Tíminn - 16.12.1986, Side 8

Tíminn - 16.12.1986, Side 8
8 Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjóri: NíelsÁrni Lund Aðstoöarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Framsókn í 70 ár í dag 16. desember eru 70 ár liðin frá stofnun Framsóknarflokksins. Að stofnun flokksins stóðu forystumenn og áhrifa- menn úr búnaðarsamtökunum, Ungmennafélagshreyf- ingunni og Samvinnuhreyfingunni og mótuðu stefnu hans. Þannig var Framsóknarflokkurinn í öndverðu vaxinn upp af þjóðlegri rót og stofnsettur sem umbótaflokkur til stuðnings lífsbaráttu fólksins. Því hlutverki hefur hann gegnt síðar. Framsóknarflokknum var strax ætlað að vera í fararbroddi framfaranna á pólitíska sviðinu, hliðstætt því, sem samtök almennings önnur ýmis konar, höfðu orðið á öðrum sviðum og ætluðu sér að verða og því var honum gefið nafnið Framsóknarflokkur. Þá var honum ætlað að vera vernd og skjól sjálfsbjarg- arfélagsskapar fólksins í baráttu þess fyrir framförum, efnalegu sjálfstæði, lífvænlegri afkomu og aukinni menntun. Einkunnarorð hans hafa jafnan verið: samtök og samvinna enda hefur það sýnt sig að með samvinnu fólksins er hægt að áorka mestu. Framsóknarflokkurinn er sprottinn af rammíslenskri rót og þau tengsl verða ekki rofin. Framsóknarflokkur- inn hefur reynt að sameina það besta sem við þekkjum hjá öðrum þjóðum, íslenskum staðháttum og mun leitast við að gera svo framvegis. Hann hafnar öfgakenningum hvort heldur þær koma frá hægri eða vinstri enda hefur það hvað eftir annað komið í ljós að slíkar erlendar kennisetningar eiga ekki við í íslensku þjóðfélagi. í riti sínu Framsóknarflokkurinn og stefna hans segir Eysteinn Jónsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins: “Framsóknarflokkurinn vill byggja upp á íslandi sannkallað frjálst lýðræðis- og menningarþjóðfélag efnalega sjálfstæðra manna, sem leysa sameiginleg verkefni eftir leiðum samtaka, sam- vinnu og félagshyggju. Þjóðfélag, þar sem manngildið er metið meira en auðgildið, og vinnan, þekkingin og framtakið sett ofar og látið vega meira en auðdýrkun og fésýsla.“ Þessi orð eiga enn við í dag. Framsóknarflokkurinn hefur ávallt kappkostað að aðlaga sig breyttum aðstæðum og þörfum þjóðfélagsins á hverjum tíma. Af þessu hefur leitt að hann hefur verið og er enn hvað áhrifamesta stjórnmálaaflið á íslandi. Hvað eftir annað hefur hann tekið að sér forystu, ekki síst þegar útlit landsmála hefur verið hvað verst. Þá hefur hann líka sannað getu sína til að leysa þau mál farsællega. Framsóknarflokkurinn hefur ætíð sýnt ábyrgð í verkum sínum og á þann hátt áunnið sér traust landsmanna. Tengsl Tímans og Framsóknarflokksins hafa ætíð verið náin enda var blaðinu frá upphafi ætlað að vera málgagn hans. Á þessum degi sendir Tíminn, Framsóknarflokknum sínar bestu heillaóskir og lætur í ljósi þá von að Framsóknarflokkurinn verði um ókomin ár jafn áhrifa- mikill í íslenskum stjórnmálum og hann hefur verið hingað til. Þriðjudagur .16. desember 1986 GARRI I Hans heilagleiki á íslandi Það er langt síðan Garri hefur haft slíka skemmtun af að lesa leiðara Alþýðublaðsins, eins og nú um helgina. Að vísu er málflutn- ingur á þeim bæ oft heldur brosleg- ur, sérstaklega þegar fjallað er um hinn heilaga flokksformann, Jón Baldvin, son Hannibals. Hans heilagleiki, Jón Baldvin, sonur Hannibals, var reyndar til- efni þessa sérstaka leiðara. Tíminn hafði víst saurgað helgidóminn í kringum son Hannibals í skrifum sínum þar sem m.a. var fjallað um spaugilegan grímudansleik, þar sem Jón Baldvin, sonurHannibals, birtist í gervi Hróa hattar, og síðar páfans í Róm. Þessi umfjöllun Tímans særði greinilega hjartnæmt stolt sann- trúaðs ritstjóra Alþýðublaðsins, sem að sjálfsögðu brást við með heilagri móðgun og reiði. Hann skrifar: „Velgengni Alþýðuflokksins í skoðanakönnunum hefur valdið reiði og ótta í flokkum pólitískra andstæðinga... Tíminn ríðurá vað- ið í gær og gefur tóninn í þeirri liaráttu, sem nú skal háð gegn AIþýðuflokknum. Þar tekur til starfa ritsóði, sem veitist að for- manni Alþýðuflokksins, Jóni Bald- vini Hannibalssyni, á dæmalaust smekklausan hátt. Slíkir leiðarar hafa ckki sést í íslenskum dagblöð- um um langt árabil og minna á tímabil i sögu íslenskra stjórnmála, þegar persónuníð og mannorð- smorð tíðkuðust... “ Hrói Höttur og páfinn á Vesturgötunni Það var ekki svo lítið! Þar sem Garri gat ómögulega skipað Jóni Baldvini, syni Hanni- bals, á svo háan stall sem þeim mönnum sem leiðarar vissra blaða veittust að með persónuníði og tilraun til mannorðsmorðs í huga, t.d. þeim Ólafl Jóhannessyni og Jónasi Jónssyni frá Hriflu þá fannst honum rétt að líta aftu^ á þennan leiðara Tímans. Það rann upp Ijós fyrir Garra við þá lesningu. Að sjálfsögðu var það hcilagleikinn sem ekki mátti minn- ast á, en um hann segir: „Það vakti eðlilega nokkra at- hygli á umræddum dansleik, þegar Hrói höttur hvarf úr salnum, en að vörmu spori birtist Jón aftur og var þá kominn í klæði páfans í Róm. Til að gera afturkomu sína enn áhrifameiri, mun hann að hætti páfans hafa hneigt sig listamanns- lega, knékropið og kysst gólflð, líkt og páflnn kyssir jörðina, þegar hann kemur í heimsókn til nýrra landa...“ Sonur Hannibals er enginn meðaNón Þegar Garri las þetta fyrst, þá hélt hann að Jón Baldvin, sonur Hannibals, tæki eigin heilagleik ekki svo ýkja alvarlega. Hélt jafn- vel að sonur Hannibals teldi sig ekki yflr okkur meðaljónanna haflnn. En eftir hálf spaugileg viðbrögð Alþýðublaðsins sér Garri að hann veður i villu. Sonur Hanni- bals trúir því greinilega að hann sé heilagur! Við þessa uppgötvun minntist Garri einnig orða Jóns Baldvins, sonar Hannibals, í viðtali við þekkt tímarit. Þar segir hans heilagleiki eitthvað á þá leið að eftir tíu ár eða svo, þá muni sonur Hannibals stíga úr hásæti sínu og fela það postula sínum, Jóni úr Þjóðhagsstofnun, scm síðan muni leiða Alþýðuflokk- inn á vit framtíðar, þar sem hann muni dafna um alla eilífð. Við þetta sló nokkrum óhug á Garra. Því þrátt fyrir nokkrar vær- ingar, þá taldi Garri Alþýðuflokk- inn vera flokk sem þrátt fyrir allt byggði á samvinnu og jafnaðar- stefnu. En greinilegt er á orðum Jóns Baldvins, sonar Hannibals, að hvorki jöfnuður né lýðræði eigi að ríkja í Alþýðuflokknum í fram- tíðinni. Næstu tíu árin ætlar hans heilagleiki að tróna i sem formaður flokksins og fela næsta Jóni foryst- una eftir sinn dag. Þar á hinn almenni Alþýðuflokksmaður engin áhrif að hafa. Þetta fer að minna á visst „alþýðulýðveldi“ á norðan- verðum Kóreuskaga. Gjafir vitleysingjanna Þetta minnti Garra einnig á kímnisögu, sem óánægður Vest- fjarðakrati sagði honum, en hann er víst ekki eini kratinn á Vest- fjörðum sem er ekki par hrifinn af hans heilagleik. Sagan er eitthvað á þessa leið: Það bar eitt sinn við að í Alþýðu- húsinu á ísaflrði fæddist sveinbarn. Yflr húsinu skcin fögur rauð stjarna. Stjömuna sáu þrír vitleys- ingjar af Austfjörðum. Þeir sáu að undir stjörnunni var borinn maður er kæmist til mikilla metorða í hreyfingu þeirri sem húsið var kennt við. Þeir héldu því á af stað þvert yfir landið til að votta svein- barninu virðingu sína. Þeir komu í Alþýðuhúsið rétt eftir að svcinbarnið var í heiminn borið og gáfu því gjafir. Gjafirnar voru bull, ergelsi og firra. Vestijarðakratinn sagði í óspurðum fréttum að gjafír þessar hefðu fylgt sveinbarni þessu æ síðan. Garri VÍTT OG BREITT Viðvaranir síst of miklar „Fréttamannaveður“ var þegar í gær farið að kalla veðurofsann sem gekk yfir landið í fyrrakvöld og nóttina sem á eftir fylgdi. Ástæðan er sú að veðrið varð ekki alls staðar jafn hart og spáð hafði verið , sérstaklega slapp höfuðborgar- svæðið vel miðað við það sem á horfðist. Pá varð tjón ekki eins mikið og varað hafði verið við. Skynsamlega brugðist við Fjargviðrast er yfir því að ffétta- menn hljóðvarps og sjónvarps hafi gert meira úr ofsanum en efni stóðu til og að óþarfi hafi verið að vara fólk eins mikið við og gert var. Þetta er fásinna. Veðurfræðing- ar og fréttamenn brugðust vel og skynsamlega við lægðinni djúpu sem ofsanum olli og vafalítið má þakka þeim að hvorki varð stórtjón eða mannskaðar. Varnaðarorð margra mætra manna sem leiddir voru fram til að leggja áherslu á hvernig fólk ætti að bregðast við og forðast tjón voru sjálfsögð og eðli- leg eins og á stóð. Þótt mörg byggöarlög hafi slopp- ið vel og má þar fremst telja höfuðborgarsvæðið, varð veðu- rofsinn víða síst minni en spáð hafði verið. Má minna á að í næsta nágrenni Reykjavíkur, á Kjalarnesi, varð vindhraðinn yfir 200 km. í verstu hviðunum. Beljandi stormur og hríð var á leiðinni austur fyrir fjall. Á Suðurnesjum, Snæfellsnesi og á Vestfjörðum varð veðurhæðin síst minni en spáð hafði verið. Það er fávíslegt að heyra talað um og jafnvel sjá á prenti að fréttamenn hafi gert meira úr en efni stóðu til. Litlir skaðar Vel má vera að það sé einmitt viðbrögðum þeirra, að veður- fræðingunum ógleymdum, að þakka að ekki fór verr. Þeir fengu fólk til að sitja heima og umfram allt að leggja ekki í ferðalög undir kvöldið og nóttina. Eða hver vill hugsa þá hugsun til enda ef fjöldi bíla hefði t.d. verið á ferð á Kjalarnesi á glerhálum vegi þegar rokhviðurnar náðu á þriðja hundr- að km hraða. Eða tugir eða hundr- uð bíla hefðu lagt á Hellisheiði undir nóttina. En einatt er mikil umferð á þessum vegum á þeim tíma viku og sólarhrings sem veðr- ið gekk yfir. Einmitt vegna margítrekaðra viðvarana var gengið tryggilega frá skipum í höfnum og yfirleitt því sem hætta var á að gæti orðið fyrir tjóni eða valdið tjóni í veðurofsa. Veðurfræðingar og fréttamenn eiga eingöngu þakkir skildar fyrir hvemig staðið var að málum og auðvitað var það hárrétt hjá lög- reglu og Almannavörnum að vera við öllu búin. Það mætti gefa út tilkynningar um veðurlag og vara við þegar það er slæmt oftar en gert er. Það gerir þá ekkert til þótt minna verði úr veðri en spáð er. Veðurfræðingar þurfa alls ekki að óttast það að þeir verði kallaðir litlir spámenn þótt veður verði heldur skárra en þeir spá fyrir um. Vítin til vamaðar Mönnum hefur lengi gengið erf- iðlega að búa í þessu landi og bregðast rétt við óvæntum aðstæð- um. Löngum þótti karlmannlegt að æða á fjöll húfu- og vettlingalaus og helst matarlaus. Það þótti kveifarskapur að búa sig vel að heiman og eru margar hörmungarsögur af því hvernig menn hröktust og urðu úti af drembilæti og fíflaskap. Það var ekki alltaf af fátækt og bjargarleysi að menn bj uggu sig ekki að heiman af forsjá. Enn skundar fólk á fjöll án þess að hlusta á veðurspár og lagt er á fjallvegi á litlum og illa búnum bílum þegar allra veðra er von. Á rjúpnaskyttur skal ekki minnst. Það er því heimskulegt raup þegar verið er að tala um að ofsaveður sé ekkert til að minnast á svo ekki sé talað um að ekki þurfi að vara við því. Dæmin sýna ein- mitt að þess er full þörf og að það er alveg óhætt að minna menn á hnattstöðu íslands og þau veður sem Norður- Atlantshafið er frægt fyrir. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.