Tíminn - 12.12.1986, Blaðsíða 19

Tíminn - 12.12.1986, Blaðsíða 19
JÓLABLAÐ II Tíminn 19 Þá þarf ég að hugga þig fyrir að vorkenna mér og ég hugga þig svo mikið að þú flettir ofanaf mér og ég ofanaf þér og við ofanaf okkur í járnrúmi Odds ívarsen landlæknis og Öldu konu hans. Það er fagnað- arefni að allar leiðir liggja um stað upphafsins. ★ ★★ Ó meiri háttar miðaldafræðingur! Hvað veldur því? Hormónar kannski. Að þú leggur mig hiklaust að þínum fögru fótum einsog stúdína blómsveig að styttunni hans Jóns á þjóðhátíðardaginn. ★ ★★ Mér hefur jafnan blöskrað fram- kvæmdahlið ástarinnar. Elskendur að þrælast áfram í verklegum æfing- um. Minn vinur. Ekki er í þér brot af iðnaðarmanni. Þú ert hreinrækt- aður landnámsmaður. ★ ★★ Á stysta degi ársins. Komst þú til mín og ég til þín á staðnum þar sem allt byrjaði. Þar sem allt á að halda áfram. Ég set framtíðina á. ★ ★★ í fyrsta sinn ertu á förum frá mér undir stjörnumerkjum. Tuttugasta og fyrsta síðasta mánaðar ársins í ár. Undir nefndum merkjum og ljósum himins læddumst við saman upp trönurnar í kvöld og þú núna í nótt að stelast niður, í leiguvagn. Glæsi- legur baksvipur að góðu kunnur. Ég ávarpa þig: Glæsilegi svipur! Gerðu það: Staldraðu ★ ★★ Meðan þau grænu færa sig stans- laust milli stjarna og tungls, verða rauðleit í jöðrum, hlykkjast án afláts, þá ferð þú inní aftursæti liðugur, stórvaxinn, skellir hurð, segir heimilisfang, öldulaus, einsam- all, af stað burt úr Skjólunum björtu, inní myrkrið á Melunum. ★ ★★ Járnrúmið autt. Það sést ekki að þú varst hjá mér en ég veit það er satt. Lyktin hér inni er sæt einsog andardráttur þinn. Ég færi mig á háaloft, leggst á gólf. Ég sé norður- Ijós um þakglugga vísa þér leið í iðnum dansi. Horfðu á þau rafmögn- uð minn vinur, hugsaðu þér þau séu fylgd mín. í áfangastað. Eftir fund númer eitt. Að eilífu. ★ ★★ Skammdegisbærinn er brosandi land. Rauðuljós á svölum tendruð beinlínis okkur, mér+þér. Gluggaljós, geimljós. Útsprungin á skemmsta degi. Ég skal gefa þér eina, segir hann og brosir ógleymanlegur. Hann tekur í höndina á mér og við dönsum undir söngnum. Við geng- um tvö. Einn tveir. Ég sem dansa varla. Hann heldur mér fast en laust um leið og höndin er á bakinu á mér einsog huggun guðs. Hann stýrir ekki en gefur til kynna, ég veit ekki hvernig, eigi að stíga næst. næst. næst. I dansinum dansar hann ekki við sig og ég við mig, heldur ég við hann og hann við mig. Það er eitthvað nýtt. Samt einsog athöfnin sé gömul, einsog sögubangsi sé leik- félagi æskunnar, í Sto og Indjána- hasar, Fallin spýtan og Hornabolta. Hann er tré úr sígrænu efni í Skjól- garðinum. Ég er birki. VorQans í vetur. VorDans Sígræna tréð mitt með arma um birkið á gólfi skáldum við sporin af rótum fram f topppnum syngur lóa svo ég hallast þér til eyrna þér til dírrindís ★ ★★ Kennarastofan er lúxusbæli á stór- hríðarmorgni í des. 15 dagar til jóla. Bangsímon Öldu á rauðri peysu í bláu reykskýi að totta pípuna. Það glittir í lífræn augu, eitt sinn ólífræn mér. Þau beinast að dúðaðri Öldu gangandi í salinn. Fyrst úr gæru- kápu, síðan stígvélum og lopasokk- um. Brúna hárið hellist áfram vanga- veginn að mér álútri. ★ ★★ Það rýkur úr maíspípunni einsog innsta bænum í lygna dalnum á hásumarmorgni þangað sem vega- móður er kominn að fá kaffi og hvíla lúin bein eftir sólarhingsgöngu í grjótinu, margsinnis tvisvar feginn. ★ ★★ Ég held þú scrt selur. Sílspikaður selapabbi. ★ ★★ Sofa urtubörn á útskerjum. ★ ★★ Hendurnar á honum eru hreifar sem hreyfast til að troða í pípu til að berja úr pípu til að tromma á borð til að halda um Öldu. ★ ★★ Árshátíð Framtíðarinnar 21. des. Höldum þá upp á FRAMTÍÐINA. Saman í eftirliti einsog í Selinu. En það er enginn til að líta eftir okkur. Ég sé það á þér að í augum þínum rís Öldufaldurinn hátt yfir smábárurnar sem hafa á vegi þínum orðið hingað til. ★ ★★ Aðfararnótt. í aftursæti. Fyrst í Sörlaskjól. Það eru græn norðurljós sem geta orðið rauð. Gjöra svo vel að aka Ægisíðuna. Útsýnisins vegna. Hann horfir á mig í hlutlausri þrá. Hann lokar augunum smástund og hann stekkur í huganum. Hann lítur aftur á mig. Hann verður. ★ ★★ FYRSTI KOSSINN er að vísu ástríðufullur en ekki látið bera á því. Fyrsta kossinum er tyllt sem snöggv- ast á blávarirnar, samt er ekki kastað til hans höndum. Fyrsti kossinn er að sínu leyti vísindalegur, í honum er könnuð undirstaða undir áfram- hald. Strax að loknum fyrsta kossi er sest upp og afleiðingin hugleidd. Ef fyrsti kossinn er ótvírætt merki um alhliða nálgun er aðeins ein leið fær. Áfram. Yfir strikið. ★★★ í fyrstu ferðinni á vetrarbrautinni Komum við strax að gatnamótum með norðurljósum Grænt þýðir yfir einsog á jörðinni ★ ★★ LATTU Ttmami EKKI rUUCA FRA ÞER ÁSKRIFTARSÍMI 686300 " " KAUPFELAG BERUFJARÐAR OG BÚLANDSTINDUR H/F óska viðskiptavinum og starfsfólki svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári 3IMt«

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.