Tíminn - 02.04.1987, Side 14

Tíminn - 02.04.1987, Side 14
14 Tíminn lllllllll BÓKMENNTIR Fimmtudagur 2. apríl 1987 IfiSfiiiSBiiiil Fáguð Ijóð en átakalítil Stefán Hörður Grfmsson: Tengsl, Ijóð, Mál og menning, 1986. Eftir því sem handbækur upplýsa er Stefán Höröur Grímsson kominn hátt á sjötugsaklur. Hann hefur um áratuga skeið veriö meðal hæst skrif- uöu Ijóöskálda okkar, en eigi aö síður eru afköst hans lítil í flatarmáli talið, bækurnar fáar - þctta mun vera sú fimmta á rúmum fjörutíu árum - og allar tiltölulega smáar. Fágun og vandvirkni hafa hins vegar alltaf verið aðalsmerki hans, ásamt hnitmiöun í orðavali og vafalausri hæfni til biturrar ádeilu. Ég nefni til dæmis af fyrri verkum lians Ijóðin Bifreiðin sem hcmlar hjá rjóðrinu og Síðdegi. hið fyrra kaldhæðnislega mynd með óvenjulega óvæntum skírskotunum, hið síðara eina bein- skeyttustu ádeilu í smámyndarformi á stríðsrekstur sem ég minnist úr allri íslenskri ljóðagerð. Með hliðsjón af því scm á undan er komið hjá Stefáni Herði hlýtur því ný Ijóðabók el'tir hann að teljast til tíðinda. Aftur á móti verður það að segjast eins og er að út frá venjubundnum fornuilum bók- mcnntafræðinga liggur þaö hreint ekki á borðinu hver sé meginstefnan í þessari nýju bók hans. Einhvers staðar sá ég það haft eftir Stefáni Hcrði í blaðaviðtali á dögunum að fyrsti hluti þessarar nýju bókar fjallaði um mengun í víðasta skilningi, annar hlutinn væri mýstískur og í þriðja hluta væri hlaupið nokkuð í ýmsar áttir og liitt tvennt síðan dregið saman í lokin. Þctta má svo sem til sanns vegar færa, og þócrcgekki alfarið kominn til með að viðurkenna að túlkun af þessari tcgund sé sú sem lesanda, ókunnugum þessum hugmyndum höfundar, myndi fyrst af öllu detta í hug. Til dæmis er þarna töluvert mikið af náttúrumyndum, og má raunar segja að svo megi líta á að þær tengist þeirri mengunarádeilu sem máski er önnur meginstcfna bókarinnar. Þar af nrá nefna lítið og fallegt Ijóð sem lieitir einfaldlega Næturbón: Andvari ferðastu Ijúft um þínar mýrar, líð yfir maraskóga og gáraðu ckki tjarnir. Svefnlausi andi leita þér hvíldar í sefi. Sjá úthafið blundar í nótt, það stirnir á þaninn kviðinn. Ekki get ég komið auga á það að hér sé á ferðinni ádcila, heldur þvert á móti; þetta er hugljúf náttúru- mynd, dregin upp að næturlagi, og ber vitni um fumlaust snilldarhand- bragð skálds sem kann til verka. Mýstík, aftur á móti, cða einhvers konar dulspeki, kann líka að vcra þarna, til dæmis í Ijóði úr öðrunr hluta bókar sem hcitir Sjónhending: Sé horft út í geiminn gcgnum skýlausa nótt sést að bilin milli stjarna mynda stjörnur og stjörnur bilin. Og má þó svo sem eins vel vera að þctta sé einfaldlega það sem er vel þekkt í Ijóðagerð og venjulega af- greitt með skilgreiningunni orðaleik- ur. Með öðrum oröum þá fer ekki á milli mála að þetta er vel ort og fáguð Ijóðabók. En ef leita á eftir meginstefnu í henni þá fer það heldur ekki á milli mála að það er nokkuð djúpt á henni. Vissulega er þarna ádeilukennt efni, svo sem í litlu smákvæði sem heitir Fanga- mark: Hciðan morgun sést að Nótt hefur markað lykil á hlífiskjöldinn - brennt sinn lykil í hlífiskjöldinn. Nóttin - myrkrið - er hér trúlega að fornum sið tákn hins illa, myrku aflanna sem reyna jafnan að spilla mönnum og umhverfi þeirra. Hér hefur þessum öflum tckist að rncrkja sér varnarvegg þess sem talað er fyrir og stíga þannig fyrsta skrefið til þess að brjóta hann niður. Hættan er því fyrir hendi á sigri þessara myrku afla. Og al' því má sýnast að skáldið hafi áhyggjur. Þar er þá komið að því sem segja má að sé einn af rauðu þráðunum í Eiríkur Brynjólfsson: Endalausir dagar, Orðhagi sf., Rv. 1987. Þessi ljóðabók, sem kom út fyrir fáum vikum, hefur að geyma fjöru- tíu ljóð og er hin fyrsta sinnar tegundar eftir höfund sinn. Áður hefur hann gefið út smásagnasafnið I smásögur færandi, sem kom út 1985. Þessi bók skiptist í tvo hluta, Loftkennd ljóð og Jarðbundin ljóð. Munurinn á Ijóðunum í þessum tveimur flokkum liggur þó ekki ljós fyrir; efnistök eða viðfangsefni eru þar ekki með svo ólíkum hætti að það framkalli sjálfkrafa þessa skipt- ingu. . Það er einkenni á þessum Ijóðum að þau eru huglæg og átakalítil. Því bregður varla fyrir að tekist sé á við áþreifanleg efni úr samfélagsveru- leikanum allt umhverfis okkur. Sú undantekning frá þessu, sem helst er að nefna, er í litlu ljóði sem þarna er og heitir um grjót. Þar furðar skáldið sig á því að „útlent grjót“ sé á götum Reykjavíkur, í landi þar sem nóg er af grjóti; ég tek það þannig að þar sé hann að tala um grjótið sem flutt var inn um árið og notað við endurnýjun neðsta hluta Laugavegarins. Helsti styrkur höfundar í þessari Stefán Hörður Grímsson skáld. ENDALAUSIR DAGAR EIRÍKUR BRVNJÓLFSSON bók er hins vegar sá að honum er nokkuð vel lagið að komast hnytti- lega að orði og koma lesendum sínum á óvart með óvæntum orðatil- tækjum. Það er töluvert af slíku í bókinni, og margt smellið. En það þarf meira en þetta til að ná því marki að skrifa verulega marktæk ljóð. Þar þarf frumleika í vali á yrkisefnum, þar þarf líka frumleika í afstöðu til þessara yrkis- efna, og þar þarf tilfinningu fyrir því sem fer vel í formi og stíl. í heild þykir mér nokkuð skorta á í þessu öllu, og að höfundur eigi enn eftir að læra og aga sig töluvert. En frá þessu er þó ein ánægjuleg undantekning. Það er lítið ljóð sem bókinni, sem er uggur skáldsins, væntanlega einna helst yfir framtíð mannkyns. Hann heldur þessu þó frekar á því sem kannski mætti tala um sem áhyggjustigið, en þetta leið- ist ekki út í ádeilur hjá honurn. Það væri allt of ódýr niðurstaða úr þessum vangaveltum að afgreiða bókina einfaldlega með orðalagi eitthvað á þá leið að hún sé torskilin og að hana verði að lesa vandlega aftur og aftur til að komast til botns í henni. Ekki fer á milli mála að hér er ort af kunnáttu og vandvirkni, og það einkennir bókina að það er mikil kyrrð og ró yfir henni. En samhengið, meginstefnuna, eða hvað menn vilja kalla það, vantar. Slagkrafturinn er hér minni en eiga mætti von á frá skáldi nieð getu Stefáns Harðar Grímssonar. -esig heitir einfaldlega mannbjörg? Það er svona: Bryntröllið slær hrammi í höfin og öldurnar færa okkur í kaf mannbjörg eftir þörfum mannbjörg eftir þörfum tröllanna Hér á það við að lesandi hefur jafnan leyfi til-að lesa það út úr ljóði sem honum finnst best horfa við sjálfum. Hvert bryntröllið er, eða hver tröllin eru, skal ég ekki gefa neina algilda formúlu um. En þar getur verið urn að ræða hvaðeina það sem sterkt og illt er í heiminum. Það mega vera stórveldin, það mega vera þeir sem stýra kjarnorku- sprengjum, miskunnarlausir fjár- magns- eða verksmiðjueigendur sem arðræna verkafólk, kannski má tala þar um óvini litla mannsins, og máski er þetta sá eini og sanni óvinur í kristinni trú sem ræður ríkjum í Víti. En hvað sem því líður er þetta góð lýsing á því hvernig óbreytt alþýðu- fólk getur þurft að sæta því að öfl, sem það ræður ekki við eða yfir, sýni því algjört miskunnarleysi, sem gangi það langt að hvergi sé hirt um líf þess eða dauða. Dæmi slíks þekkjum við öll til dæmis úr heims- fréttunum og veraldarsögunni, og þarf ekki að tilgreina þau sér á parti. En þó ekki væri nema fyrir þetta eina litla ljóð hefur þessi bók átt erindi út á markaðinn. -esig Myrkrið og Ijósið Heimir Steinsson: Haustregn, AB Ljoðaklubbur, 1986. Séra Heimir Steinsson er að vísu þjóðkunnur maður, en þó miklu fremur sem kennimaður heldur en sem Ijóðskáld. Eitthvað mun þó hafa sést eftir hann ljóðakyns í blöðum og tímaritum, en hér er hann hins vegar kominn fram með heila ljóðabók. Þegar henni er flett kemur í ljós að hann hefur dýrkað ljóðagerðina lengi; eftir því sem mér er kunnugt um aldur hans og af ársetningum ljóðanna sé ég ekki betur en hann hafi byrjað á þessu þegar sem unglingur. Eins og máski er við að búast um starfandi prest innan þjóðkirkjunnar eru trúarleg efni talsvert áberandi í þessum ljóðum. Þó verður því ekki haldið fram að hann sé sálmaskáld í hefðbundnum skilningi þess orðs. Það örlar á slíku, þarna eru nokkrir lofsöngvar um guðdóminn í venju- bundnum stíl, en um það eru aðeins einstök dæmi. Hins vegar beitir hann miklu meira líkingamáli af ætt andstæðna ljóss og myrkurs, til þess að túlka þá togstreitu milli góðs og ills, trúar og vantrúar, sem átt getur sér leikvöll í mannssálinni. Þetta kemur máski hvað sterkast fram í upphafsverki bókarinnar, metnaðarfullum Ijóða- bálki sem nefnist Merlín í Hliðskjálf- Séra Heimir Steinsson. inni, en sést þó víðar, m.a. í nokkuð átakamiklu kvæði sem nefnist Kveðja. Þar er viðfangsefnið sam- band þess, sem talar í verkinu, og guðs. Á því sambandi hefur orðið brestur, og þó, því að: Hvcrnig ætti sá að geta skynjað guð sem aldrei hefur bráðnað í deiglu framréttra tófa hans aldrei staðið fórnarprestur fyrir brennandi altari hans undir fjalli hans í helgum skrúða? Það er vissulega mikið af prestin- um Heimi Steinssyni í þessari bók, enda eðlilegt; er það ekki hverju skáldi náttúrlegast að yrkja um þá reynslu og það líf sem hann þekkir best til? En trúarlegir lofsöngvar eru þetta ekki fyrst og fremst. Hér eru í fararbroddi, bæði hvað magn og gæði snertir, verk sem fjalla um trúarlegar efasemdir og þau átök sem slíku geta fylgt. Og eins og menn vita geta slík átök oft orðið býsna hörð og sársaukafull þeim sem í þeim lenda. í bókinni er líka áberandi tilhneig- ing til að kveða sterkt að orði og tala tæpitungulaust. Slíkt er kenni- mannslegt og vel við hæfi hér. Þótt yrkisefni séu hér sótt í ýmsar áttir eru það trúin og efasemdirnar sem fara fyrir, jafnt að því er magn og gæði snertir. Hér eru því komin fram á sjónarsviðið nútímaleg trúar- ljóð. Það er hæpið að tala um þau sem sálma, því að þau fjalla um átök en eru ekki efasemdalausar lofgerðir í anda sanntrúaðra og kennimanna. Kannski má segja að hér sé á ferðinni tilraun til að leiða trúna sem lykil til lausnar inn í þann tilvistar- vanda sem hrjáir marga núna á tölvuöld. - esig ^ Æskulýðsfulltrúi Blönduóshreppur óskar eftir aö ráöa æskulýðsfull- trúa í hálft starf og hefji hann störf í vor. Upplýsingar um starfssvið og launakjör veitir undirritaður. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um aldur og menntun og fyrri störf berist undirrituðum fyrir 7. apríl n.k. Sveitarstjóri. LAUSAR STÖEXJR HJÁ REYKJAVIKURBORG Starfsfók vantar í hlutastörf í eldhús Seljahl íðar og einnig í sumarafleysingar, 100% störf. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 73633. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Póshússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.