Tíminn - 22.10.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.10.1986, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 22. október 1986 M'i f i V i Tíminn 9 SKODANIR ÞEIRRA OG RÉTT BER AD VIRÐA Ræða Alexanders Stefánssonar, félagsmálaráðherra, við setningu þings Þroskahjálpar Alexandcr Stefánsson, félagsmálaráðherra. Það er mér sönn ánægja að fá tækifæri til að ávarpa þetta afmælisþing Landssamtakanna Þroskahjálpar sem haldið er í ti- lefni 10 ára afmælis samtakanna. Ég færi ykkur mínar bestu heil- laóskir. Tíu ára starfstími er ekki Iangur miðað við aldur margra félaga í landi okkar. Ef litið er til þess árangurs sem Landssamtökin Þroskahjálp hafa náð á stuttum starfstíma gæti maður haldið að samtökin væru mun eldri. Á þess- um tíu árum hefur afstaðan til fatlaðra einstaklinga gjörbreyst. Landssamtökin hafa þar átt hlut að máli og hann ekki lítinn. Að sjálf- sögðu koma önnur félagasamtök sem vinna að málefnum fatlaðra hér ekki síður við sögu. Tilgangurinn með stofnun Þroskahjálpar árið 1976 var að sameina í eina heild þau félög sem vinna að málefnum fatlaðra, eink- um fatlaðra barna og vangefinna, með það að markmiði að tryggja þeim fullt jafnrétti og sambærileg Iífskjör á við að aðra þjóðfélags- þegna og skapa þcim skilyrði til að lifa eðlilegu lífi og hasla sér völl í samfélaginu þar sent þeim vegnar best. Fyrir einungis tíu árum þóttu þessi markmið vera nýstárleg. Skoðun þorra almennings var sú að vandi fatlaðra yrði helst leystur með því að safna þeint saman inn á stórar mcðferðarstofnanir. Á þeim tíma var það raunar stefna hins opinbera að verja fjármagni sem þá var mjög takmarkað til byggingu slíkra stofnana sem oftast voru byggðar á þéttbýlissvæðunum á Suð-Vesturhorni landsins eða á einhverjum afskekktum stöðum. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Félagasamtök, þar á meðal Landssamtökin Þroskahjálp, ein- staklingar, karlar og konur, voru óþreytandi við að vekja athygli stjórnvalda og stjórnmálamanna á aðstöðu fatlaðra. Starf þessara að- ila bar vissulega árangur. Dæmi um þetta eru lög um aðstoð við þroskahefta sem sett voru árið 1979. Lög um málefni fatlaðra tóku gildi í ársbyrjun 1984. Laga- og reglugerðarsmíð undanfarandi ára hefur haft að markmiði að færa þjónustu við fatlaða sem næst þcirn, í þeirra heimabyggð, oggera þeim kleift eins og kostur er að vera eðlilegir þátttakendur í þjóð- lífinu. Það er góður siður að staldra öðru hvoru við og líta til baka yfir farinn veg og gæta að hvort eitt- hvað hafi miðað og setja kúrsinn niiðað við það sem þá kemur í ljós. Afmælisþing sem þetta er kjörinn vettvangur til slíkra hluta. Á dagskrá þessa þings eru nokkur erindi sem hafa þetta að markmiði. Það er ekki síður mikilvægt fyrir fulltrúa framkvæmdavaldsins að taka málaflokka til þess háttar endurmats, líta yfir farinn veg og átta sig á því hvar þörfin er brýnust. Það hittist þannig á að ég kem að félagsmálaráðuneytinu skömmu áður en ný lög um málefni fatlaðra tóku gildi í ársbyrjun 1984. Ég hafði átt því láni að fagna að vera virkur þátttakandi í setningu lag- anna um aðstoð við þroskahefta 1979 og laga um málefni fatlaðra 1983. Með þeint voru felld saman í eina heild lög um aðstoð við þroskahefta, lög um endurhæfingu og lög um erfðafjársjóð. Segja má að lögin um málefni fatlaðra séu í raun eina heildstæða félagsmála- löggjöfin í landinu. Sérstök deild í félagsmálaráðuneytinu hafði starf- að að málefnum fatlaðra frá árinu 1980. Áhersla hefur verið lögð á það að deildin eigi gott samstarf við félagasamtök fatlaðra og svæðisstjórnir. Á þeim tíma sem ég hef haft tækifæri til að fylgjast með málefn- um fatlaðra úr návígi hefur tekist með góðri samvinnu margra aðila j að ná verulegum árangri. Fjár- > framlög til málefna fatlaðra hafa margfaldast á undanförnum árum og rekstur nýrra stofnana verið fjárhagslega tryggður jafnóðum og þær verða til. í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1987 er gert ráð fyrir kr. 572.730.000.- til rekstursog stofn- kostnaðar vegna þjónustu við fatl- aða á vegum félagsmálaráðuneytis- ins. Reiknuð stöðugildi eru 436 við þessa starfsemi. Þá eru ekki með- taldar stofnanir fyrir fatlaða sem eru reknar af öðrum aðilum. í fjárlagafrumvarpinu fyrirárið 1987 er m.a. tryggður rekstur heimilis fyrir einhverf börn og heimilis fyrir fjölfötluð börn verður tekið í notk- un á næsta ári. Eftirtaldar stofnanir og þjónusta við fatlaða hafa tekið til starfa á tímabilinu frá fyrri hluta árs 1984 til september 1986. Sambýli: Tekið hafa til starfa 15 sambýli með alls um 90 vistunarrými. Þau dreifast þannig að af þcim eru: 6 í Reykjavík, 4 á Reykjanessvæði, þ.e. í Kópa- Þótt tekist hafi að auka skiining þorra almenn- ings á málefnum fatl- aðra virðist sem enn sé aðgerða þörf á því sviði. í þessu sam- bandi má benda á atvik sem átti sér stað fyrir skömmu á bæjar- stjórnarfundi í einu nágrannasveitarfélagi Reykjavíkur þegar fötluðum manni var vísað af fundi fyrir það eitt að nota hjálpartæki sem honum var nauð- synlegt vegna fötlunar- innar vogi, Hafnarfirði og Garðabæ, 1 á Akranesi 1 á ísafirði, 1 á Siglufirði, 1 á Akureyri, 1 á Egilsstöðum. Gert er ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu sambýla á næstu árum eftir því sem fjármagn fæst. Ljóst er að þeim fjölgar þegar á næsta ári. Alls eru nú 20 sambýli í landinu með um 140 vistrými. Á þeim tíma sem ég hef haft tækifæri til að fylgj- ast með málefnum fatl- aðra úr návígi hefur tekist með góðri sam- vinnu margra aðila að ná verulegum árangri Önnur vistunarúrræði: 1. Skammtímavistunarheimili fyrir fullorðna í Reykjavík með 7 vist- unarrými. 2. Skammtímavistunarheimili á Reykjanessvæði, Kópavogur - Keflavík með alls um 12 vistrými. Þjónustumiðstöðin Bræðra- tungu ísafirði 9 langtímavistrými. Þá hefur verið gefin út reglugcrð fyrir stuðningsfjölskyldur þar sem foreldrar fatlaðra barna geta vistað börn sín nokkra sólarhringa í mán- uði gegn greiðslu frá ríkinu. 12 fjölskyldur hafa notfært sér þessa þjónustu. Þá hafa greiðslur vegna sumar- dvalar verið um 2 millj. kr. á yfirstandandi ári á vegum ráðu- neytisins. Verndaðir vinnustaðir Fimm verndaðir vinnustaðir hafa tekið til starfa á eftirtöldum stöðum: Kópavogi, Akranesi, Egilsstöðum, Selfossi og Vestmannaeyjum. Auk þcss hafa nokkrir eldri vinnustaðir fengið aukið og bætt húsnæði: Vinnus’tofan Ás Reykja- vík, Iðjulundur Akurcyri og Iðju- hús við Kópavogshæli. Atvinnuleit fyrir fatlaða hefur verið komið á fót á Reykjancs- svæði ogefld verulega í Reykjavík. Á yfirstandandi ári eru ætlaðar 1,3 milljónir króna til þessarar starfsemi. Ráðgjafaþjónusta svæðisstjórna ogstarfræksla leikfangasafna hefur aukist verulega á þessu tímabili 84-86 og er nú slík þjónusta fyrir hendi á flestum svæðunum. Fjárhagsaðstoð til foreldra fatl- aðra barna og unglinga innan 18 ára aldurs hefur aukist verulega og nam kr. 26 millj. á sl. ári og alls fengu um 300 fjölskyldur slíka aðstoð á árinu 1985 um lengri eða skemmri tínta. Reglugerðir um fjárhagsaðstoð vegna námskostnaðar og atvinnu í heimahúsum voru gefnar út á árinu 1985 og 1986. Um 20 manns hafa notið slíkra styrkja. Stórum áfanga var náð þegar Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkis- ins tók til starfa samkvæmt lögum um málefni fatlaðra í byrjun þessa árs. Þar með er cinu þýðingarmesta ákvæði laganna unt málefni fatl- aðra komið í frantkvæmd. Aðsókn að Greiningarstöðinni cr miklu meiri en búist var við og er orðiö mjög aðkallandi að koma starfseminni í stærra húsnæði svo að hún gcti sinnt hlutverki sínu í framtíðinni eins og lög gera ráð fyrir. Með hæfilegri bjartsýni tcl ég mig geta sagt á þcssari stundu að viðunandi lausn sé í sjónmáli. Upptalningin hér að framan sýn- ir að þótt lagasetningin um aðstoö viö fatlaða sé ung að árurh er áhrifa hcnnar farið að gæta verulega. í öllum svæöisstjórnarumdæmum landsins er nú komin aðstaða til vistunar og þjónustu lyrir fatlaða scnt aftur hefur leitt til þeirrar niðurstöðu að bæði helur aðsókn að stóru vistunarstofnununum minnkað og vistmönnum þar hefur fækkað. Nú má enginn skilja orð mín þannig að sigur sé í höfn og baráttunni lokið. Mér er fullljóst að margt er enn óunnið og verkefn- in eru næg bæði fyrir stjórnvöld og félög eins og Þroskahjálp. Ég nefni húsnæðismál, ný lög eiga að auð- velda lausn þessara ntála fyrir fatl- aða. Því rná bæta við að brýnt er að kynna þá lausn sem felst í breytingum á lögum um Húsnæðis- stofnun betur fyrir fötluðum. Þótt tekist hafi að auka skilning þorra almennings á málefnum fatlaðra virðist sent enn sé aðgerða þörf á því sviði. í þessu sambandi má þenda á atvik sem átti sér stað fyrir skömntu á bæjarstjórnarfundi í cinu nágrannasveitarfélagi Reykjavíkur þegar fötluðum manni var vísað af fundi fyrir það eitt að nota hjálpartæki sem honum var nauðsynjegt vegna fötlunarinn- ar. Tryggja verður að slíkur at- burður komi ekki aftur fyrir. í nóvember 1985 var samþykkt á landsþingi Landssamtakanna Þroskahjálpar stefnuskrá í rnálefn- um fatlaðra. í inngangi er lögð áhersla á þá kröfu að leitað sé leiða til að styrkja stöðu fatlaðra, jafnt í nánasta umhverfi sem samfélaginu í heild, og tryggja traust og eðlileg tengsl þeirra við fjölskyldu sína. Einnig að jafnrétti fatlaðra verði styrkt með því að veita þeim tæki- færi til náms, möguleika á starfi og sjálfstæða tilveru á eigin heimili jafnframt því sem tryggilega sé séð fyrir öðrum þörfum þeirra. Síðast en ekki síst cr þess krafist að tekið sé tillit til vilja hinna fötluðu, skoðanir þeirra virtar og rcttur þeirra til þess að taka þátt í ákvörð- unum er varða líf þeirra og framtíð í heiðri hafður. Ég vil taka undir öll þessi atriði. Ég tel að þau eigi að marka brautina næstu árin. Ég vil að lokum endurtaka af- mælisóskir mínar til Landssamtak- anna og þakka enn á ný fyrir að hafa fengið tækifæri til að ávarpa ykkur. Ég vil að endingu láta í ljósi þá von að mega sjá sem flest ykkar aftur síðdegis á nrorgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.