Tíminn - 23.01.1988, Síða 5

Tíminn - 23.01.1988, Síða 5
Laugardagur 23. janúar 1988 Tíminn 5 Brottrækur frá öllum Norðurlöndum: mest á reyndi Paul Watson, skipherra og einn af foystumönnum samtakanna Sea Shepherd Conservation Society, sem hefur ítrekað lýst því digurbarkalega yfir að hann eigi þátt í að sökkva tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn og skemmdarverkum á hvalstöðinni í Hvalfírði, dró það allt til baka í yfírheyrslum hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í gær og fyrrinótt. Réttargæslumaður hans var Páll Arnór Pálsson, hrl, en Watson óskaði sérstaklega eftir honum sem lögmanni sínum. Ekki sama í orði og á borði Skipherrann, sem síðast í fyrradag sagðist undir það búinn að láta varpa sér í fangelsi í tvö eða þrjú ár fyrir málstaðinn, guggnaði þegar á hólm- inn var komið. Paul staðfesti við yfirheyrslurnar að hann hafi gefið ýmsar yfirlýsingar, sem bendluðu hann við skemmdarverkin, en þrátt fyrir það heldur hann því nú fram að hann hafi hvorki átt þátt í undirbún- ingi þeirra né framkvæmd. Hvað sem fyrri yfirlýsingum Pauls Watsons í fjölmiðlum og víðar líður hefur athugun ríkissaksóknara á skýrslu um yfirheyrsluna og áður sendum rannsóknargögnum ekki gefið tilefni til útgáfu opinberrar ákæru á hendur honum. Paul Wat- son hefur þvegið hendur sínar af skemmdarverkum hér á landi, og greiddi síðdegis í gær 1100 Banda- ríkjadala skuld við Olís, vegna inni- stæðulausrar ávísunar, sem hann gaf út í skipsferð hingað til lands 1985. Norðurlóndin honum bönnuð Með tilliti til fyrra framferðis Pa- uls Watsons í íslenskri lögsögu og margítrekaðra yfirlýsinga hans sem beinst hafa gegn íslenskum hags- raunum taldi dómsmálaráðuneytið áframhaldandi dvöl hans hér á landi óæskilega. Var honum því vísað úr landi og jafnframt meinuð endur- koma til landsins. Brottvísunin verð- ur tilkynnt yfirvöldum í öðrum ríkj- Magnús Einarsson, yfirlögregluþjónn, leiðir Paul Watson, skipherra, úr Síðumúlasteininum eftir að Ijóst var að hann yrði rekinn af landi brott. (Tíminn: Pjetur) um Norðurlanda, en skv. samningi er hann um leið brottrækur ger þaðan. Brottvísun nær því einnig til Grænlands. Skýrslur Rannsóknarlögreglunnar um yfirheyrslurnar verða sendar kanadískum yfirvöldum, en Paul Watson er kanadískur ríkisborgari. Súrhveli á boðstólum í steininum Watson var sleppt úr Síðumúla- fangelsi klukkan 16:30 í gær, en þangað var hann færður eftir yfir- heyrslurnar nóttina áður. Pað er sjálfsagt kaldhæðni örlaganna sem réði því, að Watson sat fangelsaður einmitt þann dag, sem föngum var borinn þorramatur frá Múlakaffi. Þar var Watson m.a. boðinn súr hvalur. Paul Watson var aldrei frjáls hér á landi, því að lögreglan fól Útlend- ingaeftirliti gæslu hans, þegar sá sólarhringur var liðinn, sem leyfilegt var að halda honum án sérstaks úrskurðar. Útlendingaeftirlitið sendi hann vestur um haf með fyrstu ferð héðan í gærkvöld. íslenskir hvalavinir voru saman komnir í Leifsstöð í gær til að kasta kveðju á foringjann, þegar hann fór af landinu, eftir að hafa svarið af sér „afrekin" og gættu óeinkennis- klæddir lögreglumenn að allt færi þar fram með spekt. Þegar í gærkvöld gerðu fylgis- menn skemmdarvarganna í Reykja- víkurhöfn og Hvalfirði tilraunir til að gera skýrslur RLR tortryggilegar og gáfu í skyn að Paul Watson hefði aldrei dregið til baka að hafa átt þátt í spjöllunum sem unnin voru í nóv- ember 1986. þj Sjávarspendýraráöstefnunni lokið: ísland í for- ystu hval- veiðiþjóðanna Alþjóðlegri ráðstefnu um skynsamlega nýtingu og stjórnun veiða sjávarspendýra lauk í gær. Aðallega var fjallað um þrennt. f fyrsta lagi um leiðir til verndunar og stjórnunar veiða. í öðru lagi vísindarannsóknir og í þriðja lagi um kynningarstarfsemi. Þátttöku- þjóðirnar sjö voru sammála um að núverandi fyrirkomulag á veiði- stjómun stórhvala í alþjóðlegum stofnunum væri ekki viðunandi, enda þurfi slíkar stofnanir að taka tillit til nútímaviðhorfa og til þeirr- ar þróunar sem orðið hefur í vernd- un og stjórnun stofnanna. Þá skort- ir skilnirig á mikilvægi eflingar nauðsynlegra vísindarannsókna. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði eftir að ráð- stefnunni lauk í gær, að vissulega væri fundurinn í sjálfu sér ákveðin skilaboð til IWC. Hins vegar hafi fundað hér þjóðir með sameigin- lega hagsmuni og að „við munum funda áfram‘‘. Þá sagði Halldór að ekki hefði verið rætt um hvers lags breytingar þyrfti að gera á starf- semi IWC. Eins og kom fram í Tímanum í gær var mikið rætt um upplýsinga- miðlun sjónarmiða hvalveiðiþjóða á fundinum. í gær heyrðist það síðan að ákveðið hefði verið að lítill hópur manna myndi hittast á íslandi eftir 5-6 vikur og hefjast handa við upplýsingadreifingu. Halldór vildi ekki staðfesta þetta, en sagði að vissulega hefði þetta verið rætt, þó ekki hefði verið tekin endanleg ákvörðun. Um er að ræða upplýsingar fyrir almenn- ing um nauðsyn rannsókna og skynsamlega nýtingu sjávarspen- dýra. Formleg er ekki viðurkennt að úrsögn úr hvalveiðiráðinu hafi ver- ið alvarlega rædd. Hins vegar heyrðist það á fulltrúum landanna, að þeir eru orðnir langþreyttir á skilningsleysi og vanþekkingu IWC um vísindaveiðar og stjórnun veiða. Sendifulltrúarnir tóku mis- jafnlega djúpt í árinni, en allir voru þeir þó sammála um að gera þyrfti úrslitatilraun til aö sýna ráðinu fram á að tilgangur ráðsins væri ekki að friða dýr, sem ekki væru í útrýmingarhættu, heldur að stjórna veiðunum með skynsam- legum hætti. Fundurinn ákvað að haldinn skyldi annar fundur, og hefur ís- land það hlutverk að vera tengilið- ur við hinar þjóðirnar og boða til fundarins. Þá hafa ráðstefnuþjóð- irnar hver í kapp við aðra lýst yfir ánægju sinni með frumkvæði íslands, þor þess og ákveðni. Af öllum sólarmerkjum að dæma virð- ist staðan orðin sú að ísland er í forystu hvalveiðiþjóðanna. - SÓL Vladimir G. Makeev, Sovétríkjunum: Rússar íhuga vísindaveiðar Sovétmenn sendu tvo ráðstefnugesti á nýyfirstaðna ráðstefnu um stjórnun veiða og nýtingi| sjávarspendýra. Annar þeirra, Vladimir G. Makeev, sagði í samtali við Tímann í gær, að hann fagnaði tillögu Halldórs Ásgrímssonar, um svæðisbundna stjórnun sjávarspendýra, og að hún væri vel þess virði að athuga nánar. „En gagnvart verndun sjávar- spendýra í heild, þá byggjum við okkar stöðu á ákvæðum Alþjóða- hafréttarsáttmálans, þar sem stend- ur skýrum stöfum, að ríkisstjórnir skuli vinna saman, í þeim tilgangi að rannsaka verndun og stjórnun sjáv- arspendýra, án tillits til þess hvort að dýrið er svæðisbundið eða lifir um allan heim. Og í samræmi við það fagnar sovéska sendinefndin þessari hugmynd,“ sagði Makeev. Hann sagði þetta þó ekki einu leiðina til að bæta alþjóðlega sam- vinnu með tilliti til hvaldýra. En áleit jafnframt að slík samtök gætu unnið samhliða Alþjóðahvalveiði- ráðinu (IWC) án þess að til árekstra kæmi. „En við verðum að bíða og sjá hvort það gerist" sagði Makeev. „Það þarf ekki að vera nauðsyn- legt að stofna nýtt ráð. Við trúum því að sá möguleiki sé enn fyrir hendi að bæta starf IWC verulega. Við erum reiðubúnir til áframhald- andi alþjóðlegrar samvinnu með sameiginlegum hagsmunaaðilum með tilliti til hvaldýra og viljum því bíða með hugleiðingar um úrsögn úr IWC. Á fundinum höfum við meira rætt um hvaða leiðir hægt sé að fara til að bæta starfsaðferðir IWC, held- ur en stofnun nýs hvalveiðiráðs," sagði Makeev. Sovétmenn hættu hvalveiðum í ágóðaskyni í Suðurhöfum síðastliðið vor, en frumbyggjaveiðum er enn haldið áfram á Norður-Kyrrahafi, en þar eru veiddir árlega um 170 hvalir fyrir neyslu í Chukotka hér- aði. „IWC hefur tekið ákveðnum framförum á síðastliðnum 40 árum, og því hefur tekist hlutverk sitt á vissum sviðum, en við álítum að það hafi hrakið verulega af leið frá upprunalegum tilgangi sfnum. Sovétríkin hafa þó nokkrum sinnum þurft að setja fram mótmæli innan ráðsins vegna ákvarðana þess, en þær voru ekki byggðar á vísindaleg- um staðreyndum, og margar þjóðir hafa stutt okkur í þessum efnum,“ sagði Makeev. Spurningum blaðamanns um hvort Sovétmenn hygðust hefja vís- indaveiðar, svaraði Makeev á þessa leið: „Við álítum að IWC ætti að taka mun meira tillit til vísindalegra niðurstaðna. Við greiddum atkvæði gegn ákvörðum IWC á síðasti fundi ráðsins í Bournemouth, eins og íslendingar, um að það skyldi sjálft taka ákvarðanir um hvaða þjóðir ættu að veiða í vísindaskyni og Vladimir G. Makeev, fulltrúi Sovét- manna, á ráðstefnu um nýtingu og stjórnun veiða á sjávarspendýrum. Tímamynd: Pjetur. hverjar ekki. Sendinefnd okkar áskildi sér þann rétt að hefja rann- sókn á ákveðnum hlutum. Það er því í höndum vísindamanna okkar að mæla með eða gegn vísindaveiðum. Málið er í athugun og ef sú ákvörðun verður tekin að hefja slíkar veiðar, munum við fylgja sömu reglum og íslendingar," sagði Makeev. Ráðstefnugestir sem blaðamaður talaði við á göngum Rúgbrauðsgerð- arinnar, tóku hins vegar dýpra í árinni og sögðu að Sovétmenn hefðu þegar tekið ákvörðun um að hefja slíkar veiðar, og að þær hæfust þegar á þessu ári, óháð öllum ákvörðunum IWC. Makeev vildi þó ekki staðfesta þennan orðróm. -SÓL Flugbjörgunarsveitin í V-Húnavatnssýslu: Afmælisboð í hlöðunni Flugbjörgunarsveitin í Vestur- Húnavatnssýslu býður og hvetur héraðsbúa til að koma í 5 ára afmæliskaffi í dag, laugardaginn 23.jan.,kl. 13-18. Sveitinhefurþá opið hús í höfuðstöðvum sínum að Laugabakka í Miðfirði, þar sem afmælisgestir geta í leiðinni skoðað aðstöðu og búnað sveitarinnar. Hús sveitarinnar var áður gömul hlaða að Ytri-Reykjum, sem sveit- in hefur nú lokið við að endur- byggja og innréttað sem tækja- geymslu og félagsheimili. Félögum sveitarinnar hefur fjölgað jafnt og þétt frá stofnun hennar, 22. jan. 1983, og eru þeir nú 53 talsins. Sveitin heldur reglu- lega námskeið og æfingar í slysa- hjálp, notkun áttavita og ýmissa fjarskiptatækja ásamt útiæfingum í byggð sem óbyggðum. -HEI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.