Tíminn - 05.08.1987, Síða 13

Tíminn - 05.08.1987, Síða 13
Tíminn 13 Miðvikudagur 5. ágúst 1987 hund frænku Stellu. Hann hafði einu sinni vísað henni veg, þegar hún villtist í Yorkshire. Ósjálfrátt ávarpaði Stella þennan ókunnuga hund. Hann kom ekki til hennar, en skokkaði á undan hjónunum nær fjögurra kílómetra leið, þar til kom á stíginn, sem þau voru að leita að. Þá hvarf hann skyndilega. Ein frægasta saga um tryggð hunds við eiganda sinn er um Bobby, terricr, sem elskaði hús- bónda sinn, fátækan fjárhirði svo, að þegar hann lést árið 1858, fékkst hundurinn ekki með nokkru móti til að yfirgefa gröf hans í Edinborg, en var fóðraöur þar lengi. Stytta var gerð til minningar um Bobby, þegar hann gaf upp öndina, 14 ára gamall, á leiði húsbónda síns. Pað eru þó ekki bara lítil gæludýr sem sýna hugrekki, tryggð og dul- ræna hæfileika. Hryssan Lady í Virginíu í Bandaríkjunum hafði verið þjálfuð til að svara spurning- um með því að benda á stafi og tölur. Eít mestu hæfileika sína sýndi hún í morðmáli. Rannsóknarlögreglumaður og heimilisvinur var að rannsaka hvarf drengs og datt eitt sinn í hug að spyrja Lady, hvar hann væri. Hryssan svaraði með nafni á yfir- gefinni malarnámu, sem full var af vatni. Að vísu var svarið svo rangt stafsett, að aðeins einn viðstaddra áttaði sig á því. Þarna fannst hins vegar lík drengsins, sem hafði verið myrtur. Dr. Robert Morris við rannsókn- arstöð um dulræn efni í Norður- Carolina, segir: - Yfirgnæfandi líkur eru á að dulrænir hæfileikar séu ekki aðeins mannlegir. Dýr búaeinnigyfirþeim í ríkum mæli. Því miður beinast rannsóknir á dýrum einnig á slæmar brautir. Vegna þess að höfrungar vilja gjarnan vingast við menn, eru þeir þjálfaðir til að koma fyrir sprengj- um á skipssíður, svo eitthvað sé nefnt. Ef til vill verður þó farið að hugsa sig um tvisvar, ef ótvírætt sannast, að dýr, rétt eins og sumt fólk, búi yfir dulrænum hæfileikum. Þá gætu rannsóknirnar tekið á sig aðra mynd og tilgangurinn orðið manneskjulegri. AÐ UTAN Dulrænir hæfi leikar dýra Eru dýr dulræn, eöa hafa þau sjötta skilningarvitið? Geta þau haft sam- band við okkur með hugsanaflutn- ingi? Nýleg bók eftir sérfræðing í dul- sálarfræði veitir nokkur svör. Allnokkrar sögur eru til um dýr mcð dulræna hæfileika, að minnsta kosti eitthvert sjötta skilningarvit. Eflaust þekkja flestir íslendingar, komnir til vits og ára, dæmi um slíkt. Ósjaldan hefur verið skrifað um hesta, hunda, forystufé og jafnvel ketti, sem á óskýraniegan hátt hafa brugðist við yfir- vofandi hættu eða öðru óvenjulegu, svo til bjargar varð. Fyrir nokkrum mánuðum kom út í Englandi bókin „Dulræn dýr“ (Psyc- hic Animals) þar sem sagt er frá hetjudáðum margra dýra og þeim óskýran- lega hæfileika þeirra að sjá atburði fyrir. Þegar sprengja sprakk í stór- versluninni Harrods í London rétt fyrir jólin 1983, hefðu cflaust miklu lleiri látið lífið. ef lögreglutíkin Queenie hefði ekki komið við söguna. Fimm mínútum fyrir sprenginguna fann hún greinilega á sér, að eitthvað var að og reyndi að draga umsjónarmann sinn, John Gordon burtu. Hann missti hægri fót og fingurna af hægri hendi. Því miður særðist Queenie sjálf svo alvarlega, að hún hélt ekki Íífi, en enginn vafi er á að það var sjötta skilningarvit hennar sem bjargaði lífi Gordons - og hann gleymir aldrei hinni ferfættu vinkonu sinni, sem hann unni mjög og missti. Höfrungurinn Beaky er annað dæmi um þetta. Það var í apríl 1976 að reyndur kafari, Keith Monery frá Sussex lenti í vanda úti fyrir Penzance í Cornwall. Búning- urinn hans hafði fyllst af vatni og þó hann losaði sig við þungt beltið, átti hann í erfiðleikum með að komast upp á yfirborðið, en tókst það þó loks. Þá var hann hins vegar uppgefinn, sjór var þungur og hann gat enga björg sér veitt. Keith reyndi að halda sér á floti og veifa öðrum handleggnum. Kunningjakona hans, frú Carswell sá til hans og stakk sér þegar til sunds, en annar vinur var fljótari. Beaky, fjögurra metra langur höfrungur, skaust framhjá henni, vatt sér undir manninn og ýtti honum hvað eftir annað upp yfirborðið, þegar hann örmagnað- ist og sökk. Beaky vissi greinilega að Keith kunningi hans var í vanda og vildi hjálpa. Flestar sögurnar fjalla sennilega um hunda og eigendur þeirra. Það var til dæmis í árslok 1970 að Jean-Marie Valembois skildi Black, tveggja ára hund sinn eftir heima í Bethune í NA-Frakklandi. Þó hann héldi mikið upp hundinn, gat hann ekki tekið hann með sér í vinnuna, en Jean-Marie var byggingaverkamaður og starf- aði í öðrum landshluta, í grennd við Avignon. Dag einn bar það síðan við að vinnufélagi sagði við Jean-Marie: - Það er alltaf ókunnugur hundur að þvælast héma í kring. Mér rennur til rifja að horfa á h'ann, kveinandi og þefandi, greinilega að leita að einhverju. Jean-Marie var ekki með öllu grunlaus um að þetta gæti verið Black, þó hann ætti erfitt með að ímynda sér, hvernig hann hefði ratað á stað, sem hann hafði aldrei komið á áður. Hann fór á stúfana og rakst fljótlega á Black, sem varð frá sér numinn af gleði. Tengslin milli manns og hunds byggjast ekki einungis á því að hundurinn treysti húsbónda sínum til að gefa sér mat, húsaskjól og félagsskap. Oft sýna hundar af- burða greind og umhyggjusemi, eins og eftirfarandi frásögn frá Svíþjóð ber vott um. í maí 1977 skildi Leif Rongemo tveggja ára dóttur sína og Elsass- hundinn Roy eftir stofunni, meðan hann fór sjálfur fram í eldhús. Nokkrum mínútum síðar kom hann inn aftur og varð skelfingu lostinn, þegar hann sá gluggann opinn, en bæði barnið og hundur- inn voru horfin. Þess má geta, að íbúðin er á fimmtu hæð. Með öndina í hálsinum leit Leif niður á götuna, einum 12 metrum neðar, en sá ekkert óvenjulegt, fyrr en hann leit til hliðar. Þar var dóttir hans skríðandi á fjórum fótum eftir mjórri syllu, sem nær allt í kring um húsið. Á eftir henni fetaði hundurinn sig, kveinaði lágt og leið greinilega illa. Bæði voru utan seilingar. Hefði Leif rekið upp óp, má Styttan af Bobby, sem neit- aði að yfírgefa leiði hús- bónda síns árum saman. Heidi, sem fann á sér að húsmóðir hennar væri að deyja. John Gordon meðtíkina Qu- eenie, sem fórnaði lífí sínu fyrir hann. telja líklegt að bæði hundurinn og barnið hefðu hrokkið svo við, að fall væri óhjákvæmilegt. Syllan var svo mjó, að hvorugt þeirra gæti snúið sér við. Leif brá snöggt við, bað konu sína að hringja á slökkviliðið, en þaut sjálfur niður með teppi, sem hann og nágranni héldu þöndu beint fyrir neðan barnið. Allir störðu upp og urðu vitni að því, að skyndilega greip hundurinn traustri kjaftfylli í buxur telpunnar, lyfti henni upp og fetaði sig svo aftur á bak að glugganum með byrðina. í örvæntingu fylgdist fólk með í þrjár mínútur, en þá tók frú Rongemo við dóttur sinni, en Roy stökk inn á stofugólfið og dinglaði skottinu í ákafa. Það eru þó ekki einungis hundar, sem bjargað hafa lífi eigenda sinna. 1 apríl 1970 bjargaði köttur heilli fjölskyldu í Buckinghamshire. Michael Lusada og tvö börn hans sváfu á heimili sínu, þegar banvæn- ar gufur tóku að berast frá gaskynt- um heitavatnsgeymi. Kötturinn linnti ekki látum, heldur kveinaði og klóraði stöðugt þar til allir vöknuðu. Michael var orðinn máttfarinn af eiturloftinu, en honum tókst með naumindum að koma börnunum út og þau náðu sér síðan öll þrjú á sjúkrahúsi. Fyrir nokkrum árum vann hópur vísindamanna að því að sanna að öll dýr, líka fuglar og skordýr, byggju yfir eiginleika, sem gerði þeim kleift að sjá fyrir yfirvofandi hættu. Hópurinn safnaði ógrynni af dæmum um slíkt. Kínverjar hafa löngum haldið því fram, að með því að athuga atferli dýranna, megi segja fyrir um náttúruhamfarir, einkum jarð- skjálfta. Þetta hefur orðið til að ellefu sinnum á fimm árum hefur verið spáð rétt fyrir um jarðskjálfta í Kína. í ktnverska útvarpinu var lýst einu dæmi: - Tíbetski jakuxinn lá á jörðinni og teygði frá sér alla fætur. Pandabjörninn hélt um hausinn og veinaði og svanurinn lagðist flatur niður, til að gera sem allra minnst úr sér. Þetta gerðist í dýragarði fyrir skjálftann mikla í júlí 1976, sem olli stórtjóni í bæn- urn Tangsham, austan við Peking. Við sama tækifæri varaði Retrie- vertíkin Lisa félaga sína í breska sendiráðinu við. Hún vakti annan sendiráðsritara, Richard Margolis og konu hans, en þau gættu Lisu um tíma fyrir eigendur hennar. Þrálátt geltið og tóntegundin sann- færði þau um að eitthvað væri í aðsigi. Þau vöktu aðra í húsinu og allir flýttu sér út. Nokkrum mínút- um síðar reið skjálftinn yfir og skemmdir í húsinu voru umtals- verðar. Sumir hundar virðast finna á sér hvernær ástvinir þeirra eru feigir. Bankastarfsmaður á eftirlaunum, Frank Ashworth segir frá Dachs- hundi sínum, Heidi: - Nóttina eftir að ntóðir mín fékk heilablóðfall, gat Heidi ekki verið kyrr nema andartak í einu, scm var óvenjulegt. Þannig gekk fram á næsta morgun, þegar Heidi stökk skyndilega niður úr stólnum og sleikti hendur móður minnar í ákafa. Innan klukkustundar var gamla konan látin og skömmu síðar var Heidi orðin eins og hún átti að sér að vera. Ekki má gleyma að minnast á allar þær afturgöngur hunda, sem sögur segja frá, einkum í Englandi. Frank nokkur Glanville, héraðs- dómari í Somerset, sagði dagblaði frá „stórri skepnu, líkri hundi“ sem birst hafði tvisvar í sambandi við dauðsföll. Svo virðist sem framliðin dýr geti líka hjálpað fólki. Stella Sell- ors í Derbyshire og maður hennar villtust á heiðum Cornwall 1980 og voru að þrotum komin, þegar þau sáu hund, nákvæmlega eins og

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.