Tíminn - 02.04.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.04.1987, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 2. apríl 1987 Tíminn 13 HIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIII ÚTLÖND .;iiilHlii;i;i!|!L ...;íííIIIIIIII!IIIIII!!!' ...................................................................................................................................................................................................................I............................. Suður-Afríka: Vopnaviðskipti blómgast þrátt fyrir bann Jóhannesarborg - Reuter Stjórnvöld í Suður-Afríku sögðu í gær að vopnaiðnaður þeirra væri svo vel settur að hann væri í þriðja sæti í gjaldeyrisöflun á eftir námuiðnaði og landbúnaði. Nú eru tíu ár síðan Sameinuðu þjóðirnar settu bann á vopnaviðskipti við Suður-Afríku. Ríkisútvarpið í landinu fjallaði í gær um vopnaviðskiptabannið frá árinu 1977 en sagði stjórn landsins hafa mætt því banni svo vel að her þess þyrfti nú engin vopn á að halda utanlands frá. Samkvæmt frétt útvarpsins fram- leiðir Armscor, hið ríkisrekna vopnafyrirtæki landsins, öll vopn sem herinn þarf á að halda og flytur að auki út verulegt magn af vopnum, svo mikið að einungis námuiðnaður og landbúnaður útvegar ríkinu meiri gjaldeyri. Erlendar ríkisstjórnir hafa reynd- ar lengi verið gagnrýndar fyrir að fara á bak við vopnaviðskiptabann- ið, aðallega með því að halda áfram lýsingar um nýjustu tækni í vopna- að útvega Suður-Afríkustjórn upp- framleiðslunni. Frá Suður-Afríku: Þrátt fyrir bann SÞ á vopnaviðskipti við S-Afríku er slík verslun með blóma Ceaucescu Rúmeníuleiðtogi í Afríkuför: Umhugað um skuldir Kinshasa - Reuter Nicolae Ceaucescu leiðtogi Rúm- eníu hefur hvatt til að komið verði á alþjóðlegri ráðstefnu er fjalla skuli um skuldir ríkja þriðja heimsins og leiðir til að eyðileggja öll kjarnorku- vopn fyrir lok þessarar aldar. Ceaucescu kom í opinbera heim- sókn til Afríkurtkisins Zaire í vik- unni og talaði hann um alþjóðlega ráðstefnu í ræðu sem hann hélt í matarboði er Mobutu Sese Seko Zaireforseti hélt honum til heiðurs. Seko tók í sama streng í ávarpi sem hann flutti í átveislunni og hvatti að auki til að öll ríki innan samtakra óháðra ríkja létu aura renna í sjóð sem stofnaður var á síðasta ári. Sá hefur það markmið að styðja við bakið á ríkjum í sunnan- verðri Afríku, framvarðarríkjunum svo kölluðu, svo þau verði ekki eins háð Suður-Afríku í efnahagslegu tilliti. KAUPFELOGIN OG ÁRMULA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 Bændur! BÓKIÐ PANTANIR TÍMANLEGA FYRIR SUMARIÐ WILD heydreifikerfi í hlöður. Kynnið ykkur umsögn notenda! Forsætisnefnd Norðurlandaráðs auglýsir lausa til umsóknar stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra skrifstofu sinnar í Stokkhólmi Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóðþinga og ríkisstjórna Norðurlanda. Á milli hinna árlegu þinga Norðurlandaráðs stýrirforsætisnefnd daglegum störfum þess og nýtur við það atbeina skrifstofu Norðurlanda- ráðs sem er staðsett í Stokkhólmi. Á skrifstofunni, sem hefur stöðu alþjóðlegrar stofnunar, starfa þrjátíu manns og fer starfið þar fram á dönsku, norsku og sænsku. Starfi skrifstofunnar er stjórnað af aðalframkvæmda- stjóra (presidiesekreterare), tveimur aðstoðarfram- kvæmdastjórum (stállföretrádande presidiesekreterare) og upplýsingastjóra. Starf það sem auglýst er felst meðal annars í fjárstjórn, starfsmanna- og skrifstofuhaldi, aðstoð við undirbúning funda forsætisnefndar og skipulagningu á störfum ráðsins, auk þess sem viðkomanda ber að fylgjast með stjórnmálaástandi á Norðurlöndum og vera forsætisnefnd til aðstoðar um erlend samskipti. Reynsla af stjórnunarstörfum er æskileg. Forsætisnefnd leitast við að fá konur jafnt sem karla til ábyrgðarstarfa á skrifstofur Norðurlandaráðs. Samningstíminn er fjögur ár og hefst hann 1. ágúst 1987. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá störfum meðan á samningstímanum stendur. í boði eru góð laun, en nánari upplýsingar um þau og aðrar aðstæður veita aðalframkvæmdastjóri skrif- stofunnar, Gerhard af Schultén, og aðstoðarfram- kvæmdastjóri hennar, Áke Pettersson, í síma 9046 8 143420 og Snjólaug Ólafsdóttir, ritari íslandsdeildar Norðurlandaráðs í síma Alþingis 11560. Umsóknum skal beina til forsætisnefndar Norðurlanda- ráðs (Nordiska rádets presidium) og skulu þær hafa borist til skrifstofu forsætisnefndar (Nordiska rádets presidiesekretariat, Box 19506, S-104 32 Stockholm) eigi síðar en 27. apríl 1987. Búvélar til sölu Ford 4610 árg. ’83 og Ford 5000 árg. 73 Deutz 40 hestafla árg. ’64 MF 135 árg. ’66 og annar MF 135 með multípower og ámoksturstækjum árg. 75 og Deutz Fahr sláttuþyrla árg. ’85 Deutz Fahrfjölfætla árg. 74 Wegler AP 52 árg. ’80 Land Rover Diesel árg. 70 og Datsun Diesel 220 C árg. 77. Upplýsingar í síma 99-8175 ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ BVGGINGA vðrur • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIDJAN . hf. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍML45000 AUÐVELDUM VIÐ fa/i^RA? JUJTBKUR ?/7/7 a/7/7 Þegar þú kaupir í matinn fyrir heimilið er þægilegt að bregða sér í byggingavöru- deildina hjá okkur. Þar færðu allt sem þú þarft til endurnýjunar og viðhalds á heimilinu. Urval góðra verkfæra og áhalda sem hjálpa þér til að vinna verkin fljótar og betur. HAGKAUP Skeifunni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.