Tíminn - 05.08.1987, Qupperneq 8

Tíminn - 05.08.1987, Qupperneq 8
8 Tíminn Miðvikudagur 5. ágúst 1987 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Mikilvægi utanríkismála Steingrímur Hermannsson hefur nú tekið við embætti utanríkisráðherra og eru miklar vonir bundnar við störf hans í því embætti. Á það er vert að minna, að sú mikilvæga breyting hefur orðið á utanríkisráðuneytinu að nú fer það ráðuneyti með utanríkisviðskiptamál, sem áður heyrðu undir viðskiptaráðuneytið. Pessi breyting hefur það í för með sér að utanríkisráðuneytið verður framvegis miklu virkara og umsvifameira en áður í öllu sem varðar viðskipta- og verslunarhagsmuni þjóðarinn- ar og markaðsmálin. Það kemur í hlut Steingríms Hermannssonar að móta þessa nýju starfsemi utanríkisráðuneytisins. Að vissu leyti fær utanríkisþjónustan annan svip við þessa nýbreytni í starfseminni. Atvinnulífið og allur almenningur hefur ástæðu til að fagna þessari viðbót við verkefni utanríkis- þjónustunnar, og ekki síður er þetta fagnaðarefni fyrir starfsmenn utanríkisráðuneytisins, sem nú fá kærkomið tækifæri til þess að vinna að verkefnum, sem augljóslega hafa hagnýtt gildi og líkleg eru til þess að skila jákvæðum og sýnilegum árangri. í viðtali við Tímann sl. laugardag kom fram hjá utanríkisráðherra að hann leggur mikla áherslu á að viðskiptadeildin verði öflug og hátt sett í ráðuneytinu við hliðina á þeim deildum sem sinna almennum stjórnmálasamskiptum og varnarmál- um. Utanríkisráðherra lét svo ummælt að ekki væri til þess ætlast að ráðuneytið hefði fingurna á öllum viðskiptasamböndum og tæki ráðin af kaup- sýsluaðilum, verslunarsamskipti verða að sjálf- sögðu að byggjast á frjálsri starfsemi þeirra sem við viðskipti fást, þannig að ráðuneytið mun fyrst og fremst koma fram sem þjónustuaðili í viðskipta- málum. Benti ráðherrann m.a. á að Danir hefðu notað utanríkisþjónustu sína mikið í þessu sam- bandi og orðið vel ágengt. Það hlýtur að vera mikilvægt fyrir útflytjendur og innflytjendur að geta leitað til viðskiptafulltrúa eigin sendiráðs og fengið leiðbeiningar hjá þeim. Kvaðst Steingrímur Hermannsson leggja höfuðáherslu á að viðskipta- deildin í utanríkisráðuneytinu ætti að gegna þjón- ustu- og leiðbeiningarhlutverki. Þá tók utanríkisráðherra það skýrt fram í viðtalinu við Tímann, að lögð yrði áhersla á að fylgja sjálfstæðri utanríkisstefnu m.a. að því er varðar framkvæmd varnarmála og umræður um þau innan Atlantshafsbandalagsins. Hann gat þess að í tíð forvera sinna hefðu verið ráðnir tveir varnarmálafulltrúar til starfa í utanríkisþjónust- unni, og því yrði fylgt eftir að íslendingar hefðu áheyrnarfulltrúa í þeim nefndum bandalagsins sem fást við stefnumótun á sviði varnarmála, því ekki væri réttlætanlegt að treysta gersamlega á utanað- komandi álit og þekkingu í þeim efnum. Utanríkismálin eru mikilvægt svið í almennum þjóðmálum allra sjálfstæðra ríkja. Þeim ber að sinna af kostgæfni ekki síður en öðrum pólitískum málum. Það er þjóðinni gæfa að utanríkismálin eru nú í traustum höndum Steingríms Hermannssonar. 'GARRI Æruveiðar og sektir Nokkur uniræöa hefur oröið um dóm ■ meiðyrðamáli Guðmundar G. Þórarinssonar gegn Þjóðviljan- um, einkum vegna þess að ritstjór- um Þjóöviljans er gert að greiða 225 þúsund krónur. Hefur ekki í annan tíma verð greitt jafn hátt gjald fyrír að takast á við æru manna í blööum, en Ijóst er að í máli Guðmundar fór Þjóðviljinn oflari og langt út af landabréfinu meö því að höföa til þess að Guðmundur hefði verið stjórnar- formaður fyrirtækis sem lcnti í skattrannsókn og framkvæmda- stjóri þess sania fyrirtækis fram á „haustdaga 1984“. Guðmundur hætti hinsvegar hjá fyrirtækinu 1979. Æra á spottprís Athyglisvert er að virða fyrir sér viðbrögð blaða við þessum dórni, en hann bendir til þess að nýir tímar séu í vændum í réttarkcrfinu og ckki ntcgi við því búast að taxtinn fyrir æruna verði svona tíu þúsund kall í framtíðinni hcldur sú upphæð sem að mati dómara þykir tilhlýðilleg hverju sinni. Það var hér á árunum, þegar Mánudags- blaðið var upp á sitt besta, að öðruhverju töldu tveir menn sig þurfa að stefna blaðinu fyrir æru- meiðingar, þeir Sveinn Benedikts- son og Vilhjálmur Þór. Þá var alltaf eins og dómskcrfið sletti í góm og léti falla smávægilegar sektir á blaðið eins og til mála- mynda, en menn sögðu að ekki væri nú æran mikils virði í þcssum kölluin. Þetta hefur sem sagt skánað. Samt hlýtur að vera erfitt fyrir dómara að verðleggja æru Guömundar G. Þórarinssonar eða annarra, og mætti að ósekju verð- leggja hana það hátt, að fjölmiðla- menn hugsuðu sig tvisvar uin áður en þeir birtu einhvern óhroða, oft að því er virðist í pólitísku hefndar- Össur Skarp~ Árni héðinsson Bergmann skyni. Eríendis hefur það þráfald- lega koinið fyrir að málgögn á æruveiöúm hafa orðið að pakka sainan eftir að hafa vcriö látin borga fyrir gamun sitt. Gammar sem geisa Alkunn er frétt Jóns Ólafssonar ritstjóra, sem hann birti á sínuni tíma uni óhapp á Bessastaðatjöm. Hún var citthvað á þessa leið. Það óhapp varð á Álftanesi, að skáldið á Bessastöðum (GrímurThomsen) féll niður um ís á Bessastaðatjörn en dmkknaði ckki. Síðan þetta var skrífað hafa mcnn svalað heift sinni á prenti mcð margvíslcgum hætti. En fjölmiðlar hafa siðast mikið á liðnum áratugum og mál út af ærumeiðingum eru orðin mikið færri en þau voru. Þá blandast saman við þetta inat um æruna hið gáleysislega tal sem iðkað er um einstaklingu innan stjórnmála- sviðs. Þar virðast skrautlegustu svívirðingar leyfilegar og hcfur svo lengi verið. Var þess líka skilnicrki- lega gctið í Þjóðviljanum að Guð- inundur værí fyrrum þingmaður Framsóknar og gjaldkeri flokksins, eins og með því væri allt orðið leyfilegt. Þetta er nú ekki svona einfalt eins og niðurstaða dóms sýnir. En þótt ganimar geisist á eftir æru manna og fái dóin fyrir er þó hitt sýnu verra þegar siðlitlir náungar vilja gera æruna að gam- anmáli að dómi felldum. Svo fór fyrir kollega voruni á DV nýlcga. Þar segir: „Manni skilst að Guð- mundur hafi kært það til borgar- dóms að Þjóðviljinn skyldi scgja frá því að hann ætti bróður sem er bróðir hans“. Þessi setning lýsir mikilli löngun til ærumeiðingar. Kannski höfundurfái fullnægt æru- meiðingarþörf sinni síöar meir, þótt hún komi til með að kosta nokkuð. Ærumciðingar eru eins og alkóhólismi. Þær verða að fá að hafa sinn gang á sumum blöðum. Prentfrelsið og æran Stundum rugla ákafir ijölmiðla- menn saman prentfrelsi og frelsi til að níða æru af mönnum. Misjafn- lega gengur að gera slík sjónarmið að gildum hugtökum, enda er raun- ar vandalaust að sjá vatnaskilin á inilli þessara tveggja þátta. Prent- frelsið þykir svo dýrmætur réttur, að ekki verður mcð neinu móti við því hróflað. Það cr liins vegar þeirra sem skrifa að hafa þrek til að sýna að í skjóli þess ber ekki að stunda ærumeiðingar. Þær verða aldrei réttlættar með vísun til prentfrelsis. Bili þetta þrek koma dómstólar til sögu. Svo cinfalt er þetta. Það sem hins vegar hefur á skort þangað til nú, að einhvcr viðhorfsbreyting hefur orðið, er að æran hcfur verið næsta lítiis metin. Á öðrum vcttvangi og af öðrum tilefnum væri ástæða til að taka upp við Þjóðviljann nokkra um- ræðu um hinar fínni ærumciðingar, eins og t.d. í listum, þar sem þær hafa lengi verið stundaðar, eða allt frá þvi að Konimúnistafiokkur ís- lands var stofnaöur 1930. Það er merkileg saga, en eins og oft áöur hefur slík ærumeiðing verið rétt- lætt með því, að hún væri pólitísks eðlis. Garri I I (JCi hjHtil I I llllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllillllllllilllllllllll SUKK, SVÍNARÍ 0G ÞINGMANNSANDÚD Nú er liðin mesta ferðahelgi íslendinga og var til allrar blessun- ar að mestu stórslysalaus. Það er ekki laust við að vart verði trega í fjölmiðlum. sérstaklega Ijósvaka- fjölmiðlunum, þegar engin gerast stórtíðindin. Það sem bjargaði málunum fyrir fréttaframleiðsluna þessa verslunarmannahelgi var að nokkrir fullungir glókollar töldu að leiðsögn Bakkusar væri hald- betri en góð og gegn foreldraráð. Aftur á móti sátu margir móts-' haldararnir hnípnir og með tóma buddu eftir helgina. Gullgæsin mætti aðeins á tvo staði, Vest- mannaeyjar og Húsafcll. Annars er athyglisvert til þess að vita að gleðimenn og annað siðprútt fólk frá íslandi skuli halda uppi allri íþróttastarfsemi Eyjamanna. Það eru sjálfsagt ekki mörg dæmi um að íþróttamennskan í landinu sé jafn tryggilega á framfæri söng- vatnsins og látúnsbarkanna. En ekki er allt alvont í þessum efnum. Undirritaður þekkir ótal dæmi þess að lífslöng ást holi um sig í ungum hjörtum þessa marg- frægu útileguhelgi og margir fái þar á sig farsæla hnapphelduna. Ef tekið er mið af hinni dökku mann- fjöldaspá nefndar þeirrar, sem Steingrímur Hermannsson setti á fót til að skyggnast inn í ókomna tíð. Það hlýtur að vera þjóðhags- lega hagkvæmt að stuðla að slíkum fjöldasamkomum nú á tímum fólksfækkunar og hækkandi meðal- aldurs. Allt annar handleggur er sú gróðalind sem þessi samkomuhöld eru að verða hinum ýmsu samtök- um sem að þeim standa. Sumir komust að vísu að því fullkeyptu og töpuðu stórfé á „gullgæsinni". Þá eru ótaldir pulsusalar, gossalar og skemmtikraftar, sem gull- tryggðir eru fyrir tapi og fá ugglaust drjúgan skilding upp í „alla“ skatt- ana út á allt tilstandið og djammið. Þó aðgangseyrinn sé ekki gefinn, þá er peningaplokkið innan þeirra girðinga, þar sem samkomurnar fara fram, enn verra og prísarnir á öllum aðföngum taka út yfir allan þjófabálk, þar sem flestir gestanna búa aðeins að rýrri sumarhýru. Gullkringlan En það er víðar glatt á hjalla en hjá lífsglöðum unglingum, sem láta plokka sig með bros á vör á útihátíðum. Tveir mikilsmetandi kaupsýslumenn í Reykjavík talast nú við í gegnum fjölmiðla. Athygl- isvert er að heyra röksemdafærslur þessara mætu manna, sérstaklega þá, sem einn aðstandenda Kring- lunnar lét hafa eftir sér. Þar voru Laugavegskaupmenn ásakaðir fyr- ir að láta skattborgarana borga brúsann fyrir lagfæringuna á þess- ari mestu verslunargötu íslands. Sjálfsagt leynist sannleikskorn í þessum ummælum unga mannsins, sem er á uppleið. Það skyldi þó aldrei vera svo að þeir kaupahéðn- ar, sem koma til með bjóða sína vöru í stærstu verslun landsins greiddu sjálfir fyrir þær gífurlegu gatnagerðarframkvæmdir, sem grípa hefur þurft til umhverfis hinn nýja miðbæ Reykjavíkur eftir að Kringlan kom til sögunnar. Undir- göngin undir Miklubraut, sem ein- göngu eru byggð fyrir verslunar- starfsemina í Kringlunni og að sjálfsögðu fyrir skattfé Reykjavík- urbúa kostar örugglega þrefalt hærri upphæð en framkvæmdirnar á Laugaveginum, sem er þó jafn- framt ætlað að þjóna gangandi vegfarendum. Þarna er í gangi eitt mesta skipulagshneyksli í íslenskri byggingar- og skipulagssögu. Steypt cr saman á smá bleðli íbúð- arbyggingum fyrir aldraða og fjöl- skyídufólk, skólum, menningar- starfsemi og ægistórri verslunar- miðstöð. Að þjófkenna lands* stjórnina Athygliverður pistill, sérstak- lega vegna þroska viðkomandi blaðamanns, fann leið sína á síður DV nú fyrir helgina. Þar er farið nokkrum orðum um Öskjuhlíðina og misheppnaðan ólánsmann, sem hugðist leggjast í rán í hlíðinni. En rúsínan í pylsuendanum var sú, sem felst í eftirfarandi niðurlags- orðum blaðamannsins: „Þjófnaður í útilegumannastíl Guðmundar kíkis lagðist af og bækistöðvarnar voru fluttar úr Öskjuhlíðinni niður á Austurvöll og Arnarhvol. Þjófar hétu ekki lengur þjófar heldur landsfeður og þjófnaður ekki þjófnaður heldur efnahagsráðstaf- anir.“ Það ber sjálfsagt að fagna nýjum stjórnmálaskríbentum í DV, en eitthvað mætti pússa menn til og jafnvel snýta þeim með meiðyrða- löggjöfinni áður en þeim er hleypt inn á síðurnar, því þetta verða ekki kölluð annað en sóðaskrif.ÞÆÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.