Tíminn - 05.08.1987, Qupperneq 2

Tíminn - 05.08.1987, Qupperneq 2
2 Tíminn Miðvikudagur 5. ágúst 1987 Graskögglaverksmiðjur ríkisins: Ein seld, önnur í kaup- leigu og tilboð í þriðju Eitt tilboð hefur borist í Fóð- uriðjuna í Búðardal einu gras- kögglaverksmiðju í eigu ríkisins sem hefur verið starfrækt í sumar og verður starfrækt fram til ára- móta. Fóðuriðjan er minnsta gras- kögglaverksmiðjan í eigu ríkisins og getur framleitt 1500 tonn af graskögglum á ári á móti því að hinar verskmiðjurnar þrjár, Stór- ólfsvallabúið, Gunnarsholt og verksmiðjan í Flatey gátu framleitt um 2000 til 2500 tonn á ári. Við Fóðuriðjuna vinna um 12 manns á sumrin en 2 til 3 aðra tíma árs. Með Fóðuriðjunni fylgir jörð sem verksmiðjan er búin að kaupa og hefur um 3 til 400 ræktanlega hektara og tvö íbúðarhús. Graskögglaverksmiðjan í Flatey á Mýrum hefur þegar vcrið seld og fengust um 20 milljónir fyrir hana. IJað var Óli Óskarsson sem keypti verksmiðjuna oghyggst liann fram- leiða grasköggla í vcrksmiðjunni áfram. Stórólfsvallabúið hefur verið leigt til þriggja ára með kauplcigu- skilmálum, tveimur mönnum sem hyggjast hefja ánamaðkabúskap til þess að framlciða lífrænan áburð. Verksmiöjan í Gunnarsholti hefur ekki framleitt neitt í sumar og mun ekki gera, en ekki eru uppi neinar hugmyndir um að selja þá verk- smiðju enn sem komið er. Framkvæmdastjóri Fóður- iðjunnar í Ólafsdal, Sæmundur Graskögglaverksmiðjan í Gunnarsholti Kristjánsson hefur gert tilboð fyrir hönd heimamanna í verksmiðjuna og eignir hennar upp á um 10 milljónir króna. Hann sagði að meiningin væri að halda áfram framleiðslu á graskögglum en ekki væri ákveðið hve margir myndu standa að kaupunum, því tíminn til áramóta væri til stefnu til þess að ganga frá hlutafé, enda yrði ekki gcngiö formlega frá kaupunum fyrr en þá. Aðspurður hvernig menn treystu sér til að halda áfram graskögglaframleiðslu þegar mikið tap hefði verið á verskmiðjunni sagði Sæmundur að tap verksmiðj- unnar væri flókið mál sem erfitt væri að rekja í stuttu máli en mætti að hluta rekja til fjármálaráðuneyt- isins. Það hefði lofað ákveðnu stofnfé þcgar ríkið keypti vcrk- smiðjuna á sínum tíma af heima- mönnum en það hefði aldrei verið lagt fram. Verksnriðjan hefði því orðið að taka það fé af rekstri og taka lán til þess að brúa bil sem mynduðust. Sá skuldahali hefur síðan dregist á eftir allan tímann. Einnig væri ræktun lands mun erfiðari hjá Fóðuriðjunni heldur en hjá öðrum graskögglaverk- smiðjum. Á móti kæmi að gras- kögglar frá henni hefðu þótt með þeini bestu senr völ væri á því jarðvegurinn væri betri þótterfiður væri í ræktun. Það hefði því ekki verið vandamál að selja fram- leiðslu Fóðuriðjunnar utan árið 1984. „Það er annað hvort að halda áfram að reka þessa verksmiðju eða leggja þetta sveitarfélag hér niður. Það er um þetta tvennt að ræða. Úr því að stjórnvöld hafa ekki meiri skilning á byggðastefnu en raun ber vitni. þá verða menn að berjast sjálfir. Hitt er annað mál að viðgreiðum allt of hátt verð fyrir verksmiðjuna miðað við tilboðið. Við erum að kaupa 16 ára gamla verksmiðju á sama tíma og Skagfirðingar fá svo til nýja og helmingi stærri verk- smiðju á tólf milljónir. Vallhólma- verksmiðjunni fylgdu öll tæki og hús auk þess sem hún hefur íblönd- unartæki sem stór peningur er í. Ef miðað er við Flateyjarverksmiðj- una sem fór á 22 milljónir, þá erum við líka að greiða of hátt verð því henni fylgja 5 jarðir sem gel'a samtals um 7 þúsund hektara lands ef ég man rétt. „Þetta er í lægri kantinum, en það er spurning hvers virði þessar eignir eru fyrir ríkið og það er spurning fyrir ríkið að losna út úr þessum rekstri og vera ekki að taka ábyrgð á þessum stanslausa halla- rckstri sem er á þessu,“ sagði Sigurður Þórðarson skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu aðspurður um það verð sem fengist fyrir Fóðuriðjuna í Ólafsdal. Time: Langir dagar, bjartar nætur Söluskattur af útreikningi söluskattsins: FJÖLMÖRG VAFA- ATRIÐIVID10% SÖLUSKATTINN Sviö og rófur skattlaus en soöin svið og rófustappa með söluskatti? Viðskiptavinir matvöruverslana tóku 10% vcrðhækkun á fjölmörg- um matvörum í gær án þess að æmta né skræmta, að því er fram kom í samtölum við matvörukaupmenn í Reykjavík. Vandamál kaupmann- anna sjálfra, vegna upptöku 10% söluskatts á matvöru, voru ekki síst vegna þess að í ljós komu fjölmörg vafaatriði. Á að taka söluskatt eða taka ekki söluskatt af; grilluðum kjúklingum, soðnum sviðum, rófustöppu, kæfu í niðursuðudós en ekki í plastdós? Hvað með poppmaís? Er hann þurrkað grænmeti, óunnið græn- meti, eða kannski kornvara? Hvern- ig á að flokka grænar og gular baunir, eða súpujurtir? Kaupmenn stóðu frammi fyrir fjölda vandamála af þessu tagi í gær. Að öðru leyti töldu viðmælendur Tímans ekki um umtalsvert óhagræði að ræða vegna breytinganna. „Það er þó eiginlega grátbroslegt, að þegar við hér eftir kaupum aðstoð endurskoðanda, eins og menn gera í mörgum tilvikum, til þess að gera söluskattskýrslurnar, þá er nú ekki nóg með að við þurfum að borga þeim vinnuna við að reikna út skattinn, sem við erum að innheimta fyrir ríkissjóð, heldur þurfum við nú líka að borga endurskoðendunum söluskatt fyrir að gera söluskatt- skýrsluna", sagði Gunnar Snorra- son, kaupmaður í Hólagarði. Gunnar sagði óneitanlega verða heldur meiri vinnu við að skipta söluskattsuppgjörinu í þrennt í stað- inn fyrir tvennt. Hér eftir verði kaupmenn einnig að gera skýlausar kröfur til hcildsalanna um að allar nótur frá þeim séu algerlega að- greindar, sér það sem er nteð 25% skatti, 10% skatti og síðan það sem er undanþegið. En hingað til hafi töluvert vantað á að sumir þeirra aðgreindu nótur yfir söluskattskyld- ar vörur og hins vegar vörur undan- þegnar skatti. Að undanskyldum vafa'atriðunum sem þurfi að komast á hreint sem fyrst, og mikilli vinnu við að endur- merkja vörur í hillum, telur Hreinn Bjarnason kaupmaður í Hagabúð- inni ekki að útreikningur á þrískipt- unr söluskatti eigi að verða svo miklu meiri vandkvæðum bundinn en í gamla tvöfalda kerfinu. Vafaatriðin taldi Hreinn hins veg- ar sum erfið viðureignar og nefndi sviðin sem dæmi: „Ég kaupi þau inn hrá og söluskattslaus. Af hverju á ég þá að leggja söluskatt á þá hausa sem ég sýð - og hver fylgist með því' hvað mikið af sviöunum ég sel hrá og hvað mikið af soðnum". Kaupmennirnir segja misjafnt hvaða hátt menn hafi á við útreikn- ing á skattinum. Sumir reikni hann út frá innkaupsnótunum, umreikn- uðum tii útsöluverðs. Aðrir taki hann beint af kassanum, þ.e. sund- urliði vörurnar um leið og stimplað er inn á kassana. HEI Eins og alkunnugt er hafa bjartar nætur og langir sumardagar okkar fslendinga oft vakið furðu fólks utan landssteinanna. f síðasta tölu- blaði af Time birtist grein um ísland þar sem lýst er í mörgum, fögrum orðum þessu fyrirbæri sem greinarhöfundi finnst auðsjáanlega mikið til koma. Á íslandi.aðeins 60 mílum sunn- an Heimskautsbaugs, er lengsti dagur ársins 2.400 klukkustund- ir,eða meira en þrír mánuðir,segir í greininni. Næturnar taka enda á svipuðum tíma og sumarleyfi hefj- ast í skólunum og hefjast ekki aftur fyrren sumarleyfunum lýkur. Öku- menn keyra um hábjartar nætur mcð ökuljósin kveikt, þar sem lögreglan vill að fylgt sé eftir ákveðnum reglum, fólk fer út með tennisspaðana að nóttu til og börn leika sér úti eftir miðnætti. í grein- inni segir frá Jónsmessunótt og þeirri trú fyrr á öldum að þá fengi fólk uppfyllta eina ósk að því tilskildu að menn gengju naktir um í grasinu og konur færu yfir sjö girðingar um leið og þær týndu blóm við hverja þeirra. En greinarhöfundur undrast ekki aðeins bjartar nætur og langa daga.heldur minnist hann einnig á bjórleysi og trjáfæð. Hið óvenju- lega er aldrei langt undan,segir hann, i landi þar sem bjór er ólöglegur, þar sem varla sjást tré , ríkissjónvarpið sendir ekki út á fimmtudögum og allir, jafnvel út- lendir innflytjendur þurftu.þangað til fyrir skömmu að kallast íslensk- um nöfnum. IDS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.