Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 11
10 Tíminn ÍÞRÓTTIR I Föstudagur 21. febrúar 1986 ■ Föstudagur 21. febrúar 1986 Tíminri 11 Haukar og KR upp - í 1. deild í handknattleik eftir sigra á HK og Þrótti Haukar sigruðu HK í aukakeppni um sæti í 1. deild í handknattleik á næsta keppnistímabili. Leiknum lauk 22-17 og var það helst gamla kempan Gunnar Einarsson í marki Haukanna sem lagði grunninn að þessum sigri Hauka. Það er nú næsta víst að Haukar og KR fá þessi auka- sæti í 1. deild ef það verður sam- þykkt á Ársþingi HSÍ. Þá hefur heyrst að KR hafi þegar sigrað Þrótt og það stórt, 31-12. NBA körfuknattleikurinn Efstu liðin í þremur af fjórum riðlum í NBA körfuknattleiknum unnu sína leiki í fyrrinótt. Boston sigraði Warriors 115-100, Lakers unnu Pacers 90-81 og Bucks unnu Mavs 124-107 af öðr- um leikjum bar þad helst til tíðinda ad leikmenn 76ers og Trail Blazers voru á körfuskónum er liðin áttust vid. 76ers sigrudu í leiknum 153-133 og var þó ekki framlengt. Þetta er einhver mesta skor i leik NBA-deildinni. Yf ir 100 keppendur - á unglingamóti Ármanns á skíðum Norður-ameríska íshokkídeildin (NHL) sem í spila atvinnumannalið frá Kanada og Bandaríkjunum hcfur ákveðið að hætta við að spila sinn árlega „All-Star-leik“ en spila í stað- inn gegn sterkum sovéskum liðum. Fyrsti lcikurinn veröur væntanlega á næsta vetri og verða þá allir bestu leikmenn NHL með í leiknum. Ekki er alveg vitað hvort það verður sov- cska landsliðið eða sterkt félagslið sem spila mun gegn NHL-liðinu en víst er aö þetta verður hörkuleikur engu að síður. Fyrir stuttu fór fram hinn árlegi „AII-Star-leikur“ og í honum vann liðið úr Wales-deildinni liðið frá Campell-deildinni 4-3 í hörkuleik. Síðast þegar lið skipað leikmönn- um frá NHL spilaði gegn Sovét- mönnum var árið 1979 og þá unnu Sovétnienn 2-1 í þriggja leikja seríu. Síðan þá hefur það verið nær því ár- legur viðburður að sterk sovésk lið spili á móti liðum úr NHL og hafa þau staðið sig ekki síöur í þessum leikjum. Unglingamót Ármanns í skíðum fór fram á laugardaginn. Keppt var í stórsvigi og voru yfir 100 keppend- ur. Urslit urðu þessi: 13-14 ára stelpur: Heiða B. Knútsdóttir, KR. Guðlaug Gissuarardóttir, Víkingi 13-14 ára strákar: Steingrimur Walterson, Á Haukur Arnþórsson, Á 11-12 ára stúlkur: Thelma Jónsd., ÍR Auður Hansen, Á Vormót Shotokan-karatefélag- anna var haldiö um síðustu helgi. Petta er í fimmta sinn sem þetta mót fer fram og alltaf fjölgar keppend- um. Mótiö er sniðið fyrir yngri ald- ursflokkana í karate og voru þátttak- 11-12 ára strákar: Þorsteinn Johnsen, Víkingi Bergur Kárason, ÍR 9-10 ára stelpur: Theódóra Mathiesen, KR Rakel Steinþórsdóttir, ÍR 9-10 ára strákar: Kristján Kristjánsson, KR Hjörtur Arnarsson, Vikingi Heiða B. Knútsdóttir vann sinn flokk með slíkum yfirburðum að það hefði nægt henni á verðlaunapall hjá strákunum í sama aldursflokki. endur nú alls 68 frá fimm félögum. Áhorfendur voru allnokkrir og fór mótið vel fram. Lítum á helstu úrslit: Kata barna 10-11 ára: Kolbeinn Stefánsson, Þórshamri Ingólfur Snorrason, Selfossi Kata unglinga 12-13 ára: Árni G. Róbertsson, Selfossi Magnús Guðlaugsson, Þórshamri Kata táninga 14 ára: Eyþór österby, Selfossi Magnús Eyjólfsson, Gerplu Kata byrjenda (kvenna): Erna Erlendsdóttir, Gerplu Herdís Erlendsdóttir, Gerplu Kata byrjenda (karla) Birgir Vignisson, Gerplu Gunnar P. Jónsson, Þórshamri Kumite karla (lægra gráðaðir): Finnbogi Karlsson, Karatesk. í Reykjavik Birgir Vignisson, Gerplu Kumite karla (hærra gráðadir): Ásm. ísak Jónsson, Þórshamri Magnús Blöndal, Þórshamri Athyglisvert er að Selfyssingar eiga besta fólkið í yngstu flokkunum en þar er unnið gott unglingastarf undirstjórn Ágústs Österby. Selfyss- ingar komu á hæla Gerplu og Þórs- hamars í verðlaunaskiptingu. Gerpla og Þórshamar fengu tvö gull og þrjú silfur og brons hvort félag en Selfyssingar fengu tvö gull og eitt stykki af öðrum góðmálmum. M0LAR Gamli markaskorarinn og vinnuþjarkurinn Horst Hrubesch mun gangast undir uppskurð nú á næstunni vegna meiðsla í nára. Þessi uppskurður gæti þýtt enda- lok hans sem 1. deildarknatt- spyrnumanns. Hann spilar nú með Borussia Dortmund í þýsku Búndeslígunni en hefur að mestu verið á varamannabekknum og iítið haft sig í frammi. Hann er orðinn 34 ára. Aganefnd v-þýska knatt- spyrnusambandsins hefur rekið þjálfarann Rolf Gruenther frá störfum hjá 2. deildar félaginu Osnabrueck. Ástæðan er sú að hann sló niður leikmann frá 1. deildarliðinu Brunswick eftir viöureign liðanna í bikarkeppn- inni. Atvikið gerðist á leið til bún- ingsherbergja og var ástæðan fyr- ir löðrungnum sú að leikmaður Brunswick hafði brotið gróflega af sér undir lok leiksins. Osnabru- eck vann leikinn 2-1. Matti Nykanen frá Finnlandi er enn efstur í stigakeppninni í skíðastökki þrátt fyrir að hafa orðið 12. á móti í St. Moritz í Sviss. Keppt var á 90 m palli og sigraði Norðmaðurinn Rolf-Age Berg. Rannsóknaráð ríkisins auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1986 Umsóknarfrestur er til 15. mars næstkomandi. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. Um styrkveitingar gilda m.a. eftirfarandi reglur: • Um styrk geta sótt einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki. • Styrkfé á árinu 1986 skal einkum verja til verkefna á nýjum og álitlegum tæknisviðum. Sérstök áhersla skal lögð á - fiskeldi - upplýsinga- og tölvutækni - líf- og lífefnatækni - nýtingu orku til nýrrar eða bættrar framleiðslu - undirstöðugreinar matvælatækni - framleiðni- og gæðaaukandi tækni • Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal byggt á - líklegri gagnsemi verkefnis - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróun atvinnugreina - möguleikum á hagnýtingu á niðurstöðum hér á landi - hæfni rannsóknamanna/umsækjenda - líkindum á árangri • Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um, að - samvinna stofnana eða fyrirtækja og stofnana er mikilvægur þáttur í framkvæmd verkefnisins - fyrirtæki leggja umtalsverða fjármuni af mörkum - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri til hagnýtingar í at- vinnul ífi. Þó er einnig heimilt að styrkja verkefni sem miða að langframa uppbyggingu á færni á tilteknum sviðum. Wayne Gretzky er af mörgum talinn besti íshokkíleikmaður í heimi. Hann spil- ar með Edmonton Oilers í hinni vinsælu N-Ameríku atvinnumannadeild í ís- hokkí (NHL) Íshokkí: NHL mætir Sovét - Fyrirhugaðir eru leikir á milli þeirra bestu frá N-Ameríku og Sovétríkjunum Selfyssingar seigir - í yngri flokkum í karate - unnu tvö gull á Shotokankaratemóti ívar Webster lék mjög vel í liði Hauka í gær er þeir lögðu KR-inga að velli í Hafnarfirði. fvar skor- aði 20 stig og hirti aragrúa af fráköstum. Hann verður sterkari með hverjum leik í vetur og á örugg- lega eftir að hafa mikil áhrif á úrslitakeppnina. Tímamynd: Svenir Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Pálmar var algerlega óstöðvandi í Firðinum - er Haukar lögðu KR að velli í spennandi leik - Pálmar gerði 47 stig þar af sjö þriggja stiga körfur Ekki tókst KR-ingum að komast í hóp fjögurra efstu liðanna í úrvals- deildinni í körfuknattleik þrátt fyrir góða viðleitni gegn Haukum í gær- kvöldi. Það sem mest um munaði var gífurleg hittni Pálmars Sigurðssonar hjá Haukum og taktísk mistök Jóns Sigurðssonar þjálfara KK-inga. Pálmar skoraði hvorki mcira né minna en 47 stig í leiknum og af þeini voru sjö þriggja stiga körfur. Leikur- inn endaði 95-89 og Pálmar skoraði því nálægt helming stiganna fyrir Hauka. Mistök Jóns Sigurðssonar voru þau að í upphafi síðari hálileiks þá setur hann Ástþór inn á til að dekka Pálinar með þeini aflciðing- íslandsmótið í innanhússfótbolta íslandsmótið í innanhúss- knattspyrnu í 1. og 4. deild karla og kvennaflokki fer fram um helgina. Mótiö hefst í dag kl. 16.06 með leikjum í kvennaflokki en um kl. 19:20 hefst keppni í 1. deild með leik Selfoss og Breiðabliks. Það cr síðan spilað í 1. deild til kl. 23.00 í kvöld og á morg- un þá er byrjað kl. 9.00 með leikjum í 4. deild og síðan tekur við kvennakeppni og leikir í 1. deild hefjast á morg- un um kl. 18:45. Á sunnudag verður áfram spilað í 4. deild og kvennaflokki. Lokatörnin í 1. deild hefst um kl. 17.30og úrslitin verða rétt eftir kl. 20.00. Riðlarnir í keppninni eru þannig: 1. deíld: A-riðill: Fram, Grótta, ÍBK og ÍA B-riðill: Haukar, Valur, FH og KA P-riðUl: UBK, KR, Þróttur R og Sal- ÍOSk D-riðUl: Skaiiagrimur, Fylkir, KS og Þór Ak 4. deild: A ríðill: Súlan, Þórsmðrk, Skotfé. Reykjav., Geislinn og Vaskur B-riðill: Tindastóll, Grundafj, Trausti, Hraínkell og Hveragerði C-riðUl: Augnablik, Reynir Hn, Völsungur, Eyfellingur og Slndri D-riðUl: HSS, Baidur, Huginn, Höttur og Efling Kvennaflokkur: A-riðUl: UBK, Stokkseyri, Fram og Skallagrimur Ð-riðiU: Afturelding, Valur, Þór og KS C-riðitt: FH, Stjarnan, tA, Grinda- vik og ÍBK D-riðUl: ÍBÍ. KA, ICR og Haukar um að Pálmar gat ekkert á þessum tíma. Ástþór er snöggur og spilaði Pálmar vel. Pálmar skoraði aðeins 6 stig á mjög löngum kafla og KR-ing- ar söxuðu á forskot Hauka. Staðan var 77-73 er Jón ræðst í að taka Ast- þór útaf og þá var skrattinn laus ef nota má það orð um glókollinn Pálmar Sigurðsson. Pálmarskoraði á svipstundu þriggja stiga körfu og var óstöðvandi eftir það. Samt sá Jón ekki ástæðu til að setja Ástþór aftur á hann. Það voru mikil mistök. Nú, það leit ekki út fyrir annað en Haukarnir inyndu kaffæra slaka KR- inga í upphafi leiksins í gær. Þeir hittu sem óðir væru og m.a. skoraöi Pálmar sex þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik. KR-ingar réðu ekki ncitt viðneitt ogstaðan íleikhléi var62-44 fyrir Hauka. Já, átján stiga munur. í upphafi síðari hálfleiks byrja KR-ingar betur og saxa á forskotið. Þeir ná því niður undir tíu stig og með góðri hjálp Ástþórs og Guðna þá er staðan orðin 77-73 er um sjö mínútur eru eftir af leiknum. Þá er Ástþóri skipt útaf og Pálmar skorar fjögur stig í sömu sókninni. KR-ing- ar gefast ekki upp og er rúmar þrjár mínútur eru eítir þá er orðinn eins stigs munur 83-82 og allt á suðu- punkti í íþróttahúsinu við Strand- götu. Þá missa KR-ingar bæði Guðna og Garðar útaf með 5 villur og eftirleikurinn var Haukanna. Þeir voru öruggir á lokakaflanum og sigur þeirra varð sex stig 95-89. Það er mi Ijóst að Njarðvíkingar verða að sigra Keflvíkinga í Keflavík í kvöld ef þeir ætla að halda efsta sæt- inu í deildinni og spila við Keflvík- inga í úrslitakeppninni. Enn cinu sinni liefur sú hugmynd sterkustu liðanna fjárhagslega og einnig getulega í ensku knattspyrn- unni um að stofna til einhverskonar „súperdeildar" komið til umræðu. Það kom fram í máli Phil Carter hjá Everton að sterku liðin ætluðust til að þau veigaminni tækju tillit til til- lagna þeirra um breytt fyrirkomulag deildanna. „Ef það verður ekki gert Eins og fyrr greinir þá skoraði Pálmar mest allra í húsinu í gær. Alls 47 stig sem er afrek. Webster átti góðan leik og gerði 20 stig. Birgir var atkvæðamestur KR-inga í stigaskor- un með 33 stig en Guðni gerði 19. Dómarar í leiknum í gær voru þeir Sigurður Valur og Bergur og voru þeir nánast afleitir á köflum. Lítið uni samræmi í dómum þeirra og hafa báðir dæmt betur. Vitleysan kom ekki meira niður á öðru liðinu. þá er víst að stóru liðin munu breytu til á eigin spýtur," sagði Carter á fundi með blaðamönnum fyrir stuttu. Forráðamenn deildarfélaganna eiga að hittast þann 4. mars og þá mun koma í Ijós hvað tekið verður til bragðs af hálfu félaganna til að bjarga fótboltanum í Englandi. Afreksmannasjóður ÍSf hefur styrkt þá átta leikmenn sem spila með íslenska landsliðinu ■ handknattleik í HM í Sviss og spila jafnframt með íslenskum félagsliðum. Styrkurinn er kr. 35.000.- og kemur þessum mönnum ákaflega mikið til góða eftir þann stranga undirbúning sem liðið hefur farið í gegnum. Hins vegar má spyrja hvort þeir sem misstu af lest- inni til Sviss eftir að hafa lagt ákaflega mikið á sig í æfingum hefðu ekki átt að fá styrk líka. Hér á myndinni er Þórður Þorkeisson að afhenda íslensku ieikmönnunum styrkinn. Enska knattspyrnan: Breytinga að vænta Tvötöpogsigur Islensku landsliðin í badminton spiluðu á HM-mótinu í Þýskalandi í gærkvöldi. Kvennaliðið spilaði tvo leiki. Stúlkurnar töpuðu fyrir Hollandi 0-5 en unnu Frakka 5-0. Miklar sveiflur þar. Nú, karlarnir töpuðu fyrir sterku liði Svía 0-5 í sínum riðli. íslensku liðin hafa nú bæði unnið einn leik og tapað tveimur. Mexíkó vann Sovétríkin Mexíkanar unnu Sovétmenn í vináttulandsleik í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Leikurinn fór fram í Mexíkóborg í Mexfkó og varð sigurinn naumur en sanngjarn 1-0. Það voru 110 áhorfendur sem sáu Aguirre skora sigur- rnarkið á 33.mínútu. Meistaramót þeirra yngri Meistaramót 14 ára og yngri fer fram helgina 1. og 2. mars í íþróttahúsinu við Strandgötu og í Baldurshaga í Laugardal. Keppnin hefst kl. 10.00 í Strandgötuhúsinu á laugardag en kl. 15.00 í Baldurshaga. Skráningu í mótið skal tilkynna til Haraldar S. Magnús- sonar Hverfisgötu 23c í Hafnarfirði á þar til gerðum spjöldum. Skulu þátttökutilkynningarnar vera komnar inn fyrir 24. febrúar. I ÁFRAM ÍSLAND pfll I. ÍSLAND I HAPPDRÆTTI HSÍ I | Heildarverðmæti vinninga 7,4 milljónir BÍLAR I DREGNIR UT í KVÖLD 15 BÍLAR MIÐAVERÐ KR. 150.00 Utgeln.r m.ðar: 290 000 Upplys.ngar um v.nn.nga . S'ma 11750 ÁFRAM ÍSLAND SKATTFRJALSIR VINNINGAR: 15BÍLAR 5 SUZUKI FOX 413 H.gh Roof Kr. 490 þus hver 1 0 FORD ESCORT LASER Kr. 375 þu. hver B a— r cregn.r ul 21 FEBRUAR 23 Fe-i -1 15 BILAR HEILDARVERDMÆTI '10. JANÚAR 20 Ferð.r o-egnar uI 7. FEBRÚAR . VINNINGA KR. 7.4MILLJÓNI ÞESSI MIDI GILDIR í HVERT SINN SEM OREGID ER EFTIR AÐ HANN ER GREIDDUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.