Tíminn - 11.09.1986, Side 7
Fimmtudagur 11. september 1986
Tíminn 7
Halldór Kristjánsson
STEFNA OG TÆKIFÆRI
Það er reynt að telja fólki trú um
að Framsóknarflokkurinn sé
stefnulaus flokkur, tækifærissinn-
aður, reiðubúinn að mynda ríkis-
stjórn með hverjum sem er um
hvað sem er, einungis ef hann fær
að gæta hagsmuna S.Í.S.
Það er satt og rétt að á síðasta
áratug hefur Framsóknarflokkur-
inn reynt stjórnarsamstarf við alla
gömlu stjórnmálaflokkana.
Menn skipa sér í flokka um
ákveðna stefnu og þá auðvitað í
þeim tilgangi að sjá til þess að sú
stefna sé tekin. Þess vegna sækjast
allir flokkar eftir völdum. Til hvers
væru þeir annars?
Gegn verðbólgunni
Vegna þess að Framsóknar-
flokkurinn á sér rætur um allt land
og vill lífvænlega búsetu hringinn í
kringum landið er honum annt um
gengi framleiðsluatvinnuvega
þjóðarinnar. Án þeirra er öll lands-
byggðin dauðadæmd. En þar sem
verðbólgan er einhver skæðasti
vágestur heilbrigðu atvinnulífi hef-
ur Framsóknarflokkurinn mjög
sóst eftir samstarfi um að hnekkja
verðbólgunni.
Framsóknarmenn tóku heils
hugar þátt í stjórnarsamstarfi undir
forustu Gunnars Thoroddsen.
Margir þeirra töldu samstarf við
Alþýðutsandalagið mjög æskilegt.
Því var reynt til þrautar hvort
samkomulag gæti orðið um ábyrga
efnahagsstjórn á þeim grundvelli.
Mörgum fannst að helst til lengi
hefði það verið reynt.
Annað tækifæri
Eftir síðustu kosningar var nú-
verandi stjórn mynduð í þeim til-
gangi að hnekkja verðbólgunni.
Þar hefur náðst ágætur árangur.
Kjarasamningar á liðnum vetri
voru tímamótasamningar sem
Framsóknarmenn fagna. Á grund-
velli þeirra vilja þeir vinna áfram.
Nú er innan launþegasamtaka
unnið ákaflega gegn þessum samn-
ingum. Þar eru háværir menn sem
ekki virðast gera sér ljóst að launa-
kjör hljóti að standa í einhverju
hlutfalli við aðra þætti efnahags-
mála. Enginn veit hvað ofan á
verður í stéttarfélögunum í þeim
efnum.
Hitt er undarlegt að einhver
fremsti talsmaður og að margra
Eftirsíðustu kosningar
var núverandi stjórn
mynduð í þeim tilgangi
að hnekkja verðbólg-
unni. Þar hefur náðst
ágæturárangur. Kjara-
samningar á liðnum
vetri voru tímamóta-
samningar sem Fram-
sóknarmenn fagna. Á
grundvelli þeirra vilja
þeir vinna áfram.
áliti helsti höfuðsmiður þessara
samninga, Þröstur Ólafsson, hefur
sérstaka trú á því að útiloka Fram-
sóknarflokkinn frá stjórnarsam-
starfi framvegis. Þar er þó sá
flokkur sem af mestri alvöru og
heilindum hefur leitað eftir sam-
stöðu gegn verðbólgunni.
Vissulega þarf mikla bjartsýni til
að vænta þess liðsinnis við gildandi
kjarasamninga og framhald í sömu
stefnu utan Framsóknarflokksins
að væntanleg ríkisstjórn geti af-
skrifað hann fyrirfram, eina flokk-
inn sem ljóst er að ekki þarf að
kaupa til að vera á móti verðbólg-
unni.
Ekki skuggalaust
samstarf
Því er ekki að neita að ýmislegt
gerist nú í þjóðmálum sem Fram-
sóknarmönnum er lítt að skapi.
Látum vera þó að samstarfsráð-
herrar boði sitt af hverju og viðri
hugmyndir sem Framsóknarmenn
fella sig ekki við. Hitt er verra
þegar frjálshyggjugasprarar Sjálf-
stæðisflokksins ná árangri eins og
þeim að brjóta niður skipulag
afurðasölunnar. En hverjir voru
það utan Framsóknarflokksins sem
vildu vernda það?
Hér þýðir auðvitað ekki að spá
neinu um hugsanlegt stjórnarsam-
starf eftir kosningar. í fyrsta lagi
veit enginn hver þingstyrkur ein-
stakra flokka verður þá. Vel má
vera að þá komi fram þingmeiri-
hluti sem ekki þarf Framsóknar-
flokksins með. Hitt er þó engu
síður líklegt að þá eins og oftar
standi Framsóknarflokkurinn í
þeim sporum að meta hvort hann
eigi að taka þátt í samstarfi sem
hann er engan veginn að fullu
sáttur við. Hvað er tilvinnandi til
að gera stjórnina talsvert skárri en
ella yrði?
Þetta er sú staða sem venjulegir
flokkar komast í öðru hvoru. Þann-
ig hlýtur það jafnan að vera meðan
í hlut eiga flokkar sem beita sér
fyrir því að hafa áhrif á lög og
landsstjórn. Og það er hlutverk og
skylda allra stjórnmálaflokka.
Hagsmunir
samvinnufélaga
Víkjum svo fáeinum orðum að
talinu um að gæta hagsmuna S.Í.S.
Frá því að samvinnuverslunum
fór að vaxa fiskur um hrygg og þær
mynduðu landssamband hafa þær
átt sér andstæðinga. Stundum hef-
ur verið háð hörð og opinber
barátta á þeim vettvangi þó að hlé
hafi á orðið annan tímann. Öðru
hvoru hafa þó blöð Sjálfstæðis-
manna talað um að hnekkja þurfi
ofurvaldi S.Í.S. Aðrir hafa líkt
samvinnuhreyfingunni við krabba-
mein.
Það er einfaldur og ofur skiljan-
legur hlutur að þegar pólitísk öfl
fjandskapast við samvinnuhreyf-
Það er einfaldur og ofur
skiljanlegur hlutur að
þegar pólitísk öfl fjand-
skapast við samvinnu-
hreyfinguna skipa fylg-
ismenn hennar sér
saman til varnar. Og
Framsóknarflokkurinn
hefur alltaf verið sam-
vinnuflokkur, staðið
með þeirri hreyfingu og
talið það spor í átt til
þjóðþrifa að hún
efldist.
m
inguria skipa fylgismenn hennar
sér saman til varnar. Og Framsókn-
arflokkurinn hefur alltaf verið sam-
vinnuflokkur, staðið með þeirri
hreyfingu og talið það spor f átt til
þjóðþrifa að hún efldist.
KronogSilli ogValdi
Um það leyti sem Kaupfélag
Reykjavíkur og nágrennis var að
hefja störf voru tveir ungir og
dugandi kaupmenn með verslun
sína í örum vexti í Reykjavík, Silli
og Valdi. Þeirra tími er nú liðinn
og þeir farnir allrar veraldar veg og
verslun þeirra hætt. Kron starfar
og það fjármagn seni myndast
hefur á vegum þess er enn og
verður framvegis bundið í rekstri
verslunarinnar. Þær eignir cru og
verða félagseign þeirra sem hverju
sinni eru á verslunarsvæðinu og
hirða um að vera félagsmenn. Þetta
ætti að geta verið hugleiðingarefni
fyrir kjósendur í Reykjavík, jafnt
milli kosninga s^m í kosningum.
Um hvað er barist?
En hverjir skyldu vera þessir
hagsmunirS.Í.S. sem baristerum?
Hvar gætir þess í löggjöf eða
stjórnarúrskurðum síðustu ára?
Spyr sá sem ekki veit.
Mér er Ijóst að á skömmtunar-
tímanum fyrir 40 árum eftir sóun
Nýsköpunarstjórnarinnar voru
átök um það hvernig skipta skyldi
innflutningi. Fyrir 60-70 árum var
deilt um skattlagningu samvinnu-
félaga. En flokkaskipun í dagræðst
ekki af slíkri fortíð.
Hagsmunir samvinnufélaganna
á líðandi stund eru bundnir af-
komuskilyrðum verslunar og at-
vinnurekstrar. Kaupfélögin reka
smásöluverslun allt í kringum land.
Verslunarrekstur er misjafnlega
dýr eftir því hvar er verslað og með
hvað er verslað. En ég man ekki
eftir sérstökum baráttumálum á
því sviði síðustu ár.
í öðru lagi eiga samvinnufélög
hlut í útgerð og fiskvinnslu. Af-
koma útgerðar og fiskvinnslu skipt-
ir þau því höfuðmáli. Verkefni
þeirra er eins og verið hefur frá
upphafi að sjá um verkun og
vinnslu á framleiðslu félagsmanna
og koma henni í verð.
Þessi tengsl við atvinnulífið
skilja þeir almennt sem búa úti um
land. Fremur verður misbrestur á
þeim skilningi í fjölmenninu í
Reykjavík og á Suðurnesjum þar
sem ýmsir virðast skammt sjá út
yfir þjónustustörf sem unnin eru
t.d. í bönkum, ferðaskrifstofum og
myndbandaleigum. Þess vegna er
fyígi Framsóknarflokksins hlut-
fallslega minna þar.
Með hverjum sem er
Það er satt að Framsóknarflokk-
urinn er reiðubúinn að starfa með
hverjum sem er. Að sjálfsögðu.
Þar eiga ekki við neinir fordómar.
Annað mál er það að ransæjum
mönnum hljóta að vera Ijósir ann-
markar á því að viðunandi sam-
komulag náist við hina og þessa.
Sömuleiðis að menn eru ntisjafn-
lega æskilegir samstarfsmenn
vegna skapgerðar.
Hér er við hæfi að muna heilræði
sem eitt vitrasta og drengilegasta
skáld Islendinga orðaði svo:
Með hverjum helst vinna að
viðgangi lands,
þar viðreisnarfæri við sjáum,
þó hann væri eiðsvarinn óvinur
manns
og einvíg á morgun við háum.
Svo kvað Stephan G.
Einmitt vegna þess að Fram-
sóknarflokkurinn á sér stefnu sem
hann er trúr verður honum erfitt
að snúa baki við tækifæri til að ná
árangri, jafnvel þó að tvísýnt kunni
að vera að æskilegur sigur náist.
Hann vill engu tækifæri sleppa ef
möguleikar virðast á samstarfi til
að þoka góðu máli áleiðis. Því
fylgja stundum vonbrigði en samt
verður eitthvað að reyna.
TÍMARIT
AF ÍSLENSKUM
FORNLEIFARANNSÓKNUM
Arbók Hins íslenska fornleifafélags komin út
Islenskar fornleifarannsóknir
hafa víst ekki staðið með neinum
blóma undanfarið vegna peninga-
leysis. En aftur á móti hefur Árbók
Hins íslenska fornleifafélags ekki
slegið af, en hún hefur um langt
skeið verið helsti vettvangur fyrir
fræðileg skrif um rannsóknir á
fornleifum hér á landi. Árbókin
fyrir 1985 er nýkomin út, en því
miður hefur gleymst að geta um
það í henni hvaða árgangur þetta
sé frá upphafi. Það mun þó vera
orðin töluvert há tala.
f þessu hefti Árbókarinnar ber
þrjár greinar hæst. Þórður Tómas-
son frá Skógum á hina fyrstu, en
hún nefnist „Þjóðhaginn frá
Hnausum" og fjallar um smíðis-
gripi manns sem hét Ólafur Þórar-
insson og var uppi 1768-1840.
Hann hefur verið hagur smiður og
afkastamikill. Þórður Tómasson
hefur af mikilli eljusemi safnað
saman upplýsingum um smíðisgripi
hans, úr málmi og viði, og gerir
grein fyrir niðurstöðunum hér í
greininni.
Önnur þessara greina er eftir
Beru Nordal og efnist „Skrá um
enskar alabastursmyndir frá mið-
öldum sem varðveist hafa á ís-
landi."
Þar eru dregnar saman heimildir
um slík myndverk, sem voru trúar-
legs efnis og notuð í kirkjum. Er
þetta fróðleg rannsókn, en að því
er segir í greininni er alabastur
afbrigði af kalksteini og mjúkt
þegar það kemur úr jörðu, en
harðnar er það kemst f snertingu
við andrúmsloftið. Athyglisvert er
líka það sem segir í greininni að
tímasetning alabastursmynda á Is-
landi með hjálp ritaðra samtíma-
heimilda geti orðið afar mikilvægur
stuðningur við tímasetningu
alabastursmynda í Englandi, en
aðeins hafi tekist að tímasetja fáar
þeirra með vissu.
Þriðja greinin, sem hér verður
getið sérstaklega, er eftir Hörð
Ágústsson og heitir „Með dýrum
kost“. Hún hefur að geyma athug-
un á leifum af viðarfjölum frá
Hrafnagiii og skurðlist sem í þeim
er. í grein sinni fjallar Hörður um
efnið af fræðilegum tilþrifum, og
er niðurstaða hans sú í stuttu máli
að þessar fjalir séu úr kirkju, en
ekki skála. Hér verður ekki lagður
fræðilegur dómur á þessa niður-
stöðu, en hún er hvað sem öðru
líður forvitnileg.
Ýmsar fleiri greinar eru í heft-
inu, og er þeirra efnismest grein
eftir Finn Magnússon sem fjallar
um þurrabúðarmenn og verka-
menn um aldamótin 1900, og um
undirstöðu nútíma verkalýðshreyf-
ingar. Sú grein er þó nokkuð tyrfin
og raunar álitamál hvort hún eigi
heima í riti um fornleifarannsókn-
ir, enda er efni hennar fullt eins
mikið félagsfræðilegs eðlis. í lokin
er svo að vanda skýrsla þjóðminja-
varðar um Þjóðminjasafnið árið
1985.
Ritstjóri Árbókarinnar er nú
Inga Lára Baldvinsdóttir. Enn sem
fyrr verður ekki annað sagt en
Árbókin rísi vel undir því merki að
flytja niðurstöður nýrra og nýlegra
rannsókna á sviði fornleifafræði. í
þessu hefti er helst að sakna megi
skýrslna um fornleifauppgrefti.
En eftir því sem frést hefur mun nú
vera töluverður samdráttur í slíku
starfi vegna naumra fjárveitinga í
því skyni. Hér á landi geymir
jörðin hins vegar fjölvíða niður-
grónar tóttir og aðrar fornar minjar
sem bíða rannsókna. Með batn-
andi horfum í þjóðarbúskapnum,
sem fréttir voru að berast um,
mætti fjárveitingarvaldið því gjarn-
an neyta færis og bæta þar nokkuð
ur.
esig