Tíminn - 02.04.1987, Side 9

Tíminn - 02.04.1987, Side 9
Fimmtudagur 2. apríl 1987 lllllilll LEIKLIST Sjón, heyrn og tilfinning.. Þjóðleikhúsið: Ég dansa við þig. Danshöf- undur: Jochen Ulrich. Stjórnandi uppfærsl- unnar: Sveinbjörg Alexanders. Tónlist: Sam- uelina Tahija. Það er leikandi léttur blær yfir bessari sýningu Islenska dansflokks- ins. Klassískur ballett er að sönnu oft hrífandi fagur og vissulega á íslenski flokkurinn að leggja rækt við hann. En sýning eins og þessi er kærkomin leikhúsreynsla og hið besta til þess fallin að laða fólk á balletsýningu. Engum þarf að leiðast undir sýningunni sem byggð er á þýskum millistríðsáraslögurum. Stefið, ef svo má kalla, er hið dillandi lag Ich tanze mit dir in dem Himmel hinein, sem hér var sungið við textann Á hörpunnar óma. Sýningin er í 24 atriðum sem öll byggjast sem að líkum lætur á sam- skiptum kynjanna. Einkenni atrið- anna er húmorinn og verða sum hver verulega kómísk í meðförum. Höf- undurinn er þýskur og hefur áður komið við sögu dansflokksins þegar hann samdi Blindisleik við tónlist Jóns Ásgeirssonar. Ekki fer milli mála að Jochen Ulrich er mikill listamaður og hefur starf hans hér skilað góðum árangri. íslensku dans- ararnir standa sig með prýði svo að ég efast um að þeir hafi gert betur áður, a.m.k. hef ég ekki séð það. En mestu munar um framlag tveggja erlendra dansara úr flokki þeim sem Ulrich stjórnar í Þýskalandi, Tanz Forum. Þeir heita Áthol Farmer og Philippe Talard. Þessir menn eru frábærir dansar- ar, með mikla tækni, léttir og glens- fullir, veittu sýningunni erótíska spennu sem blés lífi í svo mörg atriðanna. Af öðrum karldönsurum er ástæða til að nefna Örn Guð- mundsson, okkar þrautreynda dans- ara, sem sýndi glettnisfullan dans og hafði vel á valdi sínu gamansemina. Ég get ekki farið að telja upp dansmeyjarnar allar, enda skiluðu þær sínum hlutverkum allar með prýði. Einkunnagjöf af minni hálfu til þessa fólks er ekki á dagskrá hér. En sýningin gladdi augað, og vöndug- leiki og næmt sjónskyn setti mark sitt á uppfærslu Sveinbjargar Alex- anders, enda er hún þrautreyndur kunnáttumaður á þessu sviði og einn þeirra Islendinga sem hvað lengst hafa náð á erlendum vettvangi. Ég nefndi hin sjónrænu hlið sýn- ingarinnar og vissulega er ballett veisla augans. En tónlistin skiptir miklu máli og hér var hún svo kunnugleg og aðgengileg sem verða mátti. Söngvarar voru Egill Ólafsson og Jóhanna Linnet og sungu af mikilli prýði. Einkum verð ég að nefna hrífandi söng Egils, hæfilega kómískan, á titillaginu. Raunar væri unnt að nefna fleiri lög þar sem þau Egill og Jóhanna fóru á kostum: Wochenende und Sonnenschein, Unter einem Regenschirm, Ich Tíminn 9 kússe Ihre Hand, Madame... Hér féll söngur, texti og danslist í einn farveg svo að sjón, heyrn og tilfinn- ingu var vel veitt. Þá er einmitt mest gaman í leikhúsi, þegar gesturinn nýtur með öllum skilningarvitum þess sem fram er borið. í fróðlegu viðtali við Jochen Ulri- ich í leikskrá skilgreinir hann þetta erótíska spil sem „samræðu" milli söngvaranna og dansaranna. Og ennfremur segir hann: „Þarna reyni ég að miðla almennri tilfinningu og myndum af ýmsum uppákomum í mannlegum samskiptum, því sem gerist í daglega lífinu, spennunni milli karls og konu. Okkur dreymir um að dansa til himna rétt eins og í gamalli Hollywoodkvikmynd, en það er líka hluti af draumnum að hrapa til jarðar aftur. Við verðum að geta gert grín að því líka.“ Að svo mæltu vil ég þakka fyrir þessa skemmtilegu sýningu og hvetja fólk til að sækja hana. Viðtökur á frumsýningu voru ágætar, en ekki fullsetið húsið. Úr því rætist líklega. Vissulega er ástæða til að óska sýningunni góðs gengis. Hér hefur íslensk danslist fengið vítamín- sprautu sem hún mun vel njóta af. Gunnar Stefánsson P.S. Höfundarnafn við leikdóminn um „Eru tígrisdýr í Kongó?“ féll niður. En mér er ljúft að gangast við 'að ég skrifaði téða umsögn. G.S TÓNLIST lllllllllil Kammersveit Reykjavíkur gekkst fyrir „Schönbergskvöldi“ í Áskirkju hinn 12. mars, og flutti þar tvö tímamótaverk eftir Arnold Schön- berg (1874-1951), blásarakvintett op. 26 og Serenöðu op. 24. Tíma- mótaverk eru þau talin vegna þess, að með þeim kemur tólftónatæknin, sem kennd er við nafn Schönbergs, fram fullburða í fyrsta sinn. Um þá tækni segir m.a. í tónleikaskrá: „Líklega hefur engin „uppgötvun" haft önnur eins áhrif á stefnu tónlist- ar okkar tíma og „tólftónaröðin" svonefnda ... Og sú raðtækni er sprottin af listrænni nauðsyn til að binda efni í form, efni sem endan- lega hafði verið losað úr viðjum tóntegunda ... í 4. þætti Serenöð- unnar er tólftónaröðin semsé upp- spretta alls og þar er fylgt ströngustu reglum um jafngildi allra tóna. Eng- inn tónn má hljóma oftar en annar og hver tónn skal vera á sínum stað í röðinni.“ Þetta sýnir, að menn geta nálgast þessa tónlist úr ýmsum áttum, ef svo má segja; venjulegir hlustendur gera sér litla grein fyrir þeirri „teóríu“ sem bak við liggur, en hlusta á verkið út frá því hvort þeim finnst það fallegt eða ljótt, skemmtilegt eða leiðinlegt. En lengra komnir geta greint það í frumparta sína, séð hina upphaflegu tónaröð koma aftur fyrir umbreytta á ýmsa vegu, sem spegilmynd, aftur- ábak o.s.frv., sem allt er velþekkt frá Sebastían Bach og fleirum. Blásarakvintett Reykjavíkur, þeir Bernharður Wilkinson (flauta), Daði Kolbeinsson (óbó), Einar Jó- hannesson (klarinetta), Hafsteinn Guðmundssom (fggott) og Joseph Ognibene (horn) /Buttu kvintettinn ópus 26. Þetta verk reyndist vera með þeim tormeltustu sem borin hafa verið fyrir rslenskra áheyrend- ur, og leiddist mörgum „monúment- alt“ undir flutningnum. Eitt óæft eyra minntist þess til samanburðar við hávaðann, að einu sinni þegar hann fór út að ganga með blómið sitt í fyrrasumar kom hann þar að sem maður var að bora götuna með loftpressu. Og þar kom að unglingur með gítar og spurði hvort hann mætti taka þátt í tónleikunum. Hins vegar var það vafalaust að Blásara- kvintett Reykjavíkur spilaði mjög vel og að þessu verki má venjast, ef vilji er fyrir hendi, með því að hlusta á það nógu oft. Því dropinn holar steininn, ekki með afli heldur með því að falla oft. Þeir sem gengu með hálfum huga inn í salinn eftir hlé til að taka við meiru af sama, fengu óvænt og þægilegt gleðiefni þegar Serenaðan byrjaði, undir stjórn Bandaríkja- mannsins Pauls Zukofskys. Því þetta er bráðskemmtilegt verk á að hlýða. Hljóðfærasetning er í hæsta máta óvenjuleg, og raunar líklegast (án þess ég viti það) að hljóðfærin hafi verið valin vegna flytjendanna 1923: Klarinetta (Einar Jóhannesson), bassaklarinetta (Sigurður I. Snorra- son), mandólín (Martin Smith), gítar (Þórarinn Sigurbergsson), fiðla (Rut Ingólfsdóttir), lágfiðla (Guðmundur Kristmundsson), knéfiðla (Arnþór Jónsson) og bassarödd (John Speight). Serenaðan er í 7 þáttum, og hinn 4. er áðurnefnd „Sonnetta nr. 217 eftir Petrarca", sem John Speight söng og hefur svo mikið tónlistarsögulegt gildi. Paul Zukof- sky stjórnaði verkinu, sem áður sagði, stúrinn á svip að vanda, en allir eru á einu máli um það að hann sé yfirburða tónlistarmaður sem hér marki djúp framfaraspor með heim- sóknum sínum (hann var hér til að æfa Sinfóníuhljómsveit æskunnar, eina ferðina enn). Og vafalaust er það ekki síst Zukofsky að þakka hve vel flutningurinn tókst. Spakur maður hefur sagt eitthvað á þá leið, að hann gerði sér grein fyrir því að margt í „nútíma tónlist- inni“ væri mjög gott, en að hann hafi bókstaflega ekki tíma til að setja sig inn í þetta. Hljóðfæraleikarar eru auðvitað alltaf að leita að nýju efni til að flytja - ekki geta þeir einskorð- að sig við 19. aldar klassíkina - tónskáldin þurfa að fá eitthvað nýtt að gera, og ekki geta þau haldið áfram að endurtaka hugsanir gömlu mannanna. Plötuútgefendur þurfa nýtt efni, o.s.frv. En þrátt fyrir allt er mikill jarðvegur fyrir nýja tónlist hér á landi, ekki síst meðal æsku- fólks sem líklega hefur fengið al- mennara tónlistaruppeldi en fyrri kynslóðir, eins og sést af því að þessir tónleikar voru mjög vel sóttir, og ekki síður Villa-Lobos tón- leikarnir á Kjarvalsstöðum um daginn. Sig.St. Krafa um aukið eigið fé í fiskeldi í Noregi Norskar lánastofnanir munu í fram- tíðinni gera auknar kröfur til þeirra, sem ætla að hefja fiskeldi, m.a. um að þeir leggi fram stærri hlut en áður af eigin fjármagni til uppbyggingar eldisstöðvar. Ástæður þessa eru harðnandi samkeppni á mörkuðum, aukin þátttaka annarra þjóða í lax- eldisframleiðslu og vaxandi fram- leiðsla í Noregi. Þetta kom fram í erindi sem aðstoðarbankastjóri Bergensbanka flutti nýlega á fundi með laxeldismönnum, eftir því sem Fiskaren greinir frá. Bankastjórinn taldi að Norðmenn myndu verða áfram leiðandi í laxeld- inu. Honum sýndist erfitt að fóta sig á því, hvernig horfur væru framund- an næstu árin. Hann bað menn að varast þá villu, að telja að laxafram- leiðslan í Noregi væri lítið magn í heimsviðskiptum með lax. Enda þótt Kyrrahafslaxinn á árinu 1986 hafi verið í allt um 640.000 lestir, væri það vitað að aðeins þriðjungur þessa magns færi til annarra landa. Menn væru því á blindgötu, að telja fram- leiðsluna á eldislaxinum í Noregi lítinn hlut í samanburði við Kyrra- hafslax, sem væri á boðstólum. Mest af Kyrrahafslaxinum er neytt innan þeirra landa, sem veiða hann, en Kanada og Bandaríkin eru stærstu veiðilöndin með alls um 2/3 laxveiðinnar. Hin löndin eru Sovét- ríkin og Japan, sem veiða um 230 þúsund lestir af laxinum í Kyrrahaf- inu. Þó eru það Japanar sem flytja inn mest af Kyrrahafslaxi. Bankastjóri Bergensbanka sagði ennfremur, að á næstu árum yrði að vinna vel innan þess kerfis, sem menn byggju við um sölu á laxi, leita yrði nýrra markaða og fara einnig aðrar dreifingarleiðir við söluna. I framhaldi af því þyrfti að afnema magntakmörk og opna þar með betur fyrir sölu á auknu magni. Því fylgdi að lækka yrði verðið á laxin- um. Vitað er að í Bandaríkjunum og í Vestur-Evrópu er aukinn áhugi fyrir breyttum neysluvenjum vegna stefnu til heilbrigðari lífshátta. I því efni er fiskur á þeim matseðli. Verð- mæti norska laxins til landa innan EF hefur þannig tvöfaldast að verðmæti frá 1979 til 1985. í Bandaríkjunum hefur fiskneysla aukist úr 12,3 pund- um í 15,5 pund milli áranna 1985 og 1986. Þetta jafngildir aukningu á' fiskneyslu í heild um 300 þúsund tonnum þar í landi. Að lokum sagði bankastjóri Berg- ensbanka, að miklir möguleikar væru fyrir norska laxinn, ef það tækist að aðlaga sölu hans nýjum mörkuðum og nýjungum í fram- leiðslu. En þessu fylgir að verðið verður að lækka, sagði hann. Þá væri ástæða til að óttast aukinn flutnings- kostnað við að koma laxinum á áfangastað og einnig hindranir sem viðskiptalöndin setja á gagnvart innfluttum laxi, ekki síst þegar aðilar í þessum löndum kæmu til með að auka laxaframleiðsluna. Fiskeldisnám • sporðbraut Þessa dagana birtist hér í blaðinu auglýsing frá Bændaskólanum á Hól- um um brautskipt búnaðarnám 1987-1988. Þar er þess getið m.a. að valgrein sé fiskrækt. Það mun hafa verið haustið 1981, að nám í fiskeldi var fellt inn sem valgrein á Hólum. Fiskeldi varþann- ig inn í hinu almenna búnaðarnámi. Með árunum hefur það unnið sér fastan sess í náminu, enda orðið æ fleirum ljóst hversu nauðsynlegt það er að sinna menntunarþörf þeirra, sem óska eftir staðgóðri þekkingu í fiskeldi. í fyrrgreindri auglýsingu frá Hóla- skóla er tekið fram, að nemenda- fjöldi sé takmarkaður. Umsóknar- frestur um 2ja ára búnaðarnám er til 10. júní næstkomandi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.