Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 21. febrúar 1986 NEYTENDASÍÐAN Hér kemur mjög bragögóöur en ódýr fiskréttur. Meö honum er bragö- sterkt sítrónusmjör sem passar mjög vel við sítrónufyllinguna. 1 kg fiskiflök 2 msk smjör Va bolli saxaður laukur 'A bolli saxað selleri 2 bollar þurrir brauðteningar Vi tsk rifið sítrónuhýði 1 msk sítrónusafi Vi tsk salt ögn af nýmöluðum pipar 1 msk söxuð steinselja 1 msk brætt smjör paprika Bræöiö smjöriö á pönnu, látiö laukinn og selleríið út á pönnuna og sjóöiö í feitinni þangaö til laukurinn er mjúkur. Bætiö út í brauöteningunum, sítr- ónusafanum, sítrónuhýðinu, salti, pipar og steinselju, hræriö létt saman. Leggiö helminginn af fiskflökunum I einfalt lag á botninn í velsmuröu ofnföstu móti. Breiðið fyllinguna þar yfir. Þekið meö afganginum af fiskin- um. Smyrjið brædda smjörinu yfir og stráiö paprikunni þar yfir. Mælið þykktina á fiskinum og reiknið út hvaö langan steikingartíma hann þarf. Þaö er ágætt aö áætla um 5-7 mínútur á hvern sentimetra. Bakið í 230° C heitum ofni. Hafiö lok á mótinu nema 5 seinustu mínúturnar. Berið fram meö sítrónu-graslaukssósu. Sítrónu-graslaukssósa 1/3 bolli brætt smjör 2 msk fínsaxaður graslaukur 1 msk sítrónusafi 1 tsk rifið sítrónuhýði salt og pipar eftir smekk Blandiö öllu vel saman og beriö fram vel heitt. Húsráð Svanfríðar Kaldar sósur Kryddjurtir Ef kaldar sósur aðskiljast (t.d. Nuddið þurrkuðum kryddjurt- majónsósa) bætið þá út í ögn af um á milli fingranna áður en þær sjóðandi vatni og þeytið fljótt sam- eru látna út í matinn. Það næst an við. .meira bragð út úr þeim með þessu móti. Kökur Hvítlaukur Ef smákökur eða kökur eru Því lengur sem hvítlaukur er fastar við plötuna cða kökumótið soðinn því mildari verður hann. prófið þá að stinga þeim aftur inní Hræðist þess vegna ekki að nota ofninn í 2-3 mínútur. Það ætti að uppskriftirmeðmiklumhvítiaukef duga til að losa um kökurnar. hann sýður lcngi með matnum. Hér þarf Jóhann Diego að grípa til rafsagar til að fjarlægja sveran greinar stubh. Síðan þarf að bera rotvarnarefni í sárið. Jóhann Diego, skrúðgarðyrkjumeistari og verkstjóri hjá Reykjavíkurborg, stendur hér við u.þ.b. 40 ára gamlan trjá- lund sem nú þarf að flytja vegna væntanlegrar vegagerðar og framkvæmda við Fylkisvöllinn. Nú er rétti tíminn til ad klippa og f lytja tré Helga Björk Gunnlaugsdóttir skrúðgarðyrkjumaður ræðst hér til atlögu við brotnar greinar á stóru tré sem til stendur að flytja. Annars er snyrtingin yfir- leitt látin bíða þar til eftir fllltning. (Tímamyndir: Kóberl) I veðurblíðunni að undanförnu hefur hugur margs lítt reynds garð- yrkjumannsins hvarflað að því hvort ekki væri kominn tími til að dútla eitthvað í garðinum og hvar væri þá skynsamlegast að taka til hendinni. Við bárum þá spurningu upp við Jóhann Diego skrúðgarðyrkjumeist- ara, verkstjóra hjá Reykjavíkur- borg, hver þau störf væru helst sem skynsamlegt væri að vinna á þessum árstíma. Stórviðarklippingar og meiriháttar röskun „Að sjálfsögðu er það ýmislegt sem hægt er að gera núna í görðun- um,“ sagðiJóhann. Hannbentiáaðá meðan tíðin er svona góð sé mjög gott að vinna að klippingum og sé búið að klippa mikið hjá borginni. Langbest sé að eiga við allar stórvið- arklippingar og alla meiriháttar röskun á gróðrinum að vetrinum. Jóhann sagði það ekki mikið mál fyrir almenning að vinna að þessum klippingum í eigin garði með góðum verkfærum. Síðan þarf að bera rot- varnarefni, koltjöru eða málningu í sárið. Þurfi fólk t.d. að flytja stór tré frá einum stað á annan er einmitt rétti tíminn til þess núna, segir Jóhann. Það geti að vísu verið svolítið basl að losa um þær núna í klakanum, en hann er einmitt af skikkanlegri þykkt til að flytja plöntuna í hnaus og það er miklu aðgengilegra og fer betur- með ræturnar en að standa í þeim stórræðum þegar allt er í blóma. Starfsmenn borgarinnar hafa unnið að því að undanförnu að flytja mik- inn gróður á milli staða. Áburður Jóhann sagði rétta tímann til að bera húsdýraáburð á grasblettina núna, áburðurinn ynni sitt gagn und- ir snjónum ef kynni að eiga eftir að snjóa, og ef frysti á auða jörð gæti hann dregið úr kali. Reyndar er það stefnan hjá starfs- mönnum Reykjavíkurborgar nú að bera ekki húsdýraáburð á borgarflat- irnar nema í litlum rnæli, þessa flöt- ina í ár, aðra að ári o.s.frv. Ástæðan er sú að þeir eiga ekki völ á nógu góðunt og hreinum áburði í nægu magni. Þeir notast því meira við til- búiun áburð, sem að sjálfsögðu verð- ur ekki borinn á fyrr en í vor þegar gróður fer að vakna til lífsins. Skýlið barrtrjánum gegn sólskininu Þá vildi Jóhann eindregið benda garðeigendum á að gæta þess að hlífa barrviðnum gegn sterku sólskini sem oft fylgir þessunt árstíma. „Þessir löngu dagar í mars geta sem sagt ver- ið svolítið hæltulegir fyrir gróðurinn. Það er líka mikill vindþurrkur á þess- um tíma. „Það fer heilmikið starf af stað í barrinu en svo er engin svörun frá rótinni, því að hún er frosin,“ segir Jóhann. En með hverju er best að skýla barrtrjánum? Bara einhverju til- tæku, segir Jóhann, grindum eða hessíanstriga. Sumir nota jafnvel síldarnætur, segir hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.