Tíminn - 28.02.1986, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. febrúar 1986
ÚTLÖND
Tíminn 5
Vinstrimenn vilja
gefa Aquino tækifæri
Maniia-Kcuter
Vinstri hreyfingin á Filippseyjum
ætlar að fylgjast vcl með hvernig
hinn nýi forseti landsins Corazon
Aquino og ríkisstjórn hennar tekur á
málunum næstu vikurnar.
„Við munum styðja stjórn hennar
en á sama tíma vcra gagnrýnin á alla
stefnumörkun og stjórnaraðgerðir."
sagði Mariano Miranda í viðtali við
fréttamann Rcuters en Miranda er
háttsettur innan Nýja þjóðernis-
bandalagsins.
Prcstur einn sem sat í fangelsi
ásakaður um að hafa starfað fyrir
Lýðræðislega þjóðernisbandalagið
(NDF) sagði í samtali er hirtist í við-
skiptadaglilaði einu í Maniluborg
að vinstri hreyfingin í landinu efaðist
ckki um einlæga lýðræðisást for-
setans. Hann bætti því við að stað-
bundnar kröfur yrðu vafalaust settar
frant en ckki yrði farið fram á að
skipta völdum í landinu.
NDF eru regnhlífarsamtök allra
vinstri hópa landsins og er þar með-
talinn hinn útlægi kommúnista-
flokkur.
Hermenn kommúnista er mýnda
Nýja þjóðarherinn (NPA) hafa haft
hægt um sig að undanförnu. Sá her
telur um 25.000 manns. þar af eru
15.000 fastamenn og allir vel vopn-
unr búnir. Þeir eru virkir í 62 af 74
hcruðum landsins.
Einn af talsmönnunt Nýja þjóð-
ernisbandalagsins sagði við frétta-
menn að mögulegt væri fyrir Aquino
að ná vopnahléi við hersveitir
kommúnista ef vilji væri fyrir því
innan ríkisstjórnar hennar.
Hersveitir kommúnista eru öflugar á Filippseyjum. Reyna stjórnvöld að semja
uin vopnahlé?
Enn flengt í
breskum skólum
I.undúnir-Reuter
Breskir kennarar sem andsnúnir
eru líkamlegum refsingum hafa
hvatt Evrópuráðið til að vísa Bret-
um úr því þar sem flengingar eru
leyfðar í skólum þar í landi.
Kennararnir skrifuðu bréf til
utanríkisráðherra 21 ríkis sem ráð-
ið skipa og hvöttu þá til að fá bresk
stjórnvöld til að fara eftir samþykkt
þeirri er Mannréttindadómstóll
Evrópu gerði fyrir fjórum árum.
Þar var foreldrum gefið vald yfir
hugsanlegum refsingum barna
sinna í skólurri.
Bretland ereina landið í Evrópu
þar sem kennurum eru fengin völd
til að löðrunga ellegar Bengja nem-
endursína.
Ríkisstjórnin breska undir for-
sæti Margrétar Thatchers hefur
lagt fram tillögu sem rniðar að því
að fara eftir samþykkt Mannrétt-
indadómstólsins. Líkamlegar refs-
ingar eru samt sem áður enn vin-
sælt kennararáð í skólum bæði í
Englandi og Wales.
Konur á pólinn:
Karlavígin falla
hvert á fætur öðru
Osló-Reutcr.
Fyrsti heimskautaleiöangur-
inn sem eingöngu er skipaöur
konunt hcfur lagt af stað til
norðurpólsins á skíðum.
John Harrington, sendiherra
Kanada í Noregi, sagöi viö
frcttamenn aö tvær kanadískar
og fjórar franskar konur væru
lagðar af stað frá aðalstöðvum
sínum við Ny Aalesund á Spitz-
betgen og liygöust ná til norður-
pólsins í byrjun sumars.
Hitastig var —35 gráöur er
konurnar lögðu íhann. Þærgera
ráð fyrir að feröin til pólsins taki
um hundraö sólarhringa. Vcga-
lengdin sem þær þurfa aö leggja
að baki á þessum tíma er um
1100 kílómetrar.
Hver kona dregur um 100 kg
þungan sleöa en birgðir fá þær
reglulega frá flugvél. Þæreru till-
ar læröar vísindákonur.
Norðmaöurinn Ragnar
Tolseth, sem fór til norðurpóls-
itis fyrir nokkrum árum, sagöist
hafa af því nokkrar áhyggjur
hversu seint konurnar legöu upp
í fcrðina. Sagöi hann ísbráönun
geta valdiö þeim miklum vand-
ræðum og e.t.v. seinkað för
þcirra eitthvað umfram þessa
hundraö daga.
Vinnutími aukinn
á ný í Póllandi
Varsjá-Reuler
Pólsk stjórnvöld hafa ákveðið að
koma aftur á laugardagsvinnu í þar-
lendum verksmiðjum. Afnám þessa
vinnudags var eitt það merkasta sem
hin óháðu verkalýðssamtök komu í
gegn áður en þau voru bönnuð.
Tilkynnt var um þessa breytingu í
fjölmiðlum landsins nú nýlega en
bæði Samstaða og OPZZ, hin nýju
opinberu verkalýðssamtök landsins,
eru andvíg þessari ákvörðun.
í stað þess að vinna einn laugardag
í mánuði þarf nú að vinna þrjá laug-
ardaga í verksmiðjum þar sem þessi
breyting kemur til með að virka.
Talsmaður OPZZ sagði samtök
sín hafa mótmælt þessari ákvörðun
stjórnvalda og kvað þau ætla að
reyna að fá undanþágu fyrir ein-
hverjar verksmiðjur sem þurfa að
hlíta þessum lögum.
Stjórnvöld landsins hafa að
undanförnu verið dugleg við að
benda á að minnkandi vinnutími
hefði ekki skilað sér í betri afköstum
eins og margir reiknuðu með þ.á.m.
forsvarsmenn Samstöðu. Ákvörðun-
in kemur í kjölfar þessarar umræðu.
Breyting þessi kemur til með að
gilda í þriðjungi af hinum scx þúsund
iðnaðarverksmiðjum landsinsen listi
yfir nákvæman fjölda og hciti verk-
smiðjanna er væntanlegur á næst-
unni.
Lech Walesa og félagar hans í Sam-
stöðu komu í gegn laugardagsfríum.
Stjórnvöld hyggjast nú afncma þau
að miklu leyti.
Hald lagt á hamp
Islamabad-Reuter
Lögreglan í Pakistan gerði í gær
upptæk meira en tíu tonn af hassi og
var þetta kallaður næst mesti hass-
fundur sögunnar af hinni opinberu
fréttastofu þar í landi.
Atburðarásin var hröð. Lögreglan
stöðvaði vöruflutningabifreið nálægt
bæ einum í héraðinu Kohat sem er
við norð-vestur landamærin. Bíl-
stjóranum var að vísu meinilla við að
stöðva en varð samt að gera þaö þeg-
ar lögreglan hafði skotið í sundur
alla hjólbarðana.
í bifreiðinni fann síðan lögreglan
tíu tonn af hassi sem greinilega átti
að fara með til hafnarborgarinnar
Karachi. Bílstjórinn og þrír fylgdar-
menn hans sluppu.
Árið 1977 komust tollverðir í Ko-
hathéraði yfir 10,1 tonn af hassi að
sögn fréttastofunnar.
BÆNDUR
Graskögglarnir eru góður kostur,
ódýrt og kjarnmikið íslenskt fóður
Vekjum sérstaka athygli á graskögglum
blönduðum innlendum fóðurefnum,
svo sem meltu, fiskimjöli og byggi
Leitið nánari upplýsinga
; / verksmiðiunum oa hiá söluaðilum