Tíminn - 05.08.1987, Síða 6

Tíminn - 05.08.1987, Síða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 5. ágúst 1987 Dóms og framkvæmdavald skilið í sundur: Rífandi gangur í Á fyrsta starfsdegi Jóns Sigurðs- sonar, dómsmálaráðherra, fól hann starfsmönnum þar að leggja drög að erindisbréfi fyrir þann eða þá aðila sem eiga að gera tillögur um fullan aðskilnað dóms- og framkvæmda- valds í landinu, svo sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum og kæra Jóns Kristinssonar til mannrétt- indanefndarinnar í Strassburg fjallar öðru fremur um. „Þetta var áður en mér var kunnugt um að mannrétt- indanefndin myndi taka fyrir mál Jóns Kristinssonar. Ég geri þó engan veginn lítið úr því máli“ sagði Jón Sigurðsson. „Þar er hreyft þörfum hlut. Yfirlýsingin í stjórnarsáttmál- anum cr að mínum dómi mjög mikilvæg. Á undanförnum árum hef- ur hið íslenska réttarkerfi verið að þróast í átt til aðskilnaðar dóms- og framkvæmdavalds. En málið má rekja allt til ársins 1916, þegarsamið var merkt nefndarálit um aðskilnað þessa, enda hefur það sennilega þá verið á dagskrá á Norðurlöndum. Þetta er því ekki nýtt mál, en nú tel ég mikilvægt að stjórnin vinni að því á sínum starfstíma að koma þessu í framkvæmd." Ráðherra gerir ráð fyrir að fá menn til ráðagerða um þetta verk- efni strax í sumar og haust, en enn þá er ekki víst hvort skipuð verði nefnd í málið, samkvæmt hefðbund- inni aðferð. Málflutningur í máli Jóns Kristinssonar hefst í Strassburg hinn 13. október nk. Enn er ólokið skilgreiningu á verkefni dómsmálaráðuneytisins að skilja að dóms- og framkvæmdavald í landinu og þess vegna óvíst hvernig því verður hrundið í framkvæmd. „Ég segi eingöngu að vinna verði að þessu af einurð en einnig hagsýni. Það er ekki hægt að segja um það fyrirfram hvort þessu fylgir aukinn kostnaður við það sem nú er eða hvernig því verði best fyrir komið. Ég vil ekki vera með neinar spásagn- ir, en það liggur í augum uppi að tillögur um aðgreiningu dóms- og framkvæmdavalds fælust ekki síst í því að héraðsdómstólar utan Reykj- avíkur yrðu sjálfstæðir og þá væntan- lega í stærri héruðum en nú eru.“ Jón Sigurðsson sagðist að lokum hafa fullan hug á því að koma þessu máli fram með góðra manna hjálp. Þj Framsóknarfélögin í Reykjavík: Sumarferð að fjallabaki Laugardaginn 8. ágúst n.k. fara Framsóknarfélögin í Reykjavík í hina árlegu sumarferð sína. Ferðir þessar njóta mikilla vinsælda, enda oftast farið utan alfaravega. Að þessu sinni er ferðinni heitið um Fjallabaksleið syðri. Reyndar verður ekki farin öll fjallabaksleið- in, heldur upp úr Fljótshlíð, en með réttu ætti að fara upp frá Keldum. Sá hluti leiðarinnar sem sleppt er verður sjaldan eða aldrei fær rútum. Auk þess eru því tak- mörk sett hversu langt er hægt að aka á einum degi. Til gamans má geta þess að leið þessi var lengi aðeins kölluð Fjalla- baksleið, en þegar menn fóru að kalla Landmannaleið Fjallabaks- leið nyrðri var þessi kölluð syðri til aðgreiningar. Leiðin hefur einnig verið kölluð Miðleið. Þeim sem vilja fræðast nánar um leiðina er bent á Árbækur Ferðafélags ís- lands 1966 og 76. Þá hafa Land- mælingar íslands nýlega gefið út sérkort yfir Þórsmörk/Land- mannalaugar og er sá hluti leiðar- innar, sem er ofan byggða á því korti. í ár verður Þórarinn Sigurjóns- son frá Laugardælum aðalfarar- stjóri. Eins og venjulega verður fararstjóri í hverjum bíl. Meðal þeirra er Þorsteinn Oddsson á Heiði, en hann er einn þeirra er gerst þekkja Ieiðina og m.a. aðal heimildarmaður Árna Böðvars- sonar, er hann skrifaði um leiðina í Árbók F.í. 1976. En það verða fleiri en einn bíll og fleiri en einn kunnugur staðháttum. Flugáhugamenn um verslunarmannahelgina Fjölmenni á „flugkomu" við Múlakot Fjöldi flugáhugamanna mætti á „flugkomuna" sem haldin var um verslunarmannahelgina, við Múla- kot í Fljótshlíð. Sífelldur straumur flugvéla var um svæðið og sýndu menn þar listir sínar. Listflugmenn og vélar þeirra settu svip sinn á samkomuna, svo og aðrir vélknúnir farkostir sem ferðast ofar skýjum. Fallhlífastökkvarar stukku til jarðar á milli þess sem grillað var og menn ræddu málin. Umfcrðin var svo mikil um flugvöllinn um tíma að tveir menn urðu að vcra við stjórn til þess að allt gengi áfallalaust fyrir stflugvélaflotinn, allur saman- uninii á einum stað. Það er ekki t sem allar þessar vélar sjást í einu i gestir “flugkomunnar“ gátu fylgst eð þeim öllum yfir helgina þar sem jgmenn og eigendur þeirra sýndu ;tir sýnar. sig. Um hundrað og fimmtíu manns tjölduðu og dvöldu mest alla helgina á „flugkomunni“. Öðruvísi mér áður brá. Flugvélin við hústjaldið og búið er að leysa vandamálið sem löngum hefur fylgt helginni stóru. Ekkert þjóðvegaryk og engir umferðarhnútar. Bara svífa niður þar sem slétt cr fyrir flugvélina og tjaldið. TF-UFO svífur fyrir ofan gestina, á hvolfi að sjálfsögðu eins og listflugvélum ber. Tímamyndir Eggert. Sumarmót: Norrænn sumar- háskóli að Hvann- Noröurland: „Naumar“ fjárveitingar til hafnarframkvæmda HIÁ - Akureyri Samkvæmt upplýsingum vita og hafnamálastjórnar er áætlað heild- arframkvæmdafé til hafna á Norðurlandi eystra árið 1987, 112,5 milljónir króna. Samkvæmt gildandi reglum um greiðsluskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga ætti hlutur ríkisins í framkvæmdunum að vera 84,4 milljónir króna. Fjár- veiting ríkisins fyrir árið 1987 hljóðar hins vegar uppá 55,7 mili- jónir króna. Þar af voru strax klipnar 18 milljónir króna upp í eldri framkvæmd. Eftirstanda 37,7 milljónir að frádregnum 13,7 mill- jónum í óuppgerðar framkvæmdir síðasta árs. 24 milljónir króna virðast því vera til ráðstöfunar, sem þýðir að 60,5 milljónir vantar uppá að framkvæmdaáætlun nái að standast. Samkvæmt áætluninni átti að verja 30,3 milljónum í Akureyrar- höfn, 29,7 milljónum í höfnina á Raufarhöfn 28,5 milljónum í höfn- ina á Árskógssandi og 18 milljón- um í Ólafsfjarðarhöfn. Minni framkvæmdir eru við aðrar hafnir á Norðurlandi. Það ber að hafa í huga að þetta eru áætlaðar tölur sem geta breyst. Það er þó hins vegar ljóst að breytingarnar verða aldrei það miklar að þær 24 mill- jónir sem eftir standa af fjárveit- ingu ríkisins nægi til mikilla fram- kvæmda við 4 hafnir auk minni- háttar viðgerða. Hugsanlega væri hægt að treina það til framkvæmda við eina höfn. Þess má að lokum geta að heild- arfjárveiting til almennra hafna árið 1987 var um 218 milljónir króna og átti það fjármagn að nægja til að gera upp eldri fram- kvæmdir og til nýframkvæmda. eyri í ágúst Dagana l.ágúst til 8. ágúst verður haldið hér á landi, að Bændaskólan- um á Hvanneyri sumarmót Norræna Sumarháskólans. Mótin eru haldin ár hvert til skiptis á Norðurlöndun- um en þó einungis í annað hvert skipti á íslandi, eða 9. hvert ár. Síðast var mótið haldið hérlendis á Laugarvatni 1978. Um 170 þátttak- endur frá öllum Norðurlöndunum eru væntanlegir á mótið. Norræni sumarháskólinn er háskóli sem var stofnaður af Norðurlandaráði árið 1951 og dregur nafn sitt af sumar- mótunum. Uppistaðan í starfsemi skólans eru hins vegar vinnuhópar sem starfa allan ársins hring víðsvegar um Norðurlöndin, en nú eru 150 hópar starfandi á 21 stað. NSU er frábrugðinn öðrum háskólum að því leyti að hann er opinn öllum. í starfi hans taka þátt jafnt fólk sem starfar við rannsóknir og nemendur og fólk á vinnumarkaðnum. Markmið skól- ans er að skapa tengsl á milli Norður- landabúa sem fást við svipuð verk- efni í daglegu lífi. Lögð er áhersla á að starfið sé þverfaglegt og að það samtvinni fræðimennsku og verksvit á viðkomandi sviði. Efnin eru hins vegar breytileg og er hverju verkefni sinnt að meðaltali í þrjú ár. Reynt er að haga verkefnavali þannig að feng- ist sé við ný vandamál og nýjar aðferðir sem enn hafa ekki brotið sér braut inn í viðurkenndar stofnan- ir nema að litlu leyti. Jafnvel þó að hóparnir beri hver um sig ákveðna yfirskrift sem afmarkar það efni sem þar á að fjalla um, þá þykir það æskilegt að þátttakendur hópanna komi úr sem flestum áttum þannig að umræðan verði sem þverfagleg- ust.Nú eru alls 11 hópar starf- andi.Auk starfsemi hópanna fara ýmis stjórnunarstörf fram á sumar- mótunum og fjölbreytt menningar- dagskrá fer þar fram á kvöldin. íslensku undirbúningsnefndina er að finna í síma 93-70006 á milli kl. 12-14 og 16-18.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.