Tíminn - 05.08.1987, Side 5

Tíminn - 05.08.1987, Side 5
Miðvikudagur 5. ágúst 1987 Tíminn 5 Gífurleg ölvun einkenndi útihát- íðarhöld að Húsafelli um verslun- armannahelgina. Um 9000 manns sóttu hátíðina sem fór vel fram þrátt fyrir mikla ölvun. Engin veru- leg slys urðu á fólki fyrir utan þessi venjulegu útihátíðaspor sem tveir læknar og hjúkrunarkonur unnu við að sauma á meðan á mótinu stóð. Að sögn Stefáns Kjartansson- ar gjaldkera Félags Orlofshúsaeig- enda að Húsafelli héldu unglin- garnir sig innan mótsvæðisins svo engar skemmdir urðu á gróðri utan þess. Mótshaldarar lögðu sig alla fram við að forða sumarhúsum í nágrenninu úr hættu og tókst það mjög vel að sögn Stefáns. Hins vegar fannst honum undarlegt að ellefu til þrettán ára börn fengju að reika um svæðið dauðadrukkin á meðan lögreglumenn snéru sér t hina áttina. „ Þessir litlu krakkar neittu áfengisins og veifuðu flöskunum framan í löggæslumenn án þess að þeir aðhæfust nokkuð,“ sagði Stefán. Kristleifur Þorsteinsson hrepp- stjóri sagði að mjög vel hefði verið staðið að mótinu. „ Björgunar- sveitirnar stóðu sig mjög vel og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga drukknum krökkum auk þess sem löggæslan var að vissu marki góð“ sagði Kristleifur. „Það sem er slæmt um þetta að segja“,bætti Kristleifur við „er drykkjuskapur kornungs fólks. Hann var svo hryllilegur að vart er hægt að tala um það.“ Kristleifur sagði að hroðalegt hefði verið um að litast á svæðinu. Unglingar lágu sem hráviði um svæðið, ælandi og ömurleg á að líta. Ekkert var að sjá annað en þjáningar og eymd, að sögn Kristleifs. Hann bætti við að stjórnvöld og tíðarandinn bæru Frá Húsafelli. Horft í hina áttina. Tímamynd: Pjetur. ábyrgð á því, að ungir krakkar fengju að fara með þrjár til sex flöskur af áfengi inn á slíkt mót án þess að nokkuð væri aðhafst. IDS Gaukurinn gól í hinsta sinn Áætlað var að um það bil 3000 manns myndu eyða verslunar- mannahelginni á útihátíð Ung- mennasambandsins Skarphéðins á Gauknum í Þjórsárdal. Á föstu- dagskvöld voru hins vegar aðeins örfáir mættir og þótti þá orðið ljóst að landsmenn höfðu greinilega ekki hugsað sér að dvelja þar yfir helgina svo ekki var um annað að ræða en að aflýsa hátíðinni. Sú ákvörðun hafði íförmeð séru.þ.b. tveggja milljóna króna tap fyrir aðstandendur mótsins svo mjög ólíklegt þykir að útihátíð verði í Pjórsárdalnum á næstunni. Að sögn Þóris Haraldssonar hjá Ung- mennasambandinu Skarphéðni áttu Stuðmenn stóran þátt í að svo fór sem fór, þar sem þeirra stefna var að koma í veg fyrir allar aðrar útihátíðir en í Húsafelli. „Stuð- menn ætluðu sér að vera með alla stærstu skemmtikraftana og borg- uðu þeim því fyrir að vera ekki annars staðar en í Húsafelli. Ung- mennasambandið Skarphéðinn var búið að gera samning við Stuð- kompaníið frá Akureyri, en viku eftir að þeir sjálfir höfðu sent frá sér fréttatilkynningu um að þeir ætluðu að spila á Gauknum hættu þeir við og ákváðu að skemmta í Húsafelli, sem vissulega er mjög skrýtið" sagði Þórir. Hann sagði jafnframt að fréttaflutningur út- varpsins hefði átt sök á því hvernig fór. „Ríkisútvarpið var lágmark annan hvern dag með einhverjar fréttir um Húsafellshátíðina. Hins vegar þegar aðstandendur útihá- tíðarinnar í Þjórsárdal reyndu að koma að fréttum var lokað á þá og þeim sagt að þetta væru auglýsing- ar. Stuðmenn létu síðan taka viðtal við sig ýmist út af einhverjum keppnum, plötum eða útihátíðinni svo það var ekkert skrýtið að við fengjum ekki fólk,“ sagði Þórir að lokum. IDS Fíkniefnalögreglan tók sjö menn: Fíkniefni á þjóðhátíð Lögreglan í Vestmannaeyjum sagði ástand í Herjólfsdal á þjóðhátíð hafa verið þolanlegt. Minna hafi verið af umkomulausum unglingum á mótinu og undanfarin ár, en ölvun hafi að venju verið mikil og almenn. Lögreglan varð að hafa afskipti af ölvuðum ökumönnum, m.a. einum sent ók á umferðarskilti og slasaðist lítillega. Fangageymslur í Vestmannaeyjum fylltust oft um verslunar mann- ahelgina, enda pústrar, slagsmál og óspektir tíðar. Sem undanfarnar þjóðhátíðir voru starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglunnar til aðstoðar heimalögreglu og bar rannsókn þeirra þann ávöxt að fíkniefni, hass og amfetamín, fannst á sjö af fjölda manns sem leitað var á. Veður var nokkuð gott, þó ekki hlýtt, en gróður í dalnum er ósærður. þj AFVELTA UNGLINGAR í HÚSAFELLSVEISLU

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.