Tíminn - 05.08.1987, Síða 9

Tíminn - 05.08.1987, Síða 9
Miðvikudagur 5. ágúst 1987 Tíminn 9 VETTVANGUR Einar Benediktsson, sendiherra: Er NATO stöðnuð stofnun? Athugasemdir við skrif Þórarins Þórarinssonar í Tímanum 26. júlí 1987. Vegna greinar Þórarins Þórar- inssonar og annarra blaðaskrifa um varnar- og öryggismál íslands nú nýverið, er ekki úr vegi að minna á þau aðalatriði, sem stefna okkar í þeim efnum hvílir á: 1. að tryggja varnir landsins, svo sem unnt er, með aðild að Atlants- hafsbandalaginu og varnarsamn- ingnum við Bandaríkin; 2. að styðja samninga um vopna- takmarkanir og afvopnun; 3. að styðja alþjóðlega viðleitni um friðsamlega lausn deilumála. Á það hlýtur ávallt að vera lög höfuðáhersla, að samningar um vopnatakmarkanir og afvopnun séu óaðskiljanlegur hluti stefnunn- ar í öryggismálum. íslendingum ber að fylgjast með og leggja það til málanna, sem rétt þykir hverju sinni, í samningum viðkomandi aðila um vopnatakmarkanir og af- vopnum. Hlutleysi eða skoðana- leysi um þau mál hentar ekki. Island hefur enga sérstöðu í örygg- islegu tilliti umfram grannríki okkar og við getum með engu móti tryggt okkur eina sér gegn ófriði. Ef vopnatakmarkanir og þá sér- staklega sá samdráttur kjarna- vopnabúnaðar, sem Sovétríkin og Bandaríkin nú semja um eiga að ná því setta marki Atlantshafs- bandalagsins að sá friður og öryggi haldist, sem verið hefur fyrir at- beina þess undanfarna fjóra ára- tugi, er margs að gæta. Ekki mega vopnatakmarkanir leiða til mis- vægis í styrkleika og þar af leiðandi til öryggisleysis. Þá er það t.d. einnig frumskilyrði að fullt eftirlit sé með framkvæmd gerðra samn- inga um upptöku kjarnavopna og ísland hefur enga sér- stöðu í öryggislegu til- liti umfram gannríki okkar og við getum með engu móti tryggt okkur eina sér gegn ófriði. stöðvun framleiðslu þeirra. Vert er að benda á að viðurkenning slíks víðtæks eftirlitsréttar af hálfu Sov- étríkjanna yrði mikilvægt traust- vekjandi skref í sambúð austurs og vesturs. Á ráðstefnunni um af- vopnun í Evrópu (CDE), sem lauk í Stokkhólmi í fyrra, voru reyndar samþykktar fyrstu ráðstafanir í Ekkert gæti verið fjær raunveruleikanum en sú fullyrðing Þórar- ins að varnarstefna NATO sé runnin undan rifjum íhaldssams starfsliðs stofnunarinn- ar. þessa átt á hinu hefðbundna sviði vígbúnaðar. Við og önnur aðildarríki At- lantshafsbandalagsins njótum ör- yggis af samtengdu og órjúfandi varnarkerfi. Því hljótum við að taka þátt í sameiginlegu átaki vest- rænna ríkja í leit að því framtíðar- fyrirkomulagi á sviði öryggis, sem gagnkvæmt þjóni hagsmunum austurs og vesturs. Staðfesta NATO-ríkja um uppsetningu eigin eldflauga gegn nýrri ógnun SS-20 skeyta Sovétmanna á sínum tíma skapaði samningsaðstöðu, sem nú skilar ríkulegum árangri. Því fer víðs fjarri, eins og Þórarinn Þórar-. insson heldur fram hér í blaðinu 26. júlí, að NATO sé orðin stöðn- uð stofnun. Þvert á móti væri réttara að segja, að þetta opna samstarf lýðræðisríkja um að tryggja varnir sínar hafi á hverjum tíma sýnt allan þann sveigjanleik og festu, sem nauðsynleg var. Ef samkomulag um upptöku INF-eld- flaugakerfa, skammdrægra jafnt semúangdrægra, milli Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna er nú í augsýn er það vegna svokallaðrar • tvíhliða ákvörðunar Atlantshafs- bandalagsins frá 1979 og fram- kvæmd hennar. Ekkert gæti verið fjær raunveru- leikanum en sú fullyrðing Þórarins að varnarstefna NÁTO sé runnin undan rifjum íhaldssams starfsliðs stofnunarinnar. Alþjóðlegt starfs- liði NATO stýrir ekki stefnu aðild- arríkjanna heldur sameiginlegum vettvangi starfs til pólitísks sam- ráðs og gerð varnaráætlana. Það voru aðildarríki sem lögðu út í erfiða stjórnmálabaráttu heima fyrir vegna uppsetningar Cruise og Pershing II-eldflauganna, sem hófst 1983. Ef Þórarinn Þórarinsson heldur að Margaret Thatcher eða leiðtogar Belgíu, Hollands, Þýska- lands eða Ítalíu hafi þar tekið við fyrirskipunum starfsliðs NATO, Vamarþörf hvers og eins aöildarríkja NATO er vegin og metin af þeim sjálfum og helstu ákvarðanir teknar af þjóöþingum. má hann vera einn um þá skoðun. Reyndar höfðu Frakkar, jafnt ríkisstjórnir Giscard d’Estaings og Mitterands, nákvæmlega sömu skoðun og brugðust eins við og vart verða þeir sakaðir um að lúta neinum fyrirmælum NATO. Varn- arþörf hvers og eins aðildarríkja NÁTO er vegin og metin af þeim sjálfum og helstu ákvarðanir tekn- ar af þjóðþingum. Megum við íslendingar vissulega vera þakklát- ir því, hversu mikill skilningur ríkir um þessi mál meðal banda- lagsþjóða okkar og hafa það hugfast, að okkur ber að sýna sömu staðfestu. Benedikt Gröndal, sendiherra, hefur skrifað gagnmerka grein í Morgunblaðið 28. júlí um örygg- isrnál Norðuratlantshafsins og þá ógnun, sem íslandi er af gífurlegri uppbyggingu sovéska Norðurflot- ans. Með víðtækri hefðbundinni hernaðaruppbyggingu annarri á Kolaskaga - einu mesta víghreiðri lieims - eiga sýnilegir yfirburðir Sovétmanna að vera sönnun þess að Norðuratlantshafið sé orðið „Mare Soveticum" og það allt upp að Austfjörðum. í aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins ríkir al- mennur skilningur á því, að það sé barnaskapur einn að ætla að ein- hliða afvopnun Vestur-Evrópu geti leyst vandann. Undir slíkar hug- myndir flokkast kjarnavopnalaust svæði á Norðurlöndum, sem norsk- ur háskólakennari mælir með í Mbl. 22. júlí. Prófessor þessi vill með „viðbótarsamningi“, sem sagður er mikilvægur en ekki nauð- synlegur, m.a. leita eftir upptöku sovéskra kjarnavopna í næstu grennd við Norðurlönd. Allar for- sendur slíkrar samningsgerðar til að auka öryggi brestur gersamlega. Sá garður er sannarlega verður kynningar. Margir hafa komið í hann, notið þar kyrrðar og dá- semda gróðursins, en einnig fjöl- mennis og hátíðahalda. I múrgirtum garðinum þarna við Alþingishúsið er fagurt um að litast; vert að ganga þar undir trjánum og skoða marglit blómin og runnana. Fjölbreytnin er mikil. Hin síðari ár ber mikið á Alaska- yili. sem ber stóra gulhvíta blóm- klasa snemma sumars og síðar væna skarlatsrauða berjaklasa. Hátt ber minnismerki með brjóstmynd höfundar garðsins Tryggva Gunnarssonar frá Laufási og er hann grafinn í garðinum. Tryggvi lét gera garðinn á árunum 1894-1895 og vann sjálfur mikið í honum. „Það er fallegur blettur en lítill með mörgum trjám og blóm- jurtum“ ritar Einar Helgason garð- yrkjumaður í bók sína Bjarkir árið 1914. Tvö hæstu reynitrén í garðin- um voru þá um hálfan fimmta metra á hæð og álíka há víðihrísla. Víðitegund þessi var síðar kölluð þingvíðir og er bastarður eins og flestar ræktaðar víðitegundir. Teknir voru margir græðlingar af henni og gróðursettir víða. Þeir urðu sums staðar að allvænum trjám. En páskahretið iliræmda 1963 gekk af þeim flestum dauðum hér sunnanlands. Nokkrar hríslur hjörðu þó og engar skemmdir urðu þá á þeim norðanlands (fremur en á Alaskaösp og sitkagreni), því þar voru tré og runnar þá í vetrardvala. Tryggvi var mikið í utanlands- ferðum og hefur e.t.v. flutt trén inn, t.d. frá Danmörku, bæði þing- víðinn og stóran gráreyni, sem enn lifir og er orðinn vænt tré. Elstu trén gætu líka verið úr tilraunastöð Schierbecks landlæknis í gamla kirkjugarðinum við Aðalstræti. Ýms tré hafa verið endurnýjuð í garðinum og nýjum trjám, runnum og blómum bætt við. Höfundur garðsins, Tryggvi Gunnarsson, var framkvæmda- maður mikill og mjög fjölhæfur. Á unglingsárum mínum las ég mér til mikillar ánægju frásagnir hans í hinu vinsæla riti Dýravininum. Tryggvi var fyrst bóndi og smiður, reisti m.a. kirkjuna í Laufási, og var yfirsmiður Ölfusárbrúarinnar 1891. „Þunga sigursöngva söng hér elfan löngum" kvað Hannes Haf- stein við vígslu brúarinnar, en Tryggvi batt ána með brúnni. Tryggvi varð kaupstjóri, banka- stjóri, alþingismaður o.fl. Tryggvi hafði mikinn áhuga á ræktun. Stóru reynitrén við gaflinn á Laufá- skirkju við Eyjafjörð bera því vitni enn í dag. Tryggvi gróðursetti þau á leiðum afa síns og föður á árunum 1849 og 1853. Þessi tvö tré munu vera næstelst ræktaðra reyn- itrjáa, þcirra sem enn lifa hér á landi. Aðeins trén í Skriðu í Hör- gárdal eru eldri, gróðursett á árun- um 1820-1830. Ingólfur Davíðsson: Gróska í Alþingisgarðinum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.