Tíminn - 28.02.1986, Page 9

Tíminn - 28.02.1986, Page 9
Föstudagur28. febrúar 1986 Tíminn 9 Hugvitssemi og listfengi er inikil í kínverskri flugdrekagerð. Frelsi til að búa til flugdreka Flugdrekarnir þeirra í Jiang-fjöl- skyldunni kosta allt að 200 dölum þeir fullkomnustu og þá tekur nokkra daga að búa þá til. En fjöl- skyldan framleiðir einnig flugdreka fyrir börn, en þeir kosta eitt yuan sem er um 15 krónur. Kaupendur eru frá meira en 30 löndum og tekjur fjölskyldunnar er um 625 dalir á mánuði, sem telst mjög mikið í landi þar sem meðal- tekjur fjölskyldu eru aðeins 31 dalur á mánuði. Jiang Huifang segir að faðir sinn hafi lært smíðar og föndur af foreldr- um sínum. Fjölskyldan byrjaði fyrir alvöru að framleiða flugdreka árið 1981. Hui- fang tók alfarið við stjórn framleiðsl- unnar þegar h.ún féll á inntökuprófi í menntaskóla. Hún segir að samkvæmt sögulcg- um heimildum megi telja að flug- drekar hafi verið gerðir á 4. öld fyrir Krist - og voru þá vinsælir hjá öllum aldurshópum. Eitt sinn höfðu flugdrekar hernað- arlega þýðingu í Kína. Þá voru þeir sendir hátt á loft til að koma boðum til herdeilda á óvinasvæði. Nú á dög- um nota sumir Evrópubúar Oug- dreka til að taka myndir úr lofti. í Kína hefur flugdreka-notkun Nýlega var verslunarleyfi rýmkað í Kína og fjölskylda nokkur notfærði sér það til einkareksturs á einu elsta leikfangi heims, flugdrekanum. Fjölskyldufaðirinn heitir Jiang og þegar eru flugdrekarnir orðnir það vinsælir meðal Kínverja og reyndar einnig útlendinga að 16 aðrir úr fjöl- skyldunni eru komnir í fulla vinnu við framlciðsluna og anna varla eftir- spurn. Margar gerðir eru af flugdrekun- um. Fað cru lítil fiðrildi ekki stærri en barnslófi, litlar svölur, já margs konar furðufuglar, sem Jiang-fjöl- skyldan framleiðir. Á fögrum vordögum má sjá fólk flykkjast saman í görðum og torgum með litskrúðuga drekana og jafnan vekja flugdrekar Jiang mesta hrifn- ingu og athygli. Jiang Huifang er aðcins 22 ára gömul. Hún hefur skrifað bók fyrir börn um gerð flugdreka. Þar segir hún m.a. að önnur fyrirtæki fram- leiði að vísu skrautlegri flugdreka, en engin dreka sem fljúgi bctur. En það cr samt varla hægt að segja að silki-drekarnir á bambusgrindun- um, sem hanga upp um alla veggi í stofunni hennar Jiang, séu beinlínis einfaldir og látlausir. Skærlitaðir, straunilínulaga gullfiskar, heiðbláir Litlu Kínverjarnir byrja snemma á æfínni að fljúga flugdrekum. fuglar með blómum prýdda vængi o.s.frv. „Flugdrekar eru ekki cingöngu til prýði - þeir verða að svífa vel,“ segir faðir Huifang, sem er 62 ára. Hann var áður trésmiður. Nú orðið tckur hann oft nýja flugdreka í reynslu- flug. Þá hjólar hann tveggja kíló- metra vegalengd niður á torg og læt- ur þá svífa. Honum líst best á drekana sem líkjast fuglum „því þeir kljúfa loftið bcst og þar af leiðandi hafa mest svifþol." einnig hagnýtt gildi.Huifang segir að það að líta upp sé ntjög gott fyrir hálsvöðvana „það er góð þjálfunar- aðferð. Þú hleypur til að koma drek- anum á loft og þú hleypur líka til að koma í veg fyrir að hann fjúki út í buskan n.“ En niesta ánægja er þó sú að sjá þcssa hljóðu silkifugla dansa á himn- inum í tign sinni. Flugdrekagerð er heimilisiðnaður í Kína. Allir villast í Tokyo Höfuðborg Japan er fræg fyrir furðulegustu götumerkingar í heimi. Varla fyrirfinnast götunöfn. Japanir viðurkenna og fárast yfir skipulagsleysinu og útlendingar sent skrifa um Tokyo fara hörðum orðum uni ruglinginn. Ef tekinn er leigubíll í Tokyo er næsta víst að hann fer allt annað en ætlast er til og um leið fjas- ar bílstjórinn um lélegar merkingar gatna. Ekki bætir úr skák að götur og stræti eru flest hlykkjótt og þröng. En hvers vegna er svona crfitt að rata? Götukort af Tokyo eru ódýr og ágæt útaf fyrirsig. Póstnúmeraskrá- in er reyndar líka í stakasta lagi. Og ekki vantar skiltin við götur og á mannvirki. Tokyo er skipt niður í 23 borgar- hluta. Þessum borgarhlutum er síð- an skipt niður í úthverfi sent aítur er deilt niður í minni svæði. Ef þú færð uppgefið heimilisfang er fyrst nefndur borgarhlutinn, þá úthverfið og síðan svæðið. Allt er þetta skilgreint í tulustöfum. Þá færðu númerið á íbúðarlengjunni og síðast númerið á húsinu sjálfu. Því miður eru hverfin og bygging- arnar ekki nærri alltaf merktar í réttri talnaröð og rnargir ranghalar og öngstræti með allt öðrum tölu- stöfum én rökrétt er. Ef maður vill vcra viss um að kom- ast á réttan ákvörðunarstað er vísast að verða sér úti um sérstaka götuskrá sem inniheldurekki aðeins tölustafa- merkingarnar heldur einnig nöfn húseigenda. Þessar götuskrár er hægt að fá- á lögreglustöðvum og stærri verslunum. En gallinn við þessar götuskrár er sá að þær eru aðeins á japönsku svo það getur verið erfitt fyrir útlendinga að átta sig á þeim. Þannig er einnig um götuskiltin. Og þó japanskir lögregluþjónar séu vingjarnlegir og hjálpfúsir þá eru þeir sjaldan vel að sér í erlendum málum. einu leið- beiningarnar sem fyrirfinnast á ensku eru við járnbrautir og neðan- jarðarlestar. Því getur verið harla erfitt fyrir út- lendinga að komast leiðar sinnar í Tokyo. En það virðist vera jafn flók- ið fyrir innfædda. Algengt er að lög- regluþjónar og leigubílstjórar botni hvorki upp né niður í öllu þessu númerkerfi. Kannski er skýringin sú að margir Tokyobúar fara varla út fyrir svæðið sem þeir búa á. Tokyo er enn eins og ótal mörg lítil þorp og byggðarlög sem sameinast hafa í eitt stórt risa- veldi. Á hverju afmarkaða svæði rata íbúarnir og geta vísað til vegar. En oftast bara ef þú veist nafn á hús- inu eða búðinni sem þú leitar að, ekki númerið. Það er ekki víst að þér verði hjálpað ef þú veist aðeins: „borgarhluti 4, svæði 5, bygging 10, íbúð 7“, eins og götuskráin segir. Og ef þú dregur fram skrána verða Jap- anirnir bara óvissari. í Tokyo rísa stórhýsi, en borgin er mynduð af fjölmörgum smáþorpum, sem nær ógjörningur er að rata um.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.