Tíminn - 16.06.1988, Qupperneq 4

Tíminn - 16.06.1988, Qupperneq 4
4 Tíminn Bóklegt atvinnuflugnám Flugmálastjórn mun í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja standa fyrir bóklegu atvinnuflugnámi á næsta skólaári, ef næg þátttaka verður. Námið skiptist í tvær annir, haust- og vorönn. Inntökuskilyrði eru einkaflugmannsskírteini og stúdentspróf með a.m.k. þremur einingum í eðlis- fræði. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Flugmála- stjórnar í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Um- sóknir þurfa að hafa borist þangað fyrir 15. júlí n.k. Umsóknum skal fylgja: Staðfest Ijósrit af stúdentsprófi Ljósrit af einkaflugmannsskírteini 1. flokks læknisvottorð frátrúnaðarlækni Flug- málastjórnar. Flugmálastjórn. Skattskrá Reykjavíkur árið 1987 Skatta-, útsvars-, launaskatts- og söluskattsskrár vegna álagðra gjalda árið 1987, liggja frammi á Skattstofu Reykjavíkur dagana 16. til 29. júní 1988 frá kl. 9 til kl. 16 alla virka daga nema laugardaga. Athygli er vakin á því að enginn kæruréttur myndast þótt álögð gjöld séu birt með þessum hætti. Reykjavík 15. júní 1988 Skattstjórinn í Reykjavík Gestur Steinþórsson. !■! Útboð 'I' Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd garðyrkjudeildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í frágang gæsluvallar við Hringbraut. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000.- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 30. júní kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Sveitarstjóri Breiðdalshreppur auglýsir hér með eftir umsókn- um um starf sveitarstjóra í Breiðdalshreppi. Um- sóknir sendist til Lárusar Sigurðssonar oddvita fyrir 30. júní, sem jafnframt gefur nánari upplýsing- ar í síma 97-56660 og 97-56791. Hreppsnefnd Breiðdalshrepps Frá Hafnarfjarðarkirkju Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í Veitingahús- inu Gaflinum eftir messu kl. 11.00 sunnudaginn 19. júní. Safnaðarstjórnin Til sölu traktorsgrafa Ford 4550 árg. 1975. Tilvalið fyrir bændur. Upplýs- ingar á kvöldin í síma 97-31216. Fimmtudagur 16. júní 1988 Ferskfisksölur erlendis: GÓÐ SALA HJÁ SÓLB0RGINNI Sólborg SU var eina skipið sem seldi afla sinn í Bretlandi í síðustu viku. Aflinn, samtals 56,5 tonn seld- ust á 3,6 milljónir króna, eða á 63,79 krónur hvert kíló. Gott verð fékkst fyrir aflann, sem mestmegnis var ýsa og blandaður afli. Þannig fengust 88,84 krónur fyrir þorskkílóið, en 4,1 tonn var af honum. 22,5 tonn voru af ýsu sem fór á 96,13 krónur kílóið. 6,7 tonn voru af ufsa sem seldist á 28,65 krónur. 6,5 tonn voru af kola sem fór á rúmar 40 krónur og loks voru 16,6 tonn af blönduðum afla sem fór á 37,51 krónu. Þau voru hins vegar tvö skipin sem seldu í Þýskalandi, bæði í Brem- erhaven. Þorlákur ÁR seldi 128,6 tonn fyrir 7,8 milljónir, eða 60,70 krónur hvert kíló og Ljósafell SU seldi 154,6 tonn á 10,1 milljón, eða 65,74 krónur hvert kíló. Heildarsala skipanna var því 283,1 tonn og fengust rétt tæpar 18 milljónir fyrir. Aflinn var mestmegnis karfi, þorskur og grálúða og fékkst gott verð fyrir karfann. Annars seldist kílóið af þorski á 53,78 krónur, en 66 tonn voru af honum. Af ýsu voru 14,2 tonn og fór kílóið af henni á 64,19 krónur. 36,4 tonn voru af ufsa sem seldist á 53,75 krónur. 117,1 tonn var af karfa sem seldist á 76,53 krónur. 43,5 tonn voru af grálúðu sem seldist á 47,89 krónur og loks voru tæp 6 tonn af blönduðum afla sem fór á 83,77 krónur kílóið. Loks voru 1.133,4 tonn af fiski seld í gámum til Bretlands í síðustu viku fyrir 73,86 milljónir. Meðal- verðið var því 65,17 krónur. Rétt tæp 470 tonn voru af þorski sem fór á 64,25 krónur. 278,8 tonn voru af ýsu sem fór á 81,43 krónur. 23,5 tonn voru af ufsa sem fór á 23,23 krónur. Rúm 18 tonn voru af karfa sem fór á 34,37 krónur. 37,6 tonn voru af grálúðu sem fór á 42,03 krónur og 117 tonn voru af blönduð- um afla sem fór á 68,38 krónur hvert kíló. -SÓL Bíldudalur: Sígandi lukka best „Það hafa verið mjög þægilegir vetur hjá okkur núna nokkur ár í röð, snjóalög lítil og samgöngur góðar,“ sagði Flosi Magnússon sveit- arstjóri á Bíldudal í samtali við Tímann. Sagði Flosi að rækjuvertíð- in hefði gengið mjög vel og mikil rækja væri í firðinum, en það er aðalviðfangsefni smærri báta hér á Bíldudal. „Héðan er töluvert langt á mið fyrir báta og við staðsett þannig að bátarnir eru tvo til þrjá tíma á miðin, sem er of langt til þess að það sé gott að róa hér á trillum eða minni bátum, enda lítið um það. Bátarnir eru yfirleitt um 10 til 20 tonn,“ sagði Flosi. Bíldælingar fengu í mars nýjan togara, Þröst, og er hann gerður út á rækju sem stendur. Þetta er annar togari í flota Bíldælinga, en togarinn sem þeir eiga fyrir heitir Sölvi Bjarnason. Það gekk heldur erfið- lega hjá þeim til að byrja með, sagði Flosi en þetta er allt á uppleið. „Hér er mikið meira en næg atvinna. Það sem okkur vantar frekar er hús- næði,“ sagði FIosi, en í fyrra voru teknar í notkun fjórar nýjar íbúðir á Bíldudal og er eitt hús til viðbótar óklárað. Okkur er að fjölga hægt og þétt, sagði Flosi og það myndu eflaust fleiri koma hingað ef það væri húsnæði fyrir hendi, enda höf- um við næga atvinnu og ágætis samfélag. Flosi sagði að helstu framkvæmdir í sumar tengdust framkvæmdum síð- astliðins árs, þegar allar götur bæjar- ins voru klæddar með varnalegu slitlagi. Nú ætlum við að ganga frá kantsteinum og gangstéttum að stór- um hluta og sagði hann að stefnt væri að því að Ijúka því á næstu þrem árum að þessu meðtöldu. Einnig eru fyrirhugaðar dýpkunar- framkvæmdir í höfninni og unnið er að gerð glæsilegs íþróttasvæðis. Aðspurður hvort fyrirhugað væri að byggja íbúðahús á vegum bæjar- félagsins á næstu árum, svaraði Flosi því til að ekki hefði verið mörkuð nein stefna í þá átt. Hann sagði að á svona litlum stöðum væru samfélög- in mjög viðkvæm og menn almennt sammála því að sfgandi lukka sé best, að íbúafjölgunin verði sem jöfnust. - ABÓ Framkvæmdastjóri Búvörudeildar Árni S. Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Búvöru- deildar Sambandsins. Tekur hann við af Magnúsi G. Friðgeirssyni sem ráðinn hefur verið framkvæmda- stjóri Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum. Árni S. Jóhannsson er fæddur árið 1939 í Sólheimum í Skagafirði. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1961, var gjaldkeri og fulltrúi hjá Kf. Húnvetninga á Blönduósi næstu sex árin en var sfðan um eins árs bil kaupfélagsstjóri Kf. Steingríms- fjarðar á Hólmavík. Árið 1968 tók hann við starfi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Húnvetninga á Blöndu- ósi og varð jafnframt framkvæmda- stjóri Sölufélags Austur-Húnvetn- inga, og þeim störfum hefur hann gegnt samfellt síðan. Árni hefur einnig gegnt ýmsum öðrum trúnað- arstörfum fyrir samvinnuhreyfing- una, og m.a. er hann núverandi formaður Félags sláturleyfishafa sem starfar við hlið Búvörudeildar. Ámi er kvæntur Bryndísi R. Ár- mannsdótturfrá Myrká í Hörgárdal. -esig Árni S. Jóhannsson frkvstj. Foreldraráð Ölduselsskóla: Stórlega misboðið „Við erum vonsvikin yfir að ekki hafi verið tekið tillit til óska foreldra í þessu sambandi," sagði Ingibjörg Sigurvinsdóttir sem sæti á í fulltrúa- ráði foreldrafélags Ölduselsskóla, en fulltrúaráðið sem skipað er 36 for- eldrum, einum fyrir hvern bekk, kom saman til fundar á mánudag, þar sem mótmælt var þeirri ákvörð- un menntamálaráðherra að ráða Sjöfn Sigurbjörnsdóttur skólastjóra við Ölduselsskóla. f ályktuninni kemur fram að for- eldrunum finnist sér stórlega mis- boðið þegar eindreginn vilji þeirra er virtur að vettugi, eins og kom fram við undirskriftasöfnun til stuðnings Daníel Gunnarssyni og 92,3% foreldra skrifuðu undir. Enn- fremur kemur fram að foreldraráðið leyfi sér að draga í efa að Fræðsluráð Reykjavíkur hafi fjallað um um- sóknimar á faglegan hátt og bendir á að hluti af slíkri faglegri umfjöllun hefði átt að vera að kanna aðstæður í skólanum. Því þetta umhverfi sé mjög flókið samspil kennara, nem- enda og foreldra og ekki megi miklu muna að það umhverfi raskist, segir í ályktuninni. Aðspurð hvort foreldrar hefðu íhugað að taka börn sín úr skólanum sagði Ingibjörg að upp hefðu komið raddir um það en hins vegar væru það hagsmunir barnanna og ekkert annað sem réði því, og bætti því við að þau tækju þau ekki úr skólanum á meðan þeim liði vel. - ABÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.