Tíminn - 02.03.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminrí
Miövikudagur 2. mars 1988
llllllllllllllllllllllllllll AÐ UTAN II
Konan sem ginnti Van-
unu til ísrael er fundin
Gripið í tómt
Húsið í Netanya er nú yfirgefið.
Málmhlerar eru fyrir gluggunum
og garðurinn umhverfis þetta
snyrtilega einbýlishús í rólegu
íbúðarhverfi hefur greinilega ekki
verið hirtur um nokkurt skeið.
Nágrannarnir gera ekki tilraun
til að leyna tortryggni sinni í garð
þeirra sem koma til að gera fyrir-
spurnir. Ofer Bentov og kona
hans, Cheryl, eru ekki heima,
segja þeir. En þegar spurt er hvar
þau séu niðurkomin svara menn
með að yppta kæruleysislega
öxlum.
Hjónin höfðu látið sig hverfa
þegjandi og hljóðalaust eftir að
hafa fengið heimsókn blaðamanna
The Sunday Times. Blaðamennirn-
ir höfðu sagt Cheryl Bentov að þeir
hefðu komist að raun um að hún
væri konan „Cindy“ sem hefði
aðstoðað við að ræna Mordechai
Vanunu, fyrrum kjarnorkutækni-
manni, eftir að hann hafði gefið
The Sunday Times í London upp-
lýsingar í smáatriðum um leynilega
kjarnorkuvopnaáætlun Israels-
manna.
Þessari ásökun blaðamannanna
neitaði frú Bentov ákveðið, en
aðeins fáum tímum seinna voru
Cheryl Bentov og maður hennar,
fyrrverandi majór i leyniþjónustu
ísraelska hersins, horfin. Ástæða
þessarar skyndilegu brottfarar ligg-
ur nú Ijóst fyrir. Cheryl Bentov er
á snærum Mossad, leyniþjónustu
ísrael, og hún er ein og sama
persónan og „Cindy“, sem ginnti
Vanunu frá Bretlandi í varðhald
og fyrir dómstól í ísrael.
Einlægur stuðnings-
maður ísraels en fædd og
uppalin í Bandaríkjunum
Það sem vakti fyrir Mossad var
að leggja gildru fyrir Vanunu og
Chcryl hafði alla þá kosti til að
bera sem þurfti. Eins og sjá má af
myndunum er hún lagleg og vel
vaxin, án þess þó að vera svo
áberandi að eftir henni verði tekið.
Hún fæddist í Bandaríkjunum og
ólst þar upp til 17 ára aldurs og
myndi þar af leiðandi ekki vera í
neinum vandræðum með að halda
því leyndu að hún byggi í ísrael
fyrir einmana kjarnorkutækni-
manni sem var smám saman að
gera sér Ijóst hversu gífurlega
mikilvæg saga hans var sem hann
ætlaði að koma á framfæri í Bret-
landi.
Vanunu varð að gera upp á milli
hollustu sinnar við ísrael annars
vegar og heimsbyggðina að öðru
leyti. Cheryl aftur á móti var ekki
í nokkrum vafa um hvar hollusta
hennar lægi, hún er heilshugar í
starfi sínu að eflingu ísraels. Hún
hafði reyndar þegar farið að starfa
að ísraelskum málum meðan hún
var unglingsstúlka og bjó í grennd
við Orlando á Florida, en þar býr
fjölskylda hennar. Hún gaf sér
engan tíma fyrir kærasta, nám
hennar í gyðingafræðum tók allan
hennar tíma og álitið er að hún hafi
m.a. tekið þátt í sjö vikna nám-
skeiði á vegum bandarískra síon-
istasamtaka sem ætlað er þeim sem
gegna forystuhlutverki. Þá var hún
aðeins 16 ára.
Það var um sama leyti að foreldr-
ar Cheryl, Stanley og Rochelle
Hanin, stóðu í grimmilegu skilnað-
armáli. Eins og eðlilegt má teljast
leitaði Cheryl ásjár rabbínans síns,
Dov Kentof, í leit að huggun.
Hann hvatti hana til að stunda af
t(f0 J■
l lít .lil,<U:)lllit|U4|
íinttunyfijtiíttjtdmTi
-nbfc^/iiAíiitii u/ti
kostgæfni námið í gyðingafræðum
og þegar hún fékk tækifæri til að
halda því áfram í ísrael, greip hún
það tveim höndum.
Það var strangt þriggja mánaða
námskeið, sem að hluta til var
fjármagnað af heimszíonistasam-
tökum, og var aðaláherslaun lögð
á sögu gyðinga og hebreskunám.
Þegar námskeiðinu var lokið sneri
Cheryl aftur til Bandaríkjanna. En
strax þegar hún hafði lokið gagn-
fræðanámi sneri hún aftur til fsra-
els og slóst í lið með Nahaldeild
(bardagasveit frumherja).
Nahal eru úrvalssveitir með her-
þjálfun. Inngöngu í þær fá aðeins
þeir nýliðar sem æðstar hafa hug-
sjónirnar og hlutverk þeirra er að
koma á fót og veita vernd nýju
landnámi gyðinga. Álitið er að á
þessum tíma hafi Cheryl Hanin
kynnst þeim manni sem síðar varð
eiginmaður hennar, Ofer Bentov,
majór í leyniþjónustu hersins.
Brúðkaupið fór fram í mars
1985, þegar Cheryl var 25 ára, og
var endanieg staðfesting á því að
hún væri orðin hollur og traustur
þegn ísraels.
Kjarnorkufræðingurinn
var auðveld bráð
Það reyndist ekki eins erfitt fyrir
Cheryl Bentov að slá ryki í augu
Vanunu og Mossad hefur hugsan-
lega ímyndað sér. Þessi fyrrverandi
tæknimaður á nefnilega ekkert
sameiginlegt með óbreyttum
Mordechai Vanunu hlýddi rödd samviskunnar þegar hann upplýsti
heiminn um kjamorkuvopnafram leiðslu fsraels. Hann galt það dým
verði.
Eftírfmdi er saga ungrar konu sem var reiðubúin að
fóana bltu ÁVrir ísrael. Hér hulunni loks lyft af hvernig það
bar t3 Mordechai Vanunu var allt í einu kominn til
*
Israels og í hendur réttvísinnar þar eftir að hafa Ijóstrað
upp um kjarnorkuleyndarmál lands síns í bresku blaði. Þar
til þessi frásögn birtist í The Sunday Times 21. febrúar sl.
var það eitt vitað um þessa ferð hans frá London til
dómssalarins í Jerúsalem að óþekktri ungri konu hefði
tekist að blekkja hann í London til fararinnar. En hver er
þessi unga kona?
Dimona, kjamorkuverið þar sem
Vanunu komst að leyndarmálum
ísraelsmanna.
glæpamanni eða forhertum föður-
landssvikara.
Rétt eins og Cheryl hafði hann
gerst innflytjandi í ísrael, kom
þangað frá Marokkó aðeins 8 ára
að aldri. Meðan hann gegndi her-
þjónustu vann hann verkfræðistörf
og síðar fékk hann starf við Dim-
ona kjarnorkuvopnastöðina í Neg-
ev-eyðimörkinni.
En þó að þau hafi átt það
sameiginlegt að vera aðflutt í ísrael
er ekki margt annað líkt með
afstöðu þeirra til fósturjarðarinn-
ar. Cheryl virðist hafa gengist ísra-
elsríki heilshugar á hönd en Van-
unu aftur á móti virðist hafa orðið
æ efagjarnari á réttmæti ísraelskrar
stjórnarstefnu. Hann fór að sýna
áhuga á heimspeki og varð sann-
færður um að það leynilega starf
sem hann hafði með höndum í
Dimona væri siðferðilega rangt.
Þegar Vanunu kom til London
var hann orðinn sannfærður hug-
sjónamaður, og um leið barnslega
einfaldur. Hann var líka einmana
og varnarlaus og konur sem kynnt-
ust honum urðu fljótlega varar við
næstum örvæntingarfulla þörf hans
fyrir félagsskap kvenna.
Sérstaklega vakti það óróa hans
hvað það tók blaðið The Sunday
Times langan tíma að koma upp-
ljóstrunum hans fyrir augu almenn-
ings og skildi í rauninni aldrei
hversu nákvæmlega blaðið varð að
fara ofan í frásögn hans áður en
fært þótti að birta hana á prenti.
Þessi töf varð til þess að hann varð
hræddur um að upp um sig kæmist,
en hún varð líka til þess að hann
vanrækti að fylgja ráðstöfunum
sem gerðar voru til að tryggja
öryggi hans.
Þriðjudaginn 23. september
1986 gengu yfirmenn The Sunday
Times á fund ísraelska sendiráðs-
ins, með fullu samþykki Vanunus,
til að kynna sér viðbrögð ráða-
manna þar við upplýsingum Van-
unus, en nú fór að nálgast útgáfu-
dagur fréttarinnar. Daginn eftir
hófst Cheryl Bentov handa.