Tíminn - 11.08.1987, Page 11

Tíminn - 11.08.1987, Page 11
Þriðjudagur 11. ágúst 1987 Tíminn 11 illllllllllllllllllllli ÍÞRÓTTIR ....................... íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild: - KR-ingar gerðu góða ferð norður - Pétur Pétursson skoraði tvö mörk Frá Hafliða Josleinssyni fréttaritara Tímans Húsavík: KR-ingar gerðu góða ferð norður um helgina þegar þeir unnu Völs- unga hér á Húsavík með þremur mörkum gegn einu. Staðan í hálfleik var jöfn án þess aðmark væri skorað. Pað kom í Ijós strax á fyrstu ntín- útunum að á ferðinni yrði harður leikur og grófur. Leikurinn hófst nteð miklum látum og var sótt á báða bóga. KR-ingar björguðu eftir horn- spyrnu Völsunga strax á 5. mínútu og upp úr því geystust KR-ingar í sókn, fengu homspyrnu en Þorfinn- ur Hjaltason í marki Völsunga bjarg- aði mjög vel góðum skalla. Á 10. mínútu komst Helgi Helga- son inn fyrir vörn KR en Þorstcinn Guðjónsson felldi hann illa, ljótt brot en Þorsteinn fékk aðeins að sjá gula spjaldið. Þróttur sigraði Einherja með tveimur mörkum gegn einu á Val- bjarnarvelli á sunnudagskvöldið og kom þessi sigur heimaliðinu því vel, það berst nú á toppi 2. deildar en Vopnfirðingar verða nú helst að vinna næsta leik sinn eigi þeir að vera með í þeim slag. Kristján Svavarsson náði foryst- unni fyrir Þrótt á 35. jm'nútu. Krist- ján óð með boltann inn í vítateig og skoraði með föstu skoti sem var að vísu hálfvarið en dugði ekki til. Stuttu síðar komst Sigurður Hall- varðsson einn í gegn en Ólafur Ármannsson, Vopnfirðingurinn Pétur Pétursson var næst í sviðs- Ijósinu, þessi frábæri leikmaður KR komst í einn í gegn en klúðraði fær- inu. Völsungar urðu fyrir blóðtöku þegar fyrri hálfleikurinn var rétt rúmlega hálfnaður. Snævar Hreins- son var þá eitthvað að kljást við einn KR- ing út við hornfána og lauk þeim viðskiptum með því að Snævar fékk rauða spjaldið. KR-ingar voru heldur meira í sókn það sem eftir var hálfleiksins. Bæði Björn Rafnsson og Pétur komust í ákjósanleg færi en Þorfinnur mark- vörður bjargaði meistaralega. Völsungar börðust grimmt þegar síðari hálfleikur hófst, ætluðu greini- lega ekki að gefa eftir sinn hlut þrátt fyrir að vera leikmanni færri. En enginn má við margnum. Brottrekstur Snævars fór að segja til langi, teygði sig í boltann á línunni og bjargaði Einherja fyrir horn. Staðan eitt gegn engu Þrótt í vil í hálfleik og þeir bættu síðan við öðru marki á 61. mínútu. Enn voru það Kristján og Sigurður sem voru t' aðalhlutverkum. Kristján átti send- inguna og Sigurður skoraði. Vopnfirðingarnir settu í annan gír cftir þetta mark, sóttu stíft og skor- uðu á 73. mínútu. Það var Hallgrtm- ur Guðmundsson sem skoraði eftir sendingu Viðars Sigurjónssonar. Stórsókn Einherjamanna eftir það dugði hins vegar ekki, Þróttarar voru fastir fyrir og náðu í þrjú mikilvæg stig. sín og sókn KR-inga þyngdist heldur. Það voru engu að síður Völsungar sem skoruðu fyrst. HörðurBenónýs- son skoraði fallegt mark úr einu af skyndiupphlaupum Húsvíkinga og lyftist nú brúnin á Völsungum utan vallar sem innan. Jöfnunarmark KR kom eftir óskiljanleg dómaramistök. Lt'nu- vörður, vel staðsettur, veifaði rang- stöðu á einn sóknarmanna KR en Eyjólfur dómari lét leikinn halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Boltinn barst til Péturs sem skoraði með lausu en hnitmiðuðu skoti af markteig og KR hafði jafnað. Nú fór róðurinn að þyngjast hjá Völsungum og það kom að því að Pétur skoraði aftur, nú með skalla eftir stórgóða fyrirgjöf Andra Mar- teinssonar sem hafði komið inn á t hálfleik. Síðasta mark KR-inga skoraði svo Björn Rafnsson, hann komst inn fyr- ir vörnina og vippaði boltanum yfir Þorfinn í markinu. Stuttu fyrir leikslok hefði Rúnar Kristinson KR-ingur verðskuldað rautt spjald þegar hann tók boltann með höndum en hann slapp með gula spjaldið. Besti maður KR-inga var Pétur Pétursson sem mataði félaga sína nteð snilldarsendingum. Hætt er við að framlína KR-inga væri ekki mikil að burðum ef hans nyti ekki við. Hjá Völsungum átti Eiríkur Björgvinsson stórleik og steig varla rangt niður fæti allan leikinn. Þá ber að minnast Birgis Skúlasonar sem veit bara alls ekki hvað það er að gefa sinn hlut og er ódrepandi í bar- áttu sinni og leikgleði. Um þátt Eyjólfs Ólafssonar dóm- ara væri hægt að rita langt mál því mikið ósamræmi var í dómum hans og sumar ákvarðanir hans óskiljan- legar. íslandsmótið í knattspyrnu, 2. deild: Þróttarasigur íslandsmótið í knattspyrnu, 2. deild: Steinar í stuði Frá Emi Þórarinssyni fréttaritara Tímans: Steinar Ingimundarson var hetja Leiftursmanna á laugardaginn þegar lið Ólafsfirðinga lagði ísfirðinga að velli hér fyrir norðan 3-0. Staðan í hálfleik var eitt ntark gegn engu. Steinar skoraði stuttu fyrir leikhlé eftir góðan samleik við bróður sinn Óskar. Þeir voru aftur á ferðinni á 55. mínútuogafturskoraði Steinar. Ólafsfirðingar höfðu góð tök á leiknum, sérstaklega í síðari hálfleik þegar þeir léku undan norðangol- unni. Steinar skoraði sitt þriðja mark á 75. mínútu með góðum skalla eftir hornspyrnu. Leiftur er enn í efsta sæti 2. deildar og gífurlega sterkt á heima- velli sínum. Næstu tveir leikir verða hins vegar erfiðir, á útivöllum gegn Vestmannaeyingum og Breiðabliki. íslandsmótið 2. deild Eyjamenn sækja sig Frá Sigfúsi Guðmundssyni fréttaritara Tímans í Vestniannacyjum: Vestmannaeyingar áttu ekki í vandræðum með slakt ÍR-lið í leik liðanna í Vestmannaeyjum á laugar- daginn. Heimamenn skoruðu 5 mörk gegn aðeins 1 ÍR-marki. Það var strax á 1. mín. sem IBV skoraði fyrsta mark leiksins og var þar að verki Tóntas Ingi Tómasson sonur hins gamalkunna Vestmannaeyings og þjálfara Tómasar Pálssonar. Skömmu síðar eða á 10. mín jöfnuðu ÍR-ingar og var það markakóngur- inn Heimir Karlsson sem gerði það. ÍR-ingar sáu um annað mark Vest- mannaeyinga. Guðjón Ragnarsson skallaði aftur fyrir sig, yfir Þorstein í markinu og í netið. Staðan í hálfleik 2-1 fyrir heimamenn. Snemma í seinni hálfleik skoraði Tómas Tómasson þriðja mark ÍBV og sitt annað. Ómar Jóhannsson hið fjórða og Tómas Tómasson innsigl- aði sigurinn og þrennu sína rétt undir lok leiksins. ÍR-ingar áttu aldrei möguleika í þessum leik, voru algerlega yfirspilaðir af frísku liði heimamanna í Spánarveðri. Tómas Ingi Tómasson var bestur Vestmannaeyinga, en Guðjón Ragnarsson í Reykjavíkurliðinu þrátt fyrir klaufalegt sjálfsmark. -ps Staðan í 2. deild Leiftur ................................... 12 Þróttur ................................... 13 Selfoss ................................... 13 Víkingur .................................. 13 ÍR ........................................ 13 ÍBV ....................................... 12 Einherji................................... 13 UBK ....................................... 13 KS......................................... 13 ÍBÍ........................................ 13 -8 23 -22 22 -22 22 ■18 22 -22 20 -20 19 -20 18 ■19 16 -24 14 11 17-31 6 19-1 26-: 26- 21- 24-: 24-: 16-: 15- 19-: Vésteinn Hafsteinsson mundar kringluna í Laugardal um helgina. Vésfeinn stóð sig ágætlega og sigraði auðveldlega. Landskeppni okkar manna og Lúxemborgara í frjálsíþróttum: Islenskur sigur ísletidingar sigruðu Lúxemborg- arbúa í landskeppninni í frjálsum íþróttum sem haldin var í Laugardal um helgina. Þetta var keppni í karlaflokki og fengu íslendingar 109 stig en Lúxemborgarar 92 stig. Það var í kastgreinunum sem landinn hafði algjöra yfirburði. Til- burðir Lúxemborgara t.d. í kring- lukastinu á sunnudaginn voru ekki upp á marga fiska, hins vegar hlupu þcir ágætlega og höfðu sigur í 400 metrum, 800, 1500 og 5000 metra hlaupunum. Vésteinn Hafsteinsson frá Selfossi var í ágætu formi í kringlukastinu, náði að vísu ekki að bæta risakast sitt frá því í Svíþjóð á dögunum en náði þremur köstum upp á 60 metra og meir. Lengst kastaði hann 62,30 metra og er greinilega til alls vís á heimsmeistaramótinu f Róm sem hefst í lok þessa mánaðar. Einar Vilhjálmsson keppti ekki í spjótkastinu, en æfir stíft um þessar mundir og miðar allt við góðan árangur í Róm. Sigurður Einarsson kastaði 75,12 metra í spjótinu og Sigurður Matthfasson kastaði 69,26 metra. Guðmundur Karlsson stóð sig vel í sleggjukastinu, varpaði sleggjunni 60,34 sem er mjög nálægt fslands- meti Erlends Valdimarssonar. Vinningstölurnar 8. ágúst 1987 Heildarvinningsupphæð: 3.259.943,- 1. vinningur var kr. 1.633.025,- Aðeins einn þátttakandi var með 5 tölur réttar. 2. vinningur var kr. 489.210,- og skiptist hann á 345 vinningshafa, kr. 1.418,- á mann. vinningur var kr. 1.137.708,- og skiptist á 7.956 vinningshafa, sem fá 143 krónur hver. 3. 532 Upplýsingasími: 685111

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.