Tíminn - 21.03.1987, Qupperneq 4

Tíminn - 21.03.1987, Qupperneq 4
4 Tíminn Laugardagur 21. mars 1987 fgl Kjarvalsstofa í París Kjarvalsstofa í París er íbúö og vínnustofa, sem ætluð er til dvalar fyrir íslenska listamenn. Reykja- víkurborg, Menntamálaráðuneytiö og Seðlabanki (slands lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsaðstöðu í Parísarborg með samningi við stofnun, sem nefnist Cité Internationale des Arts og var samningurinn gerður á árinu 1986. Kjarvals- stofa er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvals- stofu og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjórnar Cité Internationale des Arts, er tekur endanlega ákvörðun um málið. Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir en lengst er heimilt að veita listamanni afnot Kjarvalsstofu í 1 ár. Þótt að öðru jöfnu sé miðað við dvöl í Kjarvalsstofu, getur stjórn Kjarvalsstofu í samráði við stjórn stofnunarinnar útvegað listamönnum, er þarfnast sérstakrar aðstöðu, aðra vinnustofu í sömu bygg- ingum, en Kjarvalsstofu er þá ráðstafað á meðan til annarra rétthafa. Þeir, sem dvelja í Kjarvalsstofu greiða dvalargjöld, er ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts og miðast við kostnað af rekstri hennar og þess búnaðar, sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga í Parísarborg. Dvalargestir skuld- binda sig til þess að hlíta reglum Cité Internation- ale des Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu og jafnframt skuldbinda þeir sig til þess að dvöl lokinni að senda stjórn Kjarvalsstofu stutta greinargerð um störf sín. Hérmeð er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvalsstofu, en stjórnin mun áfundi sínum í apríl fjalla um afnot listamanna af stofunni tímabilið 15. júní 1987 - 31. maí 1988, ef nægar umsóknir berast. Skal stíla umsóknir til stjórnarnefndar Kjarvalsstofu. Tekið er á móti umsóknum til stjórnarnefndarinnar í skjalasafni borgarskrifstof- anna að Austurstræti 16, en þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð og afrit af þeim reglum, sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 21. apríl nk. Reykjavík 18. mars 1987 Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu. Myndlista- og handíðaskóli íslands auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir skólaárið 1987-1988. Umsóknareyðublöð ásamt upplýsingum um skól- ann fást hjá skrifstofu skólans Skipholti 1, 105 Reykjavík, sími 19821 frá og með miðvikudeginum 25. mars n.k. Skrifstofan er opin virka daga frá kl.. 09:00-12:00 og 13:00-15:00. Umsóknarfrestur um skólavist rennur út 30. apríl n.k. Inntökupróf verður haldið dagana 1 .-4. júní. Áríðandi er að væntanlegir umsækjendur afli sér nauðsynlegra gagna hið allra fyrsta. Skólastjóri Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgarf.h. Gatnamálastjórans í Reykja- vík, óskar eftir tilboðum í viðgerðir á helluiögðum gangstéttum víðsvegar í Reykjavík. Áætlað heildarflatarmál u.þ.b. 6000 ferm. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 8. apríl n.k., kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAfL Fríkirkjuvagi 3 — Sími 25800 SVEITARSTJÓRNARMÁL Siglufjörður Leikskólamál Á Siglufirði hefur borið all nokkuð á skorti á fóstrum til að starfa á barnadagheimili Siglufjarðar. Fyrir nokkru fór bæjarstjóri ásamt bæjar- ráðsmönnum suður til Reykjavíkur, þar sem þeir fóru m.a. í Fóstruskól- ann og kynntu skort á fóstrum á Siglufirði á fundi sem haldinn var með verðandi fóstrum. Útkoman út úr þeim fundi var sú að 7 umsóknir bárust í lausar stöður. Félagsmálaráð Siglufjarðar hefur samþykkt að ráðnar verði 6 fóstrur samkvæmt tillögu bæjarstjóra, þ.e. forstöðukona, yfirfóstra og 4 al- mennar fóstrur. Jafnframt þessu verður rekstrar- fyrirkomulagi breytt þannig að barn- adagheimili verði opið allt áriö. Stöðugildum verði því fjölgað í 12 , þ.e. 6 fóstrur og 6 aðstoðarkonur. Þetta þýðir að sagt verður upp sem samsvarar 3 stöðugildum aðstoðar- kvenna miðað við núverandi fyrir- komulag frá l.september 1987. Félagsmálaráð hefur lagt áherslu á að við þessar uppsagnir verði haft mið af starfsaldri á barnadagheimili Siglufjarðar. Jafnframt hefur félagsmálaráð samþykkt launatilboð fóstra sem bæjarstjóri hefur kynnt. Félagsmálaráð hefur haldið fund með starfsfólki barnadagheimilis og kynnt þessi mál. Tölvumál Sjúkrahúss Siglufjarðar Hjá stjórn Sjúkrahúss Siglufjarðar stendur nú fyrir dyrum að taka ákvörðun um kaup á tölvum fyrir heilsugæslu og sjúkrahúsið. Af því tilefni hefur framkvæmdastjóri sjúkrahússins gert athugun á tölvum og tölvunotkun sjúkrahúsa og skýrt stjórn sjúkrahússins frá þeim athug- unum. Fram hefur komið að innan mjög skamms tíma verði heilsu- gæslustöðvum skylt að hafa sjúkl- ingaskráningu í tölvu. Stjórn sjúkrahússins telur rétt að yfirlæknir og framkvæmdastjóri haldi áfram athugunum sínum hvað hagkvæmast sé að gera í þessum málum. Bráðabirgðauppgjör sjúkrahússins í stjórn Sjúkrahúss Siglufjarðar hefur verið lagt fram bráðabirgð- auppgjör fyrir rekstur sjúkrahússins árið 1986. Þar kemur í Ijós að rekstrartap er 13.4% að upphæð 7.530.000,- Legudagafjöldi ársins var 13.957, en var 14.636 árið 1985 sem veldur talsverðum hluta af þeim halla sem fram kemur í uppgjörinu. Framkvæmdastjóri skýrði frá því að innan skamms yrði gengið frá uppgjöri þessu í heilbrigðisráðu- neyti. Afgreiðslumaður Starfsmaður óskast í vöruafgreiðslu. Starfið felur í sér m.a. pökkun á vöru, útsendingar, frágang fylgibréfa og fleira. Við leitum að frískum manni á góðum aldri. Þarf að hafa bílpróf. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannastjóra er veitir upplýsingar. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD P Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgarf.h. Gatnamálastjórans í Reykja- vík, óskar eftir tilboðum í viðgerðir á malbiki innan borgarmarka Reykjavíkur, samkvæmt eftirfarandi: 1) Samkvæmt A-hluta, opnun tilboða verður 7. apríl n.k., kl. 11.00 2) Samkvæmt B-hluta, opnun tilboða verður 9. apríl n.k., kl. 11.00. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 5.000 skilatryggingu fyrir hvort verk fyrir sig. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frfkirkjuv«gi 3 — Sími 25800 ffl FráGrunnsKólum Mr Reykjavíkur Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1981) fer fram í skólum borgarinnar þriðjudaginn 24. og miðvikudaginn 25. mars nk., kl. 15-17 báða dagana. Það er mjög áríðandi að foreldrar láti innrita börnin á þessum tilgreinda tíma eigi þau að stunda forskólanám næsta vetur. Ath. Innritun forskólabarna, sem eiga skólasókn í Ártúnsskóla, fer fram í félagsheimili Rafmagns- veitu Reykjavíkur á sama tíma. W Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í endurnýjun hitaveitulagna samkvæmt eftirfarandi: 1) I Norðurmýri. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 31. mars 1987, kl. 14.00. 2) í Skólavörðustíg. Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 2. apríl 1987, kl. 11.00. 3) í Garðhús í Hraunbæ 1-99 Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 7. apríl 1987, kl. 14.00. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, gegn kr. 15.000 skilatryggingu, fyrir hvort verk fyrir sig og verða opnuð á sama stað á ofangreindum tírha. Malartekja og malar- flutningur í náttúruverndarnefnd hefur að undanförnu mikið verið rætt um malartekju og malarflutninga í ná- grenni Siglufjarðar. Hugmyndir eru á lofti um að flytja um 30 þúsund rúmmetra af möl úr Hólsdal til upp- fyllingar í tjörn þá sem er vestan Leiruvegar og austan Norðurtúns. Fyrir liggja teikningar af tökustað þ.á m. mynd sem sýnir hvernig laga má landið aftur: tjörn, hólmi, og runnagróður. Nefndarmenn í umhverfismála- nefnd eru ekki hrifnir af þessum áætlunum um enn meiri malartekju úr dalnum, en telja sig ekki geta staðið í vegi fyrir því, ef tryggt er að gengið verði frá staðnum og landið lagað strax í vor. Nefndin leggur til að farið verði nákvæmlega eftir teikningum landslagsarkitektsins Einars E. Sæmundsen sem sýna lagfæringar á svæðinu. -HM J INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frílcirkjuvegi 3 — Simi 25800 Framboðsfrestur til alþingiskosninga í Reykjavík 25. apríl 1987 rennur út föstudaginn 27. mars n.k. Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðum að Austur- stræti 16, 5. hæð (inngangur frá Pósthússtræti), föstudaginn 27. mars kl. 13.00-15.00 og kl. 23.00-24.00. Fylgja skal tilkynning um, hverjir séu umboðsmenn lista. 19. mars 1987 Yfirkjörstjórn Reykjavíkur Jón G. Tómasson Skúli Páimason Sigurður Baldursson Hrafn Bragason Hjörtur Torfason

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.