Tíminn - 22.10.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.10.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn llllllllllllilllllllllllllll ÍÞRÓTTÍR Miövikudagur 22. október 1986 Úrvalsdeildin í körfuknattleik: KR vann Keflavík - mikil spenna í seinni hálfleik Allan síðari hálflcik lá mikil spenna í loftinu í leik KR og ÍBK í Hagaskóla í gærkvöld, KR-ingar voru yfir í hálfleik 36-27 en en alltaf virtist sem Keflvíkingar væru að ná yfirhöndinni. Ekki fór það svo, í hvert skipti sem Keflvíkingar nálguðust stigatölu KR-inga tókst KR-ingum að ná knettinum eða Keflvíkingar skutu mishéppnuðu skoti og bilið breikkaði aftur. Minnstur varð munurinn þrjú stig tvisvar í síðari hálfleik, fyrst 48-45 þegar um 11 mínútur voru eftir og aftur 62-59 rúmum þremur mínút- um fyrir leikslok. í fyrri hálfleik var hittni Keflvík- inga fremur slök og einnig áttu KR-ingar mun fleiri fráköst. Þá var vörn KR góð. I síðari hálfleik var vörn Keflvík- inga sterk, þeim tókst hvað eftir annað að ná knettinum af KR-ing- um eftir góða pressu. En það virtist ekki duga til, KR-ingar brutu þá niður jafn harðan, t.d. þegar stað- an var 48-45 voru Keflvíkingar í sókn, Ólafur Gottskálksson komst í færi undir körfunni en fékk dæmdan á sig ruðning og KR-ing- ar brunuðu í sókn. Ástþór Ingason svaraði strax með þriggja stiga körfu og eftir að næsta sókn Kefl- víkinga rann cinnig út í sandinn skoruðu KR-ingar aftur. Keflvík- ingum tókst að minnka muninn um tvö stig en Ólafur Guðmundsson sá fyrir því, skoraði strax þriggja stiga körfu. I liði KR-inga voru Guðni Guðnason og Garðar Jóhannsson sterkir en aðrir leikmenn stóðu sig einnig vel, t.d. Ástþór og Þor- steinn. Hjá Keflvíkingum var Guðjón Skúlason atkvæðamikill og Gylfi Þorkelsson stóð sig einnig vel. Athygli vakti að Jón Kr. Gíslason skoraði ekki eitt einasta stig í fyrri hálfleik þrátt fyrir nokkrar tilraun- ir. Stig KR-inga skoruöu: Guðni Guðnason 21, Garðar Jóhannsson 14, Astþór Inga- son 9, Matthias Einarsson 8, Ólafur Guð- mundsson 6, Guðmundur Jóhannsson 4, Þorsteinn Gunnarsson og Skúli Thorar- ensen 2 hvor. Fyrir Keflvikinga skoraði Guðjón Skúla- son mest, 17 stig, Gylfi Þorkelsson skor- aöi 14, Sigurður Ingimundarson 8, Jón Kr. Gíslason 7, Ólafur Gottskálksson og Hre- inn Þorkelsson 6 hvor og Falur Harðarson og Matti Ó. Stefánsson 2 hvor. Dómarar voru Kristinn Albertsson og Jóhann Dagur Björnsson og dæmdu þeir þokkalega. Hreinn Þorkelsson stekkur upp og nær frákasti. Guðni Guðnason gerir sitt besta til að komast í tæri við knöttinn. Tímamynd Sverrir Getraunir: Sextíu með tólf rétta: Það er ýmist í ökla eða eyra hjá Getraunum, lengi vel tókst engum að fá tólf rétta en í 9. leikviku voru alls 60 raðir með 12 réttum. Vinningur fyrir hverja röð er kr. 17.190.- Með 11 rétta voru 1.083 raðir og er vinningur þar 408 krónur. Samtals seldust 614.007 raðir og hcildarvinningsupphæð var kr. 1.473.616,- Bylgjan stökk á toppinn í fjölmiðlagetrauninni, var með 10 rétta eða samtals 28 eftir 4 vikur. Morgunblaðið og DV eru með 26 rétta, Dagur og Ríkisútvarpið 25, Tíminn 19 og Þjóðviljinn 18. Spáin þessa vikuna lítur svona út. c LEIKVIKA10 E Leikir 25. október 1986 M.bl. > Q > *o o £L Dagur > o Bylgjan 1. Arsenal-Chelsea 1 1 1 1 X 1 1 2. Aston Villa-Newcastle X 1 1 1 1 1 X 3. Everton-Watford 1 1 1 1 1 1 1 4. Leicester-Southampton 1 X 1 1 2 X 1 5. Luton-Liverpool 2 2 2 X 2 2 2 6. Man. City-Man. United X X 2 2 X X 2 7. Oxford-Nott’m Forest 2 2 2 2 2 2 1 8. Q.P.R.-Tottenham 2 X X 2 2 1 2 9. Sheffield Wed.-Coventry 1 1 1 1 1 1 1 10. West Ham-Charlton 1 1 1 1 1 1 1 11. Wimbledon-Norwich 2 2 2 2 X 2 2 12. Sunderland-Birmingham 1 1 1 1 2 1 1 Evrópukeppnin í knattspyrnu: Stórleikur í Madrid Heil umferð verður leikin í Evrópukeppnum félagsliða í knatt- Michel Platini. Staðan í úrvalsdeildinni Eftir leikinn í gærkvöld er staðan þannig í úrvalsdeildinni að Vals- menn eru enn efstir með 4 stig, Njarðvíkingar koma næstir og þá Haukar en bæði þessi lið hafa einnig fjögur stig. Keflvíkingar eru í fjórða sæti með tvö stig sem fyrr en KR-ingar hafa einnig tvö stig í fimmta sæti. Framar- ar reka síðan lestina með ekkert stig. Eina breytingin eftir lcikinn í gærkvöld er sú að KR-ingar færast uppfyrir Framara. Handknattleikur: Heil umferð í kvöld í kvöld verður heil umferð í handboltanum, 1. deild karla. KA og KR keppa á Akureyri, Stjarnan og FH í Digranesi, Haukar og Breiðablik í Hafnarfirði og Víking- ur og Ármann í Laugardalshöll. Allir þcssir leikir hefjast kl. 20. Þá keppa Fram og Valur í Laugardais- höll og hefst sá leikur kl. 21.15. Víkingar hafa forystu í l.deild, hafa sigrað í báðum sínum leikjum og eru með 4 stig. Stjarnan, Fram og Breiðablik eru með 2 stig eftir einn leik og Valur, KA og Haukar með 2 stig eftir 2 leiki. KR, FH og Ármann hafa enn ekki hlotið stig, KR eftir einn leik en FH og Ármann eftir 2. Kvennalandsliðið til Spánar Islenska kvennalandsliðið í hand- knattleik leikur í C Heimsmeistara- keppninni á Spáni dagana 31. okt- óber til 9. nóvember. íslenska liðið er í riðli með Dönum, Portúgölum, Finnum og Austurríkismönnum. Hilmar Björnsson landsliðsþjálf- ari sagði í spjalli við Tímann að lítið væri vitað um portúgalska og finnska liðið en Danir og Finnar væru hins- vegar með sterk lið. Væri því rennt nokkuð blint í sjóinn en hann sagðist samt vonast til að liðinu tækist að sigra í tveimur leikjum. Tvö efstu liðin úr riðlinum keppa við þau tvö lið sem verða efst í hinurn riðlinum en síðan fara tvö þeirra áfram í B keppnina. Þau lið sem eftir verða leika um sæti í C keppninni. Áður en C keppnin hefst verða leiknir tveir landsleikir gegn Spán- verjum, 28. og 29. okt. Landsliðshópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Kolbrún Jóhannsdóttir Gyöa Úlfarsdóttir FH Fjóla Þórisdóttir Aðrir leikmenn: Guðrídur Gudjónsdóttir Arna Steinsen Ingunn Bernódusdóttir Erna Lúdvíksdóttir Katrín Fridriksen Guðrún Kristjánsdóttir Eiríka Ásmundsdóttir Svava Baldvinsdóttir Erla Rafnsdóttir Guðný Gunnsteinsdóttir . . . . Björg Gilsdóttir spyrnu í kvöld, 2. umferð fyrri leikur. Stórleikur umferðarinnar er milli Real Madrid og Ju.ventus og skyggir sú viðureign á alla aðra leiki. Undir venjulegum kringumstæð- um hefði leikur Anderlecht og Stcua Búkarest þótt mcrkisatburður, svo og leikur Celtic og Dynamo Kiev. Real Madrid hefur 6 sinnuni orðið Evrópumeistari og 21 sinni spænskur ineistari en Juventus hefur krækt í 2 Evrópumeistaratitla og 22 ítalska. Búist er við að leikurinn í kvöld verði verulega skemmtilegur á að horfa, enda varla von á öðru þar sem stjörnur heimsmeistarakeppninnar eru annars vegar, Daninn Michael Laudrup, Frakkinn Michel Platini. Argentínumaðurinn Jorge Valdano og Spánverjinn Emilio Butragueno verða allir samankomnir á vellinum tilbúnir að leika listir sínar. Það eina sem áhangendur liðanna eru ekki ánægðir með er að leikurinn skuli aðeins verá í annarri umferð, þeim hefði fundist nær lagi að þetta yrði úrslitaleikur keppninnar. Bæði lið eiga í nokkrum vandræð- um vegna meiðsla leikmanna, í vörn Juventusliðsins eru Antonio Cabrini og Gaetano Scirea meiddir og nokk- ur vafi leikur á því hvort Manfredon- ia, Laudrup og Serena geti verið með. Allir þessir 5 leikmenn eru þó í 19 manna hópnum á Spáni og verður látið ráðast í dag hvort þeir leika með. í lið Real Madrid vantar Antonio Maceda og Manuel Sanchis og nokk- ur vafi leikur einnig á því hvort Santilliana verður með. Leo Beenhakker þjálfari Real Madrid telur lið sitt þurfa að sigra 2-0 til að komast áfram í 3. umferð en mikilvægast segir hann að láta Juventus ekki skora. Emilio Butragu- eno. Ráðherrafundur um íþróttir Á vegum Evrópuráðsins var efnt til fundar með ráðherrum aðildar- ríkjanna sem fara með íþróttamál 30. sept. til 2. okt í Dublln á írlandi. Meðal helstu málefna fundarins voru: íþróttir fyrir fatlaða; íþróttir og fjármál; íþróttir og umhverfisvernd; íþróttaslys; baráttan gegn misnotk- un lyfja við íþróttakeppni og aðgerð- ir gegn kynþáttamisrétti við íþrótta- samskipti. Þá var fjallað um réttarstöðu at- vinnumanna í íþróttum, nánarasam- starf stærstu íþróttasamtakanna um niðurröðun stórviðbujða á íþrótta- sviðinu og að lokum um ýmis íþróttapólitísk mál. Mesta athygli vöktu ályktanir um að alþjóðlegu íþróttasamtökin ættu að herða viðurlög við misnotkun lyfja og jafnvel dæma brotlega íþróttamenn ævilangt frá keppni. Þá var einnig samþykkt að beita harðari aðgerðum gegn kynþátta- misrétti og styðja íþróttasamtökin í því að meina Suður-Afríku þátttöku í alþjóðiegri íþróttakeppni. Við lok fundarins urðu umræður um undirbúning að næsta fundi ráð- herranna og var samþykkt að hann verði haldinn á fslandi haustið 1989. Fyrir hönd íslands mættu á fundin- um í Dublin Knútur Hallsson ráðu- neytisstjóri, Reynir G. Karlsson íþróttafulltrúi og Alfreð Þorsteins- son fulltrúi fsf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.