Tíminn - 05.08.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 05.08.1987, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 5. ágúst 1987 Tíminn 19 SPEGILL Auðvitað komust alls konar slúðursögur á kreik en eitt þýsku vikublaðanna ákvað að komast til botns í málinu. Blaðamenn fóru að rekja sporin og leitin endaði í smáþorpi rétt hjá Ríó de Janeiro, í 9500 km fjarlægð frá Ahaus. Þar kom til dyra í húsi einu kennarinn og innandyra dundaði nemandinn ungi sér. Bæði báru þau einbauga og sögðu það vera til að flækja ckki málin um of í Brasilíu. Gregor Húppe ber ekki með sér að vera ómótstæðilegt kvennagull. Hann er 20 árum eldri en Diana og hann er ekkert unglegri en aldurinn segir til um. Hárið er farið að þynnast og vottur af ístru er farinn að koma í ljós. í Ahaus var hann álitinn fyrirmyndarfjölskyldufaðir og fyrirmyndarkennari. En nú sitja þar eftir kona hans til tíu ára og tveir synir, 7 og 9 ára, og þora varla út fyrir hússins dyr vegna afskipta- semi og ágengni ókunnugs fólks. Þau skilja varla enn hvað hefur gerst og hafa þurft að leita á náðir félagsmálastofnunar til að hafa í Astin greip kennarann og nemandann heljartökum og þau stungu af til Ríó Það varð uppi fótur og fit í smábænuni Ahaus í grennd Miinster í Vestur- Þýskalandi cinn góðan veðurdag rétt eftir skólaslit þcgar í Ijós kom að einn kennari kaþólska skólans, 36 ára fjölskyldufaðir Gregor Hiippe að nafni, var horfmn án þess að láta eftir sig nokkurt spor. Þegar líka kom í Ijós að einn nemandi skólans, fegurðardísin Diana sem er ekki nema 16 ára gömul, var ekki heldur finnanleg fór að fara um suma. -en nu sig og á því að tekið var fyrir launagreiðslur til Gregors þegar fréttist að hann hefði stokkið úr landi. Á öðru heimili í Ahaus sitja gluggasmiður og kona hans og skilja ekki að eitt af þrem ofur- venjulegum börnum þeirra skuli allt í einu vera komið á þennan hátt í sviðsljósið. Diana sagði for- eldrum sínum daginn sem skólan- um var slitið að hún ætlaði með skólasystur sinni í útilegu við Rín. Þau stungu að henni 250 mörkum og hafa ekki séð dóttur sína síðan. í Ríó de Janeiro eru þau Gregor og Diana og hafa ekkert fast land undir fótunr. Þau segjast ekki sjá eftir því sem þau hafa gert, þau hafi ekki ráðið við atburðarásina. Auðvitað þyki þeint leitt að hafa valdið fjölskyldum sínum og vinum heima alls kyns vandræðum og leiðindum, en hjá því hafi ekki verið komist. Og hvað varðar alls kyns lagalegar flækjur sem eru í undirbúningi í Þýskalandi, m.a. er í athugun hvort kennarinn hafi brotið gegn ákveðinni lagagrein með því að misnota kynferðislega skjólstæðing sinn, þá eru þau mál ekki brýnustu vandamál turtildúfn- anna í Ríó. Brýnasta vandamálið er, eins og hjá fleirum, peningar. Gregor Húppe hafði eytt bróðurpartinum af þeim peningum sem hann hafði safnað saman fyrir sumarleyfi fjöl- skyldu sinnar til að kaupa flugmið- ana til Ríó de Janeiro, fram og Þaðþarfað þvo upp í Brasilíu eins og annars staðar. Þau Di- ana og Gregor hjálpast að við eldhússtörfin enda eru ekki önnur verkefni meira knýjandi Kennarinn og skólastúlkan stunguaftil Ríóde Janeiro þegar ástin greip þau heljar- tökum Diana er brað- falleg og sumir segja að henni ætti að vera all- ir vegir færir, a.m.k. ef hún Iosaði sig við kennarann! ■ Miðvikudagur 5. ágúst 07.00-09.00 Pétur Steinn og morgunbylgjan. Pétur kemur okkur réttu megin tramúr meö tilheyrandi tónlist og lítur yfir blöðin. Fréttir kl. 07.00 08.00 og 09.00. 09.00-12.00 Valdís Gunnarsdóttir á léttum nótum. Sumarpoppið allsráðandi, afmælis- kveðjur og spjall til hádegis. Og við litum við hjá hyskinu á Brávallagötu 92. Fréttir kl. 10.00 og 11.00 12.00-12.10 Fréttir 12.10-14.00 Porsteinn J. Vilhjálmsson á hádegi. Þorsteinn spjallar við fólkið sem ekki er í fréttum og leikur létta hádegistónlist. 14.00-17.00 Ásgeir Tómasson og siðdegis- poppift. Gömlu uppáhaldslögin og vinsælda- listapopp i réttum hlutföllum. Fréttirkl. 14.00,15.00 og 16.00. 17.00-19.00 Stefán Benediktsson i Reykjavík siðdegis. Leikin tónlist, litið yfir fréttirnar og spjallað við fólkið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00 19.00-21.00 Anna Björk Birgisdóttir á tlóamark- aði Bylgjunnar. Flóamarkaður milli kl. 19.03 og 19.30. Tónlist til kl. 21.00. 21.00-24.00 Sumarkvöld á Bylgjunnl - Þorgrim- ur Þráinsson. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar - Ólafur Már Björnsson. Tónlist og upplýsingar um flugsamgöngur. / FM 102,2 Miðvikudagur 5. ágúst 07.00-09.00 Þorgeir Ástvaldsson. Snemma á fætur með Þorgeiri Ástvalds. Laufléttar dægur- flugur frá því í gamladaga fá að njóta sín á sumarmorgni. Gestir teknir tali og mál dagsins í dag rædd ítarlega. 08.30 STJÖRNUFRETTIR. (fréttasími 689910). 09.00-12.00 Gunnlaugur Helgason. Jæja... Helgason mættur!!! Það er öruggt að góð tónlist er hans aðalsmerki. Gulli fer með gamanmál, gluggar í stjörnufræðin, og bregður á leik með hlustendum í hinum og þessum get leikjum. 09.30 og 11.55 STJÖRNUFRÉTTIR (fréttasimi 689910). 12.00-13.00 Pia Hansson. Hádegisútvarpið hafið. Pia athugar hvað er að gerast á hlustunarsvæði Stjörnunnar, bókmenntir... kynning á nýjum og gömlum bókum og rabbað við unga sem gamla rithöfunda. 13.00-16.00 Helgi Rúnar óskarsson. Lagalistinn er fjölbreyttur á þessum bæ. Gamalt og gott leikið af fingrum fram, með hæfilegri blöndu af nýrri tónlist. Helgi fylgist vel með því sem er að gerast. 13.30 og 15.30 Stjörnufréttir (fréttasími 689910) 16.00-19.00 Bjarni Dagur Jónsson. Þessi hressi sveinn fer á kostum með kántrý tónlist og aðra þægilega tónlist, (þegar þið eruð á leiðinni heim). Spjall við hlustendur er hans fag og verðlaunagetraun er á sínum stað milli klukkan 5 og 6, síminn er 681900. 17.30 STJÖRNUFRÉTTIR. 19.00-20.00 Stjörnutíminn á FM 102,2 og 104. Gullaldartónlistin í einn klukkutíma. „Gömlu" sjarmarnir á einum stað, uppáhaldið þitt. Elvis Prestley, Johnnye Ray, Connie Francis, The Marcels, The Platters og fleiri. 20.00-22.00 Einar Magnússon. Létt popp á síð- kveldi, með hressilegum kynningum. Þetta er maðurinn sem flytur ykkur nýmetiö. 23.00 STJÖRNUFRÉTTIR. 22.00-00.00 Inger Anna Aikman. Fröken Aikman fær til sín 2 til 3 hressa gesti og málin eru rædd fram og til baka. Þetta er þáttur sem vert er að hlusta á. 00.00-07.00 Gísli Sveinn Loftsson (Áslákur) Sjörnuvaktin hafin. Ljúf tónlist, hröö tónlist, sem sagt tónlist fyrir alla. Miðvikudagur 5. ágúst 18.20 Ritmálsfréttir 18.30 Töfraglugginn - Endursýndur þáttur frá 2. ágúst. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Hver á að ráða? (Who's the Boss? 118) - 18. þáttur. Þýðandi Ýrr Bertelsdóttir 20.00 Fréttir og veður 20.40 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Ungfrú Alheimur (Miss Universe 1987) Frá úrslitakeppninni sem háð var í Singapúr í mai sl. 21.40 örlagavefur (Testimony of Two Men) Bandarískur framhaldsmyndaflokkur í sex þáttum, gerður eftir skáldsögu eftir Taylor Caldwell. Aðalhlutverk David Birney, Barbara Parkins og Steve Forrest. Annar þáttur. Ungur maður kemur heim úr þrælastríðinu og kemst að því að æskuunnusta hans hefur gengið að eiga ríkan hefðarmann. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.30 Pétur mikli. Sjötti þáttur. Framhalds- myndaflokkur i átta þáttum, gerður eftir sögu- legri skáldsögu eftir Robert K. Massie um Pétur mikla, keisara Rússlands (f. 1672, d. 1725). Aðalhlutverk Maximilian Schell, Lilli Palmer, Vanessa Redgrave, Laurence Olivier, Omar Sharif, Trevor Howard, Hanna Schygulla, Ur- sula Andress, Elke Sommer og Mel Ferrer. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 23.30 Fréttir frá Fréttastofu Útvarps. (t 0 STOÐ2 Miðvikudagur 5. ágúst 16.45 Tvenns konar ást (Two Kinds of Love). Bandarisk kvikmynd með Ricky Schroder og Lindsay Wagner í aðalhlutverkum. Þrettán ára drengur missir fótfestuna í lifinu er móðir hans deyr úr krabbameini og þá reynir á samband föður og sonar. 18.30 Það var lagið. Nokkrum tónlistarmyndbönd- um brugðið á skjáinn._______________________ 19.00 Benji. Myndaflokkur fyrir yngri kynslóðina. Yubi hleypst á brott að heiman, en kemst brátt að raun um hversu erfitt er að vera án Zax og Benji. 19.30 Fréttir. 20.00 Viðskipti. Þáttur um viðskipti og efnahags- mál, innanlands og utan. Stjórnandi er Sighvatur Blöndahl. 20.15 Happ i hendi. Hinn vinsæli orðaleikur í umsjón Bryndísar Schram, þátttakendur að þessu sinni eru starfsmenn Ámarflugs.___________ 20.55 Blóð og orkídeur (Blood and Orchids). Bandarísk sjónvarpsmynd í tveim hlutum. Síð- ari hluti. Myndin gerist á heitu sumri í Hawai árið 1930. Bandarikjamenn búsettir á eyjunni, sýna innfæddum vaxandi yfirgang og mikil ólga liggur í loftinu. Fjórir innfæddir piltar finna hvíta stúlku sem orðið hefur fyrir líkamsárás. Þeir koma henni á spítala en eru þegar sakaðir um verknaðinn. I aðalhlutverk eru Kris Kristoffer- son, Jane Alexander, Sean Young og Jose Ferrer. Leikstjóri er Jerry Thorpe. Myndin er bönnuð börnum. 22.25 Beach Boys. Hljómsveitin Beach Boys í sínu rétta umhverfi á tónleikum sem haldnir voru á Waikiki ströndinni á Hawai, í tilefni af 25 ára afmæli hljómsveitarinnar. 23.50 Blóðbaðið í Chicago 1929. (St. Valentine’s Day Massacre). Bandarísk kvikmynd frá 1967 með Jason Robards, George Segal og Ralph Meekre í aðalhlutverkum. Mafian réði ríkjum í undirheimum Chicago á bannárunum og voru Al Capone og Bugs Moran í fararbroddi tveggja glæpaflokka. Sífelld átök flokkanna náðu há- marki í blóðbaðinu mikla, þ. 14. febrúar 1929. Myndin er bönnuð börnum. 01.25 Dagskrárlok. Miövikudagur 5. ágúst 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin - Hjördis Finnbogadóttir og Jóhann Hauksson. Fréttir sagðar kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 en áður lesið úr forustugreinum dagblaðanna. Tilkynningar lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barnanna: „Berðu mig til blómanna“ eftir Waldemar Bonsel Ingvar Brynjólfsson þýddi. Herdís Þorvaldsdóttir les (17). 9.20 Morguntrimm . Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Óskastundin Umsjón: Helga Þ. Stephens- en. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur Umsjón: Edward J. Frederiks- en. (Þátturinn verður endurtekinn að loknum fréttum á miðnætti). 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Börn og myndsköpun Umsjón: Sigrún Proppé. (Þátturinn verður endurtekinn nk. sunnuoagsmorgun kl. 8.35). 14.00 Miðdegissagan: „Á hvalveiðaslóðum“, minningar Magnúsar Gíslasonar Jón Þ. Þór les (3). 14.30 Harmoníkuþáttur Umsjón: Sigurður Alfons- son. (Endurtekinn þáttur frá laugardegi). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20Að flytja heim Umsjón: Adolf Petersen. (Áður útvarpað 13. apríl sl.) 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleikar Píanókonsert nr. 2 í c-moll op. 18 eftir Serge Rachmaninoff. Van Cliburn leikur ásamt Sinfóníuhljómsveitinni í Chicago: Fritz Reiner stjórnar. 17.40 Torgið Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Anna M. Sigurðardóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. I garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. (Þátturinn verður endurtekinn nk. laugardag kl. 9.15). Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. Staldrað við Haraldur Ólafsson spjallar við hlustendur. ras 00.10 Næturvakt Útvarpsins Magnús Einarsson stendur vaktina. 6.00 í bítið - Guðmundur Benediktsson. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Skúla Helgasonar og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: ís- lenskir tónlistarmenn (bílskúrsbönd) - Fréttir af tónleikum eriendis - Gestaplötusnúður - Mið- vikudagsgetraun. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Á milli mála Umsjón: GunnarSvanbergsson og Sigurður Gröndal. 16.05 Hringiðan Umsjón: Broddi Broddason og Erla B. Skúladóttir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 íþróttarásin Umsjón: Ingólfur Hannesson, Samúel örn Erlingsson og Georg Magnússon. 22.07 Á miðvikudagskvöldi Umsjón: Ólafur Þórð- arson. 00.10 Næturvakt Útvarpsins Magnús Einarsson stendur vaktina til morguns. Fréttir kl.: 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00. 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP 18.03-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 Umsjón: Kristján Sigurjóns- son og Margrét Blöndal. 20.00 Rússnesk tónlist fyrir selló a. Sónata fyrir selló og píanó í C-dúr op. 119 eftir Serge Profiev. Gert von Bulow og Merete Westergaard leika. b. „Chant du Ménestrel" (Söngur farand- söngvarans) eftir Alexander Glazounov. Mstisl- av Rostropovitsj leikur ásamt Sinfóníuhljóm- sveitinni í Boston: Seiji Ozawa stjórnar. 20.30 Sumar i sveit Umsjón: Hilda Torfadóttir. (Frá Akureyri) (Þátturinn verður endurtekinn daginn eftir kl. 15.20). 21.10 Frá tónleikum í Saarbrucken í nóvember 1986 Fyrri hluti. Söngflokkurinn „Collegium Vocale" syngur lög eftir Igor Stravinsky, Claudio Monteverdi o.fl. Kynnir: Hákon Leifsson. (Seinni hluta tónleikanna verður útvarpað föstudag 7. ágúst kl. 20.00). 22.00 Fréttir . Dagskrá morgundagsins . Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Frá útlöndum Þáttur um erlend málefni í umsjá Bjarna Sigtryggssonar. 23.10 Djassþáttur - Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur Umsjón: Edward J. Frederiks- en. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. aftur. Hann þurfti fljótlega aðselja miðana fyrir bakaleiðina aftur, en náttúrlega með miklum afslætti. Þeir peningar eru löngu búnir og L nú eru þau Gregor og Diana blönk. fcÞví miður lifa þau varla á ástinni feinni saman til lengdar hvað þá loftinu, og þá þarf að grípa til einhverra ráða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.