Tíminn - 02.04.1987, Qupperneq 5

Tíminn - 02.04.1987, Qupperneq 5
Fimmtudagur 2. apríl 1987 Tíminn 5 Tjóniða.m.k. 7Ömillj. kr. Maðurfórst, samgöngur lamaðar, sambandslaustviðheilu byggðarlöginog útihúshurfu út í vind Aftakaveður reið yfir allt Norður- land og Austurland á þriðjudag. Lauslega áætlað hefur hlotist tjón á eignum fyrir a.m.k. 70 milljónir króna. Líklegast er það þó vanreikn- að, því hér er aðeins stiklað á stóru. Veðri hafði að mestu slotað í gær, en víða var ófært sökum fannfergis. Á stöku stað á Norðurlandi fór vindhraði í allt að 11 til 12 vindstig og allvíða á norðausturhorninu í 10 vindstig. Á Kópaskeri mældist vindhraði 14 vindstig þegar hann var sem mestur. Enn eimdi eftir af stórviðrinu á miðunum í gær út af Norðurlandi og sendar voru út aðvar- anir til báta á norðvesturmiðum og miðum út af norðausturhorni landsins. Heilt þak af húsi „Tjónið er talsvert þegar allt kem- ur saman. Það skiptir einhverjum milljónum. Hér fauk í heilu lagi þak af húsi og endaði á blokk skammt frá. Áður hafði það lent á bíl, sem er gjörónýtur," sagði fsak Ólafsson, bæjarstjóri. „Sem dæmi um átökin og ofsann í veðrinu gekk karmur um glugga inn heima hjá mér. Tveir bátar slitnuðu upp í höfninni, en þeim tókst að bjarga.“ Þegar stór- viðrið brast á sá ekki úr augum og bifreið sem verið var að draga ók út af veginum og niður bakka á mótum Hafnargötu og Suðurgötu. Bíllinn sem dró kipptist með og lenti ofan á hinum, sem er gjörónýtur. Engin slys urðu á mönnum. Fóiki hjálpað heim Halldór Gunnlaugsson, varðstjóri á Dalvík, segist ekki muna svo langt, að hafa séð „aðra eins iðulausa stórhríð og í svona langan tíma, allt frá hádegi og fram á kvöld. Björgun- arsveitir brugðust skjótt við að hjálpa börnum í barnaskólanum og barnaheimilinu til síns heima. Eins þurfti að hjálpa fólki burt úr Stjórn- sýsluhúsinu og frystihúsinu. Þak- plötur fuku af einu einbýlishúsi og barnaskólanum og brotnaði rúða. Guðmundur Árnason, veitustjóri, sagði mér að hann hefði á leið sinni til að losa stíflu í veitunni af völdum snjóflóðs þurft að skríða eftir göt- unni í verstu hrinunum. Inn allan fjörðinn voru 12 vindstig og meira.“ Maður ferst og annar bjargast Trillan Reynir EA 400 frá Ár- skógsströnd fórst aðeins 100 metrum frá bryggju. Fjöldi manns varð vitni að því þegar snörp vindhviða feykti trillunni á hlið á augabragði. Tveir menn voru staddir í stýrishúsinu. Bátar sigldu þegar til bjargar. ■ Maraði báturinn lengi í hálfu kafi og virtist mönnurn heil eilífð líða, áður en þeir yrðu nokkurs varir. Gerðar voru tilraunir til þess að festa í bátinn, en allt kom fyrir ekki vegna veðurs. Skyndilega skaut þó öðrurn bátsverja upp á yfirborðið við aftan- verða trilluna og tókst að koma til hans kastlínu og flækja hann í Mark- úsarneti og hífa um borð í nærstadd- an bát. Hann hafði brotist úr stýrishúsinu en ekki tekist að ná félaga sínum með. Hann var mjög þrekaður, þegar honum var bjargað. Maðurinn sem fórst lætur eftir sig eiginkonu og 6 börn. Rannsóknar- lögreglan á Akureyri fór í gær á vettvang, en áður höfðu verið gengn- ar fjörur, en maðurinn ekki fundist. Þakgluggi inn í íbúðarhús Hjá löggæslunni á Húsavík feng- ust þær upplýsingar, að í fárviðrinu hefðu fokið tvö húsþök, þakplötur og ýmislegt lauslegt, sem valdið hefði skaða. Þak af bifreiðaaf- greiðslu Kaupfélagsins fauk af í heilu lagi og lenti á nærliggjandi húsi. Þakgluggi losnaði af verkstæði og fauk gegnum útihurð og inn í mitt íbúðarhús og olli miklum skemmdum. Danskt saltflutninga- skip, 800 tonn, slitnaði upp í höfn- inni og rak inn í krika, skentmdi þar tvo báta og vann talsvert tjón. Skipiö er sjálft skemmt á stýri, en var bundið niður þar sem það var komið. Engin slys urðu á mönnum á Húsa- vík en geta má nærri að tjón skipti mörgum milljónum króna. Fjórar trillur sukku f sveitum á Melrakkasléttu urðu bæir illa fyrir barðinu á fárinu. Á Kópaskeri losnuðu þakplötur af slát- urhúsinu. Á bænum Miðtúni rifnaði upp fjárhús og á flestum bæjum þar gangandi gegn veðrinu á varðstof- una. 12 milljónir út í veður og vind 32 rafmagnsstæður í Jökulsárhlíð undir Smjörfjöllum á línunni til Vopnafjarðar brotnuðu niður í ofsa- veðrinu. Eiga þær þó að þola öll veður. Auk þess biluðu tvær, sem þó standa enn. „Línan brast á rúmlega 3 kíló- mctra kafla sem liggur frá Lagarfossi til Vopnafjarðar," sagði Erling Garðar Jónasson, rafmagnsveitu- stjóri á Egilsstöðuni. „Þetta er um 12 ntilljón króna tjón og það mun taka um 10 til 14 daga að gera við það.“ Á meðan verður Vopnafjörð- ur að notast við vararafstöðina sem gengur fyrir díselolíu og er rafmagn af skornum skammti. íbúar hafa brugðist vel við og rafmagnsnotkun er ekki meiri en gerist um nótt. Líklegt er þó að veröi að grípa til rafmagnsskömmtunar innan skamms, sérstaklega ef kólnar í veðri.“ Bændur á þessum slóðum, þar sem stæðurnar hrundu, eru ýmsu vanir. Til dæmis því, aðsnúningsvél- ar og bílar fjúki tugi metra. Geir á Sleðbrjóti hafði á orði við Erling, þegar hann hugði að skemmdum, að það „hefði verið hörkuvindur og hann fokið við á leið úr húsum". Eiríkur í Hlíðarhúsum sagði hins- vegar að „veður hefði verið ansi hvasst". Þeir hafa ekki um það stóru orðin, bændurnir fyrir austan. „Aldrei fyrr hafa rafmagnslínur farið svo hjá okkur áður, hvergi á landinu," sagði Erling Garðar. „Brak úr stæðunum, jafnvel 300 til 400 tonna járnbútar, höfðu fokið 120 metra vegalengd. Þetta var óskaplegt veður." þj í grenndinni urðu skemmdir á úti- húsum. „Ég hef ekki heyrt að skepn- ur hafi drepist eða glatast," sagði Kristján Ármannsson, oddviti, „en skemmur og útihús hafa bæði stór- skemmst og horfið. Hér hefur orðið töluvert tjón á fasteignum." Fjórar trillur sukku við Leirhöfn. „Tvo rak upp í fjöru og lenti annar í grjóti og er ónýtur. Hinn slapp við stórskemindir. Tveir bátar enn, þar af ein smáskekta, sukku." Tveir hætt komnir við björgun „Það var ekki stætt úti og menn börðust við að bjarga bátum sínum," sagði Davíð Gunnarsson, lögreglu- þjónn á Raufarhöfn. „Menn vildu ekki hætta björgunaraðgerðum þó sjálfir væru hætt komnir vegna vos- búðar." Ein trilla sökk í höfninni og tveir 10 tonna bátar í hættu, sem voru að fara á hliðina vegna ísingar. Menn hömuðust við að berja ísinn af til klukkan 2 í fyrrinótt, en þá var farið að hægjast um. Tveir menn voru illa haldnir eftir björgunarað- gerðir við höfnina. „Það mátti sjálf- sagt ekki tæpara standa með annan þeirra," sagði Davíð, „en hann hresstist eftir að hlúð var að þeim í saumastofu skammt frá höfninni. Það er geysilegur snjór kominn, 6 vindstig og skafrenningur og þcss vegna ekki fært héðan nema fyrir fjórhjóladrifs jeppa." Þakplötur fuku af húsum á Rauf- arhöfn eins og annars staðar, en símasambandslaust var þar til í gær. Lögreglan aðstoðaði börn af dvalar- heimilum og skólum heim til þeirra og við það urðu lögreglumenn að skilja bíl sinn eftir og berjast fót- sem þig vantar Massey-Ferguson KAUPFÉLÖGIN OG BÚNADARDEILD ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SlMI 38900 MÖGNUÐ NÝ M-F 3000 LÍNA Góður - Betri - Bestur

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.