Tíminn - 05.02.1988, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. febrúar 1988
Tíminn 7
Veggjakrotið við Safamýri:
Byggingarleyfi
Iðnaðaibankans
fellt úr gildi
í>ó borgaryfirvöld hafi á sínum
tíma ekki tekið mark á veggjakroti
íbúa við Safamýri þar sem mótmælt
var fyrirhugaðri byggingu Iðnaðar-
bankans á lóðinni á gatnamótum
Miklubrautar, Háaleitisbrautar og
Safamýrar, þá neyddist byggingar-
nefnd Reykjavíkurborgar til að
afturkalla byggingarleyfi Iðnaðar-
bankans á þessum stað í bili að
minnsta kosti.
Eins og sagt var frá í Tímanum á
sínum tíma mótmæltu íbúar í Safa-
mýri harðlega ákvörðun borgaryfir-
valda um að Iðnaðarbankanum yrði
leyft að byggja á fyrrnefndri lóð.
Töldu íbúarnir að ef þjónustustofn-
un yrði byggð á þessum stað myndi
umferð um Safamýri aukast til mik-
illa muna, en við Safamýri standa
tvö barnaheimili, grunnskóli og
íþróttasvæði sem fjöldi barna sækir
til æfinga og leikja. Borgaryfirvöld
sinntu í engu kvörtunum íbúanna og
úthlutuðu Iðnaðarbankanum lóð-
ina.
í kjölfar þessa kærðu íbúarnir
ákvörðun borgaryfirvalda til félags-
málaráðuneytisins. í kjölfar þeirrar
kæru benti félagsmálaráðuneytið
byggingarnefnd Reykj avíkurborgar
á að samkvæmt aðalskipulagi væri
svæði það sem úthlutað hafði verið
undir Iðnaðarbankann ætlað undir
íbúðabyggð. Því væri byggingar-
nefnd óheimilt að úthluta lóðinni
undir þjónustufyrirtæki. Vegna
þessa neyddist byggingarnefnd til að
afturkalla byggingarleyfi Iðnaðar-
bankans og hefur félagsmálaráðu-
neytið nú sent íbúunum í Safamýri
bréf um að ekki verði byggt á þessu
svæði í bili.
Hilmar Guðlaugsson formaður
byggingarnefndar Rey kj avíkurborg-
ar tjáði Tímanum að byggingar-
nefndin hefði afturkallað byggingar-
Ieyfið fyrst og fremst vegna þess að
farist hafi fyrir að sækja um breytta
landnotkun á þessu svæði. Því hefði
nefndin talið rétt að nema bygg-
ingarleyfið úr gildi þar til landnotk-
unarbreyting hafi gengið í gegn.
Eftir það væri ekkert því til fyrir-
stöðu að veita bankanum leyfið. Til
þess að svo geti orðið þarf borgarráð
að sækja um breytta svæðanýtingu á
þessu svæði til Skipulagsstjórnar
ríkisins.
Þegar Tíminn hafði samband við
Stefán Thors skipulagsstjóra ríkisins
í gær hafði umsókn um breytta
landnýtingu á þessu svæði ekki borist
skipulagsstjórn. Stefán sagðist ekk-
ert geta sagt til um það hvort skipu-
lagsstjórn samþykkti breytta land-
nýtingu á þessu svæði ef hún bærist.
Skipulagsstjórn þurfi að kynna sér
rök og afstöðu allra hagsmunaaðila
í þessu máli og meta gildi þeirra áður
en afstaða yrði tekin um breytta
landnotkun. En fyrst yrði umsókn
um breytta landnýtingu að berast.
Eins og málið stendur í dag verður
ekki byggt á þessu svæði í bili, svo
íbúar í Safamýri geta andað léttar, í
það minnsta þar til borgarráð hefur
sent inn umsókn um breytta landnýt-
ingu til Skipulagsstjórnar ríkisins.
-HM
Kortsnoj þræddi einstigi hengiflugsins og hélt naumlega jafntefli:
Jóhann tef Idi af fullum styrk
33.Hg5t-Kh8 34.Hf6-H8b7
Fyrsta skákin í framhaldseinvígi
þeirra Viktors Kortsnojs og Jó-
hanns Hjartarsonar var tefld á
miðvikudagskvöld. Eftir mikið
taugastríð undanfarna daga féllst
Gligoric yfirdómari á nær allar
kröfur íslendinganna. Kortsnoj
varð mjög reiður yfir þessu, sér-
staklega vegna þess að nú tefldu
þeir á öðrum stað á sviðinu en til
þessa. Loftið var því rafmagnað er
skákin hófst. Fyrst í stað þá
„þrammaði" Kortsnoj um þegar
Jóhann var að hugsa, en er líða tók
á skákina veitti Kortsnoj ekki af
öllum þeim tíma sem hann hafði
svo hann sat þá sem fastast. Þegar
Kortsnoj var að hugsa um sína
leiki settist Jóhann út í horn með
kaffibolla og einbeitti sér að skján-
um þar sem stöðumyndin kemur
fram hverju sinni.
Jóhann náði snemma þægilegu
tafli og þeir kappar eyddu miklum
tíma í byrjunina. Svo kom að því
að Jóhann virtist vera að vinna, en
þá fann Kortsnoj kynngimagnaða
vörn eftir langa umhugsun. Fórn-
aði tveimur peðum, vann svo ann-
að aftur og þá var komin upp staða
sem var fræðilegt jafntefli.
Enn er því staðan jöfn. Vissu-
lega var gott að sjá Jóhann tefla af
fullum styrk aftur eftir hræðilega
skák um daginn. Virðist Jóhann
hafa náð sér á strik á ný. Það var
þó slæmt að vinna ekki þessa skák
eftir að hafa náð svo góðri stöðu
sem raun bar vitni og einnig var
það slæmt að Kortsnoj skyldi tefla
vörnina svona vel. Ég held að þetta
hafi verið besta skák Kortsnojs til
þessa í einvíginu.
Síðasta skákin er á föstudag og
þá stýrir Jöhann svörtu mönnunum
og þá er að duga eða drepast.
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Viktor Kortsnoj
Móttekið drottningarfaragð
1. d4
Jóhann kemur í veg fyrir að
Kortsnoj geti beitt caro-kann vöm
með 1. -d5 2.c4-dxc4 eins og kom
í þriðju skákinni.
-d5 2. c4-dxc4
Þetta er ekki algengt. Oftast
leikið 2. -c6. Kannske vildi Kort-
snoj eyðileggja undirbúning
Jóhanns.
3. Rf3-Rf6 4. e3-c5
Það þýðir lítið fyrir svartan að
vakta peðið á c4 t.d. með 4. -b5
vegna 5. a4-c6 6.axb5-cxb5 7. b3-
sxb3 8.Bxb5t-Bd7 9.Dxb3 Með
yfirburðastöðu á hvítt
5. Bxc4-e6 6.0-0-a6 7.Bd3-
Kannske ný tilraun í stöðunni.
Oftast leikið 7. a4 til að koma í veg
fyrir 7. -b5.
7. -cxd4 8. exd4-Be7 9. Rc3-0-0
10. Bg5-b5I?
Hvass leikur en til þess gerður að
geta komið biskupnum út á b7 og
riddara á d7. Jóhann nýtir sér nú
þennan leik í framhaldinu og veikir
stöðu Kortsnoj.
11. a4-bxa4 12. Rxa4-Rbd7
Til að koma í veg fyrir að riddari
hvíts komist á c5 reitinn.
13. De2-Bb7 14.Hfdl-a5
Kortsnoj varð að leika þessu til
að geta komið hróknum frá a8 til
c8. Jóhann hefur stillt liði sínu vel
upp. Hrókurinn á dl hefur svörtu
drottninguna í baksýn eins og kem-
ur í ljós síðar.
15. Re5-Hc8 16.De3-
Þetta er mjög skemmtilegur leik-
ur. Helsta hótun hvíts er að leika
drottningunni á h3 með máthótun
á h7. Til að koma í veg fyrir það
verður Kortsnoj að veikja stöðu
sína fyrir framan kónginn og það
skapar ný færi fyrir Jóhann. Tím-
inn var einnig farinn að segja til
sín. Kortsnoj átti nú eftir45 mínút-
ur á 24 leiki og Jóhann tæpa
klukkustund. Kortsnoj hugsaði nú
lengi og tók svo mikla áhættu að
því er virtist.
16. -RxReS 17. HxRe5-RH5
Hítur hótaði auk þess að drepa
riddarann 18. Bxh7t og drottningin
af.
18.De4-g6
Eina leiðin til að forðast mát á
h7. Nú sjáum við að riddari svarts
á d5 er leppur fyrir óvaldaða bisk-
upinn á b7 og má því ekki færa sig.
Jóhann hefur teflt mjög markvisst
og er með mjög gott tafl núna.
l B ■i #
iii I ■i i
ii 1111. illllllllllll i
II! m 31 H
111 IIIIP illlllllll
iiiiii Aii
IB IH A IBI
li fll ts
19. Bh6-He8 20.Bb5-Bc6
21. BxBc6-HxBc6 22. Rc3
Nú virðist hvítur vera að vinna
peð því ef svartur reynir að valda
riddarann á d5 með t.d 23. Hc5, þá
kemur 24. Be3 og hrókurinn
hrökklast burt. Kortsnoj lagðist
hér í þunga þanka og fann mjög
sterka vörn sem byggir í raun á
stöðu biskups hvíts á h6.
22. -Dc8!
Með þessum Ieik valdar svartur
hrókinn, losar sig úr leppuninni og
hótar að drepa á c3. Ekki mátti
drepa 22. -RxRc3 23. HxDd8-
Rxde4. 24. Hxhe8t-Bf8
Ólafur Helai
Árnason
SKÁKSKÝRANDI
25.HxBf8tmát. Nú átti Kortsnoj
aðeins 12 mínútur á 18 leiki og
e.t.v hefði Jóhann átt að reyna að
negla gamla manninn f tímahrak-
inu mað því að skipta ekki upp. Þó
er sú leið sem Jóhann velur mjög
álitleg.
23. RxRd5-exRd5 24. Dxd5-g5!
Á þessum leikk byggir Kortsnoj.
Hann býst til að tefla endatafl
tveimur peðum undir.
25. e6
EF 25. Bxg5-BxBg5 og 26.e6-f6,
77. e7t fráskák Kg7. 28. Dd8
gengur ekki vegna 28. -Hc7.
25. -Dxe6 26.Bxg5-DxDd5
27. HxDd5-BxBg5 28. HxBgSt-
Kf8
29. Hgxa5
Má auðvitað ekki drepa með
hinum hróknum vegna mátsins í
borðinu. Nú er Jóhann tveimur
peðum yfir, en staðan virðist samt
jafntefli.
29. -Hb6
Þetta þýðir ekki að valda með
30. Ha5a2því31HxHb2-Heltmát.
Aðeins er því hægt að valda peðið
með 30.Ha5a2-Heb8 31. Hbl. Því
virðist Jóhann halda peðinu en
hrókar hans gera ekkert annað.
Því gefur Jóhann peðið og reynir
að klekkja á gamla manninum í
tímahrakinu.
30.Hh5-Kg7 31.g3-Hxb2 32.Ha6-
Heb8!
35. Hc6-Hb8 Hótað máti!
36. Hf5-H8b7 37.h4
Hér vildu skákskýrendur meina
að Jóhann hefði getað leikið Kg2
37. -Kg7 38. h5-h6
Má ekki leyfa hvítum að leika h6
vegna hættu á máti uppi í borði.
39. H5f6-H2b5
1
11111 í 111 i B
11 III2 i ■II
11111 1 r 1111 * 111 A
IBI
llllllllll IBI
H
Nú var 40. g4 e.t.v. síðasta
tilraun hvíts til að sigra, því eftir að
h-peð hans fer þá getur hann ekki
lengur skapað sér fjarlægan frels-
ingja og þá eru möguleikar á sigri
gegn nákvæmri vöm engir.
40.Hxh6-Hg5 41.Kg2-Hbb5
42.Kh3-Hxh5t
43 HxHh5-HxHh5t 44.Kg4-Ha5
45.f4
Þessi staða er þekkt úr fræðibók-
um sem jafntefli, en það ersjálfsagt
hjá Jóhanni að „pfna“ Kortsnoj
áfram. Slíka stöðu tefldi Kortsnoj
áfram gegn Karpov.
45. -Hb5 46. Kh4-Hb7 47. g4-f6
48.Kh5-Ha7 49.Hb6-Hc7 50.Ha6-
Hb7
51.f5-Hc7 52.g5-fxg5 53.Kxg5-Hb7
54.Hg6t-Kf8 55.Hf6t Jafntefli.
Lesendur geta sannfært sig um
að þetta er rakið jafntefli.
Næsta skák er tefld í kvöld. Ef
henni lýkur verður „bráðabani“
tefldur á laugardag.
1