Tíminn - 16.12.1986, Side 7

Tíminn - 16.12.1986, Side 7
Tíminn 7 Þriðjudagur 16. desember 1986. Kína: Tréspíritus í víni veldurdauða Pekíng - Reuter Rúmlega hundrað manneskjur hafa látið lífið síðustu tvö árin í Kína eftir að hafa drukkið vín eitrað af tréspíritus (methanól). Þetta kom fram í frétt Kínverska dagblaðsins sem bætti við að þúsundir manna hefðu veikst eftir að hafa neytt slíks víns. Dagblaðið sagði að í ágústmánuði einum hefðu 36 manns látist, níu orðið blindir og þúsundir veikst eftir að hafa drukkið eitrað vín. í einu tilvikanna var 500 sinnum meira magn af tréspíritus í víninu en leyfilegt er. Framleiðendur og seljendur víns þar eystra, sumir stunda þann ósið að hella aukamagni af tréspíritus í vínið til að minnka kostnað og bæta bragðið. Belgía: Hæggengir landsmenn Brussel-Reuter Þrír af hverjum fimm Belgíu- mönnum vilja ekki að hraðlestir keyri í gegnum land sitt. Þetta kom fram í niðurstöðum skoðanak- önnunar sem birtar voru í gær. Könnun þessi sýndi að meirihluti Belgíumanna er á því að stjórn sín hætti við áætlanir um að taka þátt í norður-evrópsku hraðlestakerfi. Járnbrautarkerfi þetta yrði fram- lenging á franska TGV hraðlesta- kerfinu. Það var dagblaðið Libre Belgique sem birti niðurstöðurnar og kom þar fram að 59% Belga vildu ekkert hraðlestakerfi í landi sínu. Hinsveg- ar sögðust 39% aðspurðra vilja belg- ískar hraðlestir en 5% höfðu enga skoðun á málinu. Stjórnvöld í Belgíu, Frakklandi, Hollandi og Vestur-Þýskalandi hafa að undanförnu unnið að áætlun um að framlengja franska hraðlestakerf- inu til áðurnefndra landa. England: Meirihluti með prest- vígslu kvenna Lundúnir-Reuter Samkvæmt niðurstöðum skoðana-i könnunar sem birtust í gær er mikill meirihluti presta og leik- manna innan ensku biskupa- kirkjunnar sannfærður um að prest- vígsla kvenna sé óhjákvæmileg, hverjar sem skoðanir manna eru á þessu deilumáli. Það var dagblaðið The Independ- ent sem gekkst fyrir könnun þessari er þátt tóku í henni um þúsund leikmenn innan kirkjunnar og nokk- ur hundruð klerkar, allt frá venjuleg- um sveitaprestum til biskupa. Aðeins 4% aðspurðra í hópunum tveimur voru á þeirri skoðun að konur myndu aldrei fá að vígjast til prests. Aðrir töldu slíkt vera óhjá- kvæmilegt. Margir voru hinsvegar andvígir því að prestvígsla yrði heimil báðum kynjum. Einn af hverjum þremur prestum hafði þessa persónulegu skoðun og einn af hverjum fimm leikmönnum. Englandskirkja er miðstöð bisk- upakirkjunnar sem telur um 70 millj- ónir manna út um allan heirn. Erki- biskupinn af Kantaraborg er andleg- ur leiðtogi þessa safnaðar. Morðið á Palme: Handtaka Kúrda beinir grun að samtökum þeirra Hans Holmer, yfirmaður Stokkhólmslögreglunnar og sá sem stjórnar rannsókninni á morðinu á Olof Palme, veifar hér Smith & Wesson skammbyssum en slík byssa var notuð til að skjóta Palme til bana. Voru kúrdísk samtök þar að verki? Stokkhólmur-Rcutcr Sænskir leynilögreglumenn sem leita nú morðingja Olofs Palme forsætisráðherra handtóku um helgina tvo Kúrda. Þeir voru teknir höndum eftir skotbardaga í miðbæ Stokkhólms og síðar úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Lögreglan í Svíþjóð neitaði að gefa nánari upplýsingar um menn- ina tvo en ríkisútvarpið sagði þá vera meðlimi Kúrdíska verka- mannaflokksins (PKK), öfgasinn- aðra samtaka sem berjast fyrir aðskilnaði við Tyrkland og sjálf- stæðu ríki Kúrda. Báðir mennirnir voru handtekn- ir eftir að deilur í næturklúbbi höfðu leitt til skotbardaga við lög- reglu. Palme var skotinn til bana þann 28. febrúar á þessu ári. Handtökurnar um helgina eru þær fyrstu síðan hægrisinnaður öfgamaður var handtekinn skömmu fyrir jarðarför Palmes þann 15. mars. Honum var sleppt er sannanir sem nota átti gegn honum reyndust ekki á rökum reistar. Það var sænska blaðið Expressen sem fyrr á árinu kom fyrst með fréttir þess efnis að lögreglan grun- aði öfgafulla Kúrda um að standa að baki morðinu á Palme. Aðrir fjölmiðlar hafa einnig komið með fréttir sama efnis og handtaka Kúrdanna tveggja og yfirheyrslur sem nú standa yfir virðast enn renna stoðum undir þessar fréttir. Sænska leyniþjónustan birti skýrslu árið 1984 þar sem haldið var fram að liðsmenn PKK hygðu á hefndir gegn Palmestjórninni eft- ir að einum leiðtoga þeirra var neitað um pólitískt hæli í Svíþjóð. Það sama ár var orðið „hryðju- verkamaður“ stimplað á vegabréf níu meðlima samtakanna. Þeim var hinsvegar ekki vísað úr landi vegna þess að þeir hefðu orðið að koma fyrir herdómstól í heima- landi sínu, Tyrklandi. Þessum aðgerðum sænskra yfir- valda var harðlega mótmælt af liðsmönnum PKK samtakanna sem talin eru hafa um þrjátíu virka einstaklinga innan sinna banda í Svíþjóð. Samtökin sökuðu sænsk stjórnvöld á þessum tíma að starfa með tyrkneskum yfirvöldum gegn sér. Œýóé oa d /an^u Jeid ENDURMINNINGAR PABLO CASALS Endurminningar Pablo Casals eru skrásettar af Albert E. Kahn og þýddar af Grímhildi Braga- dóttur. Bókin greinir frá ævi og starfi þessa fræga tónlistarsnill- ings og mannvinar. Casals var fæddur og uppalinn í San Salvador á Spáni á síð- asta fjórðungi 19. aldar. Hann bjó og starfaði í París í byrjun þessarar aldar, en hvarf aftur til Spánar, til Barcelona, í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þar starf- aði Casals að tónlistarmálum, þar til hann flúði land í lok spænska borgarastríðsins og settist þá að í Frakklandi á nýj- an leik. i lok sjötta áratugarins giftist Casals ungri stúlku frá Puerto Rico, að nafni Martita, og settust þau að þar. (bókinni greinir Casalsfrá tónlistar- starfi sínu, tónleikaferðum og sam- tíðarmönnum sínum í tónlistinni, sem hann ætíð hafði náin samskipti við. Frásögnin spannar tímabilið frá því skömmu fyrir síðustu alda- mót fram á 8. áratug þessarar aldar. Vert er að benda á að þessi bók er ekki aðeins fróðleg og hrífandi lesning fyrir tónlistarfólk. Casals gerir sér far um að greina frá mis- munandi umhverfi og aðstæðum sem hann bjó og starfaði við, eink- um meðan á borgarastríðinu á Spáni stóð, og baráttu sinni við spænsku fasistana. PABLO CASALS Sfókaútgáfan ftóösaga Þingholtsstræti 27, sími 91-13510

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.