Tíminn - 17.04.1984, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.04.1984, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 17. APRIL 1984 11 Iþróttir Zola hljóp á Olympíutíma ■ S-afríska hlaupastúikan Zola Budd, sera nýverið fékk breskan ríkisborgararétt, hljóp á sínu fyrsta móti sem breskur ríkisborg- ari á laugardag. Zola, sem alltaf hleypur berfætt, sigraði í 3000 metra hlaupi, hljóp á 9:02,6 mínút- um. Hlaupið var í Kent, og Zola hljóp þar fyrir nýja félagið sitt, Aldershot. -SÖE Tony Knapp er volgur ■ „Við höfum farið þess á leit við Tony Knapp, þann mikla ís- landsvin og kappa að hann taki að sér þjálfun og undirbúning A- landsliðsins í knattspyrnu í undan- keppni HM-keppninnar, og hann hefur tekið vel í það“, sagði Ellert RSchram, formaður Knattspyrnu- sambands íslands á blaðamanna- fundi á föstudag. Knapp er að athuga málið, og mun gefa okkur ákveðið svar mjög fljótlega“, sagði Ellert. „Það er að vísu Ijóst, ef af þessu verður, að við verðum án hans í landsleiknum við Norðmenn í sumar, en hann mun koma hingað og sjá liðið í þeim leik. En við vonum að hann geti síðan tekið við Iiðimi", sagði EUert B.Schram. -SÖE Guðni og Lárus þjálfa unglingana ■ Knattspyrnusamband íslands hefur ráðið Cuðna Kjartansson þjálfara U-21 árs landsliðs íslands í knattspyrnu. Guðni hefur þjálfað liðið í tvö undanfarin ár með góðum árangri. Þá hefur KSÍ ráðið Lárus Lofts- son þjálfara drengjalandsliðsins. Lárus gegndi þessu starfi fyrir nokkrum árum, og tekur við því aftur nú. Auk þessara þjálfara, hefur Knattspyrnusambandið ráðið tvo starfsmenn. Aðalsteinn Steinþórs-. son ntun verða starfsmaður Móta, Dómara- og Aganefndar KSI. Hann hefur áður starfað sem fram- kvæmdastjóri Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, og er lesendum Tímans að góðu kunnur fyrir 3. og4. deildarpistla sína sl. sumar. Anton Bjarnason mun starfa fyrir Tækninefnd KSÍ. Anton mun sjá um útgáfu á fræðsluefni og hafa umsjón með námskeiðum á vegum Tækninefndar. Hann mun hafa umsjón með mótum 6. flokks og stúlkna á vegum KSÍ, sem eru styrkt sérstaklega af Eimskip. Þá hefur íþróttasamband íslands styrkt KSÍ myndarlega vegna. ráðningar Antons. -SÖE Útboð Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboöum í gerö Norður- landsvegar í Fnjóskadal fráVíðivöllumaö Fnjóskárbrú. Helstu magntölur eru eftirfarandi: Fylling 75.000 rúmm. Burðarlag 13.000 rúmm. Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. október 1984. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Vegagerðar ríkisins Miðhúsavegi 1, Akureyri og Borgartúni 5, Reykjavík, gegn 2.500 kr. skilatryggingu. Skilafrestur tilboða er til kl. 14.00 hinn 30. apríl 1984 og kl. 14.15 sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Reykjavík í apríl 1984. Vegamálastjóri. Hestur í óskilum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu er í óskilum bleik-álóttur hestur,ómarkaður. Verður seldur fimmtudaginn 26. apríl n.k. Hreppsstjóri Nútíminn h.f. óskar eftir lausasölufólki sem fyrst Komið í Síðumúla 15 eða hringið í síma L 86300. A Auglýsing frá ríkisskattstjóra Athygli skal vakin á ákvaeðum laga nr. 7/1984 og laga nr. 8/1984 um breyting á lögum nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. lög nr. 21 /1983 og lög nr. 84/1983 um breyting á þeim lögum. Sérstaklega skal bent á eftirtalin atriði: 1. Orlofsfjár- og póstgiróreikninga. Samkvæmt ákvæðum 1. gr. laga nr. 8/1984 ber nú að telja vaxtatekjur af innstæðum á póstgíróreikningum og orlofsfjárreikningum til tekna skv. ákvæðum 1. tl. 8. gr. laga nr. 75/1981 í stað 3. tl. 8. gr. svo sem áður var. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 8/1984 fer nú um heimild til frádráttar þessara eigna frá eignum á sama hátt og um innstæður í innlendum bönkúm og sparisjóðum. Hafi maður skilað framtali sínu til hlutaðeigandi skattyfirvalda fyrir 7. apríl 1984 er hér með skorað á hann að koma á framfæri nú þegar, við hlutaöeigandi skattstjóra, leiðréttingu á framtali sínu með hliðsjón af greindu lagaákvæði, á þann veg, að vextir af og inneignir á póstgíróreikningum og orlofsfjárreikningum, sem fram voru taldir f lið E 6, verði fluttir úr þeim lið í lið E 5. Hafi maður krafist vaxtagjalda til frádráttar tekjum i reit 60 í framtali sínu munu skattyfirvöld annast breytingar á þeirri fjárhæð frádráttar, svo og á tekjuskattsstofni, eftir því sem efni standa til, með hliðsjón af tilfærslu vaxtatekna úr reit 14 í reit 12. 2. Arð af hlutafé. Með a) -lið 4. gr. laga nr. 8/1984 eru gerðar tvær breytingar á 2. tl. B-liðs 1. mgr. 30. gr. laga nr. 75/1981, sbr. 1. tl. 1. gr. laga nr. 84/1983 um frádrátt frá tekjum manna utan atvinnurekstrar af arði af hlutafé. Annars vegar er um að ræöa hækkun frádráttarbærrar fjárhæðar frá tekjum af arði af hlutafé úr kr. 12.7501 kr. 25.000 hjá einstaklingi og úr kr. 25.500 í kr. 50.000 hjá hjónum. Hins vegar er nú eigi heimilt að draga frá arði af hlutafé, sem myndast hefur vegna fenginna jöfnunarhlutabréfa umfram þau mörk sem greinir í 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981, frádrátt skv. nú breyttum ákvæðum 2. tl. B-liðs 1. mgr. 30. gr. laga nr. 75/1981. Hafi maður skilað framtali sínu til hlutaöeigandi skattyfirvalda fyrir 7. april 1984 og teiur sig eiga rétt til haekkunar frádráttar skv. gildandi lögum eða honum ber að leiðrétta frádrátt til lækkunar skv. gildandi lögum, er hér með skorað á hann að koma á framfæri nú þegar, við hlutaðeigandi skattstjóra, leiðréttingu á reit 82 í framtali sinu með hliðsjón af greindu lagaákvæði. 3. Arð lagðan í stofnsjóð samvinnufélaga. Með b) -lið 4. gr. laga nr. 8/1984 er gerð sú breyting á 3. tl. B-liös 1. mgr. 30. gr. laga nr. 75/1981 um frádrátt frá tekjum manna utan atvinnurekstrar af arði færðum félagsmanni í samvinnufélagi til séreignar í stofnsjóð, að frádráttur er hækkaður úr 5% i 7% af viðskiptum félagsmanns utan atvinnurekstrar eða sjálfstæðrar starfsemi. Hafi maður skilað framtali sínu til hlutaðeigandi skattyfirvalda fyrir 7. apríl 1984 og telur sig eiga rétt til hækkunar frádráttar samkvæmt reit 81 í framtali sínu, er hér með skorað á hann að koma á framfæri nú þegar, við hlutaðeigandi skattstjóra, leiðréttingu á framtali sínu með hliðsjón af greíndu lagaákvæði. 4. Fyrnanlegar eignir. Samkvæmt 6. gr. laga nr. 8/1984 er gerð sú breyting á upphafssetningu og á 2. tl. 32. gr. laga nr. 75/1981, að felld er niður undantekning um íbúðarhúsnæði. Af þessu leiðir að nú telst íbúðarhúsnæði, sem notað er til öflunar tekna í atvinnurekstri eða í sjálfstæðri starfsemi, fyrnanleg eign skv. 32. gr. laga nr. 75/1981, þó er fyrning af útleigðu íbúðarhúsnæði í eigu manna háð takmörkunum skv. ákvæðum d) -liðs 4. gr. laga nr. 8/1984. I þessu sambandi þykir rétt að vekja athygli á athugasemdum um 6. gr. frumvarps sem varð að lögum nr. 8/1984 og birta orðrétt í síðustu mgr. athugasemdanna sem hljóðar svo: „Þar sem íbúðarhúsnæði verður nú í fyrsta sinn fyrnanlegt samkvæmt almennum fyrningarákvæðum skattalaga þarf í upphafi að reikna út fyrningargrunn og þegar fengnar fyrningar af þeim grunni. Ekki eru í frumvarpi þessu sérákvæði þar að lútandi, en hin almennu ákvæði skattalaga gilda þar um. Varðandi það íbúðarhúsnæði sem var í eigu skattaðila fyrir ársbyrjun 1979 gilda ákvæði til bráðabirgða IV í lögum nr 75/1981 um framreikning stofnverðs og reiknaðar fyrningar af því, en síðan gilda ákvæði 35.-37. gr. um fyrningargrunn og framreikning hans. Að þvi leyti sem skattaðili hefur nýtt sérstakar fyrningarheimildir 44. gr. laga nr. 75/1981 vegna íbúðarhúsnæðis skulu þær fyrningar framreiknast og teljast fengnar fyrningar við gildistöku frumvarps þessa auk þeirra reiknuðu fyrninga sem endurmat samkvæmt ákvæðum til bráðabirgða IV í lögum nr. 75/1981 kann að hafa í för með sér.“ Hafi maður eða lögaðili, sem telur sig eiga rétt til fyrninga íbúöarhúsnæöis, skilað framtali sínu til hlutaðeigandi skattyfirvalda fyrir 7. apríl 1984 er hér með skorað á hann að koma nú þegar til hlutaðeigandi skattstjóra fullnægjandi greinargerð um endurmat og fyrningarskýrslu vegna fyrnanlegs íbúðarhúsnæðis, svo og leiðréttingu á reiknings- skilum og framtali sínu. 5. Fyrningarhlutföll. Samkvæmt 7. gr. laga nr. 8/1984 er gerð veruleg breyting á 38. gr. laga nr. 75/1981 að því er tekur til flokkunar fyrnanlegra eigna og þess hundraðshluta af fyrningargrunni einstakra eigna eða eignarflokka sem nota skal við fyrningu eigna. I þessu sambandi þykir rétt að vekja athygli á ákvæðum reglugerðar nr. 171/1984 um flokkun bygginga og annarra mannvirkja til fyrninga, sem tók gildi 2. apríl 1984, og kemurtil framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 1984. Hafi maður eða lögaðili skilað framtali sínu ásamt fylgigögnum, þ.m.t. fyrningarskýrsl- um, til hlutaðeigandi skattyfirvalda fyrir 7. apríl 1984, mun hlutaðeigandi skattstjóri gera þær breytingar á fyrningarskýrslum og öðrum skattgögnum og framtölum þessara aðila sem nauðsynlegar teljast til ákvörðunar á gjaldfærðum fyrningum í samræmi við gildandi lög. 6. Heimild skv. 41. gr. laga nr. 75/1981. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 7/1984 hækkar heimildarfjárhæð 41. gr. laga nr. 75/1981 úr kr. 7.000 í kr 36.000. Hafi maður eða lögaðili skilað framtali sínu til hlutaðeigandi skattyfirvalda fyrir 7. apríl 1984 er honum gefinn kostur á að koma nú þegar á framfæri við hlutaðeigandi skattstjóra leiðréttingu á framtali sínu með hliösjón af ákvæðum gildandi laga. 7. Tillög í fjárfestingarsjóð. Samkvæmt e) -lið 5. gr. laga nr. 8/1984 koma inn ný ákvæði, sem 11. tl. 31. gr. laga nr. 75/1981, með vísan til 54. gr. þeirra laga, um tillög i fjárfestingarsjóð sem frádráttarbær eru frá tekjum manna og lögaðila af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi. I 10. gr. laga nr. 8/1984, sem varð 54. gr. laga nr. 75/1981, eru í 1. málslið 1. mgr. nánari ákvæði um heimild manna og lögaðila, sem hafa tekjur af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, til að mega draga fjárfestingarsjóðstillag frá þeim tekjum sinum. I 2. málsl. 1. mgr. er að finna ákvæði um hámark fjárfestingarsjóðstillags og af hvaða fjárhæð tillagið reiknast. I 3. málsl. 1. mgr. er að finna skilyrði fyrir því að frádráttur þessi verði veittur, þ.e. þessi frádráttur fjárfestingarsjóðstillags frá tekjum er bundinn því skilyrði að skattaðili leggi a.m.k. 50% fjárfestingarsjóösti11agsins inn á bundinn reikning í innlendum banka eða sparisjóði fyrir 1. júní næst á eftir lokum þess almanaksárs sem tillagið varðar, eöa eigi síðar en fimm mánuðum ettir lok reikningsárs. I 4. og 5. málsl. 1. mgr. er að finna nánari ákvæði um bindiskyldu og ráðstöfun innborgunar og um ávöxtun innstæðunnar. 12. mgr. 54. gr. eru nánari ákvæði um verðbætur og vexti af hinum bundnu reikningum og í 3. mgr. 54. gr. eru ákvæði um hvernig með' skuli fara framreikning tillaga I fjárfestingarsjóð. 111. gr. laga nr. 8/1984, sem varð 55. gr. laga nr. 75/1981, er að tinna ákvæði um að við úttekt af bundnum reikningi, sbr. ákvæði 54. gr. laganna, teljist samsvarandi tillag viðkomandi árs í fjárfestingarsjóð til tekna þegar það hefur verið framreiknað skv. ákvæðum 26. gr. laga nr. 75/1981. Jafnfram kemur þar fram á hvem hátt heimilt er að nýta hina skattskyldu fjárhæð. I 12. gr. laga nr. 8/1984 er að finna tvær nýjar greinar sem urðu 55. gr. A. og 55. gr. B. laga nr. 75/1981. í a)-lið 12. gr., sem varð 55. gr. A. laga nr. 75/1981, er að finna ákvæði um tekjufærslu tillaga í fjárfestingarsjóö og álag þar á, hafi tillag í fjárfestingarsjóð ekki verið notað í samræmi við ákvæði 55. gr. gildandi laga, eða hafi þeirra tímamarka, sem um ræðir í 54. gr. gildandi laga, eigi verið gætt. I b)-lið 12. gr., sem varð 55. gr. B. laga nr. 75/1981, er m.a. að finna ákvæði þess efnis að óheimilt sé skattaðila að framselja eða veðsetja innstæður á bundnum reikningum skv. ákvæðum 54. gr. gildandi laga og um á hvern hátt hagað skuli bókhaldi skattaðila sem nýtir sér myndun fjárfestingarsjóðs Hafi maður eða lögaðili, sem hefur rétt til tillags i fjárfestingarsjóð og hefur í hyggju að notfæra sér þá heimild, skilað framtali sínu til hlutaðeigandi skattyfirvalda fyrir 7. apríl. 1984, er hér með skorað á hann að koma sem fyrst, en þó eigi síðar en innan fimm mánaða frá lokum reikningsárs sins á almanaksárinu 1983, á framfæri til hlutaðeigandi skattstjóra ósk sinni um frádrátt tillags í fjárfestingarsjóð. Til þess að skattstjóri taki til greina slika beiðni ber skattaðilanum að leggja fram staðfestingu innlends banka eða sparisjóðs þess efnis að hann hafi uppfyllt skilyrði 3. málsl. 1. mgr. 54. gr gildandi laga um innlegg a.m.k. 50% fjárfestingarsjóðstillagsins á bundinn reikning innan 5 mánaða frá lokum reikningsárs síns á almanaksárinu 1983. Sé reikningsár og almanaksár eitt og hið sama þá rennur frestur til innleggs út 31. maí 1984. Hafi lögaðili skiiað framtali sínu til hlutaðeigandi skattstjóra fyrir 7. apríl 1984 og farið þar fram á tiliag í varasjóð til frádráttar frá tekjum sínum skv. ákvæðum 12. tl. 1. mgr. 31. gr. laga nr. 75/1981, sem í gildi voru til 30. mars 1984, en fer nú fram á tillag í fjárfestingarsjóð, mun ósk hans þar um fella úr gildi kröfu hans til tillags í varasjóð, sbr. ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 8/1984. Reykjavík 16. apríl 1984 Ríkisskattsjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.