Tíminn - 03.04.1984, Side 1
I
'VAWÉNNTÍRSUÍ:
■ Litlu munaði að Haukar slægju
Valsmcnn út úr bikarkeppni KKÍ,
er liðin mættust í Laugardalshöll í
gærkvöld. Framlengingu þurfti tU
að knýja fram úrslit þvi jafnt var
eftir venjulegan leiktíma, 83-83.
Valsmenn voru ívið sterkarí í fram-
lengingunni og trjggðu sér sigur,
93-92 og þar með rétt tU að leika
gegn KR í úrslitum bikarkeppninn-
at á fimmtudagskvöld
Það voru Valsmenn sem höfðu
yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn
og í leikhléinu var staðan 41-30 Val
í vil. Haukarnir voru ekki á því að
gefast upp og þeir minnkuðu stöð-
ugt muninn þar til þeir jöfnuðu
73-73, þegar 5 mínútur voru til
leiksloka. Allan þann tíma sem
eftir var var leikurinn í járnum og
jafnt á öllum tölum, svo var einnig
þegar leiktiminn var úti, 83-83, og
því þurfti að framlengja leikinn.
Þrátt fyrir að Valsmenn misstu einn
sinn besta mann út af um miðja
framlenginguna, Kristján Ágústs-
son, höfðu þeir betur. Áður, eðá
þegar 3 mínútur voru eftir áf venju-
legum leiktíma, hafði Torfi Magn-
ússon þurft að yfirgefa völlinn af
sömu ástæðu. En Valsmenn voru
samt sterkari á endasprettinum og
sigruðu 93-92, í leik sem var leiðin-
legur mest allan tímann, eða þar til
Haukar jöfnuðu. Sigurkörfu
Valsmanna í leiknum skoraði
Björn Zoéga, 13 sekúndum fyrír
leikslok.
Mikið kæruleysi var ríkjandi hjá
Valsmönnum í þessum leik og hefði
það hæglega getað kostað þá sigurinn.
Fjórmenningarnir Kristján Ágústsson,
Tómas Holton, Jón Steingrímsson og
Leifur Gústafsson voru atkvæðamestir
að þessu sinni þótt sigurvissan og
kæruleysið riði þeim næstum að fullu
eins og öðrum Vaismönnum í þessum
leik.
Hjá Haukur var baráttan í algleym-
ingi eins og svo oft áður og er gaman
að fylgjast með lióinu því vitað er að
þeir gefast aldrei upp. Þeirra bestu
menn að þessu sinni voru þeir Eyþór
Árnason, sem átti mjög góðan leik, en
þeir Pálmar Sigurðsson og Kristinn
Kristinsson voru einnig ágætir. Kristinn
gerði sig þó sekan um aö brenna af
auðveldum skotum undir körfunni.'
Stig Valsmanna skoruðu: Jón St. 18,
Leifur 17. Tómas 16, Kristján 15,
Jóhannes 10, Torfi 7, Einar 6 og Björn
4.
Stig Hauka skoruðu: Pálmar 20,
Eyþór 19, Kristinn 16, Sveinn 12,
Ólafur 11, Hálfdán 8, Kári 4 og Reynir
2.
Dómarar voru þeir Jón Otti Ólafsson
pg Gunnar Bragi Guðmundsson og
dæmdu þeir mjög illa að þessu sinni.
-BL
STÓRKOSTLEGT MÓT - FRÁBÆR ÁRANGUR
18 Islandsmet voru sett á Innanhússmeistaramótinu f sundi
■ „Þetta var stórkostlegt mót, frábær árangur og ótrúlega mikil breidd er oröin
í sundinu“, sagði Guðmundur Árnason stjórnarmaður hjá Sundsambandi Islands
eftir Innanhússmeistaramót íslands í sundi, sem fram fór í Sundhöll Reykjavíkur
um helgina. „Það lögðust allir á eitt um að mótið væri sem giæsilegast og færí sem
best fram, og það tókst mjög vel, skipulagningin stóð öll, samvinna allra frábær,
og árangurinn undirstrikaði svo allt saman“, sagði Guðmundur.
Alls voru 18 Islandsmet sett á mótinu. I sumum greinum voru metin tvíbætt,
og árangur margra glæsilegur. Keppendur sem æft höfðu erlendis komu vel út á
mótinu, og eins þeir sem æft hafa heima. Mikið af mjög ungum keppendum komu
fram og náðu prýðisárangri.
Eðvarð Þ. Eðvarðsson frá Njarðvík
var duglegastur við að setja met. Hann
setti alls 5 íslandsmet, í þremur grein-
um, tvíbætti metið í tveimur. Hann
hóf að setja met á laugardag, setti þá
met í 200 metra baksundi, 2:10, 69
mín, en gamla metið átti hann sjálfur
2:12,49 mín. í úrslitum sama dag
bætti Eðvarð metið enn, synti á 2:09,90
mín. Eðvarð setti íslandsmet í 50
metra baksundi er hann synti fyrsta
sprett í boðsundi á laugardag, synti á
28,25, en fyrra metið var Inga Þórs
Jónssonar ÍA, 28,85. í sama sundi
bætti Eðvarð einnig íslandsmetið í 100
m baksundi, synti á 59,97 og rauf þar
með mínútu múrinn, fyrra metið átti
hann og var 1:00,71 mín. í úrslitum
100 m baksundsins á sunnudag bætti
Eðvarð metið enn, synti á 59,53 sek.
Eðvarð hlaut alls 2 gullverðlaun og ein
silfurverðlaun.
Bryndís Olafsdóttir frá Þorlákshöfn
var og iðin við kolann. Hún setti þrjú
íslandsmet, sem einnig eru stúlkna-
met, því hún er aðeins 14 ára gömuL
Bryndís setti met í 100 m skriðsundi á
laugardag, 1:00,43 mín, en fyrra
metið, 1:00,90, átti hún sjálf. Bryndís
bætti enn um betur á sunnudag, þá
braut hún mínútumúrinn og synti 100
m skriðsund á 59,79 mín, sem er
glæsilegur árangur svona ungrar
stúlku. Metið setti Bryndís er hún synti
fyrsta sprett fyrir HSK í boðsundi.
Bryndís setti einnig íslandsmet í 100
metra flugsundi, synti á 1:06,66.
Gamla metið átti Þórunn Alfreðsdóttir
Ægi, 1:07,83, og var það sett árið 1978.
Það vakti athygli í þessu sundi, að
Anna Gunnarsdóttir Ægi, sem varð
önnur, synti einnig undir gamla met-
inu, synti á 1:07,65 mín. - Bryndís
Ólafsdóttir vann til tveggja gullverð-
launa og tveggja silfurverðlauna, auk
einna gullverðlauna í boðsundi með
sveit HSK.
Tryggvi Helgason frá Selfossi setti
þrjú íslandsmet, í 50 m bringusundi
31,33 sek (gamla metið átti hann
sjálfur, 31,50 sek), í 100 metra bringu-
■ Ingi Þór setti íslandsmet.
sundi 1:05,51 mín (gamla metið átti
hann sjálfur 1:06,61) og 200 metra
bringusundi, 2:24,27 (gamia metið átti
hann sjálfur, 2:26,0 mín). Annar í
200 metra bringusundinu varð Árni
Sigurðsson frá Vestmannaeyjum, hann
synti á 2:25,37, einnig undir gamla
metinu, og veitti Tryggva harða
keppni. Tryggvi fékk tvenn gullverð-
laun, tvenn silfurverðlaun og ein brons-
verðlaun á mótinu, auk tveggja gull-
verðlauna fyrir boðsund.
Guðrún Fema ÁgústsdóttirÆgi setti
tvö íslandsmet á mótinu. Hún synti
200 metra bringusund á 2:41,12 mín
(gamla metið átti hún sjálf, 2:41,70
mín, og 50 metra bringusund á 34,84
mín. (gamla metið átti hún sjálf 35,44)
Önnur í 200 metra bringusundinu varð
00T7UEB MESI1HARÐJAXUNN
■ Gottlieb Konráðsson - sigraði í
Þingvallagöngunni. Tímamynd MÓ
■ Þingvallaganga Skíðafélags
Reykjavíkur 1984 var haldin á laugar-
dag. Gengið var frá Hveradölum aust
ur Hellisheiði, yfir Fremstadal og aust
ur fyrir Hengil niður að Nesjavöllum
Þaðan eftir Grafningsvegi að Heiðar
bæ og í mark, niður í Almannagjá
Alls 42 kílómetra leið.
17 harðjaxlar gengu leiðina, 15 karl-
ar og 2 konur. Gottlieb Konráðsson
reyndist mesti harðjaxlinn, hann tók
forystuna strax í upphafi og hélt henni
alla leiðina í mark. Keppnin um næstu
sæti var öllu harðari. Halldór Matthí-
asson var sterkur á endasprettinum og
tryggði sér annað sætið. Guðni Stef-
ánsson, sem farið hafði rólega af stað
í göngunni, átti einnig góðan enda-
sprett og skaut sér upp í þriðja sætið.
Mjög góður tími þeirra Guðbjargar
Haraldsdóttur og Sigurbjargar Helga-
dóttur vekur athygli, og gefa þær
karlmönnunum ekkert eftir.
Keppendur voru hinir hressustu þeg-
ar á markið kom og léttir á sér, enda
sumir allt að 5 kg. léttari en þegar þeir
lögðu af stað. Verðlaun í þessari
Þingvallagöngu voru gefin af Toyota-
umboðinu og Búnaðarbankanum.
Urslit urðu annars þessi.
Karlar:
1. Gottlieb Konráðsson ... 3 klst.00 mín.
2. Halldór Matthiasson ... 3 klst.27 mín.
3. Guðni Stefánsson .... 3 klst.32 inín.
4. Halldór Halldórsson .... 3 klst.35 mín.
5. Rúnar Pálsson ....... 3 klst.38 mín.
6. Magnús Helgason ..... 3 klst.38 mín.
7. Stefán Stefánsson ... 3 klst.41 mín.
8. Eiríkur Stefánsson .. 3 klst.42 mín.
9. Gylfi Árnason ....... 3 klst.44 mín.
10. Kristján Þ. Halldórsson
......................... 3 klst.52 mín.
11. Magnús Bárðarson .... 4 klst. 17 mín.
12. André Bridde........ 4 klst.38 mín.
13. Haraldur Haraldsson . 4 klst.58 mín.
14. Kárí Jónasson ...... 5 klst.12 mín.
15. Einar Óiafsson ..... 5 klst. 12 mín
Konur:
1. GuðbjörgHaraldsdóttir . 3klst.40mín.
2. Sigurbjörg Helgadóttir . 4 klst.04 mín.
-BL
Tímamynd Ari
Ragnheiður Runólfsdóttir IA, og var
hún aðeins 2/100 hluta frá gamla
íslandsmetinu, sem bætt var. í 100
metra bringusundinu, þar sem Guðrún
setti metið í 50 m , var hún aðeins
3/100 frá íslandsmetinu, synti á
1:14,43, og Ragnheiður varð önnur á
1:14,82 mín. Guðrún Fema hlaut tvenn
gullverðlaun á mótinu, og ein með
sveit Ægis.
Ingi Þór Jónsson frá Akranesi kom
skemmtilega á óvart á mótinu með
pottþéttri frammistöðu, en hann telst,
þrátt fyrir að vcra aðeins 22 ára, vera
orðinn „gamall" á íslenska vísu sem
sundmaður. Ingi Þór setti nýtt íslands-
met í 200 metra flugsundi, synti á
2:09,76 mín (gamla metið setti hann
sjálfur árið 1982, 2:10,70 mín). Ingi
Þór vann þrenn gullverðlaun á mótinu.
Ragnheiður Runólfsdóttir IA setti
nýtt íslandsmet í 200 metra baksundi,
2:31,52 mín. Gamla metið átti hún
sjálf, 2:32,46 mín. Ragnheiður sigraði
í tveimur greinum, og varð önnur í
tveimur.
Þrjú íslandsmet voru sett í boðsund-
um. Glæsilegast þeirra var met sveitar
HSK í 4x100 metra skriðsundi kvenna,
4:15,03, en gamla metið var 4:20,40,
og í eigu Ægissveitarinnar frá 1981.
Metið því bætt um 5 sekúndur sem er
gott. í þessu sundi setti Bryndís Ólafs-
dóttir íslandsmet sitt í 100 metra
skriðsundi, 59,79 og rauf mínútumúr-
inn. Þá setti kvennasveit Ægis í 4x100
metra fjórsundi íslandsmet, synti á
4:49,97, gamla metið átti Ægissveitin
frá 1982, 4:51,94 mín. Sveit HSK í
4x100 metra fjórsundi karla setti ís-
landsmet synti á 4:13,30, gamla metið,
4:13,90 átti sveit ÍS frá 1983, 4:13,90.
Alls voru 25 verðlaunahafar á mót-
inu í einstaklingsgreinum, og er það
mjög góð dreifing. Alls eru 20 einstakl-
ingsgreinar, og því 60 verðlaun.
Þau systkin, Ragnar Guðmundsson
og Þórunn Kristín Ægi settu ekki
íslandsmet á mótinu, enda sjálfsagt
bæði þreytt eftir erfiða keppni á
danska meistaramótinu um síðustu
helgi, þar sem þau settu bæði íslands-
met í sínum greinum, Þórunn eitt og
Ragnar tvö. Þórunn Kristín vann
þrenn gullverðlaun á mótinu um helg-
ina, og Ragnar þrenn gullverðlaun og
ein silfurverðlaun. Þá vann Guðbjörg
Bjarnadóttir HSK þrenn silfurverð-
laun og tvenn bronsverðlaun, auk
einna gullverðlauna með sveit HSK.
-SÖE
-Greint verður frá úrslitum í hverri
grein í blaðinu á morgun.
■ Staðan í úrslitakeppni 1. deildar í
handknattleik, efri hluta, ásamt úr-
slitum helgarinnar:
FH-Stjarnan ................ 33-26
Valur-Víkingur ............. 26-22
Stjaman-Valur............... 22-20
FH-Víkingur................. 30-29
FH-Valur.................... 27-21
Stjarnan-Víkingur........... 23-28
FH .......... 6 6 0 0 168-144 12
Víkingur..... 6 3 0 3 150-145 6
Valur........ 6 2 0 4 128-134 4
Stjarnan..... 6 1 0 5 133-148 2
i ÍS GEGN HAUKUM
Það verða IS og Ilaukar sem
I leika til úrslita í bikarkeppni
kvenna í körfuknattleik á fimmtu-
I® dagskvöld. í gærkvöld sigruðu ÍS-
stúlkurnar lið Njarðvíkinga i
• undanúrslitum keppninnar með 47
j stigum gegn 39. í hálfleik var
staðan 25-16 ÍS ívil. Þórunn Rafnar
I skoraði mest fyrír ÍS eða 12 stig en
Sigríður Guðbjömsdóttir og Ilelga
Friðriksdóttir skoruðu 10 stig hvor
fyrír UMFN. í hinum undanúrslita-
leiknum í keppninni unnu Haukar
B-lið ÍR, 64-43, (31-22). Sóley
Indriðadóttir skoraði mest Hauka-
stúlkna eða 26 stig, en Svanhildur
Guðlaugsdóttir gcrði 12. Hjá ÍR-B
skoraði Anna Eðvardsdóttir mest
eða 14 stig, en Hildigunnur
Hilmarsdóttir gerði 13. -BL j