Tíminn - 02.04.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.04.1987, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 2. apríl 1987 Tíminn 7 Erlendur Einarsson fyrrv. forstjóri: Afvettvangi markaðs- mála landbúnaðarins Að stofni til erindi flutt á aðalfundi Osta- og smjörsölunnar Hið virta breska stórblað, Fin- ancial Times, hefur fjallað nokkuð undanfarið um landbúnaðarstefnu Efnahagsbandalagsins. Fyrir ráð- herrafund bandalagsins, sem hald- inn var um miðjan febrúar, birti blaðið m.a. grein þar sem því var haldið fram í fyrirsögn að engin úrræði væru í landbúnaðardeil- unni. Ég mun nú endursegja nokk- ur af skrifum Financial Times um þessi mál. í þessari grein segir blaðið m.a. að þeim, sem séu gjaldþrota, sé hætt við að grípa til örvæntingar- fullra úrræða til að halda lánar- drottnum sínum í fjarlægð, og án þess að taka tillit til þeirra lang- tímaafleiðinga sem slíkt hafi í för með sér. Þannig er því einnig farið, segir blaðið, um nýjustu tillögur Evrópunefndarinnar í landbúnað- armálum, og sérstaklega óánægj- una með hin umdeildu áform um skatt á matarolíu og fituefni. Þessi nefnd hefur verið að berj- ast við það að láta enda ná saman eins lengi og starfsmenn hennar muna. Ef litið er til hinnar stór- auknu eyðslu til landbúnaðarmála þá virtist EBE stefna í gjaldþrot mestan hluta síðasta árs, og horf- urnar virðast enn verri fyrir árið 1987. Allar ráðstafanir til að minnka hina endalausu fjármagnsþörf, sem fylgir landbúnaðarstefnunni, með því að lækka verð hafa mistekist. Því er Mr. Frans Adriessen, yfir- maður landbúnaðarmála, nú nauð- beygður til að leita nýrra leiða til að afla fjár. Áframhaldandi óhóf Nýju tillögurnar líkjast hinum fyrri, og fái Mr. Adriessen að ráða mun verðhækkunarskriðan halda áfram. Nýjar tekjulindir til að fjármagna áframhaldandi óhóf munu opnast með skattinum á matarolíu og feiti. Að vísu er áhersla hans á að færa landbúnað- arverð EBE nær heimsmarkaðs- verði en nú er, jákvæð svo langt sem hún nær. En þó er enginn vafi á að jafnvel áður en ráðherrar fá tækifæri til að veikja áætlanir hans munu þær litlu verðlækkanir, sem hann hefur lagt til, hvetja bændur til að auka framleiðsluna en ekki til að minnka hana. Kapphlaupið á milli aukinn- ar afkastagetu akranna og vaxandi þrýstings á kostnaðarverð mun aukast. Bændur hafa þegar tekið ákvarðanir um akuryrkju yfir- standandi árs, svo að fyrirhugaðar breytingar á stefnu EBE hafa ekki áhrif á uppskeru fyrr en 1988. Það sem enn virðist skorta er tilfinning fyrir langtíma stefnu- mörkun fyrir evrópskan landbúnað í alþjóðlegu umhverfi sem virðist fjandsamlegra með hverjum degin- um sem líður. Mr. Jean-Claude Paye, formaður OECD, lýsti vandamálinu í harðlega orðuðu trúnaðarskjali í lok janúar: „Landbúnaðarverslunin er í kyrrstöðu eða fallandi, framboðið eykst tvöfalt eða þrefalt hraðar en eftirspurnin, ríkisútgjöld til stuðn- ings bændum eru í hámarki nánast alls staðar og tekjur bænda fara lækkandi. Afleiðingin er varasöm aukning í alþjóðlegri spennu í efnahagsmálum og ör útbreiðsla á viðskiptaaðferðum sem OECD flokkar sem hneykslanlegar og niðurbrjótandi. í grundvallaratrið- um er framtíðarsýnin því eyði- leggjandi, a.m.k. næstu tíu árin.“ Erlendur Einarsson. Miðað við ofangreint er erfitt að skilja það að Evrópunefndin skuli leggja til nýjar aðgerðir til að afla fjár til styrktar landbúnaði. Skatturinn á matarolíur og fituefni, sem leggst jafnt á innlendar sem innfluttar olíur, er líklegur til að valda enn meiri deilum um verslun- armál en áður. Þetta gerist á sama tíma og Efnahagsbandalagið og Bandaríkin hafa nýlega afstýrt meiri háttar deilum um sölu á amerísku korni til Spánar og Port- úgals, og á meðan aðildarþjóðir GATT virðast hafa samþykkt að hætta við nýleg áform um hindranir á fríverslun. Bæði Bandaríkja- stjórn og allmörg þróunarríki sem framleiða jurtaolíur hafa mótmælt áætlunum Mr. Adriessens. Grundvallaratriði Það sem sýnist álíka mikilvægt er að tillögurnar virðast ganga þvert á grundvallaratriði, sem eru að samkvæmt þeim á að nota gífurlegt fjármagn í þágu landbún- aðar, bæði frá skattgreiðendum og neytendum, og að þetta hefur al- varleg áhrif á aðra þætti hagkerfis- ins. Það er ekki nægilegt að flytja hluta af byrðinni frá Efnahags- bandalaginu yfir á evrópska neyt- endur, jafnvel þó að það lagi skammtíma greiðsluvandamál nefndarinnar. Nánast enginn hefur hreinan skjöld þegar um er að ræða vernd- artollastefnu í landbúnaði. En staðreyndin er sú, samkvæmt út- reikningum OECD, að Efnahags- bandalagið styrkir bændur hjá sér beint eða óbeint meira en við á um flesta mikilvæga framleiðendur landbúnaðarafurða annars staðar í heiminum. - Seinni hluti - Það ætti a.m.k. að reyna að gera allt sem mögulegt er til að forðast að auka skammtímavandamálin. Betra væri ef nefndin, og hinar illsveigjanlegu ríkisstjórnir Frakk- lands og Vestur-Þýskalands, gæfu kost á því að taka þátt í einhvers konar langtíma samhentu átaki til að endurreisa landbúnað heimsins. Þess er nú krafist af sífellt meiri festu af OECD. Litlar breytingar Að loknum ráðherrafundinum birti Financial Times aðra grein þar sem fjallað er um árangur hans. Þar segir að ráðherrunum hafi mistekist að Ijúka við áður ákveðnar róttækar aðgerðir til að minnka framleiðslu á mjólk. Þeim hafi tekist að ganga frá fimm af sex reglugerðum sem taldar séu nauð- synlegar í þessu skyni, þar með talinni reglugerð um endur- greiðslureglur til bænda sem tapa framleiðslukvóta. Þeim hafi hins vegar ekki tekist að ganga frá hinni þýðingarmiklu stöðvun á hinum tryggðu kaupum á mjólkurvörum. Þessi ófullnægjandi niðurstaða fundarins, segir blaðið, þýðir að ráðherrarnir munu missa af þeim tímamörkum sem þeir settu sjálfir við lok febrúar. Nú er hætta á að öll umræðan lendi á kafi í árlegum ágreiningi um verð á landbúnaðar- vörum. Mr. Ignaz Kiechle, landbúnað- arráðherra Vestur-Þýskalands, gaf í skyn að endurskoðun á verði landbúnaðarafurða myndi verða mjög róttæk, og um leið réðist hann harðlega að tillögum Evrópu- nefndarinnar. Hann mótmælti einnig ákveðið áætlunum nefndar- innar um að minnka greiðslur fyrir mjólk og naut í því máli stuðnings Mr. Austin Deasy frá írlandi. Vestur-þýski ráðherrann lýsti verðhugmyndum nefndarinnar sem „stríðsyfirlýsingu gegn þýsku ríkisstjórninni" og hét því að nota „allar pólitískar, lagalegar og efna- hagslegar aðferðir" til að hindra mismunun í garð vestur-þýskra bænda. Af þessum sökum var ótt- ast að vestur-þýska stjórnin myndi beita neitunarvaldi sínu ef atkvæðagreiðslan yrði henni í óhag. Niðurstaðan varð sú að Evr- ópunefndin varð að draga í land með hina ströngu túlkun sína á endurgreiðslum til mjólkurbænda. Greiðslur fyrir tapaðan kvóta Tillögurnar í mjólkurmálinu fela í sér niðurskurð á mjólkurfram- leiðslukvótum um 9,5% á árunum 1987 og 1988, en gera jafnframt ráð fyrir greiðslu á 10 ECU fyrir hver 100 kg af töpuðum kvóta, og eru það um 440 krónur. Nefndin var þeirrar skoðunar að þetta ætti aðeins að greiðast ef bændur minnkuðu framleiðslu sína sem nemur allri kvótaminnkuninni, en ekki ef þeir færu fram úr kvóta sínum og yrðu því að greiða auka- skatt við lok hvers verðlagsárs. Margir ráðherranna töldu að þetta myndi hafa í för með sér tvöfalda sekt eða greiðslu fyrir mjólkurbændur. Fram kom mála- miðlun um að öllum bændum yrði greitt á fyrsta ársfjórðungi 1988, áður en útreikningar við lok tíma- bilsins yrðu gerðir um endanlegt framleiðslumagn. Eina huggunin fyrir nefndina var samkomulag þess efnis að ef raunveruleg fram- leiðsla virtist ekki vera að lækka sem næmi 9,5% þá ætti að endur- skoða kerfið. Stefnt að málamiðlun Og víðar er unnið að því að koma betra skipulagi á framleiðslu og sölu á landbúnaðarvörum. Með- al annars var haldinn fundur í Genf í Sviss í síðasta mánuði, í vinnu- hópi um landbúnaðarvörur innan fundaraðar sem fjallar um aukið frelsi í viðskiptum í samræmi við hinn almenna sáttmála um tolla og verslun sem gengur undir nafninu GATT. Að því er Financial Times segir virðist sameiginlegt átak í þessu skyni vera í farvatninu. Að því er blaðið segir voru Efnahagsbandalagsríkin enn einu sinni ásökuð um tregðu, eftir að þau höfðu gert áætlun um verslun með landbúnaðarafurðir eftir teg- undum, áætlun sem aðrir fundar- menn álitu mjög óljósa. Meðal annars margítrekuðu fulltrúar Bandaríkjanna að þau vildu fá niðurstöðu í rnálinu, þó ekki endi- lega lokasamþykkt, innan tveggja ára. Fulltrúar Ástralíu studdu þá skoðun, sem kennd er við svo nefndan Cairn-vinnuhóp. Hún snýst um frjálsa verslun landbún- aðarþjóða, skipulega lækkun á niðurgreiðslum og að gera verslun með landbúnaðarafurðir þannig frjálsari og í meira samræmi við reglur GATT en nú er. Sú hugmynd átti þó mikinn stuðning á fundinum að setja ætti af stað áætlun í fjórum þrepum um umræður um verslun með landbún- aðarafurðir. Þar var á ferðinni eins konar málamiðlun á milli hinna óþolinmóðari og hinna varkárari, en í þeim hópi eru m.a. EBE-ríkin, Norðurlönd og Sviss. Upphaflega var áherslan á því að ná samkomulagi um að minnka smátt og smátt hinar gífurlegu birgðir af umframframleiðslu, þ.e. hveiti-, kjöt- og mjólkurfjöll, eins og Efnahagsbandalagið hefur lagt til. Þessu ætti síðan að fylgja eftir með samningaviðræðum um áætl- un til að koma í veg fyrir að slíkar birgðir mynduðust aftur. Á þriðja stigi viðræðnanna ætti síðan að gera tilraun til að bæta aðgang að markaðnum, og koma samkeppninni þannig í jafnvægi og í samræmi við grundvallarhug- myndir GATT. Því er haldið fram að slíkt geti að lyktum leitt til þess mikilvæga árangurs að öll viðkom- andi ríki gætu sett af stað aðgerðir til að laga heimsframleiðslu á land- búnaðarvörum að neyslunni. Undirbúnings er þörf Mun meiri undirbúnings er þó þörf í einstökum löndum áður en hægt er að hugsa til þess að setja slíka áætlun í gang. Af fjórum umræðuhópum á fundinum í Genf var það aðeins Cairn-hópurinn með Ástralíu í forsvari sem kom fram með nákvæmlega sundurlið- aða áætlun um slíkar samningavið- ræður. Þannig er Japan í algerri varnar- stöðu. Bandaríkin eru komin af stað, aðeins þó í orði, en hafa hingað til lagt mesta áherslu á að ýta undir tilslakanir í tvíhliða versl- unarátökum, svo sem þeim sem nýlega urðu við Efnahagsbanda- lagið vegna maís-útflutnings frá Spáni. í Brussel hafa menn undan- farið eytt miklum tíma í að jafna ágreining um innra verðkerfi, því að enn hefur aðeins verið dregin upp gróf mynd af aðferðum við samningana. Einnig er almennt viðurkennt að samningáviðræðunum í Genf þurfi að fylgja eftir með raunverulegum pólitískum viðræðum, ef takast á að halda skriði á þessum málum. Þá hefur mikið verið litið til OECD í þessu sambandi, því að þar eiga allir stærstu samningsaðilar sína fulltrúa. Meðal annars er vonast til að ein útgáfa af fjögurra þrepa áætlun um samninga verði tekin til umræðu á ráðherrafundi OECD í maí. Síðan verði frekara samkomulagi um framhald þessara landbúnaðarvið- ræðna náð á toppfundi sjö stóriðn- aðarþjóða í Feneyjum í júní í sumar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.