Tíminn - 02.04.1987, Side 11

Tíminn - 02.04.1987, Side 11
10 Tíminn ÍÞRÓTTIR Úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik: Njarðvíkursigur íslandsmeistararnir lögöu Valsmenn aö velli í fyrri leiknum með 84 stigum gegn 71 Frá Margréti Sanders á Suðurnesjum: íþróttahúsið í Njarðvík var ekki fullskipað áhorfendum þegar UMFN og Valur mættust þar í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar og þykir það tíðindum sæta. Úrslit leiksins urðu hinsvegar þau sem margir höfðu átt von á, Njarðvíking- ar unnu sigur á heimavelli sínum, sigruðu Valsmenn með 84 stigum gegn 71 eftir að staðan í hálfleik var 41-36 Njarðvíkingum í hag. Valsmenn virtust mjög öruggir í upphafi og náðu forystunni á fyrstu mínútunum. Njarðvíkingarbættuþó um betur og náðu yfirhöndinni með góðri vörn og ákveðnum leik. Torfi Magnússon fékk sína 3. villu eftir 5 mín. leik og spilaði ekki meira með í fyrri hálfleik. Háði það Valsmönn- um nokkuð. Leikur Njarðvíkinga var góður það sem eftir var hálfleiks- ins en Valsmenn náðu að minnka muninn að nýju undir lok fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik var 41-36. Mikill hraði var í leiknum í fyrri háfleik og hiti í leikmönnum. Valsmenn mættu ákveðnir til leiks í síðari háfleik og minnkuðu ntuninn í 2 stig en lentu fljótlega í villuvand- ræðum. fjórir þcirra fengu fimm villur áður en yfir lauk. Sturla Ör- lygsson var hvíldur, kominn með 4 villur og eftir það kom góður kafli hjá UMFN og þeir náðu 17 stiga forskoti og tryggðu sér þar með sigurinn. Leikurinn var ekki neitt sérlega góður og ekki eins og úrslita- leikur ætti að vera. Jóhannes Kristbjörnsson átti stór- leik í liöi UMFN, bæði í vörn og sókn. Hann stóð alltaf uppúr þegar aðrir duttu niður. Hjá Vaí átti Leifur Gústafsson mjög góðan leik ogTorfi Magnússon í seinni hálfleik. Einnig má geta Páls Arnar í vörninni. Nokkrar tölur: 2-6,38-26, (41-36), 46-44, 60-50, 72-53, 75-61,84-71. Stig UMFN: Jóhannes Krist- björnsson 25, Valur Ingimundarson 18, Helgi Rafnsson 10, Kristinn Einarsson 10, Teitur Örlygsson 10, Hreiðar Hreiðarsson 9, Friðrik Rún- arsson 2. Stig Vals: Leifur Gústafs- son 17, Torfi Magnússon 15, Tómas Holton 11, Einar Ólafsson 8, Sturla Örlygsson 8, Páll Arnar 6, Björn Zoéga 6. Dómarar: Ómar Schcving og Sig- urður Valgeirsson. Hafdís Guðjónsdóttir var markahæst í Framliðinu og gerði 7 mörk. Hér er eitt þeirra í uppsiglingu Tímamynd pjetur Bikarkeppnin í handknattleik: Fram og FH keppa til úrslita í kvennaflokki Það verða lið Fram og F'H sem leika til úrslita í meistaraflokki kvenna í bikarkeppninni í hand- knattleik. Fram sigraði Ármann mjög auðveldlega í undanúrslitum með 33 mörkum gegn 13 en FH mátti hafa meira fyrir sigrinum, vann Val með eins marks mun 16-15. Leikur FH og Vals var ntjög spennandi í lokin, þegar 3 mín. voru til leiksloka var staðan jöfn 15-15. FH-ingar komust yfir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og Valur í sókn. Hún mistókst og einnig næsta sókn hjá FH. Þá voru 40 sek. eftir og Valur með boltann. Ekki tókst þeim að jafna metin þrátt fyrir að vera í sókn það sem eftir var og ekkert varð úr aukakasti sem þær fengu á síðustu sekúndunni. Leikurinn var fremur sveiflu- kenndur, FH oftar yfir en er bilið jókst tóku Valsstúlkur ætíð kipp. Staðan í hálfleik var 8-7 FH í hag og höfðu FH-ingar forystuna allan fyrri hálfleikinn. Valur náði að jafna 8-8 og eftir það var oft jafnt en Valur aldrei yfir. Leikurinn var ekki sér- lega vel leikinn, mikið um slæmar sendingar og oft lítil ógnun í sókn- inni. FH liðið var betra og var sigur þeirra sanngjarn. Mesti munurinn á þessum liðum liggur í hraðanum, hann er góður hjá FH en enginn hjá Val, þær náðu ekki einu einasta Bikarkeppni HSI Undanúrslit í kvennaflokki Fram-Ármann . . . 33-13 FH-Valur..........16-15 hraðaupphlaupi í leiknum, FH- ing- ar voru alltaf komnir í vörnina áður en það gerðist. Halla Geirsdóttir markvörður var best í liði FH en María Sigurðardótt- ir átti góðan lokasprett. Hjá Val voru Erna Lúðvíksdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir einna sprækastar. Mörkin, FH: María 4, Heiða, Inga og Kristín 3 hver, Rut 2(1), Sigur- borg 1. Valur: Erna 5( 1), Guðrún og Katrín 4 hvor, Ásta 1, Harpa 1. Sigur Fram á Ármanni var sem fyrr sagði mjög auðveldur og yfir- burðir þeirra algerir eins og tölurnar gefa til kynna, 33-13. Staðan í hálf- leik var 19-7. Mörk Fram: Hafdís 7, Jóhanna 6, Guðríður 5, Arna og Margrét 4 hvor, Ósk 3, Súsanna 2, Guðlaugog Oddný 1 hvor. Ármann: Margrét 5, Guðbjörg 3, Bryndís og Þórdís 2 hvor, Elísabet 1. Fimmtudagur 2. apríl 1987 Fimmtudagur 2. apríl 1987 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR Skúli Gunnsteinsson svífur inn í vítateig Víkinga án þess að Karl Þráinsson eða Hilmar Sigurgíslason geti rönd við reist. Að vísu varð ekki mark úr í þetta skiptið en Stjörnumenn stóðu uppi sem sigurvegarar. Tímamynd Pjeiur Handbonadramatík - áralangri sigurgöngu Víkinga í bikarkeppni HSI lokið „Já, svona eiga bikarleikir að vera,“ sagði einhverspekingurinn í Laugardalshöll í gærkvöldi er Stjarnan bar sigurorð af Víkingum í hádramatískum leik - fram- lengdum og allt saman. Víst er óhætt að taka undir orð spekingsins því þessi leikur var sannkallaður bikarleikur. Víkingar í hlutverki bjarnarins þar sem þeir voru handhafar bikarsins og höfðu ekki tapað bikarleik í fjölda ára. Stjörnumenn úr Garðabæ í hlutverki músarinnar sem verið hefur að sækja sig í vetur eftir hörmulega byrjun á íslandsmótinu. Músin sigraði eftir mikil átök og má kenna klaufaskap bjarnar- ins nokkuð um. Víkingar höfðu ávallt yfirhöndina í þess- um leik og voru lengst af um 3-4 mörkum yfir. Staðan í hálfleik var 16-11 og virtist sem íslands- og bikarmeistararnir ætluðu að hafa náðugan dag. Fram eftir síðari hálfleik hélst þessi ntunur og ekki var að sjá breytingu á Stjörnunni. Skyndilega gaf Sigmar Þröstur markvörður tóninn með nokkrum vörðum skotum í röð og Stjarnan fór í gang. Þegar um 10 mínútur voru eftir voru þeir Garðbæingar komnir í rass Vík- inganna 20-21 og svo jafnaði Hannes úr víti. Víkingar voru sem heillum horfnir og Stjörnumenn gengu á lagið. Þeir komust í 24-22 þegar aðeins 55 sekúndur voru til leiksloka og voru svo gott sem komnir með leikinn í höfn. Gífurleg barátta Víkinganna og guðsmildarheppnisskot Hilmars Sigur- gíslasonar á lokasekúndunni tryggði Vík- ingum frestun á aftökunni við gífurleg fagnaðarlæti félaga sinna. Stjörnumenn bitu hinsvegar í skjaldarrendurnar jog ákváðu að koma harðir til leiks í frami- lengingunni. Sigmar markvörður gaf tóninn aftur og varði víti frá Karli í upphafi 2x5 mínútna framlengingu. Síðan var Karli vísað af velli Bikarkeppni HSÍ Undanúrslit í m.fl. karla Víkingur-Stjarnan . . . 26-29 Valur-Fram .............20-23 fyrir fullt og allt og Stjarnan skoraði tvívegis. Víkingar minnkuðu muninn f eitt mark en Hannes skoraði úr víti og sigurinn virtist í höfn á ný. Víkingar sóttu hart en Sigmar Þröstur varði sitt 21. skot í leiknum á lokasekúndunum og Einar tryggði Stjörnumönnum sæti í úrslitaleik bikar- keppninnar fyrir fullt og allt. Stjörnumenn voru vel að sigrinum komnir. Þeir gáfust ekki upp er á móti blés í síðari hálfleik leiksins og sýndu eindæma baráttu í framlengingunni þrátt fyrir kjafts- höggið í lok venjulegs leiktíma. Sigurganga Vtkinga var loks stöðvuð en þeir geta þó verið ánægðir með einn titil í vetur. Hannes var drýgstur Garðbæinga með 9 mörk þar af 5 úr vítum en Gylfi Birgisson skoraði 6 mörk. Páll þjálfari skoraði tvö mörk á mikilvægum augnablikum þegar Stjörnu- menn voru einum færri á leikvellinum, það vegur þungt. Hjá Víkingum voru menn mjög jafnir. Bjarki gerði 6, Hilmar 5 og Guðmundur og Árni 4 hvor. Glæsilegir dómarar þessa leiks voru þeir Gunnar Kjartansson og Rögnvald Erlings- son sem dæmdu skörulega eins og s-amer- ískir hershöfðingjar. Evrópukeppni landsliöa í knattspyrnu: Stórsókn Belganna bar árangur - Claesen með þrennu - Spánverjar skoruðu sigurmark sitt á síðustu sekúndunum Mikið var um að vera í Evrópukeppni landsliða f knattspyrnu í gærkvöldi, alls 5 leikir á dagskrá. Ekkert var þó leikið í 3. riðli sem Islendingar eru í. Úrslitin urðu þessi: RidlU 6: Wales-Finnland 4-0 (2-0) (Ian Rush 8., Glyn Hodges 29., Dave Phillips 64., Andy Jones 87.) Riðill 1: Austurríki-Spánn 2-3 (1-1) (Linzmaier 39., Polster 64.)-(Eloy 31. og 58., Carrasco 90.) Spánn...........................3 3 0 0 6-3 6 Rúmenía..........................3 2 0 1 9-2 4 Austurríki .....................3 1 0 2 5-7 2 Albanía ........................3 0 0 3 2-10 0 Riðill 4: N-írland-England 0-2 (0-2) (Bryan Robson 18., Chris Waddle 43.) England.........................3 3 0 0 7-0 6 Júgóslavía......................2 1 0 1 4-2 2 Tyrkland .......................2 0 1 1 0-4 1 N-írland....................... 3 0 1 2 0-5 1 Wales........ Tékkóslóvakía Danmörk . . . . Finnland..... 2 110 5-13 2 110 3-03 2 110 1-03 4 0 13 1-91 Riðill 7: Búlgaría-Írland 2-1 (1-0) (Sadkov 41., Tanev 82. víti)-(Frank Stap- leton 52.) Belgía-Skotland 4-1 (1-1) (Nico Claesen 9., 55., 85., Frank Vercaut- eren 72.)-(Pauk McStay 13.) Belgía..... Búlgaría . . írland..... Skotland . . Lúxembúrg 4 2 2 0 13-4 6 3 1 2 0 3-2 4 4 12 1 4-4 4 5 1 2 2 4-5 4 2 0 0 2 0-9 0 Nico Claesen var hetja Belga er þeir unnu öruggan sigur yfir Skotum, 4-1. Claesen sem hefur að undanförnu þurft að berjast fyrir sæti í Tottenhamliðinu skoraði þrjú mörk og tryggði belgíska liðinu þar með forystu í 7. riðli, í bili a.m.k. Guy Thys þjálfari belgíska liðsins tók þá áhættu að láta þrjá menn spila frammi og það bar góðan árangur, þeir spiluðu vörn Skotanna hvað eftir annað sundur og saman. Leikurinn var sögulegur að því leyti að breskir áhorfendur komu nú í fyrsta skipti á leik í Belgíu frá því í Hayselharmleiknum 1985 þegar 39 áhorfendur létu lífið. Spánverjar eru nú komnir með annan fótinn í úrslitakeppnina eftir að Francisco Carrasco tók létt sóló á lokasekúndunni í leiknum gegn Austurríki og skoraði sigur- markið. Hann fékk boltann á miðjunni, hljóp upp vinstri kantinn og skildi þar eftir einn varnarmann, lék á annan á leið sinni að markinu og sendi boltann löks í netið. NBA körfuboltinn: Tennessee vann kvennadeildina Tennessee vann Lousiana Tech 67-44 í úrslitaleik bandaríska há- skólakörfuboltans í kvennaflokki um síðustu heigi. Bakvörðurinn Tonya Edwards lék best allra í liði Tennessee og gerði 13 stig en Bridg- ette Gordon og Sheila Frost skoruðu____________________________________ einnig 13. Katarína Witt ásamt þjálfara sínum. Celtics og Lakers efst Boston Celtics og Los Angeles Lakers hafa þegar tryggt sér sigurinn í deildakeppnina á austur- og vestur- ströndinni. Þeim verður því raðað sem sterkustu liðum í fyrsta hluta úrslitakeppninnar. Atlanta, Detroit, Milwaukee og Philadelphia eru örugg í úrslit á austurströndinni og líklegast er að Washington, Indiana og Chicago fylgi á eftir. Cleveland á litla sem enga möguleika og New Jersey og New York eru þegar úr leik. Dallas, Portland og Utah hafa tryggt sér réttinn á vesturströndinni. Keppnin þeim megin er öllu jafnari en Golden State, Houston, Seattle og Denver eru líklegust áfram. Pho- enix og San Antonio eiga fræðilegan möguleika en tæpast Sacramento og LA Clippers eru löngu úr leik. Átta lið úr vesturhlutanum og 8 úr austur keppa í fyrsta hluta úrslitakeppninn- ar. Úrslit í bandaríska atvinnu- mannakörfuboltanum á þriðjudags- kvöld (engir leikir voru á mánudags- kvöld): Phil. 76ers-Cleveland 116-105 NY Knicks-Boston Celtics 128-120 Chicago-Washington 101-75 Dallas- LA Clippers 118-102 Denver-San Antonio 111-106 Utah Jazz-Phoenix 110-95 LA Lakers-Houston 111-96 Portland-Detroit 113-111 Seattle-Sacramento 132-129 íþróttaleiðtogar í A-Þýskalandi: Fallegustu íþrótta- konurnar eru a-þýskar Austur-þýskar íþróttakonur hafa löngum verið taldar karlmannlegar í útliti og lítt fyrir augað. Nú hyggjast forráðamenn íþróttamála þar í landi breyta þessari ímynd og sýna heim- inum hið gagnstæða. í ágúst í sumar verður haldið íþróttamót í Leipzig þar sem keppt verður í nokkurskonar undankeppni A-Þjóðverja fyrir Ólympíuleikana, tveggja daga mót. „Erlendir gestir eiga eftir að verða hissa þegar þeir sjá hve margar fallegar stúlkur og konur frá íþróttafélögum okkar keppa í Leipzig" sagði Manfred Ewald formaður a-þýska íþrótta- sambandsins m.a. í a-þýska dagblað- inu Neues Deutschland. Hann nefndi sérstaklega heimsmeistarann í skautadansi, Katarinu Witt sem hefur verið á sýningarferð um Bandaríkin við góðan orðstír. „íþróttakonurnar okkar eru ekki aðeins duglegar, gáfaðar og fallegar heldur jafnvel fallegustu íþróttakon- ur í heimi. Við hér í A-Þýskalandi höfunt alltaf vitað þetta, nú vita Bandaríkjamenn það líka og brátt allur heimurinn". Þá vitum við það. Svo er bara að bíða og sjá hvað gerist í ágúst. ítalska knattspyrnan: Undirbúningur fyrir hátíðahöld hafinn af fullum krafti í Napolí í Napólí búa menn sig nú undir það að fagna Ítalíumeistaratitli Napólíliðsins í knattspyrnu, þeim fyrsta í sögu liðsins. Enn eru 6 umferðir eftir og þrátt fyrir að Napoli hafi 5 stiga forystu er fjarri því að titillinn sé í höfn. Það láta Napólíbúar ekki segja sér, eftir leik- inn gegn Juventus á sunnudaginn sem Napoli vann 2-1 varð allt vitlaust í borginni og fagnað líkt og titillinn væri þegar í höfn. Fimmtíu og þrjár flugeldaverksmiðjur leggja nú nótt við dag til að ná að framleiða nægilegt magn flugelda til að skjóta upp í himininn kvöldið sem Napoli verður meistari. Hafa menn jafnvel gengið svo langt að ætla sér að setja svo mikið sprengiefni í eldfjallið Vesúvíus að það fari að gjósa í tilefni dagsins. Maradona, aðal stjarna Napólí- liðsins hefur látið sér fátt um finnast og neitar að tala við fréttamenn. Segir framkvæmdastjóri félagsins að hann sé eins og ráðamenn félagsins varkár og vilji ekkert segja fyrr en titillinn verði í höfn. Maradona lætur sér fátt um finnast þó allt ætli á annan endann í Napólí. Hann vill ekkert segja fyrr en titillinn er í höfn. Hamburg og Stuttgarter Kicker í úrslitin AnnarrardeildarliiHð Stuttgarter Kicker komst í gær í úrslit í v-þýsku bikarkeppninni í knattspyrnu er liðið sigraði Fortuna Dússeldorf 3-0 í undanúrslitaléik. Þá sigraði Hamburg Borussia Mönchenglad- bach í hinum úrslitaleiknum, 1-0. Stuttgartcr Kicker og Hamburg leika til úrslita 20. júní. Alemao til Atl. Madrid Brasilíski knattspyrnumaður- inn Ricardo del Brito „Alemao“ hefur skrifað undir fjögurra ára samning við spænska knattspyrnuliðið Atletico Madrid. Alemao er miðjumaður og lék með brasilíska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Mexíkó. Hann hefur ekki keppt síðan um áramót en þá rann samningur hans við Botafogo út. Ekki er búist við að Alemao verði tilbúinn í slaginn er leik- menn Atletico mæta Barcelona á sunnudaginn. Atletico þarf a.m.k. jafntefli úr þeim leik til að halda sér í toppbaráttunni. Sigur hjá Uerdingen Einn leikur var í 1. deild þýsku knattspymunnar í gærkvöld, Bayer Uerdingen sem þeir Atli Eðvaldsson og Lárus Guðmunds- son leika með sigraði FC Hom- burg með tveimur mörkum gegn einu. Hi-C mót í körfuknattleik Vífilfell hf. og unglinganefnd KKI halda í páskavikunni stór- mót fyrir yngstu flokkana í körfu- knattíeik og er þetta í þriðja sinn sem mótið fer fram. Mótssetning verður mánudaginn 13. apríl. Til þátttöku er boðið liðum í 4. og 5. flokki karla, 3. flokki kvenna og minnibolta. Lciktími og leikreglur eru eins og í íslandsmóti KKI. Leikið er í riðlum og svo í úrslitakeppni. Hvert lið fær a.m.k. fjóra leiki. Verðlaun eru veitt fyrir 1. og 2. sæti. Þátttökutilkynningar ásamt þátttökugjaldi kr. 2.200.- berist unglinganefnd KKÍ, íþróttamið- stöðinni Laugardal, 104 Reykja- vík fyrir 4. apríl. Skíðahelgi fatlaðra íþróttafélag fatlaðra á Akur- eyri og vetraríþróttanefnd fþróttasambands Fatlaðra efna til skíðahelgar á Akúreyri 1.-3. maí n.k. Megin áhersla verður lögð á að kynna notkun sérstakra sleða fyrir hreyfihamlaða, hvern- ig einfættir geta skíðað og skíða- göngu. Kostnaður er kr. 2.700,- Þátttökutilkynningum þarf að skila til skrifstofu fþróttasam- bands Fatlaðra, íþróttamiðstöð- inni Laugardal fyrir 15. apríl. Þar er einnig unnt að fá allar nánari upplýsingar. Styrkir til unglingaþjálfara í ár eins og á undanförnum árum mun fþróttasamband fs- lands veita styrki til ungling- aþjálfara sem hyggjast sækja námskeið erlendis. Að þessu sinni verða veittir 3 styrkir að upphæð kr. 25.000 hver. Umsóknir um styrki þessa þurfa að vera á sérstöku eyð- ublöðum er send hafa verið hér- aðs- og sérsamböndum og eru einnig til á skrifstofu ÍSÍ. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.