Tíminn - 17.07.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.07.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdasfjóri Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Aðstoðarfréttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Guðmundur Hermannsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Auka þarf forvarnar- starf í heilsuvernd Einn af hornsteinum okkar velferöarþjóðfélags er góð heilsugæsla. Heilbrigðismálin kosta ærið fjármagn og stjórnvöld hafa hvað eftir annað reynt að gæta þar sparnaðar án þess að það komi niður á öryggi og velferð þegnanna. Hvernig til hefur tekist eru allir ekki sammála um og víst er það að ef grannt er skoðað kemur í ljós mikill mismunur á kostnaði og framkvæmd við heilsugæslu á Reykjavíkursvæðinu annars vegar og á landsbyggðinni hins vegar. Þar með er ekki sagt að íbúar á Reykjavíkursvæðinu njóti betri þjónustu en íbúar landsbyggðarinnar. í viðtali sem Tíminn átti við Stefán Þórarinsson héraðslækni á Egilsstöðum um heilbrigðisþjónustu í dreifbýli og þéttbýli og birtist í Tímanum í gær ræðir Stefán þessi mál opinskátt. Hann dregur enga dul á það að fjárfesting í frumheilbrigðisþjónustu eða forvarnar- starfi í heilsuvernd og uppbygging heilsugæslustöðva sé skynsamlegasta og hagkvæmasta leiðin og að það hafi sýnt sig að slíkt leiði til minni eftirspurnar eftir dýrri sj úkrahússþj ónustu. Stefán skiptir heilbrigðisþjónustunni niður í eftirfar- andi fjóra þætti: „í fyrsta lagi er almenn heilbrigðisþjónusta þar sem tengjast heimilislækningar og heilsuverndarstarf. í öðru lagi sérfræðiþjónusta á stofu. í þriðja lagi göngudeildarþjónusta sérfræðinga. í fjórða lagi sjúkrahúsaþjónusta.“ Stefán telur að veikasti hlekkurinn í okkar heilbrigð- isþjónustu sé fyrsta stigið og eigi það sérstaklega við um höfuðborgarsvæðið. „Af þessu leiðir að verið er að leysa á sérhæfðari og dýrari stigum vandamál sem hægt er að leysa betur og e.t.v. á ódýrari hátt í frumþjónustunni. Stór hluti af vandamálum sem koma upp á borð heilbrigðisþjónustunnar eru þess eðlis að þekking og kraftar sérhæfðu þjónustunnar henta illa við lausn þeirra... Ef horft er á landið í heild þá er það ljóst að það átak sem gert var í framhaldi af nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu 1974 um bætta frumheilbrigðisþjón- ustu hefur að verulegu leyti farið fram hjá höfuðborgar- svæðinu og það skipulag sem þeir búa við í dag er það sama og var dæmt ófullnægjandi fyrir 15-20 árum og leiddi til hinna nýju laga.“ Stefán telur höfuðkosti þessa nýja skipulags vera þá að fjárfest var í heilsugæslustöðvum og starfsliði þar fjölgað. Þar með skapaðist aðstaða til að sinna betur einföldustu og algengustu læknisverkum og heilsuvernd batnaði. Uppbygging heilsugæslustöðvanna hefur kostað mik- ið fjármagn, en Stefán er þess fullviss að því hafi ekki verið illa varið. „Ef menn hugsa aftur til áranna um 1970 var skortur á heilbrigðisþjónustu stórfellt vandamál í dreifbýli og olli byggðaröskun. Sú uppbygging sem átt hefur sér stað hefur komið að góðum notum til þess að afstýra þeim vanda.“ Það kemur fram í könnun landlæknis veturinn 1984-1985 að íbúar á höfuðborgar- svæðinu leita oftar til læknis en íbúar annarsstaðar á landinu. Að meðaltali er þarna 40% munur á. „Þessi aukna ásókn í heilbrigðisþjónustu getur stafað af þrennu. Lakara heilsufari, vanræktri heilbrigðisþjón- ustu í dreifbýli, eða því að heilbrigðisþjónustan á höfuðborgarsvæðinu leysir ekki verkefni sín á nógu skilvirkan hátt.“ Full þörf sýnist á að þessi mál verði skoðuð enn frekar. Fimmtudagur 17. júlí 1986 GARRI Gestakomur á Fremristekk Hjónin á Fremristekk eru að búa sig undir að taka á móti gestuni. Elín húsfreyja hefur steikt kleinur og bakað pönnukökur. Guðmundur bóndi hefur farið í betri fötin og virðist í góðu skapi. Gestina ber að garði og Guð- mundur bóndi býður þá velkomna og fylgir þeim til stofu. Gestirnir eru niðurlútir og þreytulegir. Þeir hafa erflða vökunótt að baki. Guð- mundur bóndi segist skilja vel þreytulegt útlit þeirra. Hann hafi átt marga vökunótt á samninga- fundum og oft ekki haft erindi sem erfiði. En áður en við komum að efn- inu, segir Guðmundur, skul- um við þiggja góðgerðir hjá Elínu, rjúkandi kaffi og háíslenskt bakk- elsi, kleinur og pönnukökur. Það hressir sálina og á meðan getum við spjallað um daginn og veginn. Það getur gert okkur auðveldara að komast að efninu á eftir. Það lifnar heldur yfir gcstunum, þegar þeir eru að drekka kaffiö og ræða um rigninguna á Suðurlandi og sólskinið norðanlands. Já, lífið er svona, segir Guðmundur, skin og skúrir. Eftir kaffidrykkjuna tekur Svav- ar formaður til máls. Eins og þú veist Guðmundur, segir hann, erum við hingað komnir til að segja þér frá fundinum í nótt. Það voru haldnar margar ræður, einn sagði þetta og annar hitt. Það er óþarft að vera að tíunda það. Klukkan sex um morguninn kom- umst við loks að niðurstöðu. Okkur fimmmenningunum var falið að ganga á fund þinn og skvra þér frá þvi, að mál þitt sé úr sögunni, hvað Alþýðubandalagið sncrtir. Það, sem sumir telja mistök þín, á að vera gleymt og grafið af hálfu okkar í Alþýðubandalaginu. Hinir gcstirnir láta sér nægja þessa ræðu Svavars, nema Ólafur Ragnar, sem bætir við: Eins og þú veist Guðinundur, höfum við Guðrún Helgadóttir alltaf verið vinir þinir og verðum það áfram. Kafarinn eftir Schiller Guðmundur bóndi hefur brosað öðru hvoru í kampinn undir þess- um ræðuhöldum. Brosið hefur ver- ið heldur tvírætt, en það er Guð- I i t • . í.iij.. Schiller: „Þar moraði svarthrúgað sækindafjöld...“ mundi eiginlegt að brosa þannig að skilja má það á tvo vegu. Jæja krakkar, segir hann. Nú lætur Elín okkur fá aftur kaffi í bollana og svo langar mig til að rifja upp kvæðið Kafarinn eftir Schiller í þýðingu Steingríms Thor- steinssonar. Það er nokkuð frægt í þingsögunni, því að eitt erindi þess var lesið upp á Alþingi á þann hátt, aö allir, sem á hlýddu, munu minnast þess enn í dag, þótt 41 ár sé liðið síðan. Tilefnið var það, að Bændaflokk- urinn gerði kröfu til að einn af þingmönnum hans, Magnús Torfa- son, léti af þingmennsku, en Magn- ús ncitaði því. Jónas frá Hriflu líkti þá Magnúsi við kafarann, seiu sagt er frá í kvæði Schillers. Kóngur hati fleygt gullbikar á mikið hyl- dýpi og heitið þeim bikarnum, sem tækist að ná honum. Frækinn kafari steypti sér þá í hyldýpið og sá margt ófagurt í undirdjúpum, en samt tókst honum að ná í bikarinn. Hann kom mcð bikarinn sigri hrós- andi, en kóngur var svikull. Hann kastaði bikarnum aftur í undir- djúpin og sagði að kafarinn yrði að rcyna í annað sinn. Hann gcrði það, en kom ekki upp aftur. Jónas frá Hriflu sagði, að Magn- ús hefði kafað niður i undirdjúp Bændaflokksins og Sjálfstæðis- flokksins og séð þar margt ófagurt, en haft þá bikarinn eða þing- mennskuna að launum. Þcssum dýrgrip ætlaði hann ekki að sleppa, enda hefði hann réttilega til hans unnið og bæri nú að nota hann í þágu lands og lýðs. Sök Magnúsar var sú að dómi Bændaflokksins, að hann hafði snúist til liðs við þáver- andi vinstri stjórn. Séra Sigurður Einarsson, sem þá sat á þingi, fylgdi þessari ræðu Jónasar eftir, með því að lesa eitt erindi úr kvæðinu, þar sem lýst var því, sem fyrir kafarann bar i undir- djúpunum: Þar moraði svarthrúgað sækindafjöld í samfelldri skríðandi kös. Kleppfiskur, gaddskata, grálega köld og gríðarstór hræfískur svam þar í ös. með gnístrandi sagtennur, gneypur og argur hinn gráðugi hár, sem bárudjúps vargur. Gleðitíðindi Guðmundur hélt áfram: Mér hcfur fundist undanfarnar vikur, að ég hafi eins og verið í hlutverki kafarans í kvæði Schillers. Það hefur verið reynt að ná af mér ærunni. Ég hefi orðið að kafa í undirdjúpum Alþýðubandalagsins til að ná henni aftur. Hún er sá gullbikar, sem ég hefi endurheimt. Eg læt engan ögra mér til þess að varpa þeim gullbikar frá mér aftur. Svo langar mig til að launa ykkur heimsóknina og gleðja ykkur með því, að ég hefi ákveðið að gefa aftur kost á mér til framboðs í næstu þingkosningum. Ég hafði hugsað mér að draga mig í hlé, en ég hefi fengið slíka hvatningu undanfarið til að halda áfram þing- mennsku, að ég tel mig skyldugan til að verða við þessum áskorunum. Ég trúi því að eftir það, sem á undan er gengið, þyki ykkur þetta gleðitíðindi og að ég eigi stuðning ykkar vísan. Ekki hafa borist fréttir af undir- tektum gestanna, en giskað er á, að sumir þeirra, sem voru daprír ■ bragði, þegnr þeir komu á Fremri- stekk, hafi verið enn daprarí, þegar þeir fóru þaðan. Garri VÍTT OG BREITT BLAÐAUTGAFA SAM- VINNUFÉLAGANNA Inn á ritstjórnina hér hjá okkur var að berast annað tölublað þessa árs af tímariti sem nefnist Boðberi og er gefið út af Kaupfélagi Þingey- inga á Húsavík. í því er m.a. sagt frá aðalfundi félagsins í vor leið, sagðar fréttir frá aðalfundi Sam- bandsins, birt umsögn endurskoð- anda kaupfélagsins á aðalfundi og grein eftir einn félagsmanna þar sem hann ræðir opinskátt um þann vanda sem nú steðjar að Kaupfé- lagi Þingeyinga líkt og öðrum kaupfélögum landsins. Hér er að sjálfsögðu ekki vett- vangur fyrir neins konar umsögn um þetta tímarit, enda ekki ætlunin að gefa hana. En á þetta er minnst vegna þess að Boðberi er eitt fjölmargra tímarita sem kaupfélög- in víðs vegar um landið gefa út. Það er sameiginlegt einkenni á þessum blöðum, sem nú munu vera komin nokkuð á þriðja tuginn, að þau eru íburðarlítil og láta ekki mikið yfir sér. En á hinn bóginn gegna þau flest býsna vel því hlutverki sínu að vera tengilið- ur milli kaupfélaganna og félags- ,manna þeirra. Eins og margrætt hefur verið hér í blaðinu stendur samvinnuhreyf- ingin öll nú frammi fyrir miklum breytingum sem óhjákvæmilegar sýnast vera á næstu árum. Þessi mál voru m.a. rædd sérstaklega á aðalfundi Sambandsins nú í vor, og ljóst virðist að það sé ekki síst vandi smásöluverslunar og viðvar- andi taprekstur á henni sem verði að leysa úr á næstu árum, máski ekki alltaf með sársaukalausum aðgerðum. I þeirri baráttu þarf samvinnu- hreyfingin öll á því að halda að greiðu upplýsingastreymi sé jafnan haldið uppi á milli félaga og félags- manna. Ef hinir síðarnefndu vita ekki jafnóðum hvað er að gerast og er á döfinni þá skapar slíkt hættu á margs konar misskilningi og tor- tryggni. Samvinnuhreyfingin þarf því enn að efla og auka blaðaútgáfu sína, og hér verður að hafa í huga að blaðaútgáfan er einungis annar anginn af fræðslustarfi hennar. Hinn er skólarekstur og nám- skeiðahald, sem hún sinnir af krafti og vissulega má ekki vanrækja. En samvinnublöðin eru akur sem líka þarf að rækta. Á vettvangi samvinnumanna hefur það oftlega komið til umræðu að heildarsam- tökin, Sambandið, ættu að hefja útgáfu á félagsmannablaði sem dreift væri í 40-50.000 eintökum til allra félagsmanna og trúnaðar- manna í kaupfélögunum. Um slíka útgáfu hefur þó aldrei náðst samstaða og því ósennilegt að úr henni verði að sinni. Trúlegt er að þar hafi ráðið mestu að kaupfélögin hafi upp til hópa talið happasælla að þau sæju sjálf um þessi mál hvert á sínu félagssvæði. En hvað sem þessu líður þá er hitt ljóst að heildarsamtökin hafa mik- ið verk að vinna á þessu sviði í framtíðinni. Þessari blaðaútgáfu á ekki að miðstýra frá Reykjavík, en það þarf að samhæfa hana, vinna að því að gera hana markvissa, beinskeytta og sem áhrifamesta. Það gerist ekki nema Sambandið hafi forgöngu um það að samræma störfin á þessum vettvangi og veita því fólki, sem að þessu starfar, þá aðstoð sem það þarf á að halda hverju sinni. - esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.