Tíminn - 02.05.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.05.1939, Blaðsíða 4
200 TÍMPny, þriðjndaginn 2. maí 1939 50. blað Refaeigendur Kaupið hið nýja í'isk imjöLsfóður frá hlutafé- laginu Fiskur, Reykjavík. — Það er unnið úr glænýju hráefni, er hraðþurkað við lágt hita- stig og er þessvcgna mjög mikið betra en aim- að fiskimjöl. Leitið upplýsinga hjá hlutaiélaginu FISKUR, Skjaldborg við Skálagötu. Síini 5472. Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Mðursuðuverksmiðja. — Bjúgnagerð. Reykhús. — Frystihús. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútíma- kröfum. Ostar og smjör frá Mjólkurbúi Flóamanna. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Vlliskjiríliemnr ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. SONNENCHEIN. MOLAR / bænum Nanta í Norður- Ástralíu, er stúlka, sem heitir Mary Hansen. Kvöld eitt gekk hún venju fremur snemma til sœngur, en hálftíma síðar veittu foreldrar hennar þvi athygli, að hún var horfin.Hennar var leítað alla nóttina og morguninn eftir fannst hún tuttugu kilómetra frá heimili sínu. Hún hafði geng- iö alla þessa leið í svefni og ekki vaknað til fullrar meðvitundar fyrr en eftir margra klukku- stunda göngu. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) manni með slíka framkomu skyldi hafa skolað þangað inn! Ættu íhaldsmenn í Eyjafirði að minnast þessarar umsagnar reyndasta þingmanns Sjálfstæð- isflokksins um þinglega hegðun Garðars. Fáránleg saga um að „mannúð sé bönnuð á fslandi“. (Framh. af 1. síðu) hygli af almenningi. Þetta kem- ur fram á ýmsan hátt og getur m. a. birzt þannig, að fólk, sem tekur barn til fósturs, vill held- ur taka útlent barn en íslenzkt, sökum þess, að það vekur meiri eftirtekt. Hinsvegar er vitanlegt, að mörg börn, sem búa við ó- hæfileg kjör á ýmsan hátt, hafa verið og eru að alast upp hér á landi. Þessum hinum verðandi íslenzku þjóðarþegnum þarf að hjálpa og til þess eiga bæði vel- megandi einstaklingar og það opinbera að gera sitt ítrasta. Slíkt er engu ómannúðlegra en að hjálpa Gyðingabörnum, en stendur okkur hinsvegar miklu nær. Bréf Priðarvinafélagsins og skrif Katrínar Thoroddsen benda til þess, að nokkur heim- ili hér á landi hafi ætlað að taka Gyðingabörn til fósturs um nokkurn tíma. Þótt slíkt hafi farizt fyrir, hafa þessi heimili og frk. Katrín Thorodd- sen jafngóða aðstöðu eftir sem áður til að sýna mannúð sína og höfðingsskap. Það er eins fjarri sannleikanum og nokkuð getur verið það, þótt ísland frekar en hin Norðurlöndin þori ekki leyfa skilyrðislausan inn- flutning Gyðingabarna, að nokkrar hömlur hafi verið lagðar á mannúð á íslandi. Frk. Katrín Thoroddsen og þau heimili, sem hafa ætlað að taka Gyðingabörnin, geta hvenær sem er valið úr allt of stórum hópi islenzkra barna til að sýna þann fórnarhug og mannkær- leika, sem Gyðingabörnin áttu að verða aðnjótandi. Láti þessi heimili og þó sér- staklega fröken Katrín Thor- oddsen, sem af lítið skiljanleg- um ástæðum hefir gert þetta mál að blaðamáli, þessa mögu- leika ónotaða, hlýtur sá leiðin- legi grunur að festa rætur, tR BÆXUM Bruni í húsi Hjálpræðishersins. í nótt, er klukkan var stundarfjórð- ung gengin í tvö urðu vegfarendur elds varir í húsi Hjálpræðishersins við Kirkjustræti. Var slökkviliðið þegar kvatt á vettvang og tókst því að vinna bug á eldinum á einni klukkustund. Upptök eldsins voru þau, að geðbiluð kona kveikti í herbergi á annari hæð. Flýtti hún sér síðan brott. Brann það herbergi að mestu leyti áður en eldur- inn yrði kæfður og auk þess sviðnaði gangur og hurðir og skemmdir urðu af vatni og reyk. í húsinu var fjöldi fólks, er eldurinn kom upp, og er mjög hæpið, að tekizt hefðl að bjarga öllum, ef húsið hefði brunnið, meðal annars vegna þess, að sumir gestanna voru drukknir. Þegar eldsins varð vart leit- uðu þeir undankomu, er voru á hinum efri hæðum, en húsið fjórlyft, og kom- ust sumlr út um glugga og til jarðar í stigum og böndum, en stigar og gang- ar voru fullir af reyk. Meðal annars bjargaðist stúlka af efstu hæð hússins í brunakaðli, er Slysavamafélag ís- lands hafði útvegað og komið var þar fyrir. Leikfélag Reykjavíkur biður að vekja athygli á því að næsta sýning á Tengdapabba verður á morg- un, miðvikudag, en ekki fimmtudag eins og venjulega. — Nokkrir aðgöngu- miðar verða seldlr á þessa sýningu á aðeins 1,50. Skíðaskálaskemmtun. Félag ungra Framsóknarmanna f Ölfusi og Félag ungra Framsóknarm. í Rvík, hafa ákveðið að halda sam- komu í skíðaskálanum í Hveradölum á laugardagskvöldið kemur. Mun fólki héðan úr bænum verða séð fyrir ódýr- um ferðum fram og til baka. Samkoma verður nánar auglýst síðar. Gestir i bænum. Jason Steinþórsson bóndi í Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi, Leifur Finn- bogason kennari frá Hítardal, Kolbeinn Jóhannsson frá Dalvík, Sigurður Ár- mannsson á Urðum í Svarfaðardal, Hermann Guðmundsson á Suðureyri við Súgandafjörð, Björn Svanberg í Grænumýrartungu í Hrútafirði, Hólm- fríður Jónsdóttir í Yztafelli í Köldu- kinn, Ólafur Kristjánsson á Seljalandi undir Eyjafjöllum, Guðmundur Þor- steinsson á Þórarinsstöðum i Hruna- mannahreppi, Páll Beck á Reyðarfirði. GlbralLar og Spáim. (Framh. af 1. síðu) an hátt benda til þess, að þeir hafi orðið fyxir vonbrigðum í þeim efnum. Reynist það rétt, getur það haft þýðingarmikil áhrif á við- burði næstu ára. Veiti Spán- verjar andstæðingum Breta og Frakka lið í styrjöld, gæti það haft hinar alvarlegustu afleið- ingar. Frakkar yrðu þá að tví- skipta landher sínum og Bretar yrðu að hafa miklu meira af flota sínum í Miðjarðarhafinu, en þeir hafa áður reiknað með. Þess er því beðið með mikilli eftirvæntingu, hvað gerast muni í þessum málum um og eftir 15. maí. Þá heldur Franco sigurför sína inn í Madrid og tilkynnt hefir verið, að eftir það muni ítalska herliðið á Spáni halda heimleiðis. að hér hafi meira borið á við- leitni til að auglýsa mannúð, en að sýna hana í verki. Og þá mun það'áreiðanlega ekki verða talið frk. Katrínu Thoroddsen neitt til gildis, að hafa skrifað langa blaðagrein um mannúð sína. Bækur (Framh. af 3. sí3u) að fara. Eðvarð Árnason, ungur verkfræðingur, skrifar merki- lega grein um gervivörur. Ric- hard Beck prófessor skrifar grein, er heitir Brúin yfir hafið. Þótt þetta sé nefnt, eru marg- ar fleiri góðar greinar og ann- að efni í þessu hefti Dvalar. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR „Tengdapabbi" Sænskur gamanleikur í 4 þátt- um eftir Gustaf af Geijerstam. Sýning á morgun (mið- 14 William McLeod Raine: Jeb Taylor, var fremur háðsleg en hroka- kennd. — Ég skal nú sjá um eldinn, en þú ættir að líta eftir sárum þínum, sagði hún. — Ég vona, að þú afsakir, þó að ég geri þetta snotra heimili okkar að sjúkra- húsi, sagði hann og glotti. En þar sem þú hefir lagt til sjúklinginn, þá vona ég að þú kvartir ekki. Hún svaraði ekki, en horfði á stóran blóðblett á skyrtu hans, blóðblett, sem ennþá var rakur. Það fór óttahrollur um hana. Voru þetta afleiðingar af hnif- stungu hennar? Hún hafði aðeins stung- ið í sjálfsvörn, ekki ætlað að gera annað en halda honum burtu. Nú gat vel svo farið, að hann dæi hér, meðan bylurinn varnaði þeim að komast burt og leita læknis. Ef svo færi, þá væri hún. ... Nei, hún vildi ekki hugsa þá hugsun til enda. — Má ég ekki hjálpa þér? bað hún Hann leit hvasst á hana. — Ef þú lofar að vera ekki — ekki harðhent, sagði hann spottandi. Mér þykir slæmt að þurfa að trufla ánægju kvenna, en ég er andvígur því að láta þig berja mig með krepptum hnefanum í öxlina. Molly lét sem hún hefði ekki heyrt þetta. Flóttamaðurinn frá Texas 15 — Væri ekki rétt að ég skæri skyrtuna burtu? — Nei, þetta er eina skyrtan, sem ég á. Bleyttu hana svo hún losni frá. Hann hafði náð í hreina léreftsrýju úr leðurpung við belti sér, og hún var notuð sem svampur. Hann beit á jaxlinn, svo kjálkavöðvarnir hnykluðust, en ekki heyrðist til hans stuna, meðan hún plokkaði skyrtuna frá öxlinni. — Þvoðu það, sagði hann skipandi, er skyrtan var laús. Þegar Molly fór að þvo sárið, komst hún að dálitlu, sem henni þótti undar- legt. Hnífur hennar hafði hitt á hálf- gróið sár. — Það er gamalt sár líka, hrópaði hún. Ég meina ekki gamalt, en ekki síðan í dag. — Rétt, sagði hann önugur. Það var allt og sumt, engar skýringar á þvi, hvernig hann hefði fengið sárið. — Augnablik, sagði hún og sneri sér frá honum. Stúlkan var eitthvað að bjástra við föt sín, hann heyrði hana rífa léreft. Þegar hún sneri sér að honum aftur, var hún kafrjóð. Hún hélt á dúkræmu í hendinni og batt henni svo um öxlina. Ekki varð annað séð á óbifanlegu andliti hans, en að hann værl. því vanur, að stúlkur bindu vikudag) kl. 8. NB. Nokkrir aðgöngumiðar seldir á aðeins 1.50. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag og eftir kl. 1 á morg- un. — Kiiattspyrnumeim — Frjálsíþróttamenn. Munið að láta íþróttalækninn skoða ykkur áður en að þér byrjið æfingar og kappleiki. — íþróttalæknirinn Óskar Þórðar- son, Pósthússtræti 17 (Reykja- víkur-Apótek) er til viðtals þriðjudaga og föstudaga kl. 7— 8 síðdegis. Stjórn í. S. f. Vinnið ötullega fyrir Tímann. ““‘•"—GAMLA BÍÓ* GRÍMUDAIVS- LEIKUR („Háxnatten") Hrífandi fögur og skemmti leg sænsk kvikmynd. Aðalhlutv. leika mesti leikari Norðurlanda: GÖSTA EKMAN og hin nýj a, glæsilega leik- kona SIGNE HASSO. ■NÝJA BÍÓ" S UE Z Söguleg stórmynd frá Fox- félaginu, er sýnir tildrögin til þess, að hafizt var handa á einu af stærstu mannvirkjum veraldarinn- ar, Suez-skurðinum, og þætti úr hinni ævintýra- ríku æfi franska stjórn- málamannsins Ferdinand de Lessep’s, sem var aðal- frumkvöðullinn að því mikla verki. Aðalhlutv. leika: TYRONNE POWER, LORETTE YOUNG, ANNABELLA O. FL. Creme og húðolia Tryggír fagra og hrausta húð Ef eldsvoða ber að iiöiidiiiii þurfið þér máske að grípa tll þess ráðs að bjarga yður út um glugga. Útvegið yður því strax í dag björgunarkaðal, með belti og bemlaútbúnaði. Kosta kr. 18.00. — Sendar út um land gegn póstkröfu. r Slysavarnarfélag Islands — slysavarnir á landi. — Innilegt pakklœti fœrum við öllum, er hafa auðsýnt „mömmu“ og okkur, margskonar hjálp, kœrleiksríka vináttu og samúð á liðnum vetri. Gleðilegt sumar. Gunnarsstöðum, fyrsta sumardag 1939. Jóhannes Árnason og börn. W Utgerðarmenn og sjómenn. Ef þér notið tækifærið og biðjið o s s að smíða fyrir yður báta, fáið þér þá t r a u s t a og í alla staði vandaða, við sanngjörnu verði og smíðaða á skömmum tima. Landssmíðjan. 10 ÁRA ÁBYRGÐ! Hér á landi og í Danmörku er fengin 35 ára reynsla fyrir hin- um óviðjafnanlegu „HAMLET“ reiðhjólum. — Ending í heilan mannsaldur er öruggasta trygg- ingin fyrir gæðunum. — Tek 10 ára ábyrgð á „HAMLET" reið- hjólunum. — Allt til reiðhjóla bezt og ódýrast. SIGURÞÖR HAFNARSTRÆTI 4. RVÍK. Kopar keyptur í Landssmiðjunni. Sígurður Ólason & Egill Sigurgeirsson Málllutningsskrifstofa Austurstrætí 3. — Sími 1712. Hreinar léreftstuskur kaupir PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Lindargötu 1 D.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.