Tíminn - 28.02.1986, Side 4
4 Tíminn
SPEGILL
Föstudagur 28. febrúar 1986
lllllllll ÚTLÖND' llllllllllllllllllll
„HEILL
ÞER
CESAR!“
Cesar Romero
hefur leikið
„sjarmöra“
í hálfa öld
Nýlcga sáum við á laugardags-
kvöldi mynd í sjónvarpinu, sem
þeir nefndu Heimafólk (Donov-
an’s Rcef), en hún var gcrð 1963.
Þetta var gamansöm mynd um fé-
laga úr sjóhernum, sem löngum
höfðu eldað saman grátt silfur.
Myndin gcrðist á fagurri Kyrra-
hafseyju, og þar var glæsilegur
franskur konsúll, scm leikinn var af
Cesar Romero, scm þá var að nálg-
ast sextugt. Hann hafði fullan hug á
að ná í kvenhetjuna í myndinni, -
en missti þó af hcpni.á síðustu
stundu. En það markverða er, að
Cesar Romcro er cnn að leika og nú
er hann í hinum vinsælu þáttum
„Falcon Crcst" og scst á skcmmti-
stöðum með ungum og sætum
konum, cins og Marcy Vosburgh,
sem hér cr mcð honum á myndinni.
Cesar Romero vcröuráttræðurá
næsta ári.
Enn er Romero hið mesta kvenna-
gull. Hann ætti að gefa út bók uin
ieyndarmálið: Hvernig hann fer að
því að haldn sér svona vel.
Shirley Maclaine er orðin nmmtug,
en hún hefur aldrci verið betri leik-
ari, segja mcnn, og t.d. fékk hún
Oscars-verðlaun á
síðastl. ári fyrir leik
sinn í myndinni
„Terms Of Ende-
arnient.“
Shirley Maclaine og
stjórnvöld I Perú
deila um geimverur og fornminjar
Shirley Maclaine vinnur nú að1
kvikmynd cftir bók sinni „A ystu
nöf“ (Out on a Limb). Bókin cr
nokkurs konar ævisaga, cn Shirlcy
scgist muna ýmislegt frá fyrra lífi
sínu hcr á jörðu og kemur fram
mcð ýmsar óvenjulegar skoðanir,
m.a. um vcrur Irá öðrum hnöttum.
Nú var verið að kvikntynda í Pcrt
hluta myndarinnar, og þá komust
þarlcnd stjórnvöld í spilið. Þau
kröfðust breytinga vegna ummæla í
myndinni, þarsem varhaldið fram,
að vcrur frá öðrum hnöttum hefðu
gcrt þau mannvirki í Perú, sem cru
talin mcrkustu fornminjar þar í
landi, rústirnar við Machu Picchu.
Talsmenn menntamála í Perú
sögðu þetta vera móðgun við þjóð-
ina og skipuðu að kvikntyndun yrði
hætt. Kvörtun þeirra og klögumál
vörðuðu samtal kvikmyndastjörn-
unnar Maclaine og samlcikara
hennar John Heard, þar sem þau
voru mcð vangaveltur um að gcim-
vcrur hefðu staðið að þessum fram-
kvæmdum fyrir óralöngu.
Oscar Nunez, forstjóri þjóðlegu
menningarstofnunarinnar (NCl) í
borginni Cozco, en þar í nágrenn-
inu er kvikmyndað, hefur sagt, að
þessi ummæli í myndinni séu
móðgun við Suður-Ameríku og
íbúa hennar til forna, og gefi í skyn
að þeir hafi ekki verið færir um að
gera slík stórkostleg mannvirki.
Nenez lét því stoppa töku myndar-
innar þar til breyting yrði gcrð á
þessu samtali urn fornminjarnar.
Nú hafa samningar tekist og
myndataka verið leyfð að nýju. í
Pcrú á að taka síðustu atriði ntynd-
arinnar, cn áður hcfur verið kvik-
myndað á ýmsum stöðum í heimin-
um, svo sem Hawaii, London, Sví-
þjóð og Los Angeles.
„Kenndu mér að kyssa rétt!“
Nú á dögum er fáanlcg kennsla á
því sem næst öllum hugsanlcgum
sviðum. Sumir sitja á skólabekk til
að nema fræðin en aðrir láta sér
nægja bréfaskólanánt eða aðra
fjarfræðslu.
Ekki vitum við hvort hægt er að
taka prófgráðu í „að kyssa rétt“ og
reyndar er óvíst að það fag sé í
námsskrá nokkurs skóla. En eins
og margir vita getur stundum verið
hálfgert klúður að standa rétt að
því máli og óvaningar þurfa gjarna
að prófa sig áfram.
Stefanía Mónakóprinsessa hefur
orðið heilmikla reynslu á kossa-
sviðinu og hún hefur oft skipt um
mótleikara, eins og kunnugt er þarf
alltaf tvo til að standa í kossaleikn-
um. Hún er því varla lélegri kenn-
Stefanía Mónakóprinsessa er gam-
alreynd í faginu.
an cn margur annar.
Á meðfylgjandi myndum má sjá
hana taka létta rispu með einum
fylgisveininum eitt suntarið, en nú
eru sjálfsagt allir búnir að gleyma
hver hann er.
FRÉTTAYFIRLIT
Reuter
KAIRÓ — Bardagar brutust
út nálægt Giza pýramídunum i
gær, þriðja daginn í röð. Að
minnsta kosti 36 manns hafa
látið lífið og hundruð særst í
uppreisn öryggislögreglunnar
sem egypskar hersveitir hafa
reynt árangurslaust að bæla
niour.
BONN — Leifar sovéska
gervihnattarins Cosmos 1714
skullu niður í gær en heimild-
um bar ekki saman hvar
leifarnar dreifðust. Samkvæmt
v-þýskum heimildum komu
þær niður einhvers staðar í N-
Ástralíu en breskir visinda-
menn sögðu í gær að brak úr
gervihnettinum hefði komið
niður í Kanada.
RÓM — Sækjandinn í réttar-
höldunum yfir Tyrkja þeim og
Búlgörum sem ákærðir eru fyrir
að hafa skipulagt morðtilraun-
ina á Jóhannesi Páli páfa fór
fram á að ákæruatriðin yfir
Búlgörunum þremur yrðu felld
niður. Þar með viðurkenndi
hann að ekki væru til sannanir
fyrir tengslum þremenning-
anna við árás Tyrkjans á páfa
árið 1981.
MANILA — Ríkisstjórn Aq-
uino sagðist í tilkynningu von-
ast eftir að geta bráðlega leyst
úr haldi þau hundruð pólitískra
fanga sem sitja í fangelsum
landsins og sagði reyndar
fyrstu fangana þegar hafa
fengið frelsi.
HONOLULU — Ferdinand
Marcos fyrrum Filippseyjafor-
seti hvíldist I herstöð Banda-
ríkjamanna og skipulagði
næsta skrefið í útlegð sinni.
KAUPMANNAHOFN -
Danir gengu að kjörborðinu í
gær og var kosið um breytingar
á stofnskrá Evrópubandalags-
ins (EC). Allt benti til að tveir
þriðju hlutar kjósenda yrðu
samþykkir breytingunum.
PARIS — Francois Mitter-
rand Frakklandsforseti og Hel-
mut Kohl kanslari V-Þýska-
lands funda saman þessa dag-
ana og munu menningartengsl
ríkjanna tveggja vera helsta
málið.
BRUSSEL — I Belgíu er nú
kaldasti febrúarmánuðursíðan
mælingar hófust. f. gær lagði
Norðursjóinn við Östede og
gífurlegir kuldar ríktu.
LUNDÚNIR — Dollarinn féll
enn frekar á gjaldeyrismörkuð-
um f gær og hefur ekki verið
jafn verðlaus í fjögur ár.
AÞENA — Tugir þúsunda
grískra verkamannafóru í eins
dags verkfall til að mótmæla
sparnaðarráöstöfunum hinnar
sósíalísku ríkisstjórnar
landsins.
SIDON — ísraelskar her-
sveitir réðust skyndilega norð-
ur yfir hið „hlutlausa öryggis-
svæði“ sitt I Suður-Líbanon
eftir að skærruliðar drápu ísra-
elskan hermann.