Tíminn - 23.01.1988, Page 23

Tíminn - 23.01.1988, Page 23
Tíminn 23 Laugardagur 23. janúar 1988 1111 MINNING Sigurður Ólason Mánudaginn næstkomandi verður borinn til grafar Sigurður Ólason, sem um hálfrar aldar skeið hefur verið einn af þekktustu málflutnings- mönnum þjóðarinnar, en hann opn- aði málflutningsskrifstofu 1935 og fékk rétt til málflutnings við Hæsta- rétt 1941. Þeir munu fáir, ef þeir eru þá nokkrir, sem flutt hafa fleiri mál við Hæstarétt. Sigurður Ólason naut ekki aðeins orðstírs sem snjall og rökvís mál- flutningsmaður, heldur gat hann sér líka orð sem sagnfræðingur, en hann hefur ritað nokkrar bækur um sagn- fræðileg efni, auk fjölda tfmarits- greina og blaðagreina um þau mál. Oft komst Sigurður að annarri niður- stöðu en fyrri sagnaritarar höfðu gert. Þótt nokkuð kunni að vera deilt um sumar þeirra, verður því ekki mótmælt, að hann færði rök fyrir ályktunum sínum, þótt sum væru umdeilanleg. Öll báru þessi rit hans og ritgerðir vott um skýran málflutning og frásagnargáfu og að höfundurinn hafði kynnt sér allar fáanlegar heimildir. Fyrir aðstand- endur Tímans er gott að minnast þess, að Tíminn naut oft þessara hæfileika Sigurðar. Sigurður Ólason var ekki aðeins víðlesinn um lögfræðileg og sagn- fræðileg efni, heldur lét sér fátt óviðkomandi. Hann var stálminnug- ur. Það var góð dægrastytting að ræða við Sigurð, njóta hins mikla fróðleiks hans og sjálfstæðra skoð- ana á mönnum og málefnum. Kímni- gáfa var einn af hæfileikum hans. Sigurður Ólason var einn þeirra manna, sem setja svip á umhverfi sitt og er og verður eftirminnilegur þeim, sem kynntust honum. Sigurður Ólason var fæddur á Stakkhamri í Miklaholtshreppi 19. janúar 1907 og var því orðinn nær 81 árs þegar hann lést 18. þ.m. Faðir hans var Óli Jón Jónsson bóndi á Stakkhamri, en hann var mikilsmet- inn í sveit sinni, oddviti og sýslu- nefndarmaður, enda voru menn sammála um, að þar fór enginn meðalmaður. Móðir Sigurðar var Þórunn Ingibjörg Sigurðardóttir frá Skeggstöðum í Svartárdal, merk kona. Stúdentsprófi lauk hann 1928 og lögfræðiprófi 1933. Hann var fulltrúi ríkisféhirðis 1933-39 og full- trúi í fjármálaráðuneytinu 1939-72, en oftast ekki í fullu starfi, því að jafnframt rak hann málflutnings- skrifstofu frá 1935 eins og áður segir. Sigurður Ólason var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ragnhildur skriftarkennari, kjördóttir Ásgeirs Ásgeirssonar prófasts að Hvammi í Dölum. Þau skildu. Síðari kona hans var Unnur Kolbeinsdóttir kennari, dóttir Kolbeins Högnason- ar skálds í Kollafirði og Guðrúnar Jóhannsdóttur, sem einnig var skáldmælt. Þau Unnur og Sigurður áttu miklu barnaláni að fagna, en þau áttu sex börn, sem öll komust vel til manns og lifa föður sinn. Tvö þeirra eru landsþekkt eða Jón skóla- stjóri Samvinnuskólans og Þórunn leikstjóri og leikritahöfundur. Við Ragnheiður vottum aðstand- endum Sigurðar samúð okkar og vitum að þeir njóta þess eins og vinir hans að eiga minningarnar um fjöl- gáfaðan og minnisstæðan mann. Þ.Þ. Okkur systkinin frá Kollafirði langar til að minnast Sigurðar Óla- sonar með örfáum orðum. Hugurinn leitar til baka til áranna, þegar við systrabörnin vorum mikið lllllllillilllll samvistum í Kollafirði, en þar bjuggu foreldrar okkar, Guðmundur og Helga, en Sigurður og Unna móðursystir okkar áttu þar sumar- bústað. Það sem kemur fyrst upp í huga okkar er það hvað Sigurður hafði sterkt ímyndunarafl. Hann leiddi okkur krakkana inn í heim álfa og dularvera með líflegum sögum um hina ýmsu atburði, sem hann taldi að hefðu átt sér stað. Á þeim tíma ^Mllllllllllllllllllllllllillllllll datt okkur ekki í hug að vefengja frásagnir hans. Sigurður hafði það sér til dundurs, oft á tíðum, að srníða lítil krakka- hús. Einu slíku tyllti hann upp á háan hól og kallaði “Hænsnakirkju". í heimi endurminninganna stendur þessi litla Hænsnakirkja okkur ljós- lifandi fyrir hugskotsjónum. Annað lítið hús stóð við sumarbústað þeirra Unnu, var það kallað Tótu-hús í höfuðið á Tótu dóttur þeirra. Þar lékum við okkur rnikið. Sigurður var mjög iðinn við að taka ljósmyndir og gerði það við ýmis tækifæri eins og í afmælisveisl- um, fermingum o.fl. Þessar ljós- myndir geyma márgar skemmtilegar endurminningar, sem annars væru trúlega glataðar. Hann tók einnig þó nokkuð af kvikmyndum sem ekki var algengt á þeim árum og sýndi þær oft við mikinn fögnuð allra. Bátsferðirnar með Sigurði og krökkum þeirra Unnu eru ógleym- anlegar, bæði á Kollafirði og Hafra- vatni. Enginn fékk að fara í bátinn án björgunarvesta. Sigurður hafði einstakt lag á því að skapa spennandi og ævintýralegt andrúmsloft í kring- um þessar ferðir. Við þökkum honum fyrir þetta allt og biðjum honum allrar blessun- ar. Systkinin frá Kollafirði Halla Larsdóttir Fædd 7. ágúst 1923 Dáin 15. janúar 1988 „Ef ég kent suður þá kem ég á Grandann1- var hún Halia mín vön að segja, - og hún var mikið ljós í bænum þá sjaldan hún hafði tækifæri til að dvelja hjá okkur. Ég mun ætíð verða forsjóninni þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni Höllu og eiga hana að vini. Það byrjaði allt með því að Sjöfn bróðurdóttir hennar kom til mín að hjálpa til á heimilinu og gæta Leifs sonar míns, sem þá var tveggja ára. Þegar voraði fann ég að mfn góða barnfóstra var orðin þungt haldin af heimþrá. Hún sagðist búa á Útstekk á Eskifirði hjá föðursystur sinni og tveim föðurbræðrum. Ég heyrði á öllu að þetta fólk var henni mikið kært. Ég spurði hana að því hvort hún vildi ekki taka litla mann- inn með sér austur þar sem ég var að fara í leikferð þá um sumarið. Þau fóru austur Sjöfn og Leifur og ekki hefur verið tekið illa á móti pilti af þessu góða fólki þar á bæ, því röddin glitraði af hamingju í hvert skifti sem mamma hringdi frá einhverju landshorninu. „Ég fæ draut og slátur hjá Höllu, það vola gott.“ .....Ég kann að dansa.“ „Kanntu að dansa?" „Já, ég dansa fyrir Höllu mfna.“ Hver var hún þessi Halla sem sýndi barninu mínu alla þessa um- hyggju? Hann var svo hjólbeinóttur þessi elska, að læknarnir höfðu í hyggju að skera hann upp að hausti. „Það þarf ekkert að skera í fæturna á honum Leifi mínum,“ sagði Halla við mig í símann. Seinna frétti ég að hún útbjó heimatilbúið lýsi til að styrkja litlu beinin og einhver ráð hafði hún í umhyggju sinni því lítill maður kom heim að hausti með beina fætur, og læknar fundu enga skýringu á þessum óvænta bata. Hann var 10 sumur hjá fólkinu sínu á Útstekk og gat aldrei beðið eftir því að skólanum lyki svo hann kæmist til þeirra. Þegar ég svo hringdi að hausti og sagði að nú væri mig farið að langa til að fá strákinn suður sagði Halla alltaf sömu setn- inguna í símann. „Æ, er sumarið svona stutt!“ Og nú á þessum tíma- mótum þegar hún Halla mín er dáin liggur við að ég segi þessa setningu eitthvað út í fjarskann. „Er sumarið svona stutt?“ Það er svo erfitt að hugsa sér sumar án þess að koma á Útstekk og fá að sitja í fallega þrifalega eldhúsinu hjá Höllu njót- andi nærveru hennar þar sem hún sat við eldavélina með pínulitla kaffibollann sinn í höndunum. Oft vorum við búnar að hlæja að þessum örsmáa kaffibolla en þannig vildi Halla hafa það, þegar hún heimsótti mig í Reykjavík fór hún ekki að kunna vel við sig fyrr en hún var búin að finna sér örlítið sinnepsglas fyrir kaffilöggina sína. Stundum fór ég að velta því fyrir mér hvað það var í fari Höllu sem gerði það að verkum að öllum leið vel í návist hennar. Kannski var það það, að hún leyfði engum að gera lítið úr sjálfum sér. Ef ég fór að segja henni að hún fyndi kannski ekki þvottaefnið í skápnum hjá mér, því ég væri ekki alltof dugleg að taka til í eldhússkápunum. Þá varð Halla ströng á svip og sagði fastmælt „Þú þarft ekki að reyna að segja mér að þú sért einhver óreiðumanneskja Gunna mín, ef ekki er snyrtilegt í skápunum hjá þér þá er það af því að þú hefur ekki haft tíma til að sinna öllu því sem þú þarft að gera.“ Ég nefni þetta dæmi, því án þess að vita það, tókst Höllu alltaf að hlú að sjálfsvirðingu þeirra sem í kringum hana voru. Það er til fólk sem við mætum á lífsleiðinni sem sýnir okkur þá mannkosti í hógværum kærleika að alla æfi mun minning þeirra fylgja okkur. Slík manneskja var Halla, það er dýrmæt gjöf að liafa fengið að vera henni samferða. Og nú þegar ég kveð hana ætla ég að hugsa um daginn sem við fórum í bíltúr út í Hólmaborgina. Ég hafði orðið svo hissa þegar Halla sagði já við kvabbi mínu um að taka sér nú frí í góða veðrinu og slæpast með mér. Hvílíkur dagur! Auðvitað var Sjöfn með í förinni og sem við sátum í sumardýrðinni þarna á Hólmaháls- inum sagði Sjöfn mér að í dag væri afmæli Höllu. Ég leit í kringum mig. Enginn veislusalur gat verið fegurri en fjörðurinn hennar og fjöllin sem höfðu hlúð að henni allt frá barn- æsku, þar sem hún ólst upp hjá góðum foreldrum í stórum systkina- hóp. Þannig kaus Halla að eyða afmælinu í faðmi náttúrunnar, en samt þar sem hún gat séð heim á Útstekk. Guðrún Ásmundsdóttir Núna er hún Halla ntín dáin. Hún sem var mér sem mamma þau tfu sumur sem ég var á Útstekk í sveit sem lítill strákur. Alltaf hafði hún miklar áhyggjur ef hún vissi ekki af mér á öruggum stað og fór það oft í taugarnar á litlum strák en margt var það sem ég lærði og reyndi hjá heimilisfólkinu á Útstekk sent ég á eftir að búa að alla æfi. Halla var sú myndarlegasta hús- móðirsem ég hefséð, sveitaheimilið þeirra geislaði af myndugleik og hreinlæti. Sjaldan sá ég hana eftir að ég hætti að fara austur á sumrin cn oft hugsaði ég þangað. í þau fáu skipti sem ég sá hana fyllti hún hjarta mitt með hlýju og nægjusemi. Þegar hún kom í heimsókn fann hún sér alltaf minnsta kaffibollann sem til var, settist svo niður í rólegheitun- um, virti fyrir sér stressaða heimilis- fólkið sem er alltaf í kappi við tímann. Það fylgdi henni alltaf svo mikil ró og friður að við löðuðumst öll að henni og gátum talað við hana um alla heirna og geima. Alltaf gat hún minnt mann á að hafa trú á sjálfum sér og því sem maður var að gera. Það er sárt að eiga ekki eftir að sjá hana Höllu aftur í þessu lífi en eitt er þó víst að henni líður vel þar sem hún er núna. Kveð ég elsku Höllu og þakka henni fyrir allt. Lcifur Björn Theodór G, Guðmundsson Fæddur 9. mars 1966 Dáinn 12. janúar 1988 Það var að kvöldi 12. janúar, að bróðir minn hringdi til að tilkynna lát einkasonar síns. Við slíka óvænta harmafregn setur mann hljóðan og verður mjög tregt um tal, og erfitt með að viðurkenna staðreyndir fyrir sjálfum sér. Theodór Grímur Guðmundsson fæddist á Blönduósi 9. mars 1966, sonur hjónanna Elínar G. Gríms- dóttur og Guðmundar Kr. Theodórssonar, fjórða barn þeirra í röðinni. Þrjár dætur eldri, en tvær bættust við þennan myndarlega og velgerða barnahóp. Theodór Grímur fæddist nokkr- um dögum eftir lát Theodórs afa síns og sem nærri má geta augasteinn foreldra og systra. Þessi fallegi drengur með dökka hárið og mikið okkur kær allra í fjölskyldunni, en þá vorum við nýlega flutt suður, en margar eru ferðirnar sem farnar hafa verið á milli og oft hefur verið gist á Húnabrautinni hjá bróður, mágkonu og börnum þeirra. Árin líða í faðmi fjölskyldu, námi lokið sem hægt er að stunda heima og þá er farið í Menntaskólann á Akur- eyri, en þar býr elsta systir Theodórs Gríms og var hann námstímann á heimili systur sinnar og manns hennar, en þau reyndust honum sem bestu foreldrar. Snemma kom fram áhugi hans á félagsmálum og tók hann virkan þátt í þeim, samvisku- samur svo af bar við þau störf sem og annað, sem hann tók að sér, hægur, prúður og elskulegur drengur, en samt ákveðinn í skoðun- um. Þegar voraði fór hann heim og vann á sumrin í mjólkursamlaginu á Blönduósi, en þar starfaði Theodór afi hans til æviloka og faðir hans er búinn að vinna þar mörg árin. Theodór Grímur útskrifast stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri af félagsfræðibraut 17. júní 1986 og innritast í Háskóla íslands í sagn- fræði um haustið sama ár. Þá var orðið styttra á milli og kom hann oft inn á okkar heimili og höfðum við ánægju af. Alltaf var sama hlýja viðmótið og þakka ég nú þær sam- verustundir sem við fjölskyldan átt- um með honum. Hann var fulltrúi vinstri manna í Lánasjóði íslenskra námsmanna á vegum stúdentaráðs. Sumarvinnu- starf var hann búinn að fá í Finnlandi síðastliðið vor, en hætti við það og tók að sér starf á skrifstofu stúdenta- ráðs, vegna áhuga síns á félagsmál- um og hagsmunamálum stúdenta. Lífið er tilviljunarkennt, hann deyr sama dag og Stefanía amma hans 12. janúar, en hún dó árið 1982. Það er mikil eftirsjá í svo efnilegum og vel gerðum undum manni, en við geym- um öll minninguna um góðan dreng. Jarðarför hans fer fram laugardag- inn 23. janúar frá Blönduóskirkju. Megi góður guð styrkja og styðja bróður minn, mágkonu, dætur, tengdasyni og börn þeirra, í ykkar miklu sorg og almáttugur guðs friður fylgi frænda mínum til nýrra heim- kynna. Ragnhildur A. Theodórsdóttir Það var í ársbyrjun 1987 að Félagi vinstrimanna í Háskóla íslands barst öflugur liðsauki. Þá kom til starfa Theodór Grímur Guðmundsson, nemi á 1. ári í sagnfræði. Fyrir dyrum stóð hörð kosningabarátta hér í Háskólanum og vatt Teddi sér beint í slaginn. Það duldist engum, sem vann með Tedda, að hann hafði mjög ákveðnar skoðanir og hugsjónir, sem hann var reiðubúinn að leggja sig allan fram við að vinna að. Hann varð því fljótt einn af virk- ustu félögunum í baráttunni fyrir hagsmunum námsmanna og ávann sér mikið traust allra þeirra, sem kynni höfðu af honum. Eftir kosn- ingar tók Teddi að sér hið erfiða starf fulltrúa stúdenta í stjórn Lána- sjóðs íslenskra námsmanna og fram- kvæmdastjóra stúdentaráðs. Það er óvanalegt að nýliði í stúdentaráði og 1. árs nemi gegni slíkri stöðu en Teddi setti sig gaumgæfilega inn í öll mál og undirbjó störf sín vandlega. Hvergi var komið að tómum kofan- um hjá honum varðandi málefni LfN. Það átti ekki við Tedda að vinna störf sín með látum eða hávaða. Hann leit á sig sem starfsmann allra stúdenta og sóttist ekki eftir athygli og viðurkenningum heldur árangri. Eljusemi og nákvæmni voru þau vopn í hagsmunabaráttunni, sem honum var eðlislægast að beita. Teddi var hugsjónamaður og hafði stundum á orði, þegar á brattann var að sækja, að sér fyndust stúdentar almennt ekki skoða málefni sín í nógu víðu pólítísku samhengi eða taka nægilega virkan þátt í barátt- unni fyrir eigin hagsmunum og barna sinna. Teddi var líka góður vinur og félagi. Hann lét sig aldrei vanta þar sem vinstrimenn komu saman til að gera sér glaðan dag. Á slíkum stund- um átti hann það gjarnan til að varpa fram frumsömdum spakmælum og orðatiltækjum. Margar þessara setninga urðu fleygar innan okkar raða og lifa enn góðu lífi, líkt og verk hans og allar minningarnar um ánægjulegar samverustundir í starfi og leik. Eftir Tedda liggur geysimikil vinna, sem bæði er haldgott vega- nesti í átökum framtíðarinnar og grunnur að mörgum góðum málum. Nú, þegar við kveðjum fallinn félaga og vin, er það okkur helst til huggunar að mega taka upp merki hans og halda áfram að berjast fyrir þeirn hugsjónum, sem hann lifði fyrir. Fjölskyldu Tedda sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Félag vinstrimanna H.í.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.