Tíminn - 23.01.1988, Page 3
Laugardagur 23. janúar 1988
Tíminn 3
„De Ark“ á samning við Maxi Tour til 1992 og samið við lánadrottna:
Kemst Orkin hans Helga
á flot í næsta flóði?
Hótel Örk í Hveragerði virðist ætla að rétta úr kútnum og komast
á flot í næstu flóðum eftir orðum eiganda hennar að dæma, Helga
Þórs Jónssonar. Þann 2. febrúar n.k. rennur greiðslustöðvunin út
og þá kemur í Ijós hvort þau ráð halda sem gripið hefur verið til
síðustu fimm mánuði. Sagðist Helgi Þór ekki vera í nokkrum vafa
um að rekstrinum væri borgið og kvaðst hann hafa notað tímann vel
til að afla skuldbreytinga og ná samningum við lánardrottna sína.
Auk ýmis konar hagræðingar í rekstrinum, hefur Helga Þór tekist
að gera samning við belgísku ferðaskrifstofuna Maxi Tour til ársins
1992 um heilsuhótelagistingu eftir hókunum.
„Ég hef notað tímann vel og lagt
allar eigur mínar í Örkina til að auka
lausafé hennar. Það nemur mörgum
milljónum," sagði Helgi Þór
Jónsson, hóteleigandi í viðtali við
Tímann. „Ég hef gert samninga við
alla þá aðila sem ég skulda og ýmist
greitt upp skuldir eða samið um
skuldbreytingar og gengið frá mín-
um málum.“ Þá sagði hann að hann
væri ekki í nokkrum vafa um að öll
skilyrði rekstrarins hafi batnað á
þessum tíma og að þessir mánuðir í
greiðslustöðvun væru eins mikið
upphaf hjá sér og það væri endirinn
hjá mörgum fyrirtækjum. „Það er
fyrst núna sem ég hef haft tækifæri
og næði til að koma rekstrinum í
horf og í raun og veru er rekstur
Arkar nú fyrst að fara í gang af
fullum krafti.“ Sagði hann að skulda-
kröfurnar væru búnar að vera sér allt
of mikill fjötur um fót frá upphafi og
að enginn tími hafi verið til að
skipuleggja reksturinn nægilega vel.
Samdi við Maxi Tour
f síðustu viku voru fulltrúar belg-
ísku ferðaskrifstofunnar Maxi Tour
á ferð í Hveragerði til að skoða
Hótel Örk með tilliti til þess hvort
það fullnægði kröfum sem þeir gerðu
til heilsuhótela. Niðurstaða þessarar
heimsóknar varð samningur til ársins
1992 um gistingu samkvæmt bókun-
um. Ferðaskrifstofa þessi hefur sér-
hæft sig í þjónustu við fólk, sem
sækist eftir gistingu á heijsuhótelum
og er í flestunr tilfellum leitað eftir
þessari þjónustu samkvæmt læknis-
ráði. Fram til þessa hefur Maxi Tour
aðallega verið á samningum við
heilsuhótel í Júgóslavíu, en eftirsókn
eftir heilsudvöl þar hefur dregist
mjög saman eftir kjarnorkuslysið í
Tjernóbyl.
í tengslum við þessa samninga er
Helgi Þór að búa leikfimisal hótels-
ins mun ríkulegar að tækjum og auk
þess vinnur hann þessar vikurnar að
Helgi Þór Jónsson hóteleigandi fyrir
framan Örkina í Hveragerði.
smíði fleiri gufubaða og laugarpotta.
Fyrir eru leirböð og annar búnaður,
sem nauðsynlegur er hverju heilsu-
hóteli. Mun aðstaða þessi jafnan
standa öllum gestum Arkar til boða
líkt og nú er háttað um séraðstöðu
og sundlaug.
Daggjaldaleiðin
í fyrravetur sótti Helgi Þór um til
þáverandi heilbrigðisráðherra,
Ragnhildar Helgadóttur, að hótelið
fengi greidd daggjöld með ákveðn-
um fjölda gesta, sem þar myndu
dvelja af heilsufarsástæðum og sam-
kvæmt læknisráði. Ekki tókust
samningar við ráðuneytið þá og
komst málið reyndar aldrei á það
stig að það færi til daggjaldanefndar.
Helgi Þór sagði að mál þessi hafi að
nýju verið rædd, enda hafi hann ekki
talið þessa leið fullreynda. Allar
slíkar hugmyndir væru þó enn á
umræðustigi og ekki komnar langt.
Aðrar leiðir til að auka fjölbreytni
í rekstri hótelsins hafa og verið til
athugunar. Sagðist Helgi Þór binda
talsverðar vonir við heilsuræktar-
hugmyndir af ýmsu tagi, en nefndi
sérstaklega svokallaða megrunar-
kúra sem nú er ætlunin að bjóða upp
á. Væri það reyndar aðeins eitt af
mörgu sem tengdist hugmyndinni
um heilsuhótel. KB
Ullarvöruviðskipti íslands og Sovét rædd í Moskvu:
Björninn stífur
Tímamynd BREIN
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
Russinn er stifur í samningum. Það hafa fulltrúar
síldarútvegsnefndar oft fengið að reyna, og það fá samningsmenn
Álafoss h.f. að reyna þessa dagana í Moskvu. Enn sem komið er
hefur ekki náðst samkomulag við Rússann um ullarvöruviðskipti
fyrir þetta ár, en næsti samningafundur er boðaður á mánudaginn.
Að sögn Jóns Sigurðarsonar, for-
stjóra Álafoss h.f., er nauðsynlegt
að ná samningum á allra næstu
dögum, að öðrum kosti þurfi að
grípa til viðeigandi ráðstafana. Að-
spurður vildi Jón ekki skýra þessi
orð frekar, en sagði þó að samningur
við Sovétmenn væri auðvitað spurn-
ing fyrir íslenskan ulláriðnað í heild
sinni, því að hér væri um að ræða
langstærsta eina samningsaðilann.
„Það ber mikið á milli, en meðan
menn sitja og ræða er von um
samninga. Ég er ekki bjartsýnn, en
heldur ekki svartsýnn. Menn hafa
nálgast í þessum viðræðum, og í
raun eru flest tæknileg atriði klár.
Það sem er óljóst enn í þessum
viðræðum lýtur að magni og verði.“
Jón sagði að fulltrúar Álafoss stæðu
fast við að fá hærra verð fyrir
ullarvörurnar, enda staðfestu versl-
unarskýrslur að Sovétmenn keyptu
nú ullarvörur frá öðrum Evrópu-
þjóðum fyrir mun hærra verð en þeir
greiddu fyrir íslenskar ullarvörur á
síðasta ári. „Við verðum að semja
um verð sem gerir þennan rekstur
arðbæran. Ég yrði óánægður ef ekki
næðust magnsamningar upp á 8
milljónir dollara," sagði Jón Sigurð-
arson. óþh
Tvö alvarleg umferðarslys í gær:
Banaslys á
Snæfellsnesi
Tvö ungmenni létust í bílslysi slys skammt frá gatnamótum
síðdegis í gær þegar þau voru á leið Grænássvegar og Reykjanesbrautar
til Stykkishólms á Snæfellsnesi. í Keflavík í gærmorgun. Þar lentu
Bifreið þeirra rann út af veginum fjórar bifreiðir í harkalegum
við brúna yfir Hraunsfjörð og lenti árekstri. Þrettán voru í bílunum og
í sjónum. Talið er að ökumaður voru sex fluttir á sjúkrahús. Tveir
hafi misst stjórn á bílnum í hálk- voru fluttir á spítala í Keflavík en
unni. aðrir á slysadeild Borgarspítalans,
Ekki er unnt að birta nöfn hinna með mjög alvarlega áverka.
látnu að svo stöddu. Tíldrög slyssins eru óljós og ekki
Sömuleiðis varð mjög alvarlegt unnt að skýra frekar frá. þj
Fundir stjórnarandstöðunnar
með borgarbúum
3)
Mánudaginn 25.
janúar kl. 20.30 á
Hótel Borg fyrir
íbúa Þingholta,
Miðbæjar og Vest-
urbæjar sunnan og
norðan Hring-
brautar.
Reykvíkingar eru
hvattir til að mæta
og koma skoðunum
sínum á framfæri
Borgarfulltrúar stjórnar-
andstöðunnar taka við
ábendingum og veita
upplýsingar
ídagkl. 13:00 íÁr-
seli fyrir íbúa Sel-
áss, Árbæjar og
Ártúnsholts.
?)
I dag kl. 16:00 í
Glæsibæ (kaffiter-
íu) fyrir íbúa
Austurbæjar innan
Sætúns, Elliða-
vogs, Suðurlands-
brautar/Lauga-
vegs.