Tíminn - 08.01.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.01.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn í Valaskjálf Egilsstööum fimmtudaginn 8. jan. kl. 21.00. Á fundinn koma Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra og Jón Kristjánsson alþingismaöur og hafa framsögu um stjórnmálaviðhorf. Einnig mæta á fundinn Jónas Hallgrímsson og Guðrún Tryggvadóttir og svara fyrirspurnum fundarmanna ásamt framsögumönnum. Þaö skal undirstrika að fundurinn er öllum opinn. Framsóknarfélag Fljótsdalshéraðs Almennur fundur veröur haldinn í Framsóknarhúsinu fimmtudaginn 8. janúar kl. 20.30. Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson mæta á fundinn. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Sauöárkróks. Vestfirðingar Aukakjördæmisþing framsóknarmanna á Vestfjöröum verður haldiö á Hótel ísafirði föstudaginn 16. janúar n.k. kl. 17.00. Dagskrá: 1. Uppstilling áframboöslista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. 2. Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra og Ólafur Þ. Þórðar- son alþingismaður ræða stjórnmálaviðhorfin. 3. Önnur mál. Formenn félaganna eru hvattir til að kjósa fulltrúa á þingið sem fyrst. Stjórn kjördæmasambandsins. Borgnesingar! Fundur verður haldinn í Snorrabúð sunnudaginn 11. nóv nk. kl. 16.00. Fundarefni: Málefni Borgarneshrepps, önnurmál. Framsóknarfélag Borgarness Byggingarhappdrætti Sjálfsbjargar 1986 Vinningaskrá Bifreið Audi 100 CC kr. 1.050.000 75162 Bifreið hver á kr. 500.000 3296 25145 61785 94893 Sólarlandaferð hver á 35.000 9600 22528 64147 89997 104338 15161 33250 76994 91380 115441 17584 51554 88430 103820 118166 Vöruúttekt hver á kr. 30.000 2143 18558 44202 69929 102132 2961 20773 44997 70981 104794 5644 22493 48852 79127 105915 5851 24551 50288 80217 108170 7059 27596 53156 81979 108408 7648 28335 54953 89520 108574 7895 36550 59047 98007 109369 9086 38506 61416 99306 113085 11039 38907 64646 100811 117604 11344 42658 68607 101219 119787 Vélsleði óskast til niðurrifs eða má þarfnast viðgerða. Sími 91-32101. Þroskahjálp Tímaritið Þroskahjálp 4. tbl. ’86 er komið út. Útgefandi er Landssamtökin Þroskahjálp. í ritinu eru ýmsar greinar, upplýsingar og fróðleikur um málefni fatlaðra. Þetta blað er að nokkru helgað 10 ára afmæli- sþingi Landssamtakanna, en það var haldið í haust. í leiðara þessa heftis hugleiðir Svanfríður Larsen stöðu og störf aðildarfélaga Þroskahjálpar og tvö af erindum afmælisþingsins eru birt: Guð- laug Sveinbjarnardóttir rifjar upp atriði úr 10 ára sögu og skoðar hvað áunnist hefur út frá sjónarhóli foreldris og Hall- dóra Kristjánsdóttir greinir frá nokkrum framtíðardraumum þroskaheftra. Einnig er sagt frá starfi samtakanna og helstu málum þessa þings. Þá er sagt frá fósturrannsóknum, og er það í samantekt Ingu Sigurðardóttur, og spjall er við Eyjólf Finnsson um störf Svæðisstjórnar Vesturlands. Evald Sæm- undsen fjallar um kennslu- oguppeldisað- ferð hreyfihamlaðra barna, sem kennd er við Ungverjann Andreas Petö og sagt er frá námskeiði um þetta efni. Þá var Ester Cotton hér á landi á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Þá er ferða- saga eftir Lilju Pétursdóttur um Þýska- land s.l. sumar. Tímaritið Þroskahjálp kemur út fjórum sinnum á ári. Það er sent áskrifendum og er til sölu á blaðsölustöðum og á skrifstofu Þroskahjálpar, Nóatúni 17. Áskriftarsím- inn er 91-29901. Sve'rtarstjómarmál Síðasta blað 46. árgangs Sveitarstjórn- armála 1986 kom út fyrir áramótin. Forustugreinin er skrifuð af Birni Frið- finnssyni og nefnist Jöfnunarsjóður sveit- arfélaga. Áætlanagerð ríkis og sveitarfélaga nefnist grein eftir Ingimund Sigurpálsson, bæjarstjóra á Akranesi. Sigurður þórðar- son, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyt- inu skrifar grein í blaðið: Rekstur sjúkra- stofnana og samanburður við aðrar þjóðir. Um byggðamál skrifar Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar: Byggðastofnun, hlutverk hennar og starf- semi. Þá er skrifað um æskulýðsmál. Fyrst koma niöurstöður nefndar, sem fjallað hefur um æskulýðsstarfsemi. Þá er sagt frá ráðstefnu menntamálaráðuneytisins og sambandsins 7. og 8. nóv. s.l. um æskulýðsmál: Ungt fólk í nútíðogframtíð heitir greinin og fylgja margar myndir. Jón Sigurðsson, forstj. Þjóðhagsstofnun- ar skrifar: Unga fólkið og framtíðin og fylgja línurit um mannfjölda og fjölda ungmenna fram til 2020. Þóra Óskarsdóttir aðstoðarbókafulltrúi skrifar:Bókavarðanám í Bréfaskólanum. Einar Tjörvi Elíasson, verkfr. hjá Orku- stofnun skrifar grein: Jarðhitaráðgjöf og eftirlit með vatnstöku úr jarðhitasvæðum. Grein er um tölvumál: Samhæfður hug- búnaður fyrir rúmfræðilega útreikninga og teiknun. Þá er Kynning sveitarfélaga, og er það Breiðdalshreppur sem kynntur er. Það er Björn Björgvinsson, fyrrv. sveitarstjóri sem skrifar um sveitarfélag- ið. Á forsíðu þessa blaðs er mynd frá Breiðdalsvík sem Mats Wibe Lund tók. Þá eru greinar um fjármál, og sagt er frá Fjármálaráðstefnu sambandsins sem haldin var 19. nóv. s.l. og eru myndir frá ráðstefnunni. Kynnt er ný gerð umferð- armerkja. Efnisyfirlit fyrir 1986 fylgir þessu blaði. 1927-60 ára-1987 Frá Ferðafélagi íslands: ■ Sunnudag 11. janúar kl. 13.00 er» gönguferð umhverfis Elliðavatn, létt og skemmtilcg ganga við allra hæli. Einnig er kl. 13.00 sama dag - skíða- gönguferð frá Lækjarbotnuin. Brottför . frá Umferðarmiðstöðinni. austanmegin. Farmiðar við bíl (350 kr.) Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ath.: Munið eftir fyrsta myndakvöldi ársins miðvikudaginn 14. janúar. Ferðafélag íslands Útivistarferðir: Nýjársferð að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd Sunnudagsferö: Sunnudag 11. janúar. kl. 10.30 verður ekið í Hvalfjörðinn og farið í stutta göngufcrð og síðan hlýtt á helgistund hjá séra Jóni Einarssyni sókn- arpresti og fræðst um séra Hallgrím Pétursson. Brottför frá BSÍ bensínsölu. Farmiöar við bíl (650 kr.). Frítt er fyrir börn með fullorðnum. Myndakvöld - Myndir úr aðventu- og áramótaferðum úr Þórsmörk, frá Ungl- ingadeild og ferðamyndir frá Indlandi. Tunglskinsganga og fjörubál vcrður föstudag 16. jan. kl. 20.00. Þorrafcrð og þorrablót Útivistar verður í Borgarfirði helgina 23.-25. janúar. Pantið tímanlega. Símar: 14606 og 12732. Siglingabókin Siglingabókin, handbók fyrir stjórn- endur segl- og vélbáta, er komin út. 1 bókinni er farið yfir helstu undirstöðu- atriði í siglingafræði, svo sem lestur og útsetningu í sjókort. Siglingareglur eru skýrðar með litprentuðum myndum. Einnig eru í bókinni leiðbeiningar um sjómerki, neyðarbendingar, siglingu eftir ijósvitum, lífgun úr dauðadái og slysa- hjálp. Þar er enn fremur lýst hvcrnig bregðast skal við í neyðartilvikum og ef þoka eða illviðri skeilur á. Siglingabókin hentar vel scm byrjenda- bók í siglingafræði og sjómennsku, en fyrir þá sem hafa rcynslu og kunnáttu er hún góð handbók. Benedikt H. Alfonsson þýddi bókina úr sænsku og staðfærði, en Siglingaskól- inn gefur hana út. Litljósmyndasýning á Mokka Nú stendur yfir litljósmyndasýning á Mokka. Það eru myndlistarmennirnir Magnús S. Guðmundsson og Tryggvi Þórhallsson sem standa aö þcssari sýn- ingu. Þcirsýna 17 myndir. sem eru unnar með blandaðri Ijósmyndatækni, og eru þær allar til sölu. Sýningin stendur til 15. janúar. Evangeliski-lútherski Biblíuskólinn: Vorönn Innritun er hafin á vorönn Biblíuskól- ans. í boöi eru þrjú námskeiö: 1. Rómverjabréfið. Fariö veröur í nokkra meginkafla Rómverjabréfsins meö áherslu á skilning á grundvallar- atriöum í boðskap Páls postula. Kenn- ari verður Skúli Svavarsson. 2. Kristindóniur og stefnur í saintíman- um. Kynntar veröa helstu lífsskoöanir og stefnur á Vesturlöndum nú á dögum, þ.m.t. nýtrúarhrcyfingar og bornar saman viö kristna trú. Kennari veröur dr. Einar Sigurbjörnsson. 3. Lúther, siðbótin og lútherskur krist- indómur. Fariö veröur í meginþættina í lífi og kenningu Marteins Lúthers, siöbótin og áhrif hennar athuguö og hugaö aö megineinkcnnum lúthersks kristindóms. Kennari verður Ragnar Gunnarsson. Kennt er eftir hádegi þrjá laugardaga í mánuöi og hefst kennslan á vorönn 17. janúar. Innritun fer fram á skrifstofu KFUM og KFUK aö Amtmannsstíg 2B, sími 13437, og stendur til 10. janúar. Haustönn skólans hefur gengiö vel og var aösókn góð, einkum aö námskeiði í sálgæslu. Er óskandi aö svo veröi áfram og skólinn geti skipa sér fastan sett og orðið mörgum til fræöslu og uppbygging- ar. Nánari upplýsingar fást hjá Guöna Gunnarssyni heimasími 18789, vinnusími 28710.______________________________ Rafmagn, vatn, hitaveita Ef bilar rafmagn, hitaveita eöa vatnsveita má' hringja í þessi símanúmer: Rafmagn: I Reykjavík, Kóp&vogi og Seitjarn- arnesi er sími 686230. Akureyri 24414, Keflavík 2039, Hafnarfjörður 51336, Vestmannaeyjar. 1321. Hitaveita: Reykjavík sími 82400, Seltjarnarnes sími 621180, Kópavogur 41580, en eftir kl. 18.00 og um helgar í síma 41575, Akureyri 23206, Keflavík 1515, en eftir lokun 1552. Vestmann- aeyjar sími 1088 og 1533; Hafnarfjörður 53445. Sími: Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnárnesi, Ak-' ureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í síma05 * Biianavakt hjá borgarstofnunum (vatn, hita- veita o.fl.) er í síma 27311 alla virka daga frá kl. 17.00 til kl. 08.00 og á helgum dögum er svaraðj allan sólarhringinn. Tekið er þar við tilkynningum á veitukerfum borgarinnar og.í öðrum tilfellum,' þar sem borgarbúár telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Fimmtudagur 8. janúar 1987 Ný námskeið Ættfræðiþjónustunnar Brátt hefjast ný ættfræðinámskeið í Reykjavík á vegum Ættfræðiþjónustunn- ar. Markmið námskeiðanna er, að gera menn færa um að rekja ættir sínar og annarra af öryggi og kunnáttusemi, með notkun aðgengilegra heimilda. Boðið verður upp á átta vikna grunn- námskeið, eins og þau sem haldin voru fyrir sjö námshópa fyrri hluta vetrar. Einnig verða 4-5 vikna framhaldsnám- skeið. Fjöldi þátttakenda verður tak- markaður í hverjum hóp. Gera má ráð fyrir, að fyrstu námskeiðin hefjist í næstu viku. Skráning fer fram hjá forstöðumanni í síma 27101. Kennslan fer að hluta fram í fyrirlestr- um, en umfram allt í rannsóknum frum- hcimilda um ætfir þátttakcnda sjálfra. Leiðbeint verður um ættfræðileg vinnu- brögð, heimildirnar, gildi þeirra og meðferð, hjálpargrcinar ættfræðinnar, aðferðir við samantekt ættartölu og niðj- atals, uppsetningu o.s.frv. Þátttakendum eru útveguð þau frumgögn sem til þarf, svo sem ættartré, margvíslegar heimilda- skrár og aðrar leiðbeiningar. Gagnasafn og tækjabúnaður Ættfræðiþjónustunnar hefur verið stóraukinn síðan í haust, og í ráði er að hefja útgáfu ættfræðiverka á þessu ári. Borist hefur bréf frá Ghana í Afríku, þar sem eru 6 nöfn ungmenna sem hafa áhuga á að skrifast á við fólk hér á landi. Yfirleitt eru áhugamál þeirra: íþróttir, dans, bréfaskriftir o. fl. Nöfn þeirra og heimilisföng birtast svo hér á eftir. Fyrst er 13 ára piltur: Godred F. Baffoe P.O. Box 18 Anomabo Ghana W/Africa Þá er 14 ára piltur: Henry Johnson Sampson P.O.Box 18 Anomabo Ghana W/Africa Næst er einn 15 ára: F.F. Baffoe P.O.Box3 Anomabu Ghana W/Africa Ogannar 15ára sem langar til að fá bréf: Henry Kinglord Sampson P.O.Box 18 Anomabu Ghana W/Africa Einn 16 ára pennavinur: Godfred Dawson P.O. Box 18 Anomabu Ghana W/Africa Og svo er einn þrítugur Ghanabúi, sem langar til-að eignast vini í gegnum bréfa- skriftir og hann hefur gaman af dansi, sundi o.fl. íþróttum. Utanáskrift til hans er: Henry M.K. Sampson P.O.Box 18 Anomabu Ghana W/Africa Þessir ungu menn vonast eftir að cignast íslenska pennavini og hcyra frá þeim sem fyrst. Borist hefur bréf frá 65 ára breskum manni. Hann er kominn á eftirlaun, er giftur og hefur sem aðaláhugaefni að taka myndir, vinna í garðinum, hefur gaman af siglingum og CB-radio starfsemi. Hann vill gjarnan skrifast á við karl eða konu eða fjölskyldu - á hvaða aldri sem cr - og einnig skiptast á snældum með tali eða tónum. Utanáskrift til hans er: Mr. W. Wilding Lund, 14a Wisset Way, Lowestoft, Suffolk NR32 4DL England Sími: Lowestoft 69522 7. janúar 1987 kl. 09.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar.....40.050 40.170 Sterlingspund........59,208 59,385 Kanadadollar.........29,2030 29,290 Dönsk króna.......... 5,5070 5,5235 Norskkróna........... 5,4516 5,4679 Sænskkróna........... 5,9311 5,9489 Finnskt mark......... 8,4263 8,4515 Franskur franki...... 6,2661 6,2849 Belgískur franki BEC .. 1,0015 1,0045 Svissneskurfranki....24,8572 24,9317 Hollensk gyllini.....18,4758 18,5312 Vestur-þýskt mark....20,8539 20,9164 ítölsk líra.......... 0,02983 0,02992 Austurrískur sch..... 2,9628 2,9717 Portúg. escudo....... 0,2756 0,2765 Spánskur peseti...... 0,3055 0,3064 Japanskt yen......... 0,25396 0,25472 írsktpund............56,442 56,612 SDR (Sérstök dráttarr. ..49,2192 49,3665 Evrópumynt...........43,1819 43,3113 Belgískur fr. fin.... 0,9834 0,9864

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.