Tíminn - 02.04.1987, Qupperneq 12

Tíminn - 02.04.1987, Qupperneq 12
12 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT TBiLISI — Margrét Thatcher forsætisráðherra Bretlands heimsótti Sovétlýðveldið Ge- orgíu á síðasta degi opinberrar heimsóknar sinnar til Sovétr- íkjanna. TEL AVIV — Sendiherra fsraels í Bandaríkjunum sagði stjórn sfna hafa gert sam- komulag við Sovétstjórnina um að skiptast á sendinefndum oa yrði það upphafið að því að endurnýja stjórnmálaleg tengsl ríkjanna sem legið hafa niðri í tuttugu ár. Ekki fengust þó þessar fréttir staðfestar í Moskvu og lýstu vestrænir stjórnmálaerindrekar þar yfir efasemdum vegna þeirra. TOKYÖ — Dollarinn hækk- aði mjög í verði og japönsk hlutabréf hækkuðu einnig. Gialdeyriskaupmenn spáðu þó ao dollarinn myndi afturtaka til að lækka vegna ótta um að viðskiptastríð skapist milli Jap- ans og Bandaríkjanna. LUNDÚNIR — Hægrisinn- aðir meðlimir hins ráðandi íhaldsflokks í Bretlandi reyndu að koma dauðarefsingu í formi hengingar í lög á ný. Dauða- refsing hefur ekki verið í gildi síðustu 22 árin þar í landi og ekki var búist við að hún hlyti samþykki á þingi. BEIRÚT — Fjögur börn dóu af vannæringu og kona var skotin til bana í tvennum flótta- mannabúðum Palestínu- manna í Líbanon. Þar halda múslimar úr hópi sjíta áfram að umkrinaja búðirnar og ráða yfir umferð út og inn í þær. MANILA — Harðir bardagar héldu áfram í norðurhluta Fil- ippseyja þar sem stjórnarher- inn hefur hafið sókn gegn skæruliðum kommúnista, þá öflugustu á þessu ári. MANSOURA, Egyptaland - Hosni Mubarak forseti Eg- yptalands sagði stjórn sína ekki ætla að skila libýsku flug- vélunum tveimur, sem menn úr líbýska flughernum komu á er þeir flúðu tíí landsins, fyrr en stjórnin í Tripóli sendi þrjá Egypta yfir til heimalands sins eða útskýrði hvers vegna þeim væri haldið. DYFLINNI — Hinar hörðu sparnaðarráðstafanir írsku minnihlutastjórnarinnar fyrir árið 1987 fengu góðar undir- tektir á alþjóðlegum peninga- mörkuðum. ÚTLÖND ■I lllllllllllll Sovétríkin: Aprílvor í Moskvu Háttsettur hugmyndafræöingur vitnar til Pragvorsins áriö 1968 - Gorbatsjov heldur til Tékkóslóvakíu í næstu viku Reuter- Sovéska dagblaðið Pravda hafði eftir háttsettum hugmyndafræðingi kommúnistaflokksins þar sem hann lýsti þeim endurbótum á sovésku þjóðfélagi sem leiddar eru af Mikhail Gorbatsjov leiðtoga landsins sem „aprílvori". Þar vitnaði hugmynda- fræðingurinn Alcxander Yakovlev greinilega til hins svokallaða Prag- vors árið 1968 sem var samnefnari yfir lýðræðisbreytingarnar sem reynt var að koma á í Tékkóslóvakíu. Yakovlev, sem er meðlimur fram- kvæmdastjórnar flokksins þótt hann hafi að vísu ekki atkvæðisrétt þar, talaði um aprílvorið í ræðu sem hann hélt í boði hjá sovéskum fjöl- miðlamönnum og var þar að vitna til fundar miðstjórnar flokksins í apríl árið 1985, mánuði eftir að Mikhail Gorbatsjov var valinn leiðtogi hans. Margir vcstrænir stjórnmála- skýrendur hafa borið endurbæturnar sem Alexander Dubcek og hans menn reyndu að koma á í Tékkó- slóvakíu á sínum tíma, saman við þær endurbætur sem Gorbatsjov Fimmtudagur 2. apríl 1987 Tékkóslóvakía árið 1968: Pragvorið barið niður af herjum Varsjárbandalags- ins. Verður aprílvorið lífseigara? hefur mælt fyrir í Sovétríkjunum. Báðar þessar tilraunir hófust fyrir atbeina miðstjórna kommúnista- flokka ríkjanna tveggja og voru fyrst og fremst hugsaðar til að hleypa lífi ístaðnaðþjóðfélags- ogefnahagslíf. Sovéskir herir gengu af „Pragvor- inu" dauðu á sínum tíma en „apríl- vor“ Gorbatsjovs er enn í fullum skrúða og á síðustu mánuðum hafa borist margar fréttir um slökun á taumlausri miðstýringu og höftum ýmiskonar. Það að Pravda vitnaði í orð Yak- ovlevs í gær verður merkilegra í Ijósi þess að Gorbatsjov Sovétleiðtogi mun heimsækja Tékkóslóvakíu í næstu viku. Gustav Husak forseti landsins og samstarfsmenn hans eru þekktir fyrir að vera manna íhalds- samastir á breytingar þar eystra en í síðasta mánuði lofaði Husak þó landsmönnum sínum framförum í anda þeirra sem komið hefur verið á í Sovétríkjunum. Kína: Suður-Kórea: Kommúnistar úti í kuldanum bæði í Macao og Hong Kong? Pekíng-Reutcr Stjórnvöld í Kína sögðu í gær að kínverski kommúnistaflokkurinn yrði ekki við völd í Hong Kong og Macao þegar þau tækju formlega við stjórn þcssara landsvæða í lok aldar- innar. íbúar beggja þessara staða mega gagnrýna kommúnistaflokk- inn en verður ekki leyft að reyna að útbreiða hugmyndir sínar annars staðar í Kína. Li Hou, varaformaður stjórn- deildar þeirrar sem fer með málefni Hong Kong og Macao, sagði að íbúar þessara svæða myndu ekki búa við...minna frjálsræði en þeir hafa nú". Brctar hafa samþykkt að láta Hong Kong í hendur Kínverja árið 1997 og Portúgalar hafa gert svipað samkomulag fyrir Macao scm tekur gildi árið 1999. „Borgaralegt frjálslyndi fær að halda áfram," sagði Li á blaðamann- afundi þar sem hann bætti við: „Fólk mun búa við málfrelsi og ritfrelsi". Embættismaðurinn tók þó fram að kínversk yfirvöld gætu bannað dreifingu á bókum frá þessum svæð- um til annarra svæða í Kínaveldi. Kínversk stjórnvöld hafa að undanförnu háð mikið áróðursstríð gegn svokölluðu borgaralegu frjáls- lyndi sem er orð yfir vestrænar stjórnmálahugmyndir. Sendimenn frá Hong Kong og Macao lýstu einmitt yfir áhyggjum vegna þessa áróðursstríðs í samtali við kínverska forsætisráðherrann Zhao Ziyang í vikunni. Töldu þeir að baráttan gegn borgaralegu frjálslyndi myndi breiðast út til bæði Hong Rong og Macao. Svar kínverska forsætisráðherrans var stutt og laggott: „Þið getið haldið áfram að stunda borgaralegt frjálslyndi," sagði Zhao. .. ..... Fær kapítalískt hagkeifi að lifa í Hong Kong og Macao þegar kínversk stjórnvöld taka við völdum þar? Frá miðstjórnarfundi kínvcrska kommúnista- flokksins. Italía: Að móðga ríkið Þrír blaðamenn fyrir rétt sakaðir um að móðga ríkisvaldið og aðhyllast kommúnisma Seoul-Reuter Þrír blaðamenn frá Suður-Kór- eu komu fyrir rétt í Seoulborg í gær, sakaðir um að hafa „móðgað ' ríkisvaldið" og vera hlynntir kommúnisma. Þremenningarnir voru ákærðir á síðasta ári þcgar þeir birtu í tímariti einu það sem þeir sögðu vera leiðbeiningar stjórnvalda um hvernig ætti að skrifa og birta fréttir í blöðum. Upplýsingamálaráðuneyti landsins hefur hinsvegar neitað að hafa gefið út þess fyrirmæli til blaðamanna. Þeir ákærðu eru Kim Tae- hong, fyrrverandi forseti suður- kóreska blaðamannafélagsins, Shin Hong-bum fyrrum blaða- maður Seoulblaðsins og Kim Ju- on, blaðamaður hjá einu dag- blaða landsins. Ákærurnar sem þeir þre- menningarnir eiga yfir höfði sér eru nokkuð margar, meðal ann- ars stuðningur við kommúnisma. Dauðarefsing gæti komið til verði þeir fundnir sekir um slíkt. Mennirnir birtu frétt í Mal tímaritinu á síðasta ári þar sem þeir sögðu að stjórnvöld hefðu mörg undanfarin ár látið fjölmiðl- um leiðbeiningar í hendur um birtingu frétta. Þar var, að þeirra sögn, blaðamönnum ráðlagt að gera mikið úr störfum stjórnar- innar og einnig var lagt bann við að birta myndir af Kint Dae-jung og öðrum helstu stjórnarand- stæðingum í landinu. Reynt að fá fram úrslit Cossiga forseti sendir stjórn Craxi aftur á þing Róm-Reuter Francesco Cossiga forseti ftalíu tilkynnti í gær að hann hefði skipað ríkisstjórn Bettinós Craxi forsætis- ráðherra að taka aftur til starfa. Cossiga neitaði þar með að sam- þykkja afsagnarbeiðni stjórnarinnar og sögðu stjórnmálaskýrendur þetta þýða að þingið yrði nú að láta fara fram atkvæðagreiðslu um vantraust á ríkisstjórnina. Tilkynning forsetans kom mjög á óvart en nú er rétt tæpur mánuður síðan Craxi baðst lausnar fyrir stjórn sína. Stjórnamálakreppa hefur ríkt á Ítalíu síðan stjórnin sundraðist, aðallcga vegna deilna sósíalista, er Craxi leiðir, og kristilegra demó- krata. Síðast reyndi Nilde lotti full- trúi kommúnista á þingi að miðla málum. Hún gaf þá yfirlýsingu að ennþá væri hægt að ná sáttum á grundvelli hinnar fimm flokka sam- steypustjórnar sem var við völd. Ennþá er þó afstaða sumra flokk- anna og óbundinna þingmanna ekki ljós en ákvörðun Cossiga mun hins- vegar neyða menn til að taka skýra afstöðu um hvort þeir styðji stjórn Craxis eður ei þegar til atkvæða- greiðslunnar kemur. Búist er við að kristilegir demókr- atar, sent eru á móti því að Craxi leiði áfram ríkisstjórn landsins, dragi þingmenn sína úr stjórnarsamstarf- inu áður en til atkvæðagreiðslunnar kemur og lýsi vantrausti á stjórnina. Þá verða kosningar í landinu, jafnvel í næsta mánuði, eins og reyndar margir hafa ávallt haldið fram að ekki væri komist hjá í þessari stjórn- máladeilu, sannarlega ekki þeirri fyrstu á Ítalíu en engu að síður flókinni.kreppu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.