Tíminn - 05.08.1987, Síða 14

Tíminn - 05.08.1987, Síða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 5. ágúst 1987 MINNING ililllli Halldór Jónsson, bóndi, Jarðbrú Svarfaðardal Fæddur 24. mars 1931 Dáinn 11. maí 1987 Það var 19. maí eins konar opin- berun að aka vestur í gegnum Þing- eyjarsýslu á því líkum vormorgni. Eitt fegursta vor hér norðanlands var að líða, hrein upprisuhátíð lands og lífs með seiðmagnaðri vor- stemmningu íloftinu. Draumavegur Frímanns B. Arngrímssonar yfir fjarðarósinn er kominn. Leiruvegur- inn lengi þráði, þar sem ellilauna- menn horfa til upphafsins, þegar þeir löngu fyrr réru bátum með aðdráttarfarangur sinn ellegar inn- leggsvarning, þegar Eyjafjarðaráin var í vexti ófær hestum. Það er sem alvöruþungi búi í sólskininu sjálfu yfir Dalvíkurbæ, þar sem harmstilltir þjóðfánar blakta í hálfa stöng um allan bæinn, en við ökum upp að kirkjunni. Mitt hús er bænahús sagði Drottinn og fólkið troðfyllti þessa miklu kirkju sína svo að það þurfti mikla velvild til að búa ókunnugum stað í þessari þéttskip- uðu sveit fólks. En hver gæti líka verið hér ókunnugur, ekki við Þing- eyingar sem höfum þó aldrei verið hér áður, en erum nú meðal alls þessa fólks. Það fer fram jarðarför Halldórs Jónssonar frá Jarðbrú hér frá Dalvíkurkirkju í dag. Halldór Jónsson bóndi á Jarðbrú var fæddur 24. mars 1931 í Jarðbrú- argerði í Svarfaðardal sem fór í eyði það sama ár. Foreldrar hans voru Rannveig Sigurðardóttir fædd á Göngustöðum árið 1900og Jón Jóns- son bóndi á Jarðbrú í 35 ár en þau hjónin höfðu búið í félagi við son sinn Halldór í 13 ár þegar Jón lést þar árið 1969 en Halldór tók þar við búi og jörð en Rannveig dvelur nú í hárri elli á Dalbæ á Dalvík. Annan son áttu þau Jón og Rannveig Þóri kennara á Ólafsfirði í mörg ár, þar sem hann hefir búið með konu sinni Aðalbjörgu Jónsdóttur frá Fremsta- felli og fimm börnum þeirra. Mikið jafnræði var með þeim bræðrum að gáfum og öðrum mannkostum þó hvcr færi sína leið í lífsstarfi. Halldór á Jarðarbrú stundaði nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og tók þaðan próf 1949 en ári síðar var hann við búfræðinám á Hvann- Starfsmaður fjárveitinga- nefndar Alþingis Fjárlaga- og hagsýslustofnun auglýsir lausa til umsóknar stööu starfsmanns fjárveitinganefndar frá 1. september 1987 aö telja. Starfsmaður fjárveitinganefndar er ráöinn hjá fjárlaga- og hagsýslustofnun og vinnur að undirbúningi fjárlaga og öörum verkefnum. Æskilegt er aö umsækjandi hafi háskólamenntun. Umsóknum er greini frá menntun og fyrri störfum umsækjanda skal skilað til fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar Arnarhvoli eigi síöar en 15. ágúst nk. Fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslustofnun, Arnarhvoli, 30. júlí 1987. Viðskiptafræðingar Fræðslustörf, stjórnun og umsjón starfsþjálfunar, skipulagsstörf o.þ.h. viö Samvinnuskólann á Bif- röst eru laus til umsóknar. Viöskiptafræðimenntun eða önnur sambærileg menntun og reynsla áskilin. Mjög góð launakjör, mikil tengsl við atvinnulífið, atvinnumöguleikar fyrir maka og fjölskyldu íbúð á Bifröst fylgja starfi. Umsókn sendist skólastjóra Samvinnuskólans á Bifröst og hann veitirupplýsingar í síma 93-50001. Samvinnuskólinn. Skipulags- fræðingur Skipulag ríkisins óskar að ráða skipulagsfræðing eða einhvern með sambærilega menntun. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. október 1987. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknarfrestur er til 1. september 1987. Umsóknir sendist til Skipulags ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík. eyri þar sem hann einnig lauk prófi með miklum ágætum en sat síðan ekki meira á skólabekk þó gáfur hefði til þess umfram marga þá sem langa dvöl eiga þar. A nýársdag 1954 gengu þau í hjónaband Halldór Jónsson á Jarðbrú og Ingibjörg Helgadóttir frá Ásgarði í Ólafsfirði fædd 27. nóvem- ber 1930. Þó nú séu liðin aðeins 33 ár frá því samlíf þessara góðu hjóna hófst vekur það mér bæði undrun og einnig til umhugsunar hvað þau létu eftir sig liggja í ævistarfi þegar Halldór er fallinn frá, að slepptu því sem blasti við ókunnugum, að hafa tvisvar sinnum endurbyggt eða um- breytt húsakynnum á Jarðbrú. Þó er merkast og sundurþykkri þjóð mest um hvert til ávöxtunar þeirra sex óvenjulega vel gerðu barna sem þau hafa skilað af sér og allir mæla á einn veg um, það ég best veit, og þegar orðin þjóðkunn á vissu verksviði sínu. Atli Rúnar fréttamaður, eigin- kona hans er Guðrún Helgadóttir jarðfræðingur, Jón Baldvin frétta- maður, kona hans er Svanhildur Árnadóttir sölumaður, Helgi Már arkitekt, kona hans er Regína Rögn- valdsdóttir fóstra, Óskar Þór land- fræðingur, Jóhann Ólafur blaða- maður og Inga Dóra sem er aðeins 16 ára og því á miðri námsbraut eða kannski varla það. Það mun öllunt vekja athygli, hvað sem líður skoð- anaskiptum fólks, hvert tungutak fólkið hefir tamið sér, eða því verið innrætt, þar sem ekki er þó ævinlega fjallað um dýrmætið eitt í málatil- búnaði fjölmiðlanna. Ekki var jörðin Jarðbrú í Svarfað- ardal rúmmikil til búskapar svo um- svifamikils sem þar var rekinn og ég þekkti til og þurfti að leita fanga víða til fóðuröflunar. Var hún ef til vill í víðari skilningi brú til miðlunar á milli tveggja andstæðra bakka líkt og víða gerðist í átthögum mínum og leitað var útgöngu úr kreppum gilja og náttúran sjálf sá manni farborða. Jú víst varð þessi Jarðbrú ein af mörgum þjóðlífsbrúm sem gengnar eru en þó búskaparumsýsl- an væri þarna grundvöllur heimilis og hagsældar, var annar grundvöllur síst vanræktur sem var menntun barna sinna og sú gjörhyglin gleymd- ist síst á því býlinu. Þar var ekki haft að dekur orðfæri sem nú virðjst stundum gripið til í ræðustíl, að hin góða fjárfesting væri menntun fólks, sem hún auðvitað er, svo margir sent þó hafa farið á mis við og finna fyrir því. Trúlegt er þó, að hefðu þeir setið fastar á smárri ábýlisjörð föður síns þeir snjöllu Jarðbrúarbræður, hefði hreysti hans varað lengur. Hver hefði kosið þetta á annan veg. Ekki við sem sárast fundum til í vor, en vorum á ferðum milli nánustu vina sem margir hverjir bíða í geymslum með hrörnum sína ellegar annan bagga eða bágindi, þess sem verða vill. Þó félagsstörf séu göfug íþrótt og þroskavænleg í sjálfri sér verður hún ekki af engu tekin og arðsemin seinlát að skila sér. Halldór á Jarðbrú var ungur kvaddur til fjöl- margra þegnskapar og trúnaðar- starfa fyrir byggðarlag sitt, störf sem ekki var greitt fyrir eða þá smáræði eitt. Hann starfaði í sveitarstjórn og var oddviti hennar um 12 ára tímabil og jafnvel í þroska og menningarríki sem Svarfaðardal þar sem slíkir menn sem Kristján Eldjárn forseti kom frá, gátu orðið vandamál og deilur sem tóku á byggðarmönnum hörðum höndum. Halldór á Jarðbrú var í fremstu línu baráttunnar fyrir Búnaðarfélagið, Sparisjóðinn og Li- onsklúbb Dalvíkur. Um málefni fatl- aðra og Dvalarheimili aldraðra. Einnig var hann fulltrúi skattstjóra og sat í sýslunefnd. En sín félagsmálastörf hóf hann í Ungmennafélaginu eins og fjölmarg- ir sveitamenn hafa ætíð gert og lögðu þeirn leið til samvinnustefn- unnar og kaupfélagsins og þeirrar þjóðmálastefnu sem slíkir menn hljóta að efla til áhrifa. Nú er nóg komið sem einum manni væri ætl- andi sé hann harðhraustur. En hvað má þá halda þegar slíkur maður ungur að árum tók að sér að sækja námskeið í dýralækningum hjá Guðbrandi Hlíðar og stunda dýra- lækningar samhliða búskap sínum í Svarfaðardals, Dalvíkur og Ár- skógsstrandarhreppum frá árinu 1952 til 1975 eða um 23 ára skeið svo ótrúlegt sem það er. Einhver gæti hugsað af ókunnug- leika að eitthvað af járnum hefði brunnið í mörgum eldunt þessa manns eða að fúsks hefði gætt í verkahring hans, en svo var reyndar ekki. Annað mál er hitt hvort hús- freyjan Ingibjörg Helgadóttir hefði frá einhverju að segja um ígrip sín í utanbæjarverkin sem við svo köllum og voru jafnvel kölluð einskonar kvennaathvarf í léttu máli, frá amstri bæjarverka til fjárhúsa eða fjóss og til gæluverka hjá unglömbum í töðu- garða, þegar fólk kunni ekki að staðsetja og varla stafsetja: loðdýra- aukabúgrein. Og svo söng víst þessi kona börn sín í værð á kvöldin en sálmalögin í kirkjunni á sunnudög- um. Þau Halldór og Ingibjörg höfðu hugsað sitt ráð. Þau tóku mið af málinu eins og það lá fyrir: Miklum heilsubresti húsbóndans, ótryggum horfum í atvinnumálum. Jörðin þeirra varð ekki stórbýli af sjálfri sér, hún var ekki heldur aldargróinn ættgarður og það voru valkostatím- ar. En aldrei fyrnast né fúna þær stundir þegar maður mátti sækja til þeirra heim skemmtilegar og ekki síður hagnýtar viðræður. Með ljúfri hefðbundinni ráusn í veitingum sem ennþá er mörgum sveitamanni eðlis- gróin list og gestum ekki aðeins matarlyst. Þau höfðu skjót viðbrögð Jarð- brúarhjónin enda má sjá að tíminn var orðinn naumur. Allt var hér í takt við tímann og verksvið barn- anna sinna, en ekki eru slíkar ákvarðanir átakalausar. Þau hafa gert jörð sína, bústofn og vélar að yfirtaksfögru og full- komnu íbúðarhúsi í höfuðstað Norðurlands, þar sem Akureyri býð- ur hæfileikum fólks endalausar úr- lausnir fullnægingu í verki dugi það til að nota sér það. Það var fagur sólskinsmorgunn snemma á vori þegar ég hitti Halldór frá Jarðbrú í síðasta sinn. Ég hafði drukkið morgunkaffi með honum og enn þá áttum við fjölmargt sem var ófrágengið í sálarskríni okkar og varð að bíða endurmats og þjóðmál- in í brennidepli og funhiti í kosninga- áróðri og skammt til kjördags. Hann var nýráðinn í trúnaðarstarf sem eftirvænting fylgdi. Ekki var það nú til dýralækninga heldur til listar. Vaktmaður og gæslu við Tónlistar- skólann á Akureyri en það var skammt eftir vinnudags ekki heldur kvíði að slíkur maður biði hrörnun- ar. Hann lést þann 11. maí eftir stutta dvöl á sjúkrahúsinu. Ég bið öllu þessu fólki Halldórs frá Jarðbrú hamingju og gleði í störfum og þakka að við skyldum eiga leið saman. 18. júlí 1987, Jón Jónsson, Fremstafelli. Sesselja Eldjárn Fædd 26. júlí 1893 Dáin 28. júlí 1987 Að koma til Akureyrar var að koma til Imbu og Sellu, afasystra minna í Þingvallastræti. Ungur far- þegi með næturrútunni að sunnan knúði dyra snemnta morguns og hlaut ævinlega sömu móttökur: Sella kom til dyra með útbreiddan faðm, hló sínum stóra hlátri kenndunt við Skinnastað og sagði: „Kondu nú marg marg marg marg margblessað- ur og sæll.“ Eftir hvert „rnarg" var gesturinn kysstur og faðmaður, og barst síðan inn fyrir þröskuld þar sem Imba beið álengdar í tröppun- um og gerði honum sömu skil meðan Sella hélt áfram: „Heintsins, heims- ins. lifandis ósköp og skelfing er gaman að sjá þig.“ Þær voru eins ólíkar og dagur og nótt systurnar, Sella ör og aðsópsmikil, Imba hæg- gerð og lítillát, en hjartahlýjan og óendanleg umhyggjan var þeim sam- eiginleg. Á heimili þeirra ríkti and- rúmsloft kyrrðar og friðar, útsaum- aðir púðar í öllum hornum og rnikið safn fjölskyldumynda á komntóðum og veggjum. Sjálfar eignuðust þær þó engin börn, en litu á afkomendur systkina sinna sem sína eigin. Allt til hinstu stundar hélt Sella áfram að fylgjast með vexti og viðgangi ætt- menna sinna unt leið og hún ræktaði minningu foreldra sinna og forfeðra. En það voru ekki aðeins ættingj- arnir sem hlutu pláss á veggjum og í albúmum, vinahópur þeirra systra var stór, í þeim hópi voru meðal annarra fjölmargir kostgangarar þeirra frá þeim tíma er þær ráku um áraraðir matsölu og pensjónat á Akureyri, lengst af að Brekkugötu 9, allt fram til ársins 1949, og voru það ekki síst skólanemendur er áttu skjól hjá þeim. Þetta fyrirtæki þeirra mun hafa verið allsérstætt og áreið- anlega ekki rekið samkvæmt ýtrustu kröfum gróðahyggjunnar. Imba lést 1966, Sella bjó eftir það ein í Þingvallastræti þar til hún fluttist á Hrafnistu í Reykjavík 1973. Sesselja Guðrún hét hún og var yngst barna sr. Kristjáns Eldjárns Þórarinssonar á Tjörn í Svarfaðardal og konu hans Petrínu Soffíu Hjör- leifsdóttur frá Skinnastað. Nú þegar Sella frænka er látin í hárri elli, hvíldinni fegin, verða óneitanlega þáttaskil sem við ættingjar hennar finnum fyrir um leið og við þökkum allt sem hún gaf okkur. Samband okkar við fyrri öld og gamla Tj arnar- heimilið er ekki lengur beint, hlekk- urinn sem tengdi nútíð og fortíð er brostinn. Þórarinn Eldjárn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.