Tíminn - 11.08.1987, Síða 3

Tíminn - 11.08.1987, Síða 3
Þriðjudagur 11. ágúst 1987 Tíminn 3 Einkabanki í ríkiseign: Ekki lokið við að meta rauneignir Útvegsbanka Matsnefnd sú, seni falið var að meta útistandandi skuldir Útvegs- banka íslands, sem stofnað var til áður en bankinn varð Útvegsbank- inn hf. hefur enn ekki lokið störfum. Það liggur því ekki endan- lega fyrir í dag hverjar rauneignir bankans eru. Eins og kunnugt er og skýrt hefur verið frá í Tímanum falla þær skuldir sem ekki tekst að innheimta á ríkissjóð. Meðal ann- ars af þessum ástæðum hefur ekk- ert verið selt af hlutabrcfum ríkis- sjóðs í bankanum, en ríkið á mikinti meirihluta bréfa, jafnvirði 760 milljóna króna. Engu að síður Itafa ýmsir aðilar lýst yfir áhuga á að kaupa hlut ríkisins og einna ákveðnastar yfirlýsingar þess efnis komu frá Kristjáni Ragnarssyni fyrir tæpum þremur mánuðum þeg- ar hann upplýsti að hagsmunaaðil- ar í sjávarútvegi væru þegar farnir að ræða kaup á að minnsta kosti helmingi ef ekki öllum hlut ríkis- sjóðs. „Þessar viðræður náðu aldrei að komast á formlegt stig, heldur var þetta einungis rætt milli manna," sagði Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda við Tínt- ann þegar hann var inntur eftir því hvernigþessum viðræðum miðaði. Ekki náðist í Kristján Ragnars- son í gær en í maí síðastliðnum taldi hann í samtali við Tímann líklegt að niðurstaða myndi fást í júlí. Kristián sagði þá: „Þessi sant- tök öll, LIÚ, SÍF og SH hafa verið að skrifast á og ætla að vinna að hlutabréfakaupum í Útvegsbank- anum. Það sem menn hafa sett sér sem markmið í þessu efni er að kaupa meira en helming þeirra hlutabréfa sem ríkið á, til þess að ná meirihluta og helst allt saman. Menn ætla helst að gera þetta í einu stökki, því menn lenda í miðjum læknum, ef þeir stökkva ekki yfir hann.“ Þessar vonir Kristjáns virðast hafa brugðist, í það minnsta hvað tímasetningar varðar. Samkvæmt heimildunt Tímans hefur enn ekki náðst um það samstaða meðal þessara aðila að kaupa hlutabréfin. Hins vegar vilja forsvarsntenn sant- takanna ekki útiloka að af þcssum kaupum geti orðið síðar. Þannig sagði Magnús Gunnarsson framkvst. SÍF í gær að það ætti eftir að koma í Ijós hvort raunveru- legur áhugi væri fyrir þessum kaup- um. Það færi eftir því hvernig bankinn væri staddur þegar búið væri að ganga frá uppgjöri og hvaða reynslu menn yrðu búnir að fá af honum. Heimildir Tíntans í bankaheim- inum segja að uppgjörs ríkissjóðs og Útvegsbanka sé ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi í næsta niánuði, og fyrr sé ekki að hægt að búast við ákvörðun frá hugsanlegum kaup- endum. Þangað til verður Útvegs- bankinn hf. áfram „einkabanki" í ríkiseign. -BG Á Rauðarárstíg í gær. Vatnslögn rifnaði af elli: Tímamynd: Eggert N. ALLT A FLOTI Rétt eftir klukkan 6 í morgun kom metralöng rifa í vatnslögn við Rauð- arárstíginn í Reykjavík og fór gatan á flot og keyrðu menn vatnselg upp á miðja hjólbarða. Rifan er í einni elstu vatnslögn í borginni og sagði Yngvinn Gunn- - á Rauðarárstígnum laugsson hjá Vatnsveitu Reykjavík- ur að hún hefði að öllum líkindum rifnað af elli. Vatnsflóðið orsakaði um 20 senti- metra lækkun á Reyðarárgeymi, sem er ívið meira en gengur og gerist þegar svipuð tilvik koma upp á. Viðgerð hófst snemma um morg- uninn og lauk seinni partinn. Engar skemntdir urðu á nágrcnn- inu, ef undanskilin er nýlögð gang- stétt sem snerist öll og aflagaðist. -SÓL Sjávarvörur hf.: Skreið til Nígeríu í gegnum Frakkland Um þessar mundir eru Sjávar- vörur hf. að senda um 1600 pakka af skreið til Nígeríu. Það mun vera frönsk verslunarsamsteypa sem sér um sölu á skreiðinni, en samsteyp- an mun sjálf eiga verslanir í Níger- íu þar sem skreiðin er seld. Nú þegar hafa verið sendir 1600 pakk- ar og að sögn Péturs Einarssonar forstjóra Sjávarvara hf. er nú búið að borga þá sendingu. Pétur sagði verð á hverjum pakka af A-skreið hafa verið 150 dollarar en fari hækkandi og sé nú 165 dollarar pakkinn. Að sögn Péturs ganga hinir frönsku aðilar frá bankatrygging- um í dollurum áður en skreiðin er send liéðan til Nígeríu. Sjávarvör- ur hf. sendir franska fyrirtækinu alla pappíra og sér fyrirtækið um að koma þeim til dótturfyrirtækja sinna í Nígeríu sem sjái um smá- söluna. Pétur komst í samband við þessa aðila í vetur og sagði hann mikið moldviðri hafa orðið í kringum það. Menn hefðu reynt að koma í veg fyrir að liann fengi skreið til útflutnings. Sagði hann það væri eins og aðrir mættu ekki koma nálægt skreiðinni en sjálfskipaðir sölumenn. Pétur sagðist reikna með því að halda þessum viðskiptum áfram á meðan skreið fengist. -HM Plastið í stað trésíldartunna Útlit er fyrir að gömlu góðu síldar- tunnurnar með tréstöfunum ntuni hverfa að mestu á næstu árum. í fyrra var saltað í plasttunnur til helminga á við trétunnurnar en í ár er búist við að saltað vcrði í plast- tunnur að 70-80% leyti. Þetta kom fram í samtali við Einar Benediktsson hjá síldarútvegsnefnd. Sagði hann að lengi hafi menn verið trúaðir á að síldin vcrkist á annan hátt í plasti en tré, en ekkert bcndir til að svo sé. Kaupendur hafa allir fallist á að taka við plasttunnunum og nú stæði aðeins eftir spurningin um vcrðmun. Tréstafatunnur cru handunnar að miklu lcyti og timburverð hcfur farið hækkandi. Þær eru heldur ekki ntjög varanleg eign. Verð á plasl- tunnum er aðeins háð verði á gasi, þó að þær séu talsverl dýrari en stafatunnur. Plastið endist þó ntun betur og cr nánast hægt að tala um fjárfestingu í rekstrarvörum. Yfir- burðir nýju tunnanna eru miklir en hafa bcr í huga að síldarsaltendur eru misjafnlega í stakk búnir með að taka þær í gagnið. KB RAFORKA A ISLANDI 1986/87 ORKUHUI NINGSLINUl 132 OG ?20 kV ORKUVER 2 MW OG STÆRRI I ;»st>yi|un 1986 Samband islenzkra rafveitna Samband íslenskra Rafveitna: Vasabrotsútgáffa um raforkumál 1986/87 Samband íslenskra Rafveitna hefur sent frá sér vasabrotsútgáf- una „Raforka á íslandi 1986-1987.“ Þar er greint frá Raforkufram- leiðslu á tímabilinu, raforkuheild- sölu, smásölu raforku, meðalinn- kaupsverði, heildsöluverði og smásöluverði á raforku, skipulagi orkumála á íslandi í apríl 1987, stærð landsins og íbúafjölda, loft- hitastigi, fjármálum og há- spennulínum. Auk þess er í sex atriðum greint frá markmiðum SÍR.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.