Tíminn - 14.01.1987, Qupperneq 5

Tíminn - 14.01.1987, Qupperneq 5
Miðvikudagur 14. janúar 1987 llllllillllllllll ÚTLÖND llllllllllllllllll Tíminn 5 Muammar Kaddafi Líbýuleiðtogi: Hvetur til heilags stríðs gegn Habre Chadforseta. Líbýa: Kaddafi hvetur til heilagsstríðsgegn HabreChadforseta Lundúnir-Rcuter Muammar Kaddafi Líbýuleiðtogi hefur hvatt til „heilags stríðs“ gegn Hissene Habre forseta Chad og hersveitum hans. Þær berjast nú við skæruliðahópa í norðurhluta lands- ins sem njóta fulltingis Líbýustjórn- ar. Kaddafi kom fram með þessa hvatningu sína í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu vestur-afrískra fulltrúa í Heimssambandi múslima. Ræðunni var útvarpað í Líbýu en breska útvarpið BBC tekur upp útsendingar þess. Líbýuleiðtoginn sakaði Habre um að hafa svikið múslima og gengið í lið með kristnum mönnum. Kaddafi sagði einnig að Habre væri “ísraels- maður“. „Hann hefur leitað stuðnings gyð- inga og kristinna manna,“ sagði hann í ræðu sinni. Kaddafi sagði Frakka í raun ráða yfir Chad og engin innlend ríkis- stjórn væri við völd í höfuðborginni N'Djamena. „Hvernig getur múslimi gengið í lið með krossförunum, Bandaríkja- mönnum og Frökkum og barist gegn trúbræðum sínum? Hann er kominn yfir í raðir kristinna manna, kross- faranna, óvina múslima og því verð- ur að berjast gegn honum. Að berjast við hann er að taka þátt í heilögu stríði,“ sagði Líbýuleiðtog- inn um Habre. Borgarastrfðið í Chad hefur nú staðið yfir í tuttugu ár en að undan- förnu hafa átökin harðnað verulega vegna tilrauna hersveita Habre for- seta að ná aftur á sitt vald landsvæð- um í norðri þar sem Líbýumenn hafa verið fyrir. Stjórnvöld í Líbýu hafa aðeins viðurkennt að hafa nokkur hundruð hermenn í norðurhéruðum Chad en Frakkar segja um átta þúsund líb- ýska hermenn vera þar staðsetta. Frakkar hafa um 1200 manna Iofther í þessari fyrrum nýlendu sinni sem styður við bakið á stjórn Habre. Þeir hafa lýst sextánda breiddarbauginn sem „rauðri línu“ og segjast ekki munu þola líbýskar árásir eða afskiptasemi sunnan við þessa línu. Stjórnvöld í Frakklandi hafa hing- að til neitað að aðstoða Habre og menn hans við að ná aftur á sitt vald norðurhéruðum landsins. Persaflóastríöiö: Mikið um mannfall en minna um stórsigra Baghdad-Reuter írakar juku loftárásir á íranskar borgir í gær eftir að flugskeyti var skotið á höfuðborgina Baghdad. Nokkrir íbúar borgarinnar létust og aðrir særðust af völdum þeirrar árás- ar. Þá sögðu hermálayfirvöld í írak heri sína hafa stöðvað sókn írana við suðurlandamæri ríkjanna tveggja. Talsmaður írakska hersins sagði herflugvélar hafa gert loftárás á helstu borg Vestur-Irans, Kermans- hah (sem nú er nefnd Bakhtaran) og hefði árásin „brotið niður hús er féllu á höfuð hinna illu“. Borgin Khorramabad, sem er í um 250 kílómetra fjarlægð frá landa- mærunum, varð einnigfyrir loftárás- um íraka svo og bæirnir Esfahan, Dezful og Qom. Yfirvöld í íran sögðu í gær að 170 almennir borgarar hefðu fallið í loftárásunum á Bakhtaran og Khorr- amabad. Á suðurvígstöðvunum var hart barist í gær og sögðust írakar hafa stöðvað sókn Irana að Basra sem er næst stærsta borg íraks með um milljón íbúa. Báðir stríðsaðilar hafa mátt þola geysilegt mannfall í þessari nýjustu árásaraðgerð írana. Hinsvegar töldu óháðir hernaðarsérfræðingar að þrátt fyrir mannfallið væri sókn ír- ana frekar einangruð hernaðarað- gerð en að um einhverja allsherjar- sókn væri að ræða. ÚTLÖND UMSJÓN: Heimir BLAÐAMAÐUR Kína: Áhyggjur út af aukn- um útgjöldum Japana til hernaðar Pekíng-Reuler. Deng Xiaoping leiðtogi Kín- verja sagði í gær að fólk sitt hefði áhyggjur vegna þeirrar ákvörð- unar Japana að hækka útgjöld til hermála og fara með þau yfir 1% af verðmæti þjóðarframleið- slunnar. Deng átti viðræður við Noboru Takeshita framkvæmdastjóra stjórnarflokksins í Japan, Lýð- ræðisflokksins, og sagði við hann að kínverskur almenningur fylgd- ist mjög vel með útgjöldum Jap- ana til hermála. „f einlægni sagt þá hafa Kín- verjar, einkum ungir stúdentar, áhyggjur út af hernaðarútgjöld- um Japana," sagði Deng. Hinn aldni leiðtogi sagði Kfn- verja taka alvarlega þessa hækk- un í Japan, að útgjöld til hermála fari yfir þau mörk er áður giltu, þ.e. 1% af þjóðarframleiðslu.. Kínverjar áttu í löngu og hörðu stríði við Japana sem lauk árið 1945 en ráðamenn þar í landi hafa samt oft lýst yfir áhyggjum sínum um að hernaðarstefna nái aftur yfirhöndinni í Japan. Sovétríkin: Pravda í afmælisskapi Moskva-Rcuter Pravda, dagblað sovéska komm- únistaflokksins sem er þekkt um allan heim fyrir að túlka dyggilega málstað hans, kom út í gær. Ekki var það merkilegt utan þess að hér var um 25 þúsundasta eintak blaðsins að ræða en það var stofnað af Lenín árið 1912 fyrir fall keisaradæmisins. Aðalfyrirsögn blaðsins var rauðlit- uð mjög og í greininni sem fylgdi var Pravda sögð hafa styrkt sig í sessi sem blað fjöldans, nú þegar Mikhail Gorbatsjov og samstarfsmenn hans reyndu að koma fram með sögulegar ákvarðanir sem væru byltingar- kenndar í anda. í blaðinu var birt eftirprentun af fyrsta tölublaði þess sem kom út þann 4. apríl áið 1912 og einnig var birt Ijósmynd frá árinu 1917 er bolsevíkar undir stjórn Leníns kom- ust til valda. Þar mátti sjá fólk þyrpast í kringum blaðasala er seldi fólki Prövdu. í síðustu viku birti blaðið forsíðu- frétt þar sem einn yfirmanna leyni- þjónustunnar KGB skýrði frá brott- rekstri eins starfsmanna sinna vegna ólöglegrar handtöku á blaðamanni. Þessi yfirlýsing fylgdi í kjölfar „rann- sóknarblaðamennsku" tveggja blaðamanna Prövdu sem sendir voru til Úkraínu til að afla nánari frétta af handtöku blaðamanns sem skýrt hafði frá spillingu embættismanna og lögreglu. Vladimir Ilich Ulyanov eða Lenín: Stofnandi Prövdu. Þótt slík frétt hafi ekki áður birst í Prövdu og blaðið haldi áfram að birta fordæmingar á utanríkisstefnu Bandaríkjamanna og aðrar slæmar fréttir frá Washington þykja greinar þess heldur sjálfstæðari síðan Mikhail Gorbatsjov tók við völdum í landinu í mars árið 1985 og boðaði „hreinskilni" á öllum sviðum þjóð- félagsins. Pravda þýðir sannleikur á rúss- nesku. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða, bifhjóla og léttra bifhjóla í Hafnarfirði, Garðakaupstað og í Bessastaðahreppi 1987: Skoðun fer fram sem hér segir: Mánud. 19.jan. G 1 til G 300 Þriðjud. 20.jan. G 301 - G 600 Miðvikud. 21.jan. G 601 - G 900 Fimmtud. 22.jan. G 901 - G 1200 Föstud. 23.jan. G 1201 - G 1500 Mánud. 26. jan. G 1501 _ G 1800 Þriðjud. 27.jan. G 1801 - G 2100 Miðvikud. 28.jan. G 2101 - G 2400 Fimmtud. 29.jan. G 2401 — G 2700 Föstud. 30.jan. G 2701 - G 3000 Mánud. 2.febr. G 3001 _ G 3300 Þriðjud. 3. febr. G 3301 - G 3600 Miðvikud. 4. febr. G 3601 - G 3900 Fimmtud. 5. febr. G 3901 - G 4200 Föstud. 6. febr. G 4201 - G 4500 Mánud. 9. febr. G 4501 _ G 4800 Þriðjud. 10.febr. G 4801 — G 5100 Miðvikud. 11. febr. G 5101 - G 5400 Fimmtud. 12. febr. G 5401 — G 5700 Föstud. 13. febr. G 5701 - G 6000 Mánud. 16. febr. G 6001 — G 6300 Þriðjud. 17. febr. G 6301 - G 6600 Miðvikukd. 18.febr. G 6601 - G 6900 Fimmtud. 19.febr. G 6901 - G 7200 Föstud. 20. febr. G 7201 — G 7500 Mánud. 23. febr. G 7501 G 7800 Þriðjud. 24. febr. G 7801 - G 8100 Miðvikud. 25. febr. G 8101 - G 8400 Fimmtud. 26. febr. G 8401 - G 8700 Föstud. 27. febr. G 8701 - G 9000 Mánud. 2. mars G 9001 _ G 9300 Þriðjud. 3. mars G 9301 - G 9600 Miðvikud. 4. mars G 9601 . - G 9900 Fimmtud. 5. mars G 9901 - G 10200 Föstud. 6. mars G 10201 - G 10500 Mánud. 9. mars G 10501 — G 10800 Þriðjud. 10. mars G 10801 - G 11100 Miðvikud. 11. mars G 11101 - G 11400 Fimmtud. 12. mars G 11401 - G 11700 Föstud. 13. mars G 11701 - G 12000 Mánud. 16. mars G 12001 _ G 12300 Þriðjud. 17. mars G 12301 - G 12600 Miövikud. 18. mars G 12601 - G 12900 Fimmtud. 19. mars G 12901 - G 13200 Föstud. 20. mars G 13201 - G 13500 Mánud. 23. mars G 13501 _ G 13800 Þriðjud. 24. mars G 13801 — G 14100 Miðvikud. 25. mars G 14101 - G 14400 Fimmtud. 26. mars G 14401 - G 14700 Föstud. 27. mars G 14701 - G 15000 Mánud. 30. mars G 15001 _ G 15300 Þriðjud. 31. mars G 15301 - G 15600 Miðvikud. 1. apr. G 15601 - G 15900 Fimmtud. 2. apr. G 15901 - G 16200 Föstud. 3. apr. G 16201 — G 16500 Mánud. 6. apr. G 16501 G 16800 Þriðjud. 7. apr. G 16801 - G 17100 Miðvikud. 8. apr. G 17101 - G 17400 Fimmtud. 9.apr. G 17401 - G 17700 Föstud. 10.apr. G 17701 - G 18000 Mánud. 13. apr. G 18001 _ G 18300 Þriðjud. 14. apr. G 18301 - G 18600 Miðvikud. 15.apr. G 18601 - G 18900 Þriðjud. 21.apr. G 18901 — G 19200 Miðvikud. 22. apr. G 19201 - G 19500 Föstud. 24. apr. G 19501 - G 19800 Mánud. 27. apr. G 19801 _ G 20100 Þriðjud. 28.apr. G 20101 - G 20400 Miðvikud. 29.apr. G 20401 - G 20700 Fimmtud. 30. apr. G 20701 - G 21000 Mánud. 4.maí G 21001 — G 21300 Þriðjud. 5. maí G 21301 - G 21600 Miðvikud. 6. maí G 21601 — G 21900 Fimmtud. 7. maí G 21901 - G 22200 Föstud. 8. maí G 22201 - G 22500 Mánud. 11.maí G 22501 — G 22800 Þriðjud. 12. maí G 22801 — G 23100 Miðvikud. 13.maí G 23101 - G 23400 Fimmtud. 14.maí G 23401 - G 23700 Föstud. 15. maí G 23701 og yfir Skoðun verður við Helluhraun 4, Hafnarfirði, frá kl. 8:00-12:00 og kl. 13:00-16:00 alla framantalda daga. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðagjöld séu greidd, að vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi og að bifreiðin hafi verið Ijósastillt eftir 1. ágúst s.l. Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma ökutæki sínu til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlög- um og ökutækið tekið úr umferð hvar sem til þess næst. Einkabifreiðar sem skráðar hafa verið nýjar á árinu 1985 og síðar eru ekki skoðunarskyldar að þessu sinni. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði og í Garðakaupstað. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. 13. janúar 1987 Einar Ingimundarson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.