn ekki gleyma sér í bardaganum að menn sjáist ekki fyrir. Líka verður að athuga stöðuna. Ef Halldór gefur sér tíma til að athuga stöðuna, þá verður hann að viðurkenna að drykkjuskapur er ekki minni nú en er hann byrjaði bægslagang- inn. Bendi ég Halldóri á að fara um næstu helgi á skemmtistaði hér í Reykja- vík og fara svo til einhvers lands í næsta nágrenni og bera saman. Aldrei hefur verið rætt um annað en selja bjórinn sem áfengi, og hafa hann dýran. Hlýtur að vera einfalt að kippa honum af listanum ef illa reynist. Og það er eitt - útlendingar sem hingað koma og sjá landann dauðadrukkinn furða sig ekki á þessu. Þeir segja; þeir drekka bara sterkt. Halldóri virðist ganga illa að skilja það fólk sem telur drykkju daufra drykkja illu skárri en sterkra. Að lokum vona ég svo að Halldór fari sér ekki offari í hólmgöngunni. Sigurgeir Jónsson Skálafelli A.-Skaft. lok veiðitímans ár hvert meira af laxi en í nokkurri annarri laxveiðiá hér á landi. Þá er ógetið um þjófnað á laxi úr ánum, en kunnugir telja hann töluverðan. At- hugun sú, sem Philip Mundy og félagar hans gerðu, var upphaf rannsókna á laxastofni Elliðaánna og umsögn um stærð hrygningarstofnsins var nánast til- laga frekar en fullyrðing. Árið 1980 var þcssum rannsóknum haldið áfram, til að finna út hve hrygningarstofninn þyrfti að vera stór, og teknir með ýmsir umhverfisþættir, sem geta haft mikil áhrif á klakið og seiðaafkomuna. í tillögu Mundys og félaga var ekki tekið tillit til umhverfisþáttanna. Nýting-verðmæti íslenski laxinn er verðmæt auðlind, cins og allir vita. Eigendur þessara hlunninda hljóta að hafa það sem tak- mark að fá sem best verð fyrir afurðina, án þess að um rýrnun hlunninda verði að ræða í framtíðinni. Stangveiði cr eitt form nýtingar, sem gefur bestan arð til eigenda. Það er vissulega rétt, að stang- veiðimenn kjósa helst að rúmt sé um veiðimenn og ríkulegt af laxi. Allt um það er reynslan sú, að á ýmsu gengur í þessum efnum. Víst er þó að við því má búast að oft kunni að mega taka eitthvað fleiri fiska úr ánni í lok veiðitímans, en á stöngina hefur aflast. En hverju þjónar það, að kippa þessum umfram fiskum á land, ef það leiðir til óánægju viðskipta- vina og í framhaldinu til þess að veiðimað- urinn sé ekki tilbúinn að greiða jafn hátt verð fyrir veiðileyfið og áður. Þá er ógetið um það, sem hlýtur að skipta máli, hvað kostar að ná þessum umfram- fiski, annað hvort með neti eða í kistu, eins og lagt hefur verið til að gert sé. Fæðuframboð-ofbeitin Umfjöllun Ara Teitssonar um fræðu- framboð og ofbeit fannst mér góð svo langt sem hún náði. Þetta mál er auðskil- ið fleirum en þeim, sem vanir eru beit búfjár. En ósköp fannst mér einfölduð sú mynd, sem upp var dregin í þessu efni. Nefnt var að fæðuframboð væri mismikið eftir árferði og vikið að köldu árunum. Aðrir umhverfisþættir væru ekki nefndir, svo sem flóð, vatnsleysi og ísmyndanir. Sagt var frá afhugun Árna Helgasonar, fiskifræðings hjá Veiðimálastofnun á Egilsstöðum á laxi í Selá í Vopnafirði seinustu ár. Þar var farið rangt með þegar sagt var að laxaseiði hefðu vaxið mjög hægt 1980. Hið rétta er að vöxtur var góður það ár. Á hinn bóginn lét Ari þess ógetið, að í tvígang hefur árgungur misfarist á svæð- inu, þ.e. árgangur af hrygningu haustið 1978 og haustið 1981, sem átti að gefa kviðpokaseiði sumarið 1979 og 1982. 23. 3.1984 Einar Hannesson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.