Tíminn - 05.08.1987, Qupperneq 11

Tíminn - 05.08.1987, Qupperneq 11
10 Tíminn Miðvikudagur 5. ágúst 1987 Miðvikudagur 5. ágúst 1987 Tíminn 11 Gamlar bækur til sölu í bókakjallaranum á Vatnsstíg 4, hefur Bókavarðan komið sér skemmtilega fyrir og raðað upp hundruðum hillumetra af gömlum og nýjum bókum í öllum greinum fræða, vísinda og fagurfræða. Hér er til mikill fjöldi erlendra útvalinna skáld- sagna, leikrita, Ijóðabókaog þúsundirspennu- sagna og leynilögregluþrillera eftir alla helstu höfunda þessarar aldar. Við kaupum og seljum nær allar íslenskar bækur, eldri og yngri. Af nýkomnum bókum má nefna: íslenskt fornbréfasafn 1-12 bindi, Almanak Þjóð- vinafélagsins 1875-1940, allt frumprent, Vesalingarn- ir eftir Victor Hugo, Sagnaþættir úr Húnaþingi, margar bækur um sögu Reykjavíkur, Þjóðsögur og munnmæli Odds Björnssonar, frumútg., Skrá um rit háskólakennara 1911-1970, Dropar 1-2, Austantór- ur 1-3 bindi, Völuspá, útg. dr. Sigurðar Nordals, Norrön Litteraturhistorie eftir Jón prófessor Helga- son. Islándische Dichter der neuzeit eftir prófessor Poestion, í verum eftir Theódór Friðriksson, gamla útg, í handbandi, Andvökur Stephans G. Stephanssonar 1-4 bindi, Flensborgarskólinn 1882-1932, Tímarit um uppeldi og menntamál 1-3, allt, Tímarit Máls og menningar frá upphafi, allt innbundið, ýmsir erlendir leksikonar, gamlir og nýrri, sáraódýrir, Oldnordisk Ordbog eftir Erik Jónsson, íslenzkar bókmenntir í fornöld eftir Einar Ólaf Sveinsson, hið bráðskemmti- lega kvikmyndatímarit Stjörnur 1945-1953, allt í skinnbandi, með „gömlu“ stjörnunum, íslenzk bók- menntasaga 1918-1948 eftir Kristin E. Andrésson, hin umdeilda bók, Skólameistarasögur Sögufélagsút- gáfan, íslendingasaga próf. Jóns Jóhannessonar, Saga Hafnarfjarðar eftir Sigurð Skúlason, Byggð og saga eftir Ólaf Lárusson, Sögur og sagnir úr Vest- mannaeyjum, frumútg. 1-2 bindi, Vefnaðarbók Hall- dóru Bjarnadóttur, Veröld sem var eftir Stephan Zweig og María Antoinetta eftir sama, Listin að lifa eftir André Maurois, Þættir úr sögu Reykjavíkur, Um Njálu eftir Einar Ól. Sveinsson, Hið kynngimagnaða rit Lífið, útg. Jóhannes Birkiland, Die Stellung der freien Arbeiter in Island, doktorsrit Þorkels Jóhannes- sonar, Fra Islands Næringsliv eftir Bjarna frá Vogi, Saga Skagstrendinga og Skagamanna e. Gísla Konráðsson, Lestrarkver handa heldri manna börn- um eftir Rask, Kh. 1830, skjöl, handskrifuð af Einari Benediktssyni skáldi og sýslumanni og ótal, ótal margt annað skemmtilegt og fróðlegt. Við gefum reglulega út bóksöluskrá með úrvali af lagerum okkar og sendum þessar skrár ókeypis til allra, sem þess óska utan Stór-Reykjavíkursvæðis. Kaupum og seljum bókasöfn, stór og lítil og komum hvert á land sem er til að athuga bækur og bókasöfn. Við kaupum einnig gömul íslensk blöð og tímarit, smáprent, póstkort með og án frímerkja, gamlan íslenskan tréskurð, minni handverkfæri og húsmuni o.fl. Vinsamlega hringið, skrifið - eða lítið inn. BÓKAVARÐAN — GAMLAR BÆKUR OG NYJAR — VATNSSTÍG 4 - REYKJAVÍK - SÍMI 29720 ÍÞRÓTTIR llllll ÍÞRÓTTIR llilllllll llllllllllll Illllllllllllllllllllllllll Illlllllllll Knattspyrna: Upton þjálfar ÍBK út keppnistímabilið Ákveðið hefur verið að Frank Upton þjálfi 1. deildarlið ÍBK út þetta keppnistímabil. Upton kom til iandsins síðastliðinn laugardag og stjórnaði fyrstu æfingu Keflavíkur- liðsins á mánudagskvöld. Samkomu- lag varð um ráðningu hans út sumar- ið. Að sögn Kristjáns Inga formanns knattspyrnuráðs ÍBK var það Hall- dór Einarsson (HENSON) sem hafði samband við Keflvíkinga og benti á þennan möguleika en Kefl- víkingar hafa sem kunnugt er verið þjálfaralausir síðan Peter Keeling hætti. Frank Upton hefur verið þjálfari hjá Aston Villa og Wolves og einnig aðstoðarframkvæmdastjóri Chelsea, Coventry og fleiri liða. Hann var sjálfur í atvinnumennskunni, spilaði m.a. með Northampton, Derby, Chelsea og Notts County. Upton lýst vel á aðstæður hér, telur þær síst verri en hjá 2. deildarliðunum úti. Kjartan Másson verður Upton að öllum líkindum innan handar með þjálfun og stjórnun liðsins. Ekkert hefur enn verið ákveðið með framhaldið en líki Upton og Keflvíkingum samstarfið má búast við að hann þjálfi lið ÍBK áfram næsta sumar. - ms/HÁ Enska knattspyrnan: Góðgerðarskjöldurinn féll Everton í skaut Reuter Deildarmeistararnir Everton sigr- uðu bikarmeistara Coventry í leikn- um um góðgerðarskjöldinn um helg- ina og var það Wayne Clarke sem skoraði eina markið rétt fyrir hálf- leik eftir góðan undirbúning Adrian Heath. Hann komst inn á vítateig og renndi boltanum stutt á Trevor Stev- en sem sendi fyrir og Clarke skoraði með góðu skoti frá markteig. Úrslitin voru sanngjörn miðað við gang leiksins en leikmenn Coventry, studdir af um 50.000 af 88.000 áhorf- endum á leiknum, gáfust aldrei upp. David Speedie sá um að vörn Ever- ton hefði nóg að gera en það var Nick Pickering sem átti besta færi Coventry þegar hann skaut í slá eftir hjólhestaspyrnu þegar Bobby Mimms markvörður var fjarri. Everton átti einnig færi og minnstu munaði að þeim tækist að bæta við öðru marki rétt fyrir leiks- lok en Steve Ogrizovic varði glæsi- lega. Úlfar Jónsson kom mjög á óvart þegar hann sigraði á landsmótinu í golfi sigur hans engum ■ opna skjöldu. Forystan var átta högg þegar 72 holum Þýska knattspyrnan: Schumacher fékk á sig fimm mörk gegn Hamburger SV - Ásgeir skoraði gegn Homburg Reutcr Síðasti hálftíminn í leik Hambur- ger SV og Schalke var hálfgerð martröð fyrir markvörð síðarnefnda liðsins. Hann fékk á sig fimm mörk á þeim tíma, í sínum fyrsta deildar- leik í fimm mánuði. Maðurinn er enginn annar en Tony Schumacher, sá hinn sami og var rekinn frá Köln eftir að hann skrifaði bókina sína frægu um lyfjanotkun knattspyrn- umanna og fleira. Það voru Manfred Kastl með þrennu, Tomas Hinz og Bruno Labbadia scm skoruðu mörk Harnb- orgarliðsins. Ásgeir Sigurvinsson skoraði ann- að marka Stuttgart þegar liðið vann 2-1 sigur á FC Homburg, úrslit sem ekki koma á óvart. 7A ■ .i.fetr" w éí' * sim'a*1 i-tám -% Stft. icS; ' ' ; tthjj?' ' J* Vj0’ p’ ' Alptrstetcíier Klos terbrau i Ásgeir Sigurvinsson byrjaði keppnistínmbilið á fullri siglingu og skoraði strax í fyrsta leik. Hinir íslendingarnir í Þýskalandi, Atli Eðvaldsson og Lárus Guðmundsson léku ekki um helgina. Bayern Múnchen, deildarmeistar- arnir, byrjuðu keppnistímabilið ein- nig vel, þeir sigruðu Borussia Dortmund 3-1 og hefur liðið nú unnið 23 sigra í röð. Michael Rum- menigge skoraði fyrsta mark Bayern snemma í leiknum og Roland Wo- hlfarth bætti við öðru marki snemma í síðari hálfleik. Bayern réði lögum og lofum á vellinum allan tímann en eigi að síður tókst Frank Mill að minnka muninn á 60. mín. Það var svo Daninn Lars Lunde, nýliðinn í liði Bayern sem skoraði þriðja mark- ið undir lok leiksins. Eintracht Frankfurt náði aðeins 2-2 jafntefli við Kaiserslautern og þóttu þau úrslit nokkuð óvænt, kannski ekki síst þar sem milljóna- maðurinn Lajos Detari var meðal leikmanna Frankfurt. Sá er taiinn besti knattspyrnumaður Ungverja- lands og er þó af nógu að taka þar. Hann var keyptur fyrir um 80 millj. ísl. kr. fyrr í sumar en skoraði ekki í leiknum. Lárus Guðmundsson lék ekki með liði Kaiserslautern. Atli Eðvaldsson lék heldur ekki með Uerdingen sem tapaði 0-2 fyrir Núrnberg, óvænt þar. Úrslitin uröu þessi í 1. umferð þýsku knattspyrnunnar: Kaiserslautern-Frankfurt . . Stuttgart-FC Homburg . . . Uerdingen-Núrnberg .... Dortmund-Bayern Múnchen Karlsruhe-Köln............. 1-1 Honover-Werder Bremen ... 0-1 Hamburg SV-Schalke..........5-2 Leverkusen-Mannheim........ 1-0 Bochum-Gladbach............ 1-2 2-2 2-1 0-2 1-3 íþróttimar í kvöld: Landsleikur gegn Finnum Fram og Völsungar í Laugardalnum íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönn- unt 21 árs og vngri leikur gegn Finnum í Evrópukeppni landsliða í kvöld. Lcikurinn verður á Akureyri og hefst kl. 19.00. Eftirtaidir lcikmenn skipa tslenska liðið: Markverðir: Haukur Bragason KA Páll Ólafsson KR Aðrir leikntenn: Andri Martcinsson KR Ágúst Már Jónsson KR Gauti Laxdal KA Haraldur Ingólfsson ÍA Hlynur Birgisson Þór Jón Grétar Jónsson Val Júlíus Tryggvason Þór Ólafur Þórðarson ÍA Rúnar Kristinsson KR Siguróli Kristjánsson Þór Sævar Jónsson Val Þorsteinn Guðjónsson KR Þorsteinn Halldórsson KR Þorvaldur Örlygsson KA Einn leikur verður í 1. deildinni í kvöld, Framarar og Völsungar mætast á Laugardalsvellinum ki. 19.00. Leiknum var frestað fyrr f sumar eftir að flugvél Völsunga bilaði á síðustu stundu. Körfuknattleikur: Valur áfram með Njarðvíkingana Gengið hefur verði frá endurráðingu Vals Ingi- mundursonar sem þjálfara úrvalsdeildarliðs UMFN. Valur þjálfaði íslandsmeistarana i fyrra og mun hann hafa sama hópinn með sér áfram. Einn liðsmaður bætist þó væntanlega í hópinn, það er Sturla Örlygsson sem hefur leikið með Valsmönuum undanfarin ár. Hann hefur æft með Njarðvíkingum upp á síðkastið og mun að öllum líkindum leika nieð þeim næsta vetur. - ms/HÁ Landsmótið í golfi: Ulfar í efsta sæti annað árið í röð - Þórdís Geirsdóttir sigraði í meistaraflokki kvenna Það kom líklega fáum á óvart að Úlfar Jónsson Golfklúbbnum Keili skyldi leika sjötíu-og-tvær holurnar á fæstum höggum á Landsmótinu í golfi sem lauk á Jaðarsvelli við Akureyri um helgina. Úlfar hefur einbeitt sér að golfinu og æft mjög vel og átti hann ekki í vandræðum með að sigra alla keppinauta sína á mótinu. Hann lék samtals á 294 höggum en fyrsta daginn setti hann vallarmet á Jaðarsvellinum, fór þá 18 holur á 69 höggum. Sigur Úlfars virstist aldrei í hættu en keppnin um 2. sætið var þvf harðari og raunar skildu aðeins 5 högg annað og 9. sætið. Hannes Eyvindsson Golf- klúbbi Reykjavíkur varð í 2. sæti á 302 höggum, Ragnar Ólafsson GR þriðji á 303 og Gylft Kristinsson Golfklúbbi Suðurnesja í 4. sæti á 304 höggum. Keppni í meistaraflokki kvenna var mjög spennandi. Það var Inga Magnúsdóttir GA sem hafði foryst- una framanaf og setti m.a. vallarmet fyrsta daginn er hún lék 18 holur á 79 höggum. Þórdís Geirsdóttir tryggði sér hinsvegar sigurinn með góðum „endaspretti“ og hafði fjög- urra högga forystu að keppni íok- inni, lék á 335 höggum. Jóhanna Ingólfsdóttir GR varð önnur á 339 höggum og Inga kom svo þriðja, einnig á 339. Viggó Viggósson GR sigraði í L flokki karla en Ólafur Skúlason GR varð í 2. sæti á santa höggafjölda, sannarlega hörð keppni þar því þriðji varð svo Haraldur Ringsted GA á 318 höggum, einu höggi mcira en efstu menn. Jónína Pálsdóttir GR vann 1. flokk kvenna mcð yfirburðum, Iék á 369 höggum. Björk Ingvarsdóttir GK varð önnur á 376 og Erla Adolfsdóttir GG þriðja á 385. Jóhann P. Andersen Golfklúbbi Grindavíkur fór á fæstum höggum í 2. flokki karla. Hann lék á 328 en Guðmundur Sigurjónsson GA kom næstur á 331. Árný L. Árnadóttir GA vann 2. flokkinn hjá kvenfólkinu og hafði ótrúlega yfirburði. Þegar hún lauk síðasta hringnum var forystan orðin 15 högg. Árný lék á 358 höggum, Hildur Þorsteinsdóttir GK varð önn- ur á 373 og Rósa Páisdóttir GA rriðja á 376. - HÁ Þórdls Geirsdóttir sigraði í meistara- flokki kvenna. Evrópumeistaramótið í sundi: Gross ekki með? Reuter Heims- og Ólympíumeistarinn Michael Gross sagði í gær að hann myndi draga sig úr keppni í öllum þeim einstaklingsgreinum sem hann var skráður í á Evrópumeistaramót- inu í sundi sem hefst í Strassbourg í fyrra en nú kom var lokið. ''***%#&*%& **£!*$& x»méi Michael Gross á heimsmetið í 200 m flugsundi en fær samt ekki að keppa í greininni á Evrópumeistarainótinu. Því ætlar hann að mótmæia en hér er hann í öllu kunnuglegri aðstöðu, að fagna heimsmeti. síðar í þessum mánuði. Sagðist Gross gera þetta til að mótmæla því að hann fengi ekki að keppa í 200 m flugsundi á mótinu. V-þýska sundsambandið valdi Gross ekki til keppni í 200 m flug- sundinu þar sem hann á heimsmetið vegna þess að hann gat ekki keppt í greininni áúrtökumóti fyrirskömmu vegna axlameiðsla. „fyrst ég má ekki synda 200 flug þá sé ég mig tilneydd- an til að draga mig útúr hinum einstaklingsgreinunum" sagði Gross í gær og var illur en bætti því við að hann myndi keppa í boðsundunum. Gross var einnig skráður í 100 m flug og 200 m skriðsund. „Formsatriðin skipta öllu máli hjá (v-þýska) sundsambandinu, árang- urinn virðist vera aukaatriði“ sagði Gross. Forráðamenn v-þýska knatt- spyrnusambandsins segja að sam- bandið liefði getað átt von á máls- sókn frá þeim sem tryggðu sér lands- liðssætið á úrtökumótinu ef niður- stöðum þar hefði á einhvern hátt verið breytt, jafnt þótt þar ætti sjálíur heimsmethafinn í hIut. — HÁ , Islandsmótið í knattspyrnu, 4. deild: Urslitakeppnin að byrja Golflandsmótið: Urslit Röð efslu keppenda í cinstök- um flokkum á Landsniótinu í golfi 1987: Meistaraflokkur karia: 1. Úlfar Jónsson GK...........294 2. Hunnes Eyvindsson GR . . 302 3. Ragnar Ólafssyn GR .... 303 4. Gylfi Krístinsson GS......304 5. Magnús Birgisson GK .... 305 6. Siguröur Pétursson GR . . . 306 7. Siguröur Sigurðsson GS . . . 306 8. Arnar M. Olafsson GK . . . 307 9. Tryggvi Traustason GK . . . 307 10. Geir Svansson GR...........310 Meistaraflokkur kvenna: 1. Þórdis Geirsdóttir GK . . . 335 2. Jóhanna Ingólfsdóttir GR . 339 3. lnga Mugnúsdóttir GA . . . 339 4. Kugnhildur Sigurðard. GR . 340 5. Kristín Þorvaldsdóttir GK . 350 6. Kristin Pétursdóttir GK ... 353 7. Karen Sarvarsdóttir GS . . . 354 8. Kristín Pálsdóttir GK .... 362 9. Ásgerður Sverrisdóttir GR . 367 10. Sjöfn Guðjónsdóttir GV . . 371 l.flokkurkarla: 1. Viggó Viggósson GR.........317 2. Ólafur Skúlason GR .........317 3. Haraldur Kingsfed GA........... 4. Jón ö. Sigurösson GR .... 320 5. Viðar Þorsteinsson GA .... 320 1. flokkur kvenna: 1. Jónina PálsJóttir GR.......369 2. Björk lngvarsdóttir GK . . . 376 3. Erla Adolfsdóttir GG .... 385 4. Aðalheiður Jórgensen GR . . 392 5. Guöbjörg Sigurðard. GK . . 393 2. flokkur karia: 1. Jóhann P. Andersen GG . . 328 2. Guðmundur Sigurjónss. GA . 331 3. Kúnar Gíslason GR...........334 4- Tryggvi Þ. Ingvarsson GS . . 338 5. Víöir Bragason GK...........338 2. flokkur kvenna: 1. Árný L. Árnadóltir GA . . .^358 2. Hildur Þorstcinsdóttir GK . . 373 3. Rósa Pálsdóttir GA..........376 4. Sólveig Birgisdóttir GA . . . 376 5. Kristine Eide NK ...........394 3. flokkur karla: 1 1. Hjörvar Jensson GE .......350 2. Ámi Kctill Eriöriksson GA . 362 3. Þórir Sigurðsson GÍ.......363 4. Guðni Þ. Magnússon GE . . 365 5. Eiríkur Haraldsson GA . . . 366 UMSJÓN: Árnadóttir IBLAÐAMAÐUR Úrslitakeppnin í 4. deild íslands- mótsins í knattspyrnu hefst um næstu helgi. Riðlakeppninni er ný- lokið en í flestum riðlum var orðið ljóst íyrir nokkru hvaða liö færu í úrslitakeppnina. Úrslit í síðustu leikjum riðlakeppninnar urðu þessi: Bolungarvík-BÍ ...................... 7-3 Geislinn-Bíldudalur.................. 3-2 Bíldudalur-Höfrungur................. 0-6 Huginn-Leiknir ...................... 4-3 Hrafnkell-Hötturr ................... 1-0 Valur-Súlan.......................... 2-0 Lokastaðan í riðlakeppninni varð þá þannig: A-ríðill: Arvakur............... 8 5 3 0 19-5 18 Ármann.................8 4 1 3 20-11 13 Grundarfjördur.........8 3 2 3 10-16 11 Stokkseyri............ 8 2 1 5 12-22 7 Augnablik............. 8 1 3 4 15-22 6 B-ríðill: Grótta ............... 8 7 1 0 31-9 22 Hvatberar............. 834 1 16-8 13 Skotfélag R............ 8 3 3 2 20-11 12 VíkingurÓl............ 8 2 1 5 17-20 7 Reynir Hellis..........8 0 1 7 3-39 1 C-ríðill: Víkverji.............. 8 7 0 1 31-7 21 Hveragerði ........... 8 7 0 1 22-5 21 Snæfell .............. 8 3 0 5 27-30 9 Hafnir ............... 8 2 0 6 23-30 6 Léttir................ 8 1 0 7 11-42 3 D-ríðill: Bolungarvik .......... 10 9 0 1 47-10 27 Reynir Hn.............. 10 9 0 1 30-10 27 Geislinn................10 5 1 4 16-18 16 Badmintonfél.í....... 10 2 3 5 12-23 9 Höfrungur............. 10 2 1 7 12-28 7 Bíldudalur............. 10 0 1 9 8-36 1 E-riðill: 8 .. . 8 . . . . 8 Hvöt...... Svarfdælir Neisti .... Kormákur Árroðinn . F-riðill: HSÞ-c.................. 6 5 Æskan.................. 6 3 Vaskur................. 6 3 Austri R............... 6 2 G-riðill: Huginn ...............10 8 Hrafnkell..............10 5 Valur Rf..............10 4 Höttur ...............10 4 Leiknir F.............10 4 Súlan................ 10 1 33-4 29-6 7-22 15- 33 9-28 21-9 16- 12 13-14 15-16 6 34-11 25 19-22 16 15-17 15 21-12 14 14-17 13 1 1 3 2 1 0 9 13-37 3 Sigurvegarar livers riðlis keppa tii úrslita um 3. deildarsætin tvö og er liðunum skipt í fjögur riðla í úrslita- keppninni. í riðíi 1 keppa Árvakur (Reykjavík), Bolungarvík, Grótta (Seltjarnarnesi) og Víkverji (Reykjavík) en í riðli 2 HSÞ-c (S- Þingeyjasýslu), Huginn (Seyðisfirði) og Hvöt (Blönduósi). Úrslitakeppn- in hefst sem fyrr sagði um næstu helgi en úrslitaleikurinn verður sunnudaginn 6. september. -HA Vinningstölurnar 1. ágúst 1987 Heildarvinningsupphæð: 3.322.667,- 1. vinningur var kr. 1.663.407,- Aðeins einn þátttakandi var með 5 tölur réttar. 2. vinningur var kr. 498.200,- og skiptist hann á 235 vinningshafa, kr. 2.120,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.161.060,- og skiptist á 6.276 vinningshafa, sem fá 185 krónur hver. 532 Upplýsingasími: 685111

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.