Tíminn - 03.01.1987, Page 3

Tíminn - 03.01.1987, Page 3
Laugardagur 3. janúar 1987 Tíminn 3 Vigdís Finnbogadóttir óskar Nirði P. Njarðvík til hamingju með styrk Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins. Rithöfundasjóöur Ríkisútvarpsins: Njirður P. Njarðvík fékk 200 þús. krónur -í styrk viö hátíðlega athöfn í Þjóöminjasafninu Njörður P. Njarðvík fékk árlegan styrk úr Rithöfundasjóði Ríkisút- varpsins, að upphæð 200.000 krónur. Styrkurinn var afhentur við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafninu á gamlársdag. Jónas Kristjánsson prófessor og formaður rithöfunda- sjóðsins afhenti Nirði styrkinn. Þetta mun vera fyrsta sinn sem Njörður P. Njarðvík hlýtur styrk til ritstarfa, en hann hefur samið tólf bækur á 23 ára ritferli sínum. Njörð- ur hlaut hins vegar verðlaun Reykja- víkurborgar fyrir þýðingu á barna- bókinni Jóakim eftirTormaul Haug- en sl. vor, en Njörður hefur þýtt tíu bækur á íslensku. Njörður er 61. rithöfundurinn sem fengið hefur styrk úr Rithöfunda- sjóði Ríkisútvarpsins frá því hann var stofnaður árið 1956. - HM SVR hækkar Strætisvagnar Reykjavíkur hafa ákveðið hækkun á gjaldskrá sinni. Tekur hin nýja gjaldskrá gildi á morgun. Einstök fargjöld fyrir full- orðna hækka úr 25 krónum í 28. Fargjald fyrir börn hækkar í átta krónur. Farmiðaspjöld með 28 mið- um fyrir börn hækka í 150. Spjöld fyrir fullorðna, með 26 miðum hækka í 530 krónur. Farmiðaspjöld fyrir aldraða og öryrkja, með 26 miðum hækka í 265 krónur. Leiðrétting í áramótagrein Steingríms Her- ntannssonar, forsætisráðherra sem birtist í Tímanum 31. des. 1986, varð sú prentvilla í kaflanum um stjórnarmyndun, að í stað alþýðu- bandalagsmanna var ritað alþýðu- flokksmanna. Málsgreinin átti að vera svo: „Lengi verður eftirminnilegt, hve óraunsæir alþýðubandalagsmenn reyndust í þessum viðræðum. Þeir lögðu til að fresta vandanum í einn mánuð! Þeim átti þó að sjálfsögðu að vera vel ljóst hvert stefndi. Tillög- ur þeirra voru kák eitt. Reyndar hcfði þetta ekki átt að koma á óvart eftir allt þjarkið um nauðsynlegar aðgerðir í fyrri stjórn á árinu 1982.“ Hlutaðeigendur eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Ritstj. Verðlagsráð sjávarútvegsins: FISKVERÐID HÆKKADI UM 8% AÐ MEÐALTALI - ákvörðunin á að greiða fyrir sjómannasamningum Almennt fiskverð var ákveðið á gamlársdag með samkomulagi í yfirnefnd. Fiskverð hækkaði að meðaltali um 8%, en hækkunin var þó misjöfn eftir tegundum. Samkomulagið í yfirnefndinni náðist eftir að niðurstaða frá degin- um áður, er fengist hafði með fulltingi oddamanns og kaupenda, hafði verið endurskoðuð að ósk seljenda. Útgerðarmenn og sjó- ntenn óskuðu eftir þessari endur- skoðun til þcss að freista þess að ná santkomulagi sem myndi grciða fyrir lausn kjaradeilu þeirra. Petta tókst og var verð á karfa, ufsa, og grálúðu hækkað umfrarn það sem áður hafði verið gcrt ráð fyrir og samstaða varð um að verð á þorski hækkaði urn 7% í stað 5% sem áður hafði verið talað um. Fisk- verðshækkunin sem ákveðin var er sem hér segir: Þorskur hækkaði að meðaltali um 7%, ýsa um 6%, og karfi um 5%. Hækkunin var hins vegar mest á grálúðu eða um 27% og ufsa stærri en 75 cm um 20%. Fiskverð þetta gildir frá áramót- unt til 31. maí. - BG , r STDÐVUN KAUPSKIPA- FLÖTANS Vegna yfirvofandi verkfalls undirmanna á kaupskipum vekur EIMSKIP athygli viöskiptavina sinna á eftirfarandi: # Boðað verkfall Sjómannafélags Reykjavíkur hjá undirmönnum á kaupskipum hefst á miðnætti aðfarar- nótt þriðjudagsins 6. janúar 1987 hafi samningar þá ekki tekist. # Á undanförnum mánuðum hafa ítrekaðar tilraunir verið gerðar til þess að ná samningum við forystumenn Sjómannafélags Reykjavíkur og afstýra vinnustöðvun.Þær tilraunir hafa ekki borið árangur. Komi til verkfalls munu íslensk kaupskip stöðvast eitt af öðru í janúar. # EIMSKIP bendir viðskiptavinum sínum á að vera viðbúnir verkfalli, og gera ráðstafanir til að vörur komi meö þeim skipum félagsins sem lesta í erlendum höfnum á næstunni. # Af hálfu EIMSKIPS verður áfram lagt kapp á að sanngjarnir samningar náist sem allra fyrst við viðsemj- endur fyrirtækisins. Vonast er til þess að óþægindi af væntanlegri vinnustöðvun verði sem minnst og að flutningsþjónusta EIMSKIPS komist sem fyrst í eðlilegt horf. EIMSKIP *

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.