Tíminn - 16.06.1988, Page 2

Tíminn - 16.06.1988, Page 2
2- Tíminn Fimmtudagur -16. júrní 1988 Páfi kemur í júní 1989 Jóhannes Páll II páfi kemur í heimsókn til íslands dagana 3. og 4. júní 1989 á för sinni um Norðurlönd. Jóhannes Páll II mun í ferð sinni hingað til lands hitta söfnuð kaþ- ólskra, auk þess sem hann mun eiga viðræður við fulltrúa Þjóðkirkjunnar og annarra kristinna safnaða og embættismenn stjórnvalda. Fyrir- hugaðar eru tvær útisamkomur á meðan páfi dvelur hór, önnur á Þingvöllum og hin í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn í sögu kristinnar kirkju að páfi heimsækir Norðurlönd. Dagskrá heimsóknar- innar hefur verið undirbúin í Páfa- garði í samráði við kaþólska biskupa Norðurlanda og stjórnvöld ríkjanna sem páfi heimsækir. Samkvæmt dagskránni byrjar páfi ferðina í Nor- egi þann 1. júní, heldur síðan til íslands þann þriðja, en fer héðan til Finnlands þann fjórða. Sjötta júní kemur páfi til Danmerkur, en heldur þaðan 8. júní til Svíþjóðar sem er síðasti viðkomustaður hans í ferð- inni sem lýkur að kvöldi 9. júní. Einkunnarorð páfaheimsóknar- innar eru úr Markúsarguðspjalli 16,15: „Farið út um allan heim og predikið fagnaðarboðskapinn öllu mannkyni." Páfi er í þessari heim- sókn sinni fyrst og fremst að vitja kaþólskra safnaða sem eru minni- hlutahópar á norðurslóðum. -ABÓ Viöræöur um nýtt álver í Straumsvík sem yröi komið í gagniö 1992: Af kastageta eykst um 90-110 þús. t „Þeir sýna mikinn áhuga á sam- starfi við okkur íslendinga um að kanna hagkvæmni þess að stækka, eða hyggja nýtt álver í Straumsvík með afkastagetu upp á 90 til 110 þúsund tonn,“ sagði Friðrik Sophus- son iðnaðarráðherra í samtali við Tímann, en fulltrúar ríkisstjórnar- innar áttu viðræður við fulltrúa fjögurra fyrirtækja um stækkun ál- versins. Fundurinn fór fram í Lundúnum á þriðjudag með fulltrúum Alu- suisse, Alumined Beheer í Amster- dam, Austria Metall í Austurríki og Gránges í Stokkhólmi. Friðrik sagði að annar fundur hefði verið boðaður 4. júlí nk. í Reykjavík og vonast væri til að þá yrði hægt að ná samkomulagi um samstarfið og ganga frá stofnun > sameiginlegrar verkefnisstjórnar til að gera hagkvæmnisathugun um nýja álverið. Ef það tekst, sagði iðnaðarráðherra, þá er áætlað að það taki um það bil ár að ganga úr skugga um hvort þetta sé hagkvæmt. Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra. Ef svo reynist, og ákveðið verður að fara út í þessar framkvæmdir þá ætti að vera hægt að byrja byggingafram- kvæmdir, jafnvel í ársbyrjun 1990 og framleiðslu 1992. Á þessum tíma kemst Blöndu- virkjun í gagnið, en auk þess eru fyrir hendi útreiknaðir virkjunar- kostir t.d. á Pjórsársvæðinu sem eru tiltölulega ódýrir og myndu henta vel, en aukning á aflþörf við stækkun sem þessa er áætluð um 150 MW, sem þýðir að orkuþörfin verður um 1300 til 1400 gw stundir á ári. Sagði iðnaðarráðherra að einnig hefði verið rætt um enn meiri stækk- un álversins í framtíðinni, en þau áform myndu ekki líta dagsins ljós fyrr en 4 til 6 árum eftir fyrri áfangann. Aðspurður um kostnað- inn, sagði Friðrik að ekki væru til neinar haldbærar tölur, en fyrir nokkrum árum var gerð kostnaðar- áætlun fyrir helmingi stærra álver en nú er á umræðustigi og nam sá kostnaður um 20 milljörðum króna, þannig að ætla mætti að kostnaður- inn yrði, gróflega áætlað um 10 milljarðar og kostnaður við virkjan- aframkvæmdir annað eins. -ABÓ Plöntuhlífuuii er komið varlega fyrir umhverfts plöntuna og hún fest. Annaðhvort með því að þrýsta henni vel niður í jarðveginn og/eða fergja hana með grjóti eða jarðvegi. Einnig rná haria hana niður. Það er mikilvægt að vindur nái ekki að feykja henni í burtu cða að ljós komist undir hana. Gamall pappír verndar trén f vor hóf Landvernd sölu á tveimur vörutegundum úr endurunnum pappír, en það eru plöntuhlífar til verndar nýgróðursettum trjám og runnum og pappír til ljósritunar og prentunar. Plöntuhlífar eru pappaplötur sem lagðar eru á jörð- ina umhverfis trjáplöntur þegar þær eru gróðursettar. Hlífarnar veita vörn gegn grasi og illgresi. Plöntuhlífarnar eru seldar á ýms- um plöntusölustöðum í Reykjavík og úti á landi. Fyrirtækið Silfurtún framleiðir plöntuhlífarnar. Þá er Landvernd að hefja innf- lutning og sölu á endurunnum pappír í ýmsum stærðum, gerðum og litum til ljósritunar og prentun- ar. Við endurvinnslu á pappír er notað miklu minna af efnum sem eru skaðleg umhverfinu en við vanalega framleiðslu á pappír úr skógartrjám. Auk þess sem við notkun á einu tonni af endurunn- um pappír sparast um það bil fimm og hálft skógartré. IDS Forsætisnefnd Norðurlandaráðs: Aukaþing um mengun Forsætisnefnd Norðurlandaráðs undir forystu Jan P. Syse forseta, boðaði til aukafundar með samstarfsráðherrum Norðurlanda og ráðherr- um, sem fara með mengunarmál í hafinu, í Kaupmannahöfn 13. júní, segir í fréttatilkynningu frá Samgönguráðuneytinu. Tilefni fundarins voru aðkallandi aðgerðir vegna mengunar í hafinu, senv orsakað hefur mikinn vöxt þörunga við strendur Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Einnig skyldi rætt hvernig bregðast ætti við afleiðingum þessa. Af háifu íslendinga voru á fund- inum Páll Pétursson, alþingismað- ur frá forsætisnefnd, Matthías Á. Mathiesen samstarfsráðherra, sem fer með málefni mengunarvarna í hafinu, Snjólaug Ólafsdóttir ritari Norður- landaráðs og Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri en siglingamála- stofnun annast framkvæmd laga og reglna um varnir gegn mengun sjávar. Samkvæmt tillögu forsætis- nefndar varð niðurstaða fundarins í fyrsta iagi að boðað skuli til aukaþings Norðurlandaráðs til sérstakrar umfjöllunar um um- hverfismál. Og í öðru lagi að lögð verði áhersla á að fyrir 15. sept- ember n.k. liggi fyrir af hálfu ráðherranefndarinnar samstarfs- áætlun um umhverfismál og sér- stök áætlun um varnir gegn meng- un í hafinu. ísland hefur tekið mikinn þátt í samstarfi um varnir gegn mengun sjávar. Siglingamálastofnun hefur haft náið samstarf við Hafrann- sóknarstofnun, Hollustuvernd ríkisins og Geislavarnir ríkisins. Þá hefur fulltrúi landbúnaðarráð- uneytisins, dýralæknir fiskisjúk- dóma, komið til þessa samstarfs. Forsætisnefndin og ráðherrarnir lögðu áherslu á alþjóðlega kynn- ingu á ástandi hafsins sem þörunga- vöxturinn endurspcglar. Matthías Á. Mathiesen ráðherra, lagði til að fulltrúar Norðurlanda á 10. árs- fundi Parísarsamningsins um vam- ir gegn mengun sjávar frá lands- töðvum, sem nú stendur yfir í Lissabon, veki athygii á því vanda- máli sem skapast hefur og reyni að ná samstöðu um alþjóðlegar að- gerðir til takmörkunar á losun hættulegra efna í hafið með sér- stöku tilliti til lífríkis þess. Var einróma fallist á tillögu ráð- herrans, en af hálfu íslands taka þátt í fundinum Magnús Jóhannes- son, siglingamálastjóri og Gunnar Ágústsson deildarstjóri mengunar- deildar. Þá kom og fram hugmynd um að stofnaður yrði mengunar- varnasjóður fyrir Evrópuríkin. Rætt var og um aukið eftirlit með þörungavexti í sjó með hliðstæðum hætti og eftirlit með olíumengun sjávar á grundvelli samningsins frá 1970, sem kenndur er við Kaúþ- mannahöfn, en ísland hefur átt þar áheyrnarfulltrúa. Ákveðið hefur verið að Norður- löndin hafi náið samstarf um upp- lýsingamiðlun um mengunarmál sjávar og sérstök nefnd með tveim- ur fulltrúum frá hverju landi skipuð til starfa þar að lútandi. Af hálfu Islands eru í nefndinni Ragnhildur Hjaltadóttir, deildarstjóri í sam- gönguráðuneytinu og Gunnar Ágústsson deildarstjóri frá Sigl- ingamálastofnun. Að dómi sérfræðinga er það ljóst að aukinn styrk næringasalts í sjó megi rckja m.a. til aukinnar áburðanotkunar í landbúnaði, fóð- urgjafa tii að örva eggjahvíturíka framleiðslu, loftmengunar frá bíl- um og skolps frá almannaveitum. Mikil úrkoma hefur síðan valdið því að óvenju mikið af næringar- söltum hafa skolast úr jarðvegi til sjávar. IDS Listahátíð í kvöld verða kammertónleikar í íslensku óperunni, Black Ballet Jazz í Þjóðleikhúsinu, myndlistarfyrir- lestur í Listasafninu og popptónleik- ar í Laugardalshöll. Á kammertónleikunum í fslensku óperunni verða ungir íslenskir tón- listarmenn alls ráðandi. Tónleikarn- ir hefjast klukkan 20.30. í Listasafni íslands flytur Folke Lalander fyrir- lestur um konkretlist í Svíþjóð og hefst hann kl. 20.30. Black Ballet Jazz danshópurinn sýnir í Þjóðleikhúsinu kl. 20.0Ö og klukkan 21.00 hefjast popptónleikar í Laugardalshöll. IDS Leiðrétting 1 gær birtist í blaðinu umsögn um tónleika Norræna kvartettsins á Listahátíð. Var þar rangt farið með höfund verksins Silkitromman, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu. Hið rétta er að Atli Heimir Sveinsson er höfundur tónlistar og Örnólfur Árnason samdi textann. Óperan er byggð á japönsku leikriti. Heininen hefur reyndar líka gert óperu með nafninu Silkitromman, en það er ekki sú sem hér var á fjölunum. -SH

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.