Tíminn - 08.01.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.01.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. janúar 1987 Tíminn 3 Breytingu Stakfells frestaö gegn milljónaframlagi: „Nokkurskonar meðlag með atvinnulífinu“ - segir sveitarstjóri Þórshafnar „Það er misjafnt hvernig menn túlka þessa greiðslu til útgerðarfé- lagsins - en þetta er svona nokkurs- konar meðlag með atvinnulífinu hér á Þórshöfn," sagði Daníel Árnason, sveitarstjóri. Þar hefur nú náðst samkomulag um að fersta í 3 mánuði fyrirhugaðri breytingu á togaranum Stakfelli í fljótandi frystihús gegn samtals 5,6 milljóna króna greiðslu til viðbótar við skráð fiskverð, miðað við 800 tonna afla þessa 3 mánuði. Meirihluta þess fjár greiðir Hrað- frystistöð Þórshafnar og síðan Kaup- félag Langnesinga (sem á rúman helming í Útgerðarfélaginu) og Þórshafnarhreppur tæpa milljón hvor aðili. Að sögn Daníels er gert ráð fyrir að 25% aflans fari til Jökuls á Raufarhöfn og hafði hann það eftir stjórnarformanni Útgerðarfélagsins að verðmætaaukningu fyrir þann afla verði náð með samsvarndi yfir- borgun frá Jökli eða á annan hátt, t.d. með gámaútflutningi. Spurður um afstöðu almennings á Þórshöfn varðaúdi málið sagði Dan- íel niðurstöðu borgarafundar sem þar var haldinn í stuttu máli hafa verið þá að þeir aðilar sem um þetta mál fjalla sýndu þann manndóm af sér að ná samkomulagi. Það hafi nú verið gert á framangreindan hátt, a.m.k. fyrir næstu 3 mánuði. En sá tími væri fyrst og fremst hugsaður til þess að mönnum gæfist tóm til að ræða saman um framtíðarskipulag atvinnumála í byggðarlaginu. Fund- ur milli aðila um hvert áframhaldið verði sagði Daníel fyrirhugaðan Ojótlega, sennilega þegar í þessari viku. Uppsagnir um 70 starfsmanna Hraðfrystistöðvarinnar í desember s.l. koma til framkvæmda á morgun, 8. janúar, og stenst á endum að þá verður lokið við vinnslu afla sem Stakfell landaði rétt fyrir árumótin. En togarinn hefur nú stöðvast vegna verkfallsins eins og aðrir togarar. -HEI Hátt í tvö hundruð unglingar hópuðu sig saman í Hafnarfirði og beið lögreglan átekta. Nokkur ölvun var meðal unglinganna. Tímamynd Sverrfr taka til hendinni og þurftu þeir m.a. að slökkva eld í jólatrjám bæjarins eftir að eldglaðir unglingar höfðu gert sér það til skemmtunar að kveikja í þcim. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem til óláta kentur í Hafnarfirði. Þctta virðist vera ævaforn venja unglinga. Ingólfur sagðist telja að hægt væri að koma í veg fyrir þctta nteð því að dreifa þeint mannskap sem safnaðist saman. Rannsóknarlögreglan í Hafnar- firði neitaði staðfastlega að ræða málið við Tímann og sagði að ekki væri rétt að vera að blása málið út í blöðum. - ES Sprengjugapp í Landsbankanum: Lögreglan náði að rekja línuna - á hinum endanum voru tveir unglingspiltar Haft var samband við Landsbankann í Austurstræti urn klukkan hálf þrjú í gærdttg og tilkynnt um sprengju sem átti að springa í afgreiðslusaln- um. „Hún springur klukkan þrjú og cf þið farið ekki út munið þið öll deyja," sagði röddin í símanum. Stúlkan sem var á skiptiborðinu brást mjög vel við og frysti línuna. Því næst hringdi hún á lögrcgiuna og tiikynnti um sprengjuhótunina. Þcgar var hafist handa við að rýma afgreiðslusalinn og gckk það greiðlcga. Lögrcglunni tókst að rckja símtalið eins og í svo mörguin öðrum sprengigöbbum upp á síökastið. Á hinum endanum rcyndust vera tveir unglingspiltar sem voru að gera „sprell". - ES Stjórn Verðbrcfasjóðs Ávöxtunar hf. talið frá vinstri: Ármann Reynisson forstjóri, dr. Páll Sigurðsson dósent og Pétur Björnsson forstjóri. Verðbréfasjóður Ávöxtunar hf. Þrettándaólæti í Hafnarfirði: FLÓÐIÚT ÚR FANGA- GEVMSLU Kærur berast til rannsóknarlögreglu í Hafnarfiröi Fangageymslur í Hafnarfirði voru fullar og vel það eftir miðnætti á þrettándakvöld. Til talsverðra óláta kom á Strandgötunni og voru rúður brotnar og kveikt í jólatrjám. Af gamalli reynslu hafði lögreglan í Hafnarfirði vaðið fyrir neðan sig og kallaði til liðsauka úr Reykjavík. Ingólfur Ingvarsson yfirlögreglu- þjónn í Hafnarfirði stjórnaði að- gerðum sinna manna á þrettánda- nóttina. Hann sagði að talsverð læti hefðu verið og skaut á að hátt í tvö hundruð unglingar hefðu verið sam- an komnir í miðbænum um nóttina. „Þetta er ekki sæmandi nokkurri manneskju að svona skuli koma fyrir,“ sagði Ingólfur. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að sára fáir einstaklingar væru valdir að þeim skemmdum sem unnar voru í gær, en jafnframt að þeir gætu skýlt sér í þeim fjölda sem safnaðist saman til þess að fylgjast með ólátunum sem menn áttu von á. Ingólfur var spurður hvort ein- göngu hefði verið unt unglinga að ræða. „Ef maður á bara við aldur þá eru flestir kontnir af æskuskeiði en vitsmunalega séð þá ættu þeir að ganga í stuttbuxum." Mikið af þeim rúðum sern brotnar voru brotnuðu vegna sprenginga. Þar var ekki um að ræða kínverja heldur heimatilbúnar sprengjur. Sést það glögglega á þeim myndum sem teknar voru í Hafnarfirði í gær. Slökkviliðsmenn fengu einnig að Hér sést hvað ein slík heimasmíðuð sprengja getur gert. Þetta er inn- gangurinn að Félagsmálastofnun og Námsflokkum Hafnarfjarðar. Inn- fellda niyndin sýnir hvar sprengjunni var kornið fyrir. Timamynd Svcrrir Skreiöarsamlagið undirbýr nýja sendingu til Nígeríu: ALLT AÐ 30 ÞÚSUND PAKKA - engar greiðslur komnar fyrir víxla Sam Naidoo Skreiðarsamlagið er nú að undir- búa að senda skreið til Nígeríu með flutningaskipinu Hvalvík, og gæti magnið orðið samtals um 30.000 pakkar. Hér mun vera um að ræða umboðssölu, þar sem greiðslurnar eru ekki bankatryggð- ar. Skreiðareigendur taka þannig sjálfir áhættuna af því að senda skreiðina. Að sögn Hannesar Hall fram- kvæmdastjóra Skreiðarsamlagsins er undirbúningur þessarar um- boðssölu tiltölulega skammt á veg kominn, en talsverður hljóm- grunnur verið hjá skreiðarfram- leiðendum. Sagði Hannes að verið væri að bíða eftir því að í ljós kæmi hvernig mál þróuðust varðandi möguleika á öðfum sölum og ef þær gengju upp gæti allt eins farið svo að ekkert yrði af þessari send- ingu mcð Hvalvíkinni. Hannes var spurður að því hvort hér væri á ferðinni önnur sending eins og „skrciðarskipið" Horsant. „Það verður náttúrlega staðið allt öðru vísi að þessu heldur en með Horsam, því þar voru ekki einu sinni fengin útflutningsleyfi fyrir öllum farminum. Við munum ekki senda þetta svoleiðis. Jafnframt segja framleiðendur að þeir hafi ekki vitað um það hvernig þetta var með Horsam og við munum heldur ekki standa að þessu með þeim hætti,“ sagði Hannes. Skreiðarsamlagið sendi í vor og sumar í félagi við íslcnsku umboðs- söluna 16 þúsund pakka af skreið til Nígeríu að verðmæti um 200 milljónir króna. Skreiðin var seld mcð ntilligöngu bresks milliliðs sem heitir Sam Naidoo og greiddi hann fyrir með óbankatryggðum víxlum. Tveir víxlanna, að upphæð 20 milljónir féllu í desembermán- uði og þá voru fleiri í þann veginn að komast á gjalddaga. „Það niá segja að það mál sé óbreytt ennþá og verið að skoða hvernig eigi að taka á því. Það hefur hins vegar ekki mikið fallið á hann í viðbót.“ sagði Hannes Hall þegar liann var spurður um þetta mál. - BG Nýlega vár stofnaður Verðbréfa- sjóður Ávöxtunar hf., en markmið hans er ávöxtun fjármuna sparifjár- eigenda á sem arðvænlegastan og skynsamlegastan hátt. Sparibréfs- eigcndur ntunu njóta allrar arðsemi verðbréfasjóðsins. Þá hefur verið hafin opinber sala Ávöxtunarbréfa Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf. í þremur verðflokk- um: kr. 1000, kr. 10.000 og kr. 50.000. Bréf þessi bera hæstu ávöxtun hverju sinn, auk þess sem engin bindikostnaður er dreginn frá and- virði við innlausn bréfanna, né er á þeim bindiskylda. Á síðasta ári náðu fjármunir á fjárvörslu Ávöxtunar sf. yfir 31% ávöxtun, sem gerir rúmlega 14% umfram verðbólgu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.