Tíminn - 02.05.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.05.1939, Blaðsíða 2
198 TtMINN, þrigjndagiim 2. maí 1939 50. blað ^ímirtn Uthlutun ínnflutníngsleyía Hvað er kommúnísmí? Sjómannaljóð Magnúsar Stefánssonar Þrlðjudaginn 2. mat. Fræðslan - móðír mcnníngarínna r Undanfaxna daga hefir kenn- arastétt landsins, í útvarpi og víðar, minnst merkilegra tíma- móta í starfi sínu. í því sam- bandi hefir sjálfsagt margur — ekki sízt hin eldri kynslóð — gert með sjálfum sér nokkurn samanburð á ástandinu í fræðslumálum landsins fyx og nú, og þá sérstaklega hinni al- mennu fræðslu, barnafræðsl- unni. Því verður ekki með rökum neitað, að alþýðumenntun sé til- tölulega góð á íslandi og hefir raunar verið lengst af saman- borið við önnur lönd. En marg- ir voru þeir feður, og sérstaklega mæður, núlifandi fólks, sem hvorki námu skrift né reikning og tæpast lestur til hlítar í bernsku sinni. Almenn fræðsla í öðrum námsgreinum, er ekki nema nokkurra áratuga gömul. Það er ekki óalgengt að heyra aldrað fólk tala með nokkrum sársauka um aðbúnaðinn að þekkingarþrá æsku sinnar. Og þó að stundum andi kalt í garð skólanna, eins og annarra breyt- inga nútímans, eru þeir víst næsta fáir nú á dögum, sem vildu óska börnum sínum þess ástands, sem áður var. Oft heyrast manna á meðal og opinberlega margskonar bollaleggingar um það, af hverju stafi hinar stórstígu framfarir, sem orðið hafa á ís- landi á síðustu áratugum. Hér skal enganveginn lítið gert úr þeim sterka þætti, sem sjálf- stæðisviðurkenning þjóðarinn- ar á í þeim framförum, ásamt ýmsu öðru, sem löngum er nefnt í því sambandi. En myndi ekki aukning hinnar almennu menntunar eiga hér ríkara þátt en að jafnaði er orð á gert? Þeim, er þetta ritar, kæmi ekki á óvart, þótt svo væri. Kennslu- og skólastarfsemi hefir tekið miklum breytingum á síðari tímum. Þetta á eigi sízt við um hina almennu fræðslu. Og starfssvið barnaskólanna — sérstaklega í bæjunum — er nú orðið míklu umfangsmeira en áður var. Kaupstaðaskólarnlr hafa ekki eingöngu það hlut- verk að auka fróðleik barnanna. Kaupstaðaheimilin eru þröng og fátæk að verkefnum fyrir börnin. Þar verður skólinn að koma í staðinn fyrir nauðsyn- legt starf á heimilinu eða úti- vist í ríki náttúrunnar. Ein- göngu með hliðsjón af þessu skilst nauðsyn hins langa skóla- tíma í bæjunum, og að minna „lærist" þar en sumir kynnu að telja eðlilegt, miðað við lengd námstímans. Af þessu er það líka skiljanlegt, að skólastarf- semin í bæjum og sveitum á ekki að vera nema að nokkru leyti með sama hætti. En breytingamar í vinnuað- ferðum skóla- og kennara eru, eins og áður er sagt, mjög mikl- ar. í þessum efnum hefir safn- azt mikil reynsla. Svo er það um allan hinn menntaða heim. Á- hugamenn hafa verið þar að verki í hverju landi. Kennslu- og uppeldisfræðin er orðin sér- stök vísindagrein, sem stunduð er nú við flesta meiraháttar háskóla. Það er ekki sama, hvernig farið er að því að rækta jörðina. Vísindin og reynsla starfsins hafa leitt þar í ljós möguleika, sem menn áður höfðu ekki hugmynd um. Það er heldur ekki sama, hvernig farið er að því að rækta heilbrigða sál og hraustan líkama hjá upp- vaxandi manneskju. Einnig þar er hægt að læra af reynslunni og vísindunum. Einu sinni trúðu menn ekki, að hægt væri að gera tún úr blautri mýri. Menn vissu heldur ekki, að hægt væri að kenna blindu barni að lesa. Hinir gömlu skólar sóttu fyr- irmynd sína í réttarsalinn. Spurningar, svör, dóma. Sú að- ferð verður sjálfsagt lengi not- uð, að einhverju leyti. En að verulegu leyti er hún úrelt. Mót- setning hennar er fyrirlestra- kennsla hinna gömlu alþýðu- Á verzlunarþingi, sem kaup- meiin héldu í Reykjavík í apríl- mánuði þ. á., voru m. a. sam- þykktar ályktanir um innflutn- ings- og gjaldeyrismál. Einn lið- ur í þeirri samþykkt er um að tryggt verði jafnrétti í úthlutun innflutnings og ráðstöfun gjald- eyris. Vafalaust má telja að allir geti tekið undir þá kröfu verzlunar- þingsins, að á meðan viðskipta- ástand og fjárhagur þjóðarinn- ar geri innflutningshömlur ó- hjákvæmilegar, þá sé úthlutun innflutnings- og gjaldeyrisleyfa hagað svo sanngjarnlega sem verða má. Um hitt getur e. t. v. orðið einhver ágreiningur hvað sé réttast í þessum efnum. Á verzlunarþinginu kom t. d. fram sú skoðun, að kaupfélögin hafi fengið meiri vöruinnflutning á undanförnum árum heldur en sanngjarnt er, samanborið við innflutning kaupmannaverzl- ana. Sama kennlng hefir nýlega komið fram hjá dagblaðinu Vís- ir, og hefir blaðið reynt að telja lesendum sínum trú um að kaupfélögin hafi fengið óeðli- lega mikinn vöruinnflutning, en að hlutur kaupmanna hafi verið fyrir borð borinn. Þessi kenning Vísis er svo langt frá því xétta, að þvert á móti hafa kaupfélögin ávallt fengið minni innflutning af ýmsum vöruflokkum heldur en þau áttu að fá, miðað við inn- flutning kaupmannaverzlana, eftir þeim reglum sem eiga að gilda um skiptingu innflutn- ingsins. En sú eina regla, sem til greina getur komið um skipt- ingu innflutnings milli kaupfé- laga og kaupmannaverzlana, er, skóla á Norðurlöndum. En það er ekki einhlítt til þroskunar að hlusta á vitra menn tala. Nýj- ustu kennsluaðferðir eru heldur ekki á þessa leið. Þær eru í því fólgnar fyrst og fremst að gera námið að starfi. Það er hin gamla leið sjálfmenntunarinn- ar, með þeirri mikilvægu breyt- ingu, að kennarinn leiðbeinir nemandanum i því, hvernig hann eigi að fara að því að læra sjálfur, án þess að vera alltaf að hlusta á mál annara og án þess að vera settur eins og vitni í réttarsal. Þegar frá eru teknir þeir, sem framleiðslustörfin stunda, vinna vafalaust engir menn þýðingar- meira starf í þágu þjóðfélagsins en kennararnir. Til þeirra þarf að gera strangar kröfur um á- huga, mannkosti og þekkingu á nothæfustu vinnuaðferðum. Og það er skylda þjóðarinnar að fylgj ast með störfum þeirra með velvilja og í vinarhug. að hver af þessum tveim aðilum fái á hverjum tíma innflutning handa því fólki sem vill hafa viðskipti við þá. Ef helmingur þjóðarinnar er í kaupfélögum, eiga félögin að fá helminginn af öllum algengum verzlunarvörum sem fluttar eru til landsins, en kaupmannaverzlanirnar hinn helminginn, svo að þær geti á sama hátt og kaupfélögin, haft viðskipti við þann hluta þjóðar- innar, sem fremur vill skipta við kaupmenn heldur en hafa fé- lagsverzlun. Á þennan hátt er það fólkið í landinu, sem sjálft hefir ákvörðunarrétt um það, hvernig það hagar sínum við- skiptum, og þannig á það að vera. Ef félagsmönnum í kaup- félögum fjölgar, eiga félögin að fá aukinn innflutning, en á sama hátt á innflutningur þeirra að minnka, ef félags- mönnum fækkar. Þrátt fyrir þessa skiptingu innflutningsins á milli kaupfélaga og kaup- manna, má vitanlega gera ráð fyrir að ýmsir kaupfélagsmenn hafi að einhverju leyti skipti við kaupmenn, og að utanfélags- menn skipti við kaupfélögin að nokkru leyti, eins og alltaf hefir tíðkazt, en engin ástæða er til að láta slíkt raska þeirri reglu sem á að gilda um skiptingu innflutnings á verzlunarvörum milli þessara tveggja aðila. Sú aðferð við úthlutun inn- flutningsleyfa, að miða eingöngu við innflutning einstakra verzl- ana áður en farið var að beita innflutningshöftunum, getur alls ekki staðizt. Með því móti gefst einstökum verzlunarfyrir- tækjum óeðlileg og óréttmæt að- staða til yfirdrottnunar. Væri þeirri reglu fylgt, t. d. um skipt- ingu vöruinnílutnings milli kaupfélaga og kaupmanna, gæti almenningur í landinu litlu eða engu um það ráðið.hvernig hann hagaði viðskiptum sínum, og væri þannig sviptur einföldustu og sjálfsögðustu mannréttind- um. Kaupsýslu- og verzlunar- mennirnir í landinu eiga að vera þjónar fólksins en ekki yfirboð- arar. Réttur verzlana til vöru- innflutnings takmarkast af því hve margir landsmenn vilja skipta við þær. Bóndinn, sjó- maðurinn, verkamaðurinn, em- bættismaðurinn og allir aðrir í þessu landi eiga að fá að ráða því, hvort þeir kaupa nauðsynj- ar sínar hjá kaupmönnum eða annast þau innkaup sjálfir í fé- lagi. Þetta er svo sjálfsagt að um það ætti ekki að þurfa að deila. En þó að sú regla um skipt- ingu innflutnings milli kaup- félaga og kaupmanna, sem hér hefir verið nefnt, verði almennt viðurkennd, þá er málið ekki þar 1. Afstaffan til þingræðisins. í greinarköflum þeim, sem hér fara á eftir, verður reynt með ummælum kommúnista sjálfra að sýna hina raunverulegu af- stöðu þeirra til stjórnskipulags- ins í landinu og hvaða leið þeir telja líklegasta til að ná völd- um í sínar hendur. Er einmitt nauðsynlegt, að gera sér þessa afstöðu þeirra ljósa nú, þar sem þeir reyna að afla sér fylgis undir fölsku flaggi og sem stuðningsmenn þess stjórn- skipulags, sem þeir vilja eyði- leggja. Afstöðu kommúnista til hins ríkjandi stjórnskipulags, — þingræðis, sem byggist á al- mennum kosningarrétti — má einna bezt marka á ályktun miðstjórnar Kommúnistaflokks íslands í tilefni af úrslitum kosninganna 12. júní 1931. Hún var birt í Verklýðsblaðinu 27. júní 1931. Þar segir m. a.: „Tilgangur kommúnista með því að taka þátt í kosningum til Alþingis og bæjarstjórnar er ekki fyrst og fremst sá, að koma fulltrúum inn á þessar sam- kundur, heldur til að boða al- þýðunni til sjávar og sveita stefnu kommúnismans og safna henni undir merki stéttabar- áttunnar...... Þingræðið er aðeins yfir- skin lýðræðis. í raun og veru er það grímuklætt alræði borg- aranna....... Allar þingræðis- stjórnir eru minnahlutastjórnir í raun og veru. Allar rækja þær hagsmuni hinnar fámennu stéttar, sem drottnar yfir at- vinnutækjunum, gegn hags- munum vinnandi stéttanna, sem oftast hjálpa þeim upp í valda- sessinn með atkvæði sínu. Á- stæðan fyrir þessari þjóðfélags- með leyst að fullu. Ágreiningur getur orðið um það, hvernig eigi að skipta þeim hluta innflutn- ingsins sem kaupmenn fá á hverjum tíma, milli einstakra verzlana. Tillögur hafa komið um að fela Verzlunarráði íslands þá skiptingu. Hvort sem sú leið verður farin eða ekki, virðist sjálfsagt að taka til athugunar allar skynsamlegar tillögur, sem kaupmennirnir sjálfir og félags- samtök þeirra vilja gera um þetta atriði. Kaupfélögin hafa fengið minni innflutningsleyfi fyrir ýmsar vörur heldur en þeim ber með réttu. Vonandi fæst bót ráðin á því,ef gjaldeyris- og inn- flutningsnefnd tekur til greina óskir Verzlunarþingsins og ann- ara um að haga úthlutun inn- flutningsleyfa svo sanngjarn- lega sem hægt er. Skúli Guffmundsson. legu mótsögn er að eignastéttin hefir ekki einungis einokun á framleiðslutækjum, heldur og á allri fræðslustarfsemi og hinu pólitíska og þjóðfélagslega trú- boði. í höndum borgarastéttar- innar eru skólar, kirkjur, blöð, bækur, útvarpið o. s. frv.... Kommúnistum er það full- ljóst, að þingið getur aldrei orðið nýtilegt vopn í hendi verkalýðsins. Verkalýðurinn verður að skapa sér sitt eigið ríkisvald og hann mun ekki gefa arðránsstéttinni, sem hann ætlar að afnema, neinn þátt í því ....“. í grein í Rétti 1933 skilgreinir Brynjólfur Bjarnason afstöðu jafnaðarmanna og kommúnista til stjórnskipulagsins á þessa leið: „Nú er það verkefni social- demokrata, að viðhalda trúnni á lýðræðið og telja alþýðunni trú um, að með kjörseðlinum einum saman sé hægt að fram- kvæma sósíalismann og losa al- þýðuna úr ánauðinni. Það er verkefni kommúnista- flokksins, sem honum ber sögu- leg skylda til að leysa af hendi, að sameina verkalýðshreyfing- una á byltingarsinnuðum grundvelli til þess að grípa fyr- ir kverkar fasismans.......Það getur hann aðeins gert með því að losa verkalýðinn undan á- hrifum sósíaldemokrata og leiða hann fram í daglegri byltingar- sinnaðri baráttu.“ Einar Olgeirsson segir I Rétti sama ár: „Að prédika yfir verkalýðn- um friðsamlega bxeytingu auð- valdsskipulagsins, það er hlut- verk þeirra manna, sem vilja teyma hann eins og lamb undir fallöxi fasismans." Afstaða kommúnista til þing- ræðisins má einnig vel marka á eftirfarandi ummælum eftir Brynjólf Bjarnason í V^rkalýðs- blaðinu 18. júlí 1931: „Takið upp baráttuna fyrir framkvæmd sósíalismans og sigri verkalýðsins, án tillits til þess, sem skrípaþing auðvalds- ins gerir eða segir. Þing þetta er skipað með ofbeldi, viðhaldið verður því og þjóðfélaginu, sem það verndar, aðeins með ofbeldi lögreglu, dómstóla, fangelsa og ríkisher. Og steypt verður því aðeins með valdi verkalýðsins. Verkamenn og verkakonur! Undirbúið ykkar pólitísku verk- föll, beitið félagsskap ykkar al- hliða í stéttarbaráttunni, þrosk- ið samtök ykkar og eflið þau, unz þið sjálf finnið kraftinn til að taka völdin af auðvaldinu með afli ykkar og samtökum, knúin fram af neyð ykkar og íslands Hrafnistumenn lifðu tímamót tvenn, þó að töf yrði á framsóknarleið, eftir súðbyrðings för kom hinn seglprúði knör, eftir seglskipið vélknúin skeið. En þótt tækjum sé breytt, þá er eðlið samt eitt, eins og ætlunarverkið, er sjómannsins beið. Hvort sem fleytan er smá eða seglprúð að sjá og hvort súðin er tré eða stál, hvort sem knýr hana ár eða reiði og rár eða rammaukin vél yfir ál, — hvert eitt fljótandi skip ber þó farmannsins svlp, hann er ferjunnar andi og hafskipsins sál. Hvort með heimalands strönd eða langt út í lönd á hann leið yfir ólgandi flóð, gegn um vöku og draum fléttar tryggðin þann taum, sem hann tengir við land sitt og þjóð. Þegar hætt reynist för, þegar kröpp reynast kjör, verpur karlmennskan íslenzka bjarma á hans slóð. íslands Hrafnistumenn eru hafsæknir enn, ganga hiklaust á orustuvöll út í stormviðrin höst, móti straumþungri röst, yfir stórsjó og holskefluföll, flytja þjóðinni auð sækja barninu brauð, færa björgin í grunn undir framtíðarhöll. frelsisþrá — og látið þá engar sefandi raddir stéttafriðarins blekkja ykkur með þingmeiri- hluta skrafi.“ Af framangreindri ályktun miðstjórnar kommúnistaflokks- ins og ummælum helztu foringja hans, er eftirfarandi fullkom- lega ljóst: Kommúnistar telja vonlaust að þeir geti komizt til valda á lýðræöislegan hátt, þar sem stefna þeirra geti ekki öðlazt meirahlutafylgi, sökum yfirráða hinnar svonefndu borgarastétt- ar yfir atvinnu- og menningar- tækjunum. Þingið getur þvl aldrei orðið nýtilegt vopn í hendi þeirra, en verður þvert á móti öflugasta tæki andstæð- inganna. Þess vegna verður að koma því og öllu hinu ríkjandi stjórnskipulagi í rústir. Þess vegna verða kommúnistar að berj a niður eftir megni þá kenn- ingu jafnaðarmanna, að verka- lýðurinn geti náð völdunum með „kjörseðlinum einum saman“ og breytt auðvaldsskipulaginu (Framh. á 3. slðu) Olafur Sigurðsson, fiskíræktarráðunautur: Fískírækt á Vesturlandí Ferðalög og athuganír síðastL sumar Eftir símtali milli okkar Bjarna Ásgeirssonar alþingis- manns var það ráðið, að ég skyldi fara með honum með- fram nokkrum ám í Mýrasýslu til að athuga flskiræktarmögu- leika svo og gönguhindranir í þeim. 14. ágúst kom ég að norðan frá því að skoða Vesturárgil í Miðfirði og hitti Bjarna áGrims- stöðum. Daginn eftir fórum við á hestum upp með allri Langá að Langárvatni. Var fyrst athugaður Sveðju- foss og möguleikar á því að gera hann fiskgengan. Er það tiltölu- lega auðvelt, þegar miðað er við hve fossinn er hár. Á leiðinni frá Sveðjufossi og upp að vatni eru nokkrar gönguhindranir, Grenjakotsfoss, Bugðufoss, Hólmafoss og Heiðafoss. Fremur lítið verk er að gera þessa fossa laxgenga aðra en Sveðjufoss. Með lagfæringum á þessum gönguhindrunum lengist göngu- leið laxins um 10—11 km. Þá litum við eftir, hvort hægt mundi, án mikils kostnaðar, að hafa rennslisjöfnuð úr Langár- vatni. Virtist okkur það sæmi- lega aujðvelt. Slík aðgerð mundi hafa þýðingu, bæði fyrir Gljúf- urá og Langá, með þvi að auka vatnið í þeim í mestu þurka- köflunum um laxveiðitímann. Við nýja vatnið, sem kæmi í ána á þennan hátt, færi laxinn að hreyfa sig til göngu og tæki bet- ur. Yrði áin með þessu móti mun skemmtilegri til stangaveiði. Til baka fórum við niður Hraundal meðfram Veitu, sem rennur að lokum í Álftá. Eru ágætir uppeldisstaðir í þessari löngu, en litlu á. Þá fórum við niður með Álftá til að skoða Kerfoss. Er hann eina gönguhindrunin og þó afar- auðvelt að gera hann laxgengan. Mundi þá bætast við Álftá bæði margir veiðistaðir og þó sér í lagi margir uppvaxtarstaðir. Við Hítará fórum við alla leið inn að Hítarárvatni til að at- huga möguleika á því að gera hana fiskgenga inn í vatn. Var fyrst athugaður Kattarfoss, sýndist okkur þar vera mjög ill aðstaða til að gera fiskveg. Aft- ur virtist auðvelt að koma Hít- ará yfir í Tálmá, sem er all stór bergvatnskvísl, um svonefndan Sandalækjarfarveg. Er slík að- gerð ákaflega mikilsvirði fyrir Hítará, því að gönguleið fiskj- arins lengist um helming, frá því sem nú er, og stangaveiðistaðir verða ótrúlega margir. Hítará hefir skilyrði til að verða ein af hinum ágætu laxám og hlutaðeigendum stórmikils- virði, ef rétt væri að farið. Nú er hún urin með netum og brot- in á henni lög. — Hér þarf að stofna fiskiræktar- og veiðifé- lag, sem hefir það að markmiði, að gera allt, sem hægt er, fyrir ána og laxinn að beztu manna yfirsýn. Sama er að segja um Álftá og Urriðaá. Þar þarf félagsskapur að koma og netin að hverfa burtu úr þessum litlu, en snotru ám. Hítarvatn er gríðarstórt og átuauðugt og fullt af fiski, bæði bleikju og urriða. Það er eitt af þessum stóru og góðu veiðivötnum, sem liggja rétt innan við byggðina, lítið eða ekkert notað. Afburða fallegt er þarna við vatnið og ágætlega vel fallið til hressingardvalar í „Hólminum", á bæ Bjarnar Hítdælakappa. Næg silungsveiði í vatninu og og bráðum laxveiði í ánni, alveg upp að vatni. Veg, færan bifreið- um, er tiltölulega auðvelt að ryðja þangað upp eftir. Á Brúarfossi skildum við Bjarni eftir þriggja daga ferða- lag. Skyldi ég fara vestur að Straumfjarðará og aðstoða stjórnarnefnd veiðifélagsins þar við samningu arðskrár. En af því varð ekki og fór ég rakleið- is í Borgarnes og þaðan upp að Hreðavatni til að athuga fisk- veginn upp yfir Laxfoss í Norð- urá. Fóru þeir með mér Gestur Kristjánsson á Hreðavatni og Vigfús Guðmundsson gestgjafi. Var sýnílegt, að fiskvegurinn var ógengur laxi, þegar mikið vatn var í ánni. Lagðist hann því mjög fyrir neðan við fossinn og var það til baga fyrir góða hrygningu. Talsvert verk var að laga þetta. Vatnið þurfti að minnka með því að sprengja rauf í fossbrúnina austan við fiskveginn og dýpka skálarnar, einkum þá efstu. — Þessu hefir nú þegar verið komið í framkvæmd, til mikils hagræðis fyrir laxinn í Norðurá. 25. ágúst fór ég frá Reykjavík í ferð um Dalasýslu og Barða- strönd. Lá fyrir loforð um þessa ferð frá fyrra ári. — Úr Borgar- nesi skrapp ég vestur að Langár- fossi. Hafði enska frúin, Mrs. Kennard, óskað eftir að tala við mig um að gera fossa í Langá fiskgenga. Hinn 26. fór ég vestur í Dali, fyrst til að hitta Magnús í Skörð- um, viðkomandi Miðá. — Hafði þar verið stofnað fiskiræktarfé- lag og vildu menn nú fá ýms ráð lútandi að framkvæmdum. Fór Magnús með mér til að leita eftir klaklind, bæði við Miðá og Haukadalsá. Því miður var lítið um góðar lindir um þessar slóðir. Þó var ein lítil lind ekki langt frá Skörðum, sem reyndist nothæf. Um kvöldið fylgdi Magnús mér að Búðardal og komst ég þaðan á bifreið að Ásgarði. í Ásgarði fékk ég hest til að fara á kring Strandir, sem kall- að er. Það er að fara út Fells- ströndina og inn Skarðströnd- ina. Á þessari leið skoðaði ég Flekkudalsá, sem neðst er kölluð Kjarlaksstaðaá. Er hún ágæt til seiðauppeldis á löngum köflum framan til, bæði framan og utan við bæinn Túngarð. En nokkru fyrir framan Kj arlaksstaði er allhár foss alveg ógengur fiski. Þess utan nokkrir smáfossar, sem þyrfti að laga, ef vel væri. Ekki býst ég við að þetta verk þyrfti að fara fram úr 1500— 2000 kr. Ef gert er við gönguleið- ina í ánni, tel ég hana mjög vel fallna til fiskiræktar og stanga- veiði. Stangaveiðistaðir eru þar ákaflega margir og góðir. Það, sem hér þarf að byrja á, er fé- lagsskapur við ána, sem hefir það að markmiði sínu I fyrsta lagi að gera ána færa fiski til göngu, í öðru lagi leggur kapp á að flytja í hana laxaseiði. Fábeinsá er lítil lindará. Var þar áður ofurlítil silungsveiði, en er nú að mestu þorrin. Ballará er einnig lltil, en nokkur smásilungur er í henni neðst. Fyrir þessar ár er frem- ur lítið hægt að gera; þó má koma þeim upp í það, sem þær áður voru með friðun á haust- veiði og klaki. 28. ágúst skoðaði ég Krossá á Skarðsströnd; er það dágóð sil- ungsá og hefir slæðzt í hana lax. Hún er lygn og bakkagróin fram á Krossdal. Hefir því nokk- ur skilyrði veiðiaukningar, enda munu hlutaðeigendur hugsa sér að hafa félagsskap um að láta í hana laxaseiði. Búðardalsá, er kemur niður milli Tinda og Hvalgrafa, er þvi miður með tveimur ógengum fossum. Þó mætti vel gera til- raun með að setja i hana laxa-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.