Tíminn - 17.04.1984, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.04.1984, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL I9IU 3 fréttir iiiíilfifiiBiLini; ....__ j _______ " Í!!SÍÍÍÍÍ!Í ll’SÍÍl'ÍÍÍi Skilrúmið sem kveikt var í í kjallara Glæsibæjar. Tímamynd Sverrir REVNT AD KVÐKIAI GUESBfE? ■ Líkurbenda til að um íkveikju hafi verið að ræða þegar eldur kom upp í kjallara verslunarmiðstöðvarinnar Glæsibæjar í fyrrinótt. l>ar hafði verið brotin upp útihurð en eldur logaði í skilrúmi fyrir innan. Miklar skemmdir urðu af reyk og sóti í kjallaranum og einnig á efri hæð hússins en sjálfar eldskemmdirnar urðu ekki miklar. Slökkviliðið fékk tilkynningu um eld- inn kl. 00.45 aðfaranótt mánudags. Peg- ar það kom á staðinn var mikill reykur í kjallaranum. Reykkafarar fóru inn í kjallarann og voru um 30 metrar frá útihurð til skilrúmsins sem eldurinn var í. Vel gekk að slökkva eldinn en liann var ekki farinn að breiðast út. Töluverð- an tíma tók hinsvegar að loftræsta þar sem aðstæður voru erfiðar, m.a. fór allt rafmagn af húsinu vegna þess að raf- magnsleiðslur og dósir bráðnuðu af hit- anum sem myndaðist af eldinum. Alls unnu 7 reykkafarar við loftræst- ingu með 11 blásara, og var verkið nánast allt unnið nteð grímum. Starfinu var lokið kl. 2,45 um nóttina en vakt var við húsið til kl. 8.00 á mánudagsmorgun. Eins og áður sagði urðu reykskemmdir miklar í kjallaranum, mestar í vörulager verslunar SS. Þá komst reykur einnig upp í verslunina og aðrar verslanir á cfri hæðinni. GSH Stjórnarfrumvarp um kvikmyndamál lagt fram á alþingi: Söluskattur af bíósýningum standi undir Kvikmyndasjóði Fimmföld ferming er ekki einstök ■ Um daginn sagði Tíminn frá sam- eiginlegri fermingarveislu 5 systkina- bama og því haldið fram að hér væri um cinstakt fyrirbæri að ræða. Þetta er ekki rétt því árið 1948 voru 6 barna- börn Valgcirs Jónssonar í Norðurfirði og Sesselju Gísladóttur konu hans fermd í Arneskirkju á Ströndum en foreldrar barnanna voru allir búsettir þar í sókninni. Það var eitt fermingar- harnanna, Björg Jónsdóttir sem hringdi í Tímann og skýrði frá þessu. I’að er líka skemmtileg tilviljun að við báðar þessar fermingar eru það Strandamenn sem eiga í hlut, nema þá að þetta sé ienska þar í sveitum? Guðlaugur Magnússon í Kjörvogi sem átti þann fríða flokk sem kom saman úti á Álftanesi um helgina og Valgeir Jónsson á Norðurfirði hafa verið sveitungar og grannar þó sá síðar- nefndi hafi verið af annarri kynslóð. Nú og svo verða fermingar,.börnin" frá Norðurfirði fimmtug á þessu ári og kannski það vcrði aftur slegið saman? ■ Stjórnarfrumvarp um kvikmynda- mál hefur verið lagt fram. Þar er ráð fyrir gert að Kvikmvndasjóður Islands starfi undir sérstakri stjóm og fer mennta- málaráðuneytið með yfirstjórn hans. Verkefni Kvikmyndasjóös eru m.a.: Úthlutun styrkja og lána til íslenskrar kvikmyndagerðar. Ennfremur er heimilt að styrkja kvikmyndagerð, sem unnin eru í samvinnu við erlenda aðila. Að- gerðir til að efla kvikmyndamenningu á Islandi. Öflun og útgáfa upplýsinga um íslenskar kvikmyndir. Kvnning á ísl- enskum kvikmyndum erlendis í sam- vinnu við íslenska kvikmyndafram- leiðendur á kvikmyndahátíðum og öðrum vettvangi. Tekjur Kvikmyndasjóðs eru áætlaðar eftirfarandi: Árlegt framlag úr ríkissjóði er nemi áætluðum söluskatti af kvik- myndasýningum í landinu. Vaxtatekjur og aðrar tekjur. Kvikmyndasjóður ís- lands tekur við tekjum og eignum Kvik- myndasjóðs, sem fyrir er. Kvikmyndasafn íslands skal starfa innan vébanda Kvikmyndasjóðs, en um starfsemi þess skal sett sérstök reglu- gerð, þar sem nánar skal kveðið á um verksvið safnsins og starfssvið. Fram- kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs skal jafnframt vera forstöðumaður safnsins. Um kvikmyndasafn segir í frumvarp- inu, að það skuli safna íslenskum kvik- mvndum og kvikmyndum um íslenskt efni, gömlum og nýjum, hverjum nöfnum sem þau nefnist og varðveita þær. Jafn- framt afli safnið sér eintaka af erlendum kvikmyndum sem hafa listrænt og kvik- myndasögulegt gildi. Heimilt er að koma á skylduskilum kvikmynda samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð. Auk þess að fá fé til starfsemi sinnar á fjárlögum er Kvikmyndasafni heimilt að afla fjár með kvikmyndasýningum og útgáfustarfsemi. Kvikmyndasjóði er heimilt að láta starfsemi sína ná til myndbandagerðar og annarra tækniaðferða, sem skyldar eru eða tengjast hefðbundinni kvik- myndagerð með einum eða öðrum hætti. Lögð skal áhersla á samstarf og sam- vinnu við sjónvarpsdeild Ríkisútvarpsins og aðra dreifiaðila sjónvarpsefnis. í maí 1981 skipaði þáverandi mennta- málaráðherra Ingvar Gíslason nefnd til að kanna leiðir til að efla Kvikmynda- sjóð. Nefndin skilaði af sér í okt. s.l. Er frumvarpið byggt á niðurstöðum nefnd- arinnar að miklu leyti en nokkrar breyt- ingar hafa verið gerðar á vegum mennta- málaráðuneytisins. 1 athugasemdum með frumvarpinu segir að miðað við áætlaðan söluskatt af kvikmyndum á árinu 1982 hefðu tekjur sjóðsins nuntiö 14.5-16 millj. kr. sam- kvæmt fyrirliggjandi frumvarpi. Sædýrasafnið í Hafnarfirði: Eitt af fimmtíu stærstu útflutn- ingsfyrir- tækjum ■ Sædýrasafnið í Hafnurfirði komst á síðusta ári i röð 50 stærstu útflutningsfyrirtækja landsins. Sæ- dýrasafnið var númer 47 í röðinni með útflutning upp á 11,2 milljónir króna. Númer 45 á listanum var t.d. Samband íslcnskra loðdýrabænda með 12,5 mill- jón króna útflutning. Þá má geta þess að Póstur og sínii (sem við hugsum líkiega sjaldan um sem útflutningsfyr- irtæki) var númer 39 á útflytjcnda- ILstanum með 18,6 milljónir króna fyrir seld frímerki. Einnig er athyglis- vert að BM Valla h.f. hcfur flutt út fósturjörð (vikur) fyrir 25 milljónir króna 1983, sem var nær fintmföldun frá því á árinu áður. Risarnir í íslenskum útflutningi eru fjórir og nam útflutningur þeirra á síðasta ári 68.3% af heildarútflutningi landsmanna. cöa samtals 12,7 milljörðum króna af alls tæpum 18,6 milljarða króna útfiutningi frá íslandi á síðasta ári. Stærsti útflytjandinn cr Sölumiðstöð hraöfrystihúsanna með 4.453,8 millj. króna útfiutning og því um 24% af öllum útflutningi lands- manna. Annað sætiö á síðasta ári átti íslenska Álfélagið mcð 3.387,4 mill- jóna króna útflutning í fyrra og var það nær fjorfalt hærri upphæð en árið 1982. Þriðja í röðinni kom Santband ísl. samvinnufélaga með 2.756,6 millj. króna og fjórða var Sölusamband ísl. fiskframleiðenda með 2.202,8 milljóna króna útfiutning. Útflutningur SÍF jókst aðeins um tæp 40% milli ára í krónum talið, þótt meðalkaupgengi erlcndra gjaldmiðla Itafi hækkað um 96,2% milli áru. þannigaöhlutfallslcga var unt mikla minnkun að ræða. Járnhlendiverksmiöjan á Grundar- tanga varð í 5. sæti útfiytjenda í fyrra með 616,1 millj. króna. Tólf fyrirtæki í viðbót fiuttu út vörur fyrir meira en 100 milljónir króna. íslenska umboðs- salan 509 ntillj., Síldarúfvegsnefnd 457.9 millj., Santlag skreiðarfrantleið- enda 384,4 ntillj., Sölustofnun lagmetis 349,7 ntillj., SÍS iðnaðardeild á Akur- cyri 343,7 millj., Hvalur hf. 259,6 millj., Álafosshf. 256,8millj., íslenska útfiutningsniiöstöðin 237 ntillj.. Hilda Itf. 153.3 millj., Kísilverksmiðjan 136.9 millj.. Sigurður Ágústsson í Stykkishólnti 133 ntillj. og Bernhard Petersen hf. í Reykjavík með 131 milljóna króna útflutningá síðasta ári. -HEI Tilboösverö |D Q 11 Q a 5j Q Q QJ 0 0 0 Svalahuröir úr oregonpine meó lœsingu, húnum og þéttilistum. Verö írá kr. 5.654,- Útihuröir úr oregonpine. Veró írá kr. 6.390,- Bílskúrshuróir, gluggar og gluggaíög. Gildir til 1.05.84. TRÉSMIÐJAN MOSFELL H.F- HAMRATÚN 1 MOSFELLSSVEIT SÍMI 6 66 06

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.