Tíminn - 28.05.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.05.1988, Blaðsíða 13
Laugardagur 28. maí 1988 Tíminn 13 MINNING ii llllli Helga Olafsdóttir á Höllustöðum Fædd 30. október 1937 Dáin 23. maí 1988 í dag er Helga Ólafsdóttir hús- freyja á Höllustöðum kvödd hinstu kveðju frá sóknarkirkju sinni að Svínavatni. Við sviplegt fráfall hennar verður syrgjendumogvinum stirt um stef, enda þótt helfregnin hafi ekki komið á óvart. Við undr- umst enn þau örlög, sem því fólki eru sköpuð, sem hrifið er burt í blóma lífsins frá hálfnuðu verki. En í eftirsjá okkar eftir þeirri samveru, sem við fórum á mis við, er þó gott að eiga einungis bjartar minningar um þá konu, sem háði sitt erfiða dauðastríð af sömu reisn og ein- kenndi hana alla ævi. Helga Ólafsdóttir átti því láni að fagna að flytjast úr föðurgarði með betra veganesti en almennt gerist. í ljúfum uppvexti mótaðist jákvæð lífsafstaða hennar, siðferðisþrek og sjálfstraust, sem gerði henni kleift að gefa af sjáifri sér og eiga farsæl og frjó samskipti við annað fólk. Hún ólst upp á menningarheimili, sem á allan hátt var veitandi gagnvart um- hverfi sínu. Hún naut góðrar menntunar og ræktaði strax með sér þá innri menningu, sem best dugði á vegferð hennar. Að afloknu stúdentsprófi voru henni allir vegir færir og hún átti á flestu völ. Hún kaus að ganga á vit ævintýrsins gegn ríkjandi hefðum og venjum þess tíma. Ásamt brúðguma sínum valdi hún að ævistarfi atvinnu- grein, sem þá þegar þótti dauða- dæmd, en hefur samt sem áður verið fýsilegur kostur þeim, sem ekki sækjast eftir verðmætum, er mölur og ryð fá grandað. Með þeirri ákvörðun sýndi hún kjark og sjálf- stæði, sem ávallt átti eftir að ein- kenna hana. Við komu hennar þótti mér sem Blöndudalur víkkaði og breytti um svip. Hún tókst á við verkefni sín af dirfsku og dugnaði og ræktaði sinn garð af stakri ábyrgðartilfinningu. Fyrstu árin helgaði hún heimilinu alla krafta sína og uppskar að laun- um farsælt fjölskyldulíf og bamalán. Hún sigraðist á öllum erfiðleikum með þrautseigju og hugkvæmni og óx af hverri raun. Hún hafði farsæla umgengnishæfileika og persónu- töfra, sem gerðu hana eftirsótta í hverjum félagsskap. Hún átti jafn auðvelt með að blanda geði við landfeður sem almúgafólk og ekki varð séð, að hún gerði sér manna- mun í því sambandi. Sakir réttlætis- tilfinningar sinnar hafði hún þó af- dráttarlausar skoðanir á mönnum og málefnum og átti kjark og hrein- skilni til að láta þær í ljósi. Auk for- ystuhæfileika hafði hún einnig til að beraauðmýkt gagnvart almættinu og ræktarsemi, sem ljóslega birtist í starfi hennar í sóknamefnd. Vart miðaldra stóð hún aftur frammi fyrir vali, er bóndi hennar var að hefja stjórnmálaferil sinn. Hún kaus að hvetja hann til dáða og greiða veg hans, enda þótt það hefði í för með sér fjarvistir hans frá bú- inu, sem hún veitti forstöðu langtím- um saman. Ötul gekk hún í þau erf- iðisverk, sem hvað minnst em metin á íslandi, og sinnti þeim af sömu reisn sem öllu öðru, því þetta var hennar val. í mótvindi sem meðbyr varð hún bónda sínum sá bakhjarl sem mest og best dugði honum. Og nú er hún horfin úr vorum hópi. í hljóðri þökk er gott að geta tekið undir bróðurkveðju Heiðreks Guðmundssonar: Oftast fórstu í fararbroddi, flóknar þrautir gastu leyst. Sjálfum þér með hug og höndum hefur þú minnisvarða reist. Par er stíllinn stór í sniðum, stafagerðin skýr og hrein. - Pví er ekki á þínu leiði þörf að reisa bautastein. Pétur Pétursson. öllu er afmörkuð stund, og sér- hver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma, og að deyja hefur sinn tíma. Að gráta hefur sinn tíma, og að hlæja hefur sinn tíma. Helga á Höllustöðum, ein úr 30 ára stúdentshópnum frá Mennta- skólanum á Akureyri 1958, er horfin úr þessum heimi. Mikill harmur er kveðinn að bónda hennar, Páli skólabróður okkar, því samfylgd þeirra var orðin löng, allt frá fyrstu árunum í MA, auk þess sem þau hjón voru samrýnd og samtaka, þótt bæði hefðu þau skoðanir sem þau létu í ljós óhikað. Það var engin hálfvelgja á hlutunum á Höllustöð- um frekar en kaffinu hennar Helgu. Gott var að koma að Höllustöðum og eiga þau að vinum, og þangað höfum við átt marga ferðina. Helga Ólafsdóttir er fædd 30. október 1937, einkadóttir hjónanna Ólafs Þorsteinssonar yfirlæknis og Kristínar Þorsteinsson hjúkrunar- konu, fæddri Glatvedt-Prahl frá Al- versund á Hörðalandi í Noregi, sem bæði lifa dóttur sína. Yngri er Hákon verkfræðingur í Reykjavík. Helga gekk í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi 17. júní 1958. 26. júlí 1959 gekk hún að eiga Pál Pétursson, bónda á Höllustöðum í Blöndudal, þar sem þau hafa síðan búið af dugnaði og myndarskap. Helga og Páll eiga þrjú mannvænleg börn, Kristínu, bónda á Höllustöð- um, sem fædd er 1960, Ólaf Pétur verkfræðing, sem stundar fram- haldsnám í Kaupmannahöfn, fædd- an 1962, og Pál Gunnar, sem stundar háskólanám og fæddur er 1967. Fyrst komum við að Höllustöðum sumarið 1959. Þá var Páll bóndi að byggja þeim bæ. Stðan höfum við komið að Höllustöðum marga ferð- ina. Undir haust 1973 komum við þangað sem oftar. Við höfðum það á orði við Helgu og Pál, hvort þau vantaði ekki kaupamann. Undir vor hringdi Helga til Akureyrar og spurði, hvort kaupamaðurinn gæti ekki komið í sauðburð þá um vorið. Eggert, sonur okkar, var síðan á Höllustöðum átta sumur samfleytt. Segir það meira en mörg orð um heimilið á Höllustöðum. Öll vor í maí fórum við að Höllu- stöðum og áðum í Bólugili, og í septemberlok sóttum við kaupa- manninn í Blöndudalinn. Iðulega þess á milli lá leiðin til Höllustaða til i Helgu og Páls. Gott var þar að koma og gaman að ræða við þau hjón um menn og málefni. Þetta var ekki þegjandalegur hópur, og ekkert mannlegt var okkur óviðkomandi. Gamansemi var Helgu eðlileg, og tal hennar var laust við allt víl. Hún var mikill uppalandi og hafði gott lag á börnum, aðsópsmikil og bjó yfir reisn alla tíð. Það er styrkur fyrir Pál að eiga nú mannvænleg börn og Helga Pál, son Kristínar, sem hann sjálfur kallaði ljós í húsi. Síðasti fundur okkar með þeim Helgu og Páli var í marsmánuði í Osló, þar sem þá var haldið þing Norðurlandaráðs, en á þau þing var Helga vön að fylgja manni sínum. Engan bilbug var á Helgu að finna. Hún tók þátt í öllu til jafns við aðra. En vegir guðs eru órannsakanlegir. Helga hefur orðið að lúta í lægra haldi fyrir þeim sjúkdómi sem eng- um eirir. En kjarkur hennar var mikill. Hún var hetja til hinstu stundar. Helga var vinur vina sinna, og gott var að eiga hana að vini. Við þökk- um þrjátíu ára vináttu og sendum Páli, börnunum, Ólafi og Kristine og Huldu, húsfreyju á Höllustöðum, kveðjur og vottum þeim dýpstu samúð okkar. Kaupmannahöfn, 25. maí 1988 Gréta og Tryggvi. Lát hennar barst norður, þegar hvítasunnuhátíð var að ljúka og Siglfirðingar að ljúka fyrsta hluta 70 ára afmælishátíðar kaupstaðarins. Það fór ekki framhjá nágrönnum foreldra Helgu, heiðurshjónanna Kristine og Ólafs Þ. Þorsteinssonar, að stundin óumflýjanlega var skammt undan. Þau héldu til Höllu- staða til að vera hjá barnabörnum sínum. Helga fæddist á Siglufirði 30. 10. 1937. Hún ólst upp hér ásamt Há- koni bróður sínum á sérstöku menn- ingarheimili foreldra sinna, sem í margra huga er hluti af Siglufirði. Ólafur faðir hennar var við fram- haldsnám í skurðlækningum í Nor- egi og kynntist hann þar sinni ágætu konu Kristine sem við hlið hans byggði hið fallega menningarheimili, mótað af víðsýni, menntun og þroska. Ólafur var yfirlæknir Sjúkra- húss Siglufjarðar frá 1942 til 1976 eða tæp 35 ár. Bæjarstjórn Siglu- fjarðar samþykkti á fundi 29. októ- ber 1976 að gera hann að heiðurs- borgara fyrir frábær störf í þágu bæjarfélagsins. Kristine Þorsteinsson lét félags- mál mikið til sín taka og þótt hún væri norsk fædd er hún hinn mætasti Siglfirðingur, var m.a. ein duglegasta driffjöðurin í Kvenfélagi Sjúkra- hússins og mörgum öðrum félögum. Málefni Siglufjarðarkirkju lét hún sig líka miklu varða og var formaður sóknarnefndar í mörg ár. Þetta heimili sem ég hef lftillega lýst mótaði Helgu í æsku. Sagt er að umhverfið móti manninn. Siglufjörður er umlukinn fjöllum á þrjá vegu, en opinn til hafs í norðurátt. Oft blæs köld norðanátt- in inn fjörðinn okkar og andstæða hennar er hlýr samhugur fólksins sem byggir bæinn, þátttaka í gleði og sorg hver annars. Eftir að Helga lauk skólanámi á Siglufirði, fór hún í Menntaskólann á Akureyri eins og svo mörg önnur ungmenni gerðu frá Siglufirði, og lauk þaðan stúdentsprófi 1957. í skólanum á Akureyri kynnist hún Páli Péturssyni frá Höllustöðum í Húnavatnssýslu, þau hófu strax búskap, byggðu nýbýli á Höllustöð- um og giftu sig 1959. Páll og Helga eignuðust þrjú mannvænleg börn, Kristínu 6.08. 1960, Ólaf Pétur 12.03. 1962 og Pál Gunnar 15.09. 1967. Fljótlega hlóðust mörg trúnaðar- störf í sveitinni á Pál Pétursson og síðan 1974 hefur hann setið á Al- þingi. Má nærri geta að oft hefur starfsdagur Helgu verið langur við umsjón bús og barna þegar heimilis- faðirinn var fjarri. Seinni árin hafa þau einnig haldið heimili í Reykja- vík um þingtímann. Bústörfin á Höllustöðum hefur Kristín tekið að sér, þar sem hún býr með syni sínum Helga Páli. Ólafur Pétur og Páll Gunnar fóru í Menntaskólann á Akureyri og si'ðan í háskólanám. Það varð hlutskipti Helgu að eiga mann sem kallaður var til ábyrgðar- starfa fyrir land og þjóð. Þeim konum sem slíkt hlutskipti fá verða seint þökkuð þeirra störf. Ég veit að ég mæli fyrir munn margra þegar ég þakka fyrir fórnfús störf Helgu vegna ábyrgðarstarfa Páls. Á þessari sorgarstundu mega fá- tækleg orð sín lítils, en mér koma í hug orð Björns Halldórssonar: Já, sefist sorg og tregi, þér saknendur við gröf, því týnd er yður eigi hin yndislega gjöf: Hún hvarf frá synd og heimi til himins - fagnið því, - svo hana Guð þar geymi og gefi fegri á ný. Útför Helgu verður í dag frá Svínavatnskirkju, þar sem Helga var í sóknarnefnd. Megi algóður Guð á þessari stundu styrkja ástvini hennar, sem við sendum innilegar samúðarkveðj- ur. Auður og Sverrir Sveinsson Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við grunnskóla Norðurlandsumdæmi vestra: Stöður skólastjóra við grunnskólana Hólum í Hjaltadal og Akra- hreppi. Stöður sérkennara í fræðsluumdæminu. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Siglufirði, meðal kennslugreina íþróttir drengja, raungreinar, samfélagsfræði, erlend mál og sérkennsla, Sauðárkróki, meðal kennslugreina danska og tónmennt, Staðarhreppi V.-Hún, Rípurhreppi, Haganeshreppi, Biönduósi, meðal kennslugreina kennsla yngri barna, tónmennt, mynd- og handmennt, Höfðakaupstað, meðal kennslugreina íþróttir, Hofsósi, meðal kennslugreina mynd- og handmennt, íþróttir, danska og kennsla yngri barna, ódýrt húsnæði í boði, Laugarbakkaskóia, meðal kennslugreina hannyrðir og íþróttir, ódýrt húsnæði í boði, Vesturhópsskóla, meðal kennslugreina smíðar og handmennt, Húnavallaskóla, meðal kennslugreina stærðfræði og raungreinar, Steinsstaðaskóla. Norðurlandsumdæmi eystra: Stöður skólastjóra við grunnskólana: Hrísey, Lundi Úxarf. og Svalbarðshreppi. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana: Akureyri, meðal kennslugreina íslenska, stærðfræði, danska, enska, íþróttir, samfé- lagsfræði, raungreinar, hand- og myndmennt, tónmennt, heimilis- fræði, sérkennsla, Húsavík, meðal kennslugreina sérkennsla, Dalvík, meðal kennslugreina danska, Grímsey, Hrísey, Saurbæjar- hreppi, Svalbarðsströnd, meðal kennslugreina iþróttir, Bárðardal, Lundi öxarfirði, Raufarhöfn, meðal kennslugreina íþróttir, Þórshöfn, meðal kennslugreina íþróttir, handmennt, raungreinar, Árskógarskóla, Þelamerkurskóla, meðal kennslugreina heimilis- fræði, íþróttir, mynd- og handmennt, Grenivíkurskóla, meðal kennslugreina íþróttir. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Borgar- spítalans í Reykjavíkóskareftirtilboðum í eldvarn- arhurðir, um er að ræða hurðir af gerðunum A-60, F-30 og B-30. Gert er ráð fyrir að bjóðendur leggi til allt efni og alla vinnu, sjái um máltöku, uppsetn- ingu, flutning, frágang og þéttingu. Gera má tilboð í verkið í heild eða hluta þess. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 5.000 skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 30. júní kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Veiðileyfi Veiðivötn í Landmannaafrétti verða opnuð mið- vikudaginn 22. júní kl. 15.00. Sala og pöntun veiðileyfa í Skarði Landmanna- hreppi sími 99-5580 frá kl. 11 - 19. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.